Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nöfn rúm-lega fjög-ur hundr- uð Íslendinga fundust á gagna- lista, sem kín- verska fyrirtækið Zhenhua Data safnaði saman og var lekið til bandarísks fræðimanns. Alls er talið að nöfn um 2,4 milljóna manna séu á listanum og tífalt fleiri Íslendingar gætu verið á listanum en kom- ið er fram. Það er þó ekki víst að það muni nokkurn tímann koma í ljós því að öryggis- afritið af grunninum, sem lek- ið var, reyndist skaddað. Að- eins hefur tekist að endurheimta einn tíunda hluta af skjalinu. Ekki er víst að hægt verði að endurheimta mikið meira af grunninum, en þegar hefur verið gert. Listinn með íslensku nöfn- unum var birtur í Morgun- blaðinu og á mbl.is á fimmtu- dag og virðist æði handahófs- kenndur. Eins og kom fram í frétt í Morgunblaðinu sama dag er á honum fólk, sem hef- ur átt í viðskiptum við Kína, ráðherrar, þingmenn, sendi- herrar, dómarar, fjölmiðlafólk og íþróttamenn. Í viðtali í Morgunblaðinu við Robert Potter, framkvæmda- stjóra ástralska netöryggis- fyrirtækisins Internet 2.0, sem vann úr lekagögnunum, kom fram að ekki væri að sjá að ákveðnu mynstri væri fylgt í gagnagrunninum og áherslur væru ólíkar eftir löndum. Til dæmis væru nöfn úr skipu- lagðri glæpastarfsemi í Ástr- alíu og á Indlandi í grunninum. Í ástralska hlutanum tengdust nöfnin eiturlyfjahringjum, en þeim indverska spillingu, stigamennsku og vopnasölu. Á íslenska listanum eru dæmi um fólk, sem sætt hefur ákæru eða hlotið dóma fyrir efna- hagsbrot. Þeirri spurningu er ósvarað í hvaða tilgangi nöfnum var safnað í grunninn. Upplýsing- arnar koma að mestu að því er virðist úr opnum miðlum. Þar má nefna félagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Lin- kedIn. Þó eru þar einnig nöfn manna, sem ekki eru skráðir á slíka samskiptamiðla. Einnig má finna upplýsingar, sem ekki teljast opinberar. Má þar nefna reikningsupplýsingar, starfsumsóknir og sálfræði- mat, þótt slíkt virðist ekki koma fyrir í íslenska grunn- inum. Ýmsum hefur ugglaust orð- ið hverft við að sjá nafn sitt á listanum og fleiri hafa án efa furðað sig á hvernig nöfn þeirra hafi hafnað í trollinu hjá Zhen- hua. Erfitt er að sjá hvernig eigi að verjast því að lenda inni á lista af þessu tagi. Upplýsingarnar eru til staðar fyrir þá sem nenna að sækjast eftir þeim. Með því að sækja upplýsingar inn á marga miðla er síðan hægt að sjóða saman einhvers konar ágrip um einstaklinga eða greiningu. Einstaklingur á listanum hafði samband við Morgun- blaðið og sagði að vírusvörn í snjallsíma sínum hefði í tví- gang tilkynnt að brotist hefði verið inn í símann. Þetta gæti vissulega verið ótengt en vek- ur til umhugsunar. Komið hefur fram bent á að Zhenhua státi af viðskiptum og samvinnu við stofnanir og fyrirtæki, sem tengist hernaði, sem og njósnastofnanir í Kína. Anne-Marie Brady, prófess- or við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, hefur rann- sakað umsvif Kína og sókn Kínverja til áhrifa með áherslu á sinn heimshluta. Hún fór í gegnum listann og sagði við útvarpsstöð á Nýja- Sjálandi að gagnasöfnunin væri hluti af viðleitni kín- verskra stjórnvalda til að byggja upp sambönd í pólitík og efnahagslífi. Hún er sann- færð um að tilgangurinn sé að rækta fólk eða finna veika bletti hjá því til að hafa áhrif á það. Návígið við kínverska ris- ann er vissulega meira á slóð- um Brady heldur en í okkar heimshluta, en það er engin ástæða til að sofna á verðinum. Í tillögum í nýrri skýrslu Björns Bjarnasonar um þróun norræns samstarfs á sviði ut- anríkis- og öryggismála segir að taka eigi mið af því að áhrif Kína hafi margfaldast á liðn- um áratug. Norrænar rík- isstjórnir eigi að samræma af- stöðu sína til aukins áhuga Kínverja á norðurslóðum. Leiða má getum að því að listinn tengist þeim áhuga því á honum eru ekki bara Íslend- ingar, heldur einnig Fær- eyingar og Grænlendingar. Hefur verið talað um norð- urslóðagrunninn í gögnunum. Um leið er listinn auðvitað líka áminning til þeirra sem láta sér annt um friðhelgi einkalífs. Upplýsingum um notendur félagsmiðla er stöð- ugt safnað saman og beitt til að hafa árhif, markaðssetja og auglýsa. Vörnin á friðhelgi einkalífsins hefst hjá not- endum sjálfum. Handahófskenndur nafnagrautur vekur spurningar um til- gang} Kínverski listinn S amstaða á breiðum grundvelli um uppbyggingu á innviðum sam- félagsins var mikilvæg þegar ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Það átti við um heil- brigðis- og umhverfismál, menntamál og sam- göngur. Þessi breiða samstaða um að sækja fram og byggja upp innviði samfélagsins er bæði forsenda samstarfsins og aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar. Við höfum sannarlega sótt fram í heilbrigð- ismálum. Nú þegar síðasti þingvetur kjör- tímabilsins er að hefjast er mjög gleðilegt að mörgum stærstu markmiðum ríkisstjórn- arinnar í heilbrigðismálum hefur þegar verið náð. Við höfum skrifað og samþykkt heilbrigð- isstefnu á Alþingi, byggingarframkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut ganga vel, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur lækkað, lög um þung- unarrof verið samþykkt og heilsugæslan efld. Þessum markmiðum og fleiri mikilvægum markmiðum í heilbrigð- ismálum hefur okkur tekist að ná í krafti þess að fjár- framlög til heilbrigðismála hafa aukist á kjörtímabilinu. Sú verður raunin áfram því framlög til heilbrigðismála verða aukin um ríflega 15 ma.kr. á næsta ári, eða um tæp 6% frá fjárlögum þessa árs. Þegar Covid-19 skall hér yfir sýndi heilbrigðiskerfið hvað í því bjó með sveigjanleika og hugkvæmni svo öllum varð ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er öflugt og sterkt. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna, heilbrigð- isvísindafólk og ekki síst embætti landlæknis eiga öll þakkir skildar fyrir frábær störf dag og nótt. Framundan er erfiður vetur. Áframhald- andi barátta við Covid-19, atvinnuleysi, fátækt og tekjuhrun hjá þúsundum fjölskyldna. Það er óþolandi að fjöldi fólks þurfi að bíða lang- tímum saman eftir mat í biðröðum. Þessu verður að breyta. Nú skiptir öllu að knýja fram víðtæka samstöðu um aðgerðir til að styrkja stöðu atvinnulausra og fjölga tækifærum til at- vinnu og menntunar. Þar þurfum við að fara óvenjulegar leiðir, eins og að stytta vinnutíma til að dreifa vinnu til fleira fólks og með því að kalla fleira fólk til starfa í velferðarþjónustu og nýsköpun fyrir samfélagið. Það er augljóst að kosningar að ári liðnu munu fjalla um þessi mál; lífskjör almennings í víðum skilningi. Við höfum komist í gegnum áskoranir kjörtímabilsins því forsætisráðherra er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín Jakobsdóttir hefur á hverjum degi haft forystu um lausnir flókinna mála á sínum pólitísku forsendum og hefur haft afl, út- hald, vilja og pólitíska skerpu til að leiða ríkisstjórnina. Í áskorununum sem framundan eru er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að áherslur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um umhverfisvernd, jöfnuð, mannrétt- indi, öflugt velferðarkerfi og friðarhyggju séu ríkjandi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Forysta VG gerir gæfumuninn Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kórónuveirufaraldurinnhefur farið illa meðheimsmarkað fyrirminkaskinn. Mörg skinn eru enn óseld þótt síðasta loð- skinnauppboði ársins sé lokið. Framleiðslan hefur dregist mjög saman og mun dragast enn meira saman í vetur. Það leiðir væntanlega til umframeftirspurnar eftir skinn- um á næsta eða þarnæsta ári og gef- ur minkabændum vonir um betri tíð með blóm í haga. Í lok síðasta árs voru vísbend- ingar um að markaðurinn væri að jafna sig eftir nokkur mögur ár. Framleiðslan var að minnka en of- framboð hafði keyrt verðið niður. Viðsnúningurinn átti að vera á árinu 2020. Kórónuveirufaraldurinn breytti þessu. Faraldurinn hófst í Kína þar sem aðalmarkaðurinn er og ekki var hægt að halda uppboð í Kaupmanna- höfn þar sem íslenskir minkabænd- ur selja afurðir sínar. Reynd voru uppboð í tölvukerfi en þau heppn- uðust ekki, lítið seldist. Uppboðshúsið reyndi hefð- bundið uppboð í ágúst og seldust þá 74% framboðinna skinna. Svipuð niðurstaða var á uppboði í Finnlandi. Á septemberuppboði Kopenhagen Fur var betri sala, 88,5% framboð- inna skinna seldust en verðið var áfram mjög lágt. Það gefur vonir um framhaldið, þegar fyrsta uppboð á nýju ári verður haldið. Hins vegar hækkar verðið ekki fyrr en öll fram- boðin skinn fara að seljast. Töluvert af skinnum er óselt hjá uppboðshús- inu og færist yfir á næsta ár. Á móti kemur að kaupendur taka skinnin fljótt til sín sem bendir til að litlar birgðir séu eftir hjá saumastofum í Kína. Skilar ekki launum Alþjóðlegu uppboðshúsin seldu um 40 milljónir minkaskinna á árinu 2019 en á þessu ári var salan tæp- lega 20 þúsund skinn. Í yfirliti frá Kopenhagen Fur kemur fram að kaupendur eru afar varkárir í inn- kaupum, kaupa ódýrari vöruna og ekkert til að geyma á lager. Meðalverð danskra skinna á árinu reyndist vera 150 danskar krónur. Íslensku skinnin eru heldur lakari og er meðalverð þeirra tæpar þrjú þúsund krónur íslenskar. Það er ákaflega lágt verð í ljósi þess að það kostar fimm þúsund krónur að framleiða hvert skinn. „Framleiðslan skilar okkur ekki launum,“ segir Bjarni Stefánsson, minkabóndi í Túni Flóahreppi. Hann segir að á erfiðleikaárunum hafi menn verið búnir að skera niður all- an þann kostnað sem hægt var. Hann segir þó að hráefni í fóður hafi lækkað heldur vegna þess að eftir- spurn frá útlöndum hafi minnkað. Aðeins níu minkabændur eru eftir í landinu. Einar Eðvald Ein- arsson, minkabóndi á Syðra- Skörðugili og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að enginn hafi lýst því yfir að til standi að hætta í haust. Telur hann þó að allir séu að hugsa sinn gang og ræða við sinn banka um framhaldið. Einar segir að stjórnvöld hafi rétt grein- inni líflínu með niðurgreiðslu á fóðri. Þá hafi lækkun á gengi krónunnar hjálpað til. Enn vanti þó 20% upp á að endar nái saman. Bjarni telur horfurnar fyrir næstu mánuði og misseri ekki góðar því markaðurinn sé rétt að byrja að taka við sér eftir stöðvun í kórónu- veirufaraldrinum. Hann telur þó að fyrir þá sem þrauka núna séu horf- urnar fyrir árið 2022 góðar. Þegar búið verði að selja upp birgðirnar sem safnast hafa upp verði ársfram- leiðslan of lítil fyrir markaðinn og það leiði að öðru jöfnu til verðhækk- unar. Aðeins helmingur minkaskinna seldist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Minkabóndi Bjarni Stefánsson í Túni reynir að ná athygli minks. Hann er bjartsýnn á betri tíð þegar búið verði að grynnka á birgðum skinna. Stjórnvöld í Danmörku og Samband loðdýrabænda hafa tilkynnt um samkomulag um niðurskurð á öllum minkum á um 100 búum á Norður- Sjálandi vegna kórónuveirus- mits, alls um milljón minkum. Ríkið greiðir bændum bætur. Kórónuveirusmit hefur ver- ið á dönskum minkabúum frá því í júní en ekki hefur tekist að hefta útbreiðsluna. Stað- fest smit er á 41 búi og grun- ur um smit á 20 búum til við- bótar. Ákveðið var að skera niður bústofna á þessum bú- um og öllum búum í næsta nágrenni. Einar Eðvald Einarsson, for- maður íslenskra loð- dýrabænda, hefur fygst með umræðunni. Hann segir að þetta sé umdeild ákvörðun sem grundvallist ekki á rann- sóknum um þróun veirunnar og smit út í umhverfið og meðal fólks. Vitað sé að ýmis dýr smitist en veiran gangi yfir og dýrin myndi ónæmi. Milljón mink- um fargað KÓRÓNUVEIRAN HERJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.