Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 gat. Að sama skapi vissum við hverju hann hafði áorkað í lífinu með ömmu, þetta hefst með elju og dugnaði og við vildum fylgja hans fordæmi. Það hefur líka áhrif á persónu okkar að vera af sama sauðahúsi og hann, hrúts- nafnið Þrasi hefur átt vel við um marga einstaklinga innan þess- arar fjölskyldu. Hann hafði einnig vissan húm- or fyrir sjálfum sér og hvernig hann var. Dæmi um það er að halda sig við sama laufa- brauðsmynstrið á hverri köku, ár eftir ár. Hann gat grínast í okkur og öðrum óspart og varð einnig efni í gaman hjá okkur krökk- unum. „Jah! Marría hún er svoddan spíttkeyrari!“ Það var alltaf léttleiki í honum og alltaf gaman að heimsækja hann og karlana í Netagerðina, borða harðfisk á róló, fara á rúntinn saman, græja hangikjöt, fá há- karl í bílskúrnum, eða bara hanga saman og spjalla. Við munum sakna hans mikið en minnast góðu stundanna með hlýju í hjarta. María, Júlíus, Gunnar og Þorsteinn. Gamansemi, stríðni og góðvilji eru nafnorð sem mér fljúga í hug þegar ég hugsa til frænda míns. Þetta er Júlli, kynnti hann sig í símann þegar dætur mínar svör- uðu. Og við mig sagði hann stríðnislega í hvert sinn sem ég leitaði til hans og vissi ekkert í minn haus um gengin ættmenni okkar: Óttalega ertu vitlaus frændi minn. Ég kom hins vegar aldrei að tómum kofunum hjá Júlla frænda. Oft öfundaði ég hann – svo það sé nú sagt – af ótrúlegu minni hans, ekki aðeins á nöfn og atburði heldur líka ljósmyndir. Hann gat svei mér þá sett nöfn á andlit sem áttu uppruna sinn aft- ur á 19. öld og á augnabliki farið í fjarlægustu ættfræði-afkima og tengt saman einstaklinga, lífs og liðna, með lengri og styttri ætt- arþráðum. Af greiðvikni sinni lánaði Júlli mér eitt sinn skotvopn. Og spurði kankvíslega: Ætlar þú til rjúpna, frændi? Löngu síðar var byss- unni skilað og hafði þá legið ónot- uð (sem kom ekki öllum á óvart) og bar þess nokkur merki. Sem synir frænda tóku ekki allir af sama jafnaðargeði en faðirinn kímdi og hafði á orði að líkast til myndi rjúpnastofninn bera sitt barr á eftir. Hann var ekki að erfa hysknina við frænda sinn, brosti aðeins svo að augun ljóm- uðu og lúpulegur „veiðimaður- inn“ varð ögn upplitsdjarfari. Það er gott að eiga svona frænda sem skilur. Jón Hjaltason. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég að komin er skilnaðarstund. Hugstola sleppi ég höndinni þinni. Handtakið slitnar sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samveru- stundunum frá. (Erla) Skilnaðarstundin kom í sjálfu sér ekki óvænt því smátt og smátt hafði verið höggvinn þrótt- ur Júlíusar Kristjánssonar. Hann var frá unga aldri þrekmaður og kappsfullur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, bar mikinn metnað fyrir hönd afkomenda sinna og var einarður í skoðun- um, höfðingi í lund og fylgdi mál- um fast eftir. Hann var ham- ingjumaður í einkalífi, kvæntist Ragnheiði Sigvaldadóttur og voru þau hjón samhent í hverju því sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Júlli, eins og hann var ætíð kallaður, og við vorum bundin sterkum fjölskylduböndum, og áttum samvinnu og samskipti um margt. Um skeið önnuðumst við fréttaskrif í Mbl. og þá þurfti að vega og meta hvað fréttnæmt gæti talist og var Júlli glöggur á það. Kjöt var tekið á haustin og sett í reyk. Því fylgdi ýmiss kon- ar undirbúningur og stúss, svarð- artekja og þurrkun, kjötið saltað áður en það var hengt upp og síð- an þurfti að reikna út kostnað og deila út. Og hvergi var hangikjöt- ið betra! Ef leita þurfti aðstoðar eða álits um eitt eða annað fórum við til Júlla. Hann var einkar barngóður og nutu börnin okkar þess að eiga tal við frænda sinn því hann sýndi þeim áhuga og gaf sér tíma til að ræða við þau þegar í heimsókn var komið. Allar dyr stóðu okkur opnar og margar samverustundir höfum við átt við eldhúsborð þeirra hjóna þar sem mál voru krufin. Júlli var forvit- inn að eðlisfari og það vita kenn- arar að forvitni er forsenda þekk- ingar. Hann var því hafsjór fróðleiks um hvaðeina, og fékkst meðal annars við að skrifa sagna- þætti sem við fengum oft að lesa yfir áður en frá var gengið. Sum- ir þeirra hafa birst í tímaritinu Súlum. Netagerð var Efstakotsmönn- um í blóð borin og þjónustusvæði þeirra náði vítt um Norðurland á síldarárunum og vinnutíminn því oft langur. Með stækkandi veiði- skipum breyttust veiðarfærin og vakandi auga þurfti til að fylgjast með þróuninni. Júlíus stýrði þessu af leikni og á netaverk- stæðinu fylgdust menn með afla- brögðum og vel var á móti gest- um tekið í kaffisopa og spjall. Júlli tók að sér stundakennslu í sjóvinnu við grunnskólann á Dal- vík, hann hafði mikla ánægju af kennslunni og naut þess að vera innan um unga fólkið. Þegar stofnuð var skipstjórnarbraut við framhaldsdeild Dalvíkurskóla tók hann að sér kennslu í sigl- ingafræði og sjómennsku. Þar var markvert starf unnið og lagði Júlíus ríkulega af mörkum til þess. Hann var kappsfullur við uppbyggingu námsins og studdi nemendur sína vel. Þeir skyldu ekki vera eftirbátar annarra skólagenginna sjómanna. Kunna flestir þeirra honum miklar þakkir fyrir og hafa sýnt honum ræktarsemi. Við leiðarlok er Júlíusi þökkuð samfylgdin og fjölskyldu hans færðar innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Júlíusar Kristjánssonar. Anna Bára og Trausti. Látinn er á Dalvík Júlíus Kristjánsson netagerðarmeist- ari, níræður að aldri. Ef skyggnst er níutíu ár aftur í tímann var kreppan mikla í al- gleymingi og Morgunblaðið skýr- ir frá, að litlir kærleikar séu með Þjóðverjum og Frökkum þrátt fyrir Versalasamingana, og Bret- ar og Bandaríkjamenn deila um eignarrétt á Suðurskautinu. Allt er þetta kunnuglegt nú sem þá, en norður við Íshaf þar sem drengur fæddist 16. september 1930 var allt friðvænlegra enda þótt kreppan setti sitt mark eins og allsstaðar. Genginn er mætur maður og góður, Júlli með farsælt líf að baki, hann leggst til hvíldar í sátt við samtíð sína. Fyrsta minning mín um Júlla og Ragnheiði er úr Karlsbrautinni, þar bjuggu þau hjón á neðri hæðinni hjá Kidda frænda og ég, ekki há í loftinu, var þar stundum á ferð. Það er svo langt síðan að allir dagar voru þá sólardagar. Börn gengu út og inn í hús þorpsins í dentíð. Stundum er sagt að heilt þorp þurfi til að ala upp barn. Þeir voru margir sem ólu mig og mína kynslóð upp, gildir einu hvort nafnið var Stebbi, Beii, Árni, Bommi eða Júlli, eða hvort kon- urnar hétu Gróa, Ranka, Alla eða Óla. Með börnunum var fylgst, einkum þeim sem slöngruðu um á bryggjunum og ekki ósjaldan komu köllin: – Ætlarðu ekki að fara að hafa þig heim, komdu þér upp af Garðinum. Garðurinn var hættulegastur og þar voru oftar en ekki netagerðamenn að störf- um sem gáfu gætur að umhverfi sínu. Júlli var barn sinnar byggðar og áhugamaður um sagnfræðileg efni, einkum og sér í lagi sögu Svarfaðardals og byggðar á Böggvisstaðasandi og lagði mikið af mörkum til varðveislu sögu- legs efnis og minja. Um það eru aðrir færari að tíunda en ég. Hann kom með miklum krafti og áhuga að Sögu Dalvíkur, Héraðs- skjalasafni Svarfdæla og Minja- safninu á Hvoli svo eitthvað sé nefnt. Og honum þótti eins og fleirum að lítil rækt væri lögð við varðveislu gamalla húsa á Dalvík. Nýibær bjargaðist þó, ugglaust Júlla verk. Það er aldrei þakkað eins og vert er þegar áhugfólk beinir tíma sínum og kröftum að því, að halda til haga alþýðlegum fróðleik og menningu genginna kynslóða. Ef slíkra manna nyti ekki við værum við fátækari en ella. Hann hafði áhuga á því sem ég var að gera og tengdist sögu Dal- víkurbyggðar, hann las handrit og skrifaði formála að minni fyrstu bók sem fjallaði um Hans Baldvinsson. Og Júlli fylgdist alla tíð með því hvað ég var að bardúsa og studdi mig með ráð- um og dáð, lánaði mér Nýjabæ sumar eftir sumar. Þakkir fyrir það fylgja honum upp á astralpl- anið. Hann var alltaf hjálpfús og taldi ekki eftir sér að skjótast til Akureyrar með strandaglópa úr skóla á langa Róvernum sem fór allt. Júlli er nú lagður til hinstu hvíldar í faðmi sinnar sveitar undir leiftrandi litadýrð Bögg- visstaðafjalls, sem nú skartar sínu fegursta haustskrúði. Fari hann í friði og hafi þökk fyrir samfylgdina. Ragnheiði, sonunum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég einlæg- ar samúðarkveðjur og guðsbless- un. Anna Dóra Antonsdóttir. Hniginn er halur háaldraður þekkur þegn þjóðar sinnar. Langþráð hvíld og ljúf er fengin frá þessu lífi á svölu hausti. (H.Z.) Í dag er til moldar borinn frá Dalvíkurkirkju Júlíus Kristjáns- son, framkvæmdastjóri, neta- gerðarmeistari og kennari. Vin- átta okkar hjóna við Júlíus og Ragnheiði konu hans hófst fyrir áratugum og aldrei hefur borið skugga þar á. Júlli eins og hann var af flestum kallaður hefur nú lokið dagsverki sínu. Hann var um margt fjölhæfur og einstakur maður. Hann lagði gjörva hönd á ýmis störf um dagana og farn- aðist vel með allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði mik- inn metnað fyrir sína hönd og ekki síður annarra. Allir áttu að gera sitt besta og átti ekki að þurfa að orðlengja það frekar. Eitt af því sem Júlli lagði fyrir sig var kennsla (við Dalvíkur- skóla og Skipstjórnardeildina á Dalvík). Hvernig kennari ætli Júlli hafi verið? Ég held að hann hafi verið kennari af Guðs náð. Hann gerði kröfur til nemenda sinna og ætlaðist til að þeir legðu sig alla fram og næðu árangri. Ef það gekk ekki eftir tók Júlli þá í aukatíma og hætti ekki fyrr enn viðunandi árangur náðist. Júlli var skipstjórnarlærður og hafði alla tíð mikinn áhuga á sjó- mennsku, aflabrögðum og öllu sem að sjómennskunni laut. Hann var framkvæmdastjóri og einn eigenda Netagerðar Dalvík- ur í áratugi ásamt fimm öðrum heiðursmönnum. Alla skipstjórn- artíð Vigfúsar. R. (Ninna) þjón- ustaði Netagerðin útgerðina sem hann starfaði fyrir og var sú þjónusta ávallt til fyrirmyndar. Oftast þegar að landi var komið lagði Ninni leið sína í kaffi og spjall á Netagerðina til þessara heiðursmanna sem þar störfuðu og naut samvista við þá. Í minn- ingu Ninna er eins og pólitíkina hafi stundum borið á góma í þessu spjalli. Trúi hver sem vill. Áhugi Júlla á mönnum og mál- efnum var mikill. Hann var mjög ættfróður og rak sjaldan eða aldrei í vörðurnar í þeim efnum. Oft leitaði ég í smiðju hans með ættfræði og margt fleira, aldrei kom ég að tómum kofunum og aldrei gekk ég bónleið frá búðum. Júlli hafði unun af tónlist, var mjög músíkalskur og söngmaður góður. Hann spilaði á harmon- ikku og spilaði oft á dansleikjum í gamla daga. Júlli var mikill húm- oristi og átti létt með að koma auga á spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Margar minningar hrannast upp þegar komið er að kveðju- stund. Ferð okkar í Fjörður, gangan mikla yfir í Þorgeirs- fjörð. Ferðin á Langanesið, gist- ing á Raufarhöfn. Kvöldin þegar gripið var í nikkuna. Samveru- og lærdómsstundir yfir myndaal- búmum og margt fleira sem er of langt að telja upp hér. Þegar góður vinur lýkur veg- ferð sinni héðan er okkur ljúft að þakka samfylgdina, vináttuna og allar góðu stundirnar. Elsku Ragnheiður, við send- um þér og strákunum ykkar Sig- valda, Kristjáni, Ásgeiri og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Siglir sævanur sínu fari beint í naust á Sumarströndum. Fagna í fjöru feginshugar ástvinir áður á undan farnir. (H.Z.) Svanhildur Árnadóttir og Vigfús R. Jóhannesson (Svansa og Ninni). Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Okkar heittelskaða dóttir, systir og barnabarn, ALDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR, Dvergagili 40, Akureyri, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 27. september. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útför hennar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á barnadeild SAk. Þórður Vilhelm Steindórsson Rakel Hermannsdóttir Indriði Atli Þórðarson Jón Vilberg Böðvarsson Steindór Ólafur Kárason Jóna Þórðardóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GRÍMSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 27. september. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. október klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum sökum aðstæðna í þjóðfélaginu. Starfsfólki á Eirarholti sendum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun sl. þrjú ár. Guðrún Ólafsdóttir Steinar Stefánsson Óli Svavar Ólafsson Hafþór Ólafsson Áslaug Leifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, VILHJÁLMUR JÓN GUÐBJARTSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 8. október klukkan 13. Allir eru velkomnir og jafnframt verður athöfninni streymt á www.seljakirkja.is. Jóhanna Sigríður Guðjónsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir Elfar Úlfarsson Guðjón Vilhjálmsson Rebekka Sif Kaaber Símon Elvar Vilhjálmsson Bryndís Einarsdóttir Símonía K. Helgadóttir Alexander, Ósk, Vilhjálmur Jón, Jóhanna Inga, Bára Margrét, Eva Sóley Elsku eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir og systir, ANNA JÓNA JÓNSDÓTTIR, Kjarrhólma 18, varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 19. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hilmar Einarsson Kristín Heiða Eyþórsdóttir Rúnar Guðjón Svansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Sigurlína Kristín Schewing Eliasdóttir Einar Erlendsson Elín Margrét Höskuldsdóttir Sigurður Kr. Scheving Jón Þór Jónsson Anna Linda Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Guðbjartur Pétursson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELEN ÞORKELSSON sjúkraliði, Víðilundi 24, Akureyri, lést á SAK þriðjudaginn 29. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. október klukkan 13.30. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu munu einungis nánustu ættingjar vera viðstaddir. Athöfninni verður streymt á FB-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Jóhann Björgvinsson Ásthildur Sverrisdóttir Erla Björg Þorkelsson Halla B. Þorkelsson Sigurður G. Sigurðarsson Emma Agneta Björgvinsd. Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Guðjón Steinþórsson ömmubörn og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.