Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mikið hefur gengið á í porti Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, þar sem myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson hafa verið að undirbúa viðamikinn viðburð sem stendur yfir frá kl. 12 til 15.30 í dag og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Kalla þau hann „Í leit að töfrum“ en í honum er kallað eftir því að tillögurnar að nýrri stjórnar- skrá verði samþykktar. Þegar blaðamaður leit við í port- inu var verið að strengja upp borða og koma fyrir kröfuspjöldum, líka var verið að koma fyrir stólum og stilla ljós og hljóðkerfi, og allt kvik- myndað fyrir verk sem þau munu vinna í framhaldi viðburðarins í dag. Lokakafli viðburðarins fer síðan fram á götum Reykjavíkur, þegar þáttakendur, sem eru um eitt- hundrað talsins, og gestir ganga saman út úr safninu og sameinast í kröfugöngu fram hjá Stjórnarráðinu og að Austurvelli þar sem krafist verður nýrrar stjórnarskrár. Libia og Ólafur hafa lengi unnið verk út frá stjórnarskránni. Fyrst 2008 þegar þau fengu Karólínu Ei- ríksdóttur tónskáld til að semja tón- verk við allar 81 greinar stjórnar- skrár Íslands. Í febrúar 2011 var tónlistar- og myndbandsgjörning- urinn Stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands síðan fluttur í Hafnarborg og í framhaldinu í Ríkissjónvarpinu. Þau benda á að síðan hafi verið ráðist í ritun nýrrar stjórnarskrár og hafi lykilmarkmiðið verið að stuðla að lýðræðislegra og ráttlátara sam- félagi og hafi þjóðin kosið með hinni nýju stjórnarskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún hafi þó ekki enn verið lögfest af Alþingi. Fyrir viðburðinn í dag fengu Libia og Ólafur til liðs við sig hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðar- sinna og almennra borgara til að skapa í samstarfi það sem þau lýsa sem „fjölradda tónlistar- og mynd- listargjörningi við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillög- unnar frá 2011“. Listamenn hafa frelsi Vegna samkomutakmarkana verður gestum hleypt í hollum inn á viðburðinn í porti Hafnarhússins í dag. Tuttugu geta í senn verið á svölunum öðrum megin og fleiri far- ið eftir markaðri leið á gólfi portsins. Ekki verða fjöldatakmarkanir í göngunni en fólk er beðið að gæta að fjarlægð og vera með grímur. Þau Libia og Ólafur segja skipulagningu verksins sífellt hafa verið að breyt- ast en gangi upp. Þau kalla þetta baráttuverk „Í leit að töfrum“. Hvers vegna? Ólafur segir að með óvenjulegri nálgun leitist þau við að sýna hvað listin geti gert samhliða borgara- legri þátttöku. Libia bætir við að með töfrum virðist sem unnt sé að breyta hlutum með auðveldum hætti og þau vilji trúa því að þegar listin mæti samstöðumætti borgaranna megi stuðla að breytingum. Tólf ár eru liðin síðan þau fyrst gerðu stjórnarskrá Íslands að efni- við í verk og Libia bendir á að þá hafi það verið hin gamla stjórnar- skrá sem enn er í gildi en kallað var á breytingar. Skömmu síðar hrundi efnahagskerfið og fólk sá í kjölfarið sífellt betur að stjórnarskránni þurfti að breyta. Síðan hafi þjóðin kosið með nýrri stjórnarskrá og nú sé hnykkt á þeirri kröfu. „Þegar við vinnum að verkunum okkar nálgumst við þau stundum með ólíkum hætti enda er ég úr norðrinu, íslenskur, en Libia að sunnan, frá Spáni,“ segir Ólafur og Libia bætir hlæjandi við að nálgun þeirra sé ekki bara stundum ólík heldur alltaf. „En við höfum nálgast stjórnarskrána og tillögurnar gegn- um listina og nú með þá spurningu að leiðarljósi hvar stjórnarskráin sé,“ segir Ólafur. Libia segir gríðarlega áhrifamikla lýðræðishreyfingu hafa átt sér hér stað eftir hrun, sem leiddi til ritunar nýrrar stjórnarskrár og samþykktar hennar í þjóðaratkvæðargreiðslu. „En síðustu átta ár hefur þessi nýja stjórnarskrá verið hjúpuð þögn en það er aðferð sem við Spánverjar þekkjum vel frá fjögurra áratuga einræðistíma þar sem lýðræðið var þaggað niður og hæðst að því. En við höfum sem listamenn ekki gefist upp og höldum áfram að fjalla um þessa þögn og mikilvægi breytinganna. Listamenn hafa frelsi til að huga um hlutina á annan hátt og takast líka á við tilfinningar. Og við vinnum með hinum sem taka þátt hér með okkur. Þess vegna er umbreyting viðburð- arins hér svo mikilvæg, færslan frá gjörningnum í listasafninu yfir í kröfugöngu að Austurvelli.“ Morgunblaðið/Einar Falur Listamannatvíeykið Libia og Ólafur við undirbúning viðburðarins í porti Hafnarhússins, klædd peysum sem tengj- ast viðfangsefninu þar sem kallað er eftir nýrri stjórnarskrá. Nokkrir tugir gesta geta í senn fylgst með. Töfrum beint að stjórnarskrá  Um eitt hundrað þátttakendur í viðamiklum viðburði Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar í Listasafni Reykjavíkur í dag  Gjörningur breytist í kröfugöngu Veizla í boði Svövu er yfir- skrift dagskrár sem verður flutt í Klúbbi Listahá- tíðar í Iðnó á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Svövu Jakobsdóttur verður þar minnst en á morgun eru 90 ár frá fæðingu hennar. Af því tilefni efna Leik- lestrafélagið og Klúbbur Listahá- tíðar til lesdagskrár. Sonur Svövu, Jakob S. Jónsson, hefur ásamt Þór- unni Magneu Magnúsdóttir leik- konu valið nokkrar sögur úr sagna- safni Svövu, Veizla undir grjótvegg, og mun hann lesa þær ásamt Þórunni og jafnframt því lýsa nokkrum minningabrotum af móður sinni. Leikstjóri dagskrárinnar er Þór- unn Magnea og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en minnt er á nauðsyn þess að taka frá sæti vegna takmarkaðs sætaframboðs af smit- varnaástæðum. Dagskrá um Svövu Jakobsdóttur Svava Jakobsdóttir Um þessar mundir stendur yfir í Nesstofu á Seltjarnarnesi sýning Önnu Jóa, „Fjörufundir“. Sýning var opn- uð samhliða út- gáfu bókar Önnu, Hamir / Sheaths. Verkin í bókinni fjalla um klæði og hami hvers konar og tengsl þeirra við hí- býli og tímans rás. Hugsanir lista- mannsins um tímann og staði flétt- ast saman við gerð myndanna og rata á blað sem ljóðrænir textar. Verk úr bókinni eru sýnd í Nesstofu ásamt nýlegum verkum Önnu sem innblásin eru af ströndinni og um- merkjum um sérstök tengsl menn- ingar og náttúru sem finna má í fjöru. Anna verður með sýningarspjall á morgun, sunnudag, kl. 17. Einnig má skoða sýninguna með því að hafa samband í síma 899-0046. Sýningarspjall Önnu í Nesstofu Anna Jóa Stórsveit Reykjavíkur hefur nýtt starfsár með tónleikum í Silfur- bergi í Hörpu á morgun, sunnu- dagskvöld, klukkan 20. Að þessu sinni hefur stórsveitin vetrarstarfið með því að „ferðast innanlands“, eins og það er orðað í tilkynningu um tónleikana en blaðað verður í „íslenska katalógnum“ og flutt úr- val verka sem samin hafa verið fyr- ir hljómsveitina á liðnum árum. Tónleikagestir munu heyra flutt tónverk eftir Eyþór Gunnarsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Jóel Pálsson, Kjartan Valdemarsson, Sigurð Flosason, Samúel Jón Samúelsson, Þórhall Sigurðsson og Veigar Mar- geirsson. Samúel J. Samúelsson stjórnar hljómsveitinni á þessum fyrstu tónleikum starfsársins og fást miðar í miðasölu Hörpu og á vefnum harpa.is. Stórsveit Reykjavíkur var stofn- uð í febrúar árið 1992 og á sér langa og farsæla sögu. Hún starfar með ólíkum stjórnendum, hefur sent frá sér marga geisladiska og unnið til ýmissa verðlauna. Stórhljómsveit Stórsveit Reykjavíkur er önnur húshljómsveita Hörpu. Stórsveit Reykjavíkur „ferðast innanlands“  Leikur verk íslenskra tónskálda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.