Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Framkvæmdir Þó komið sé fram í október viðrar enn til steypuframkvæmda. Vetur konungur bíður þó handan við hornið. Kristinn Magnússon Mínar fyrstu tillögur eftir að ég settist í borgarstjórn voru sparnaðar- og hagræðing- artillögur. Þær hafa síðan verið eitur í beinum borgarstjóra og meirihlutans. Hefði verið tekið tillit til þeirra strax í upphafi kjörtímabilsins væri staða Reykjavíkurborgar allt önnur í dag. Umfangsmesta tillagan gekk út á að skilgreina lögbund- ið hlutverk Reykjavíkur, skil- greina grunnþjónustu og for- gangsraða í rekstrinum. Önnur tillaga gekk út á að skera niður utanlandsferðir til mikilla muna því í leiðinni sparaðist dagpen- ingagreiðslur og hótelkostnaður. Sú tillaga hlaut sömu örlög. Borgarstjóri og meirihlutinn felldi hana. Aldrei datt mér í hug að tillagan fengi braut- argengi eins og nú hefur raun- gerst vegna COVID-19. Af þessu tilefni lagði ég fram fyr- irspurn til skriflegs svars í borg- arráði sem var svohljóðandi: „Hvað hefur ferðakostnaður Reykjavíkur lækkað mikið á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við árið 2019? Óskað er eftir sundurliðun fyrir A-hluta, með öllum undirstofnunum, sundurliðun fyrir yfirstjórn án undirstofnana og samstæð- unnar í heild.“ Með ferðakostnaði er átt við ferðalög, hót- elkostnað, uppihald og dagpeninga á Íslandi og erlendis. Hið skriflega svar er gallað að því leyti að ekki er birtur ferðakostnaður fyrir samstæðuna í heild og hefur fyr- irspurnin því verið lögð fram aftur. En lítum á ferðakostn- að borgarsjóðs (A-hluta). Svarið/samanburðurinn nær ein- ungis til fyrstu sex mánaða áranna 2019 og 2020 þrátt fyrir að beðið hafi verið um níu mánaða yfirlit. Ferðakostnaður fyrstu sex mánuði ársins 2020 er 66,5% lægri en á sama tímabili ársins 2019 eða sem nemur rúmum 44 milljónum króna. Eins og allir vita má segja að landið hafi lokast í byrjun mars og ekki sér fyrir endann á því ástandi, því miður. Því er hægt að fullyrða að sparnaðurinn komi til með að hækka um tugi prósenta og fara langt yfir 100 milljónir þegar árið verður gert upp. Til hamingju Reyk- víkingar – loksins fann ég sparnað í rekstrinum þótt ástæð- urnar séu miður skemmtilegar. Með tilkomu tækninnar sem tekin var fyrir alvöru í notkun í COVID-19 eru engin rök fyrir öðru en að draga stórlega úr öllum utanlands- ferðum og ná fram sparnaði í rekstri fyrir útsvarsgreið- endur til allrar framtíðar. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Ferðakostn- aður fyrstu sex mánuði árs- ins 2020 er 66,5% lægri en á sama tímabili ársins 2019 eða sem nemur rúmum 44 millj- ónum króna. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi Miðflokksins. vigdis.hauksdottir@reykjavik.is Óvæntur sparnaður Það var langþráður áfangi þegar Mennta- skólinn á Ísafirði var stofnaður árið 1970 eft- ir áralanga baráttu Vestfirðinga. Fyrsti skólameistarinn, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur í endurminn- ingum lýst því hvernig hann byrjaði með eina skúringafötu – jú, og símtólið sem hann tal- aði óspart í til þess að laða nem- endur og kennara að skólanum. Honum varð vel ágengt. Skólinn var settur í Alþýðuhúsinu á Ísafirði í byrjun október það sama haust og fjórum árum síðar útskrifuðust það- an 30 nýstúdentar. Fyrstu árin Menntaskólinn á Ísafirði á vísan stað í hjarta greinarhöfundar sem hefur bæði verið nemandi við skól- ann og skólameistari hans. Á menntaskólaárum mínum varð ég aðnjótandi tveggja meistara skól- ans, því að Bryndís Schram leysti eiginmann sinn af skólaárið 1976-77. Kennslan fór fram í gamla barna- skólahúsinu þar sem næddi inn um hverja glufu á köldum vetr- armorgnum og ekki sást út um rúð- urnar fyrir frostrósum. Syfjuð og lú- in hírðumst við í lopapeysum undir beygingarreglum þýskunnar og leynd- ardómum eðlisfræð- innar. Í löngufrímín- útum léttum við okkur lífið með kókómjólk og heitum súkkulaðisnúð úr Gamla-bakaríi. Við stjórnvölinn voru áhugasamir og lífs- glaðir skólastjórn- endur og einvala kenn- aralið – tilvonandi fjölmiðlahaukar, rithöf- undar, pólitíkusar og fræðimenn sem áttu eftir að láta að sér kveða á vettvangi þjóðlífsins. Þetta voru góð ár. Fyrir Vestfirði, ekki síst Ísafjörð, var skólinn happafengur. Ungmenni gátu nú sótt sér framhaldsskóla- menntun í heimabyggð en þurftu ekki lengur að vera fjarvistum frá fjölskyldum og ástvinum svo mán- uðum skipti. Menntaskólinn laðaði að ungt og fjölhæft fólk víðsvegar að og það setti svip sinn á bæjarbrag- inn. Bryndís var menningarsprauta. Hún setti upp leikhópa, stóð fyrir myndlistarsýningum og upplestrum, og stofnaði kvöldskóla sem var vísir að Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem seinna varð. Umbrotatímar Mikið vatn hefur síðan til sjávar runnið og umskipti orðið í skóla- starfi. Árið 1990 runnu Iðnskóli Ísa- fjarðar (stofnaður 1905) og hús- mæðraskólinn Ósk (stofnaður 1912) undir hatt Menntaskólans á Ísafirði. Fimm árum síðar varð hann að Framhaldsskóla Vestfjarða, en end- urheimti svo sitt upprunalega heiti aldamótaárið 2000. Þegar ég kom til starfa sem skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði, haustið 2001, var skólinn til húsa á Torfnesi þar sem einnig hafði verið byggt verknámshús. Verulegar breytingar höfðu orðið á skipulagi og námsframboði og allt stefndi það fram á við. Gengi skólans var þó hallandi um þær mundir. Samfelld og viðvarandi nemendafækkun hafði verið árin á undan, brottfall úr námi verulegt og erfitt að fá rétt- indakennara til starfa. Haustið sem ég hóf störf var innan við þriðjungur kennaraliðsins með kennsluréttindi. Verkefnin voru því ærin sem biðu nýs skólameistara og nú var hafist handa. Að ári liðnu var komið að skólanum samhent stjórnendateymi sem ásamt skólameistara lét hendur standa fram úr ermum við að gera viðeigandi úrbætur, stemma stigu við brottfallinu og rétta af halla- reksturinn. Fimm árum síðar höfðu öll mark- mið náðst. Framsækni og gróska Í skýrslu Félagsvísindastofnunar HÍ um starfsumhverfi Mennta- skólans á Ísafirði umrætt tímabil kemur fram að á þessum fáu árum skipaði skólinn sér í hóp framsækn- ustu og best reknu framhaldsskóla landsins. Nemendum fjölgaði um þriðjung, brottfall minnkaði um meira en helming og hlutfall rétt- indakennara snerist við, fór úr 30% í 70%. Komið var upp fullburða húsa- smíðadeild ásamt nýrri verkmennta- aðstöðu fyrir byggingagreinar. Brunavarnir voru endurbættar sem og aðgengi fyrir fatlaða og heima- vistin endurnýjuð. Gerðar voru úr- bætur í kennslustarfi og náms- framboði. Sett var á laggirnar kvöldnám fyrir fólk með erlendan bakgrunn, stofnað foreldrafélag við skólann og efnt til árlegra skóla- þinga. Er þó ekki allt upp talið af þeirri grósku sem í gangi var. Árið 2005 var efnt til mikillar hátíðar í til- efni af 100 ára afmæli iðnnáms á Ísa- firði. Forseti Íslands heiðraði skól- ann af því tilefni. Þetta voru spennandi tímar – gef- andi en krefjandi. Afraksturinn var umtalsverður. Áskoranir enn á ný En allt er breytingum undirorpið og enginn árangur er sjálfgefinn. Samkvæmt nýlegri úttekt á starfi Menntaskólans á Ísafirði er skólinn nú enn á ný að kljást við gamla drauga. Hröð fækkun nemenda er áhyggjuefni og erfiðlega gengur að laða réttindakennara að skólanum, eins og fram kemur í úttektinni sem gerð var 2015. Hvernig mál hafa þróast síðan getur greinarhöfundur ekki dæmt um. Hitt veit ég, að með samhentu átaki og góðum vilja er allt hægt. Það sannaðist við stofnun skólans og á velmektarárum hans. Mennta- skólinn á Ísafirði stendur á 50 ára gömlum merg. Hann hefur alla burði til að vera sá samfélagsstólpi sem honum var ætlað að vera. Vestfirð- ingar eiga mikið undir því að þessi veigamikla menntastofnun þeirra haldi velli og sé fær um að næra samfélag sitt með menntun ung- menna og sem mikilvægur vinnu- staður. Menntaskólanum á Ísafirði óska ég giftu og heilla í hans þýðing- armikla hlutverki um ókomin ár. Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur » Vestfirðingar eiga mikið undir því að þessi veigamikla menntastofnun þeirra haldi velli og sé fær um að næra samfélag sitt með menntun ung- menna. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Höfundur er fv. skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. olinathorvardar@gmail.com Menntaskólinn á Ísafirði 50 ára – litið yfir farinn veg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.