Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is NJÓTUM ÞESS AÐ VERA HEIMA BARÁHÖLD FYRIR FALLEGA DRYKKI Skoðaðu úrvalið á fastus.is/barvörur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Settu saman lista í huganum yfir alla þá staði sem þig langar til þess að skoða á næstunni. Njóttu þess að láta þig dreyma dagdrauma. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er góður dagur til fasteigna- viðskipta eða annarra útgjalda sem tengjast heimili þínu. Leyfðu hlutunum að gerjast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú reynir að stytta þér leið í ákvarðanatöku, áttu á hættu að gera mistök. Ekki anað að neinu og ígrundaðu allar ákvarðanir vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið vel og tekist að leysa öll fyrirliggjandi verkefni. Heimspekilegar eða trúarlegar umræður vekja þig til umhugs- unar um hluti sem þú hugsar annars lítið um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sérhver ákvörðun felur í sér umbun og tilkostnað. Að mörgu er að hyggja svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sú vinna sem þú hefur lagt á þig að undanförnu mun bera árangur innan skamms. Reyndu að hugsa áður en þú talar, sérstaklega við systkini þín og nágranna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Jafnvel hugprúðustu menn vita að stundum þarf handagang í öskjunni til að fá hlutina til að rúlla af stað. Gerðu tímabundið samkomulag varanlegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé freistandi að flýja vandamálin græðirðu lítið á því sé til lengri tíma litið. Gerðu það sem í er þínu valdi og láttu aðra um sitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það hefur ekkert upp á sig að setja markið lægra en þú veist að þú ræður við. Vandamálin eru til staðar og eina leiðin er að bretta upp ermarnar og leysa þau. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun í tengslum við tilboð sem þú færð. Leitaðu ráða hjá góðum, traustum vini. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirmenn þínir eða foreldrar gætu komið þér á óvart í dag. Vertu hvergi smeykur ef upp koma deilumál, þú ert með allt þitt á hreinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar maður spyr margra spurninga getur alltaf farið svo að sum svörin falli manni ekki í geð. Leyfðu hlutunum að gerjast og þá finnur þú rétta svarið. none.“ Ég hef lifað afskaplega skemmtilegu og fjölbreyttu lífi.“ Helga er hætt að vinna og nýtur sín við ýmis hugðarefni. Hún er mikill dýravinur, á tvær kisur, gefur villtum kanínum æti og laðar að sér fugla, sérstaklega í sumarbústaðnum sem aði myndir og las inn á sögur fyrir Stundina okkar og var fréttamaður í sumarafleysingum hjá RÚV eitt sumar. ,,Já, ég hef komið víða við,“ segir hún. „Kannski má segja að ég sé ,,Jack of many trades, master of H elga fæddist 3. október 1950 í Reykjavík og ólst upp í sannkölluðu fjölskylduhúsi á Ægi- síðunni þar sem faðir hennar, Gunnar, og Ingólfur bróðir hans, bjuggu með fjölskyldum sínum, ásamt þriðja bróðurnum, Þórði og hans konu. Samgangur var mikill og jól og áramót voru t.d. alltaf haldin í sameiningu, einnig með fjölskyldu Baldurs, eins bróðurins enn. „Þegar Þórður gerðist svo yfirlæknir á Kleppi, fórum við þangað á jóladag og ég hafði gaman af því að segja frá því að stórfjölskyldan færi alltaf á Klepp á jólunum,“ segir Helga glett- in. Tónlist var í hávegum höfð á heim- ili Helgu, báðir foreldrarnir spiluðu á píanó og systkinin lærðu líka öll, mis- lengi þó. „Pabbi var mjög góður pí- anóleikari og spilaði mikið. Hann svæfði okkur systkinin oft með falleg- asta kaflanum úr Pathetique-sónötu Beethovens, sem er í miklu uppáhaldi fyrir vikið.“ Mamma hennar spilaði undir þöglu myndirnar í bíóinu í Vestmannaeyjum þegar hún var ung stúlka. Eftir hefðbundið nám lærði Helga samkvæmisdans og -kennslu í Kaup- mannahöfn. Hún sýndi líka dans víða og stofnaði danshóp með vinum sín- um og voru þau tíðir gestir í skemmtiþáttum sjónvarpsins. Hún lék einnig og dansaði í Silfurtunglinu, sjónvarpsleikriti gerðu eftir sögu Halldórs Laxness, og getur líka stát- að af Íslandsmeistaratitli í jazzball- ett. Frá unga aldri vann hún við tískusýningar og fyrirsætustörf og fór víða um heim til að sýna íslenska lopann, t.d. nokkrar ferðir til Banda- ríkjanna og í opinberar ferðir Vigdís- ar forseta. Hún vann líka sem fyrir- sæta á Norðurlöndunum um tíma. Helga vann lengst við tímaritaút- gáfu, var auglýsingastjóri, stílisti og þáttagerðarmaður, ásamt því að skrifa greinar og viðtöl, t.d. í Hús & híbýli, Nýtt líf og Vikuna og síðar í Frjálsa verslun og Ský. Hún hefur skrifað fjórar barnabækur: Puntróf- ur og pottorma, Leiksystur og labba- kúta, Prakkarakrakka og Við enda regnbogans. Hún skrifaði líka, teikn- þau hjónin eiga og dvelja mikið í. Hún prjónar líka og málar, en hún hefur sótt námskeið í olíumálun í Myndlist- arskóla Kópavogs í nokkur ár. ,,Ég seldi mína fyrstu mynd um daginn. Að vísu er kaupandinn systir mín,“ segir Helga og hlær. ,,Það var engu tauti við hana komið, svo fast sótti hún að fá að borga fyrir myndina.“ Ferðalög eru í uppáhaldi, sérstak- lega innanlands. Vinahópur þeirra hjóna fer árlega í nokkurra daga ferð um landið. ,,Það er alltaf gaman að skoða önnur lönd, segir Helga að lok- um, „en mest held ég upp á að ferðast um fallega landið okkar.“ Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Benedikt Geirsson, fv. bankamaður, f. 12.9. 1953. Foreldrar hans voru hjónin Geir Benediktsson verkamaður og verkstjóri, f. 19.6.1907, d. 16.12.1962, og Paula Hermine Eide Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 26.8.1911, d. 4.2.1979, Húsavík. Fyrri maki Helgu var Ólafur H. Johnson, f. 20.12.1951, viðskiptafræð- ingur og fv. skólastjóri í Reykjavík. Helga I. Möller, auglýsingastjóri, blaðamaður og rithöfundur – 70 ára Landið Helga og Benedikt ferðast mikið um fallega landið okkar og hér eru þau við Fjaðrárgljúfur í sumar. Fjölbreytt og skemmtilegt líf Mæðgur Helga með einkadóttur sinni Katrínu Ágústu Johnson. Fyrirsætan Helga ferðaðist víða og sýndi umheiminum íslenska lopann. Til hamingju með daginn Grafarvogur Þau Óttar Logi Ragn- arsson og Camilla Rún Sigurjóns- dóttir héldu tombólu í Spönginni í Grafarvogi 4. ágúst sl. og með því söfnuðu þau 5.668 kr. til styrktar Rauða krossinum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mann- úðarmála. Tombóla 40 ára Gunnur Ösp ólst upp í Laugarási í Bláskógarbyggð þar sem hún býr. Hún er eigandi og rekstr- arstjóri dýragarðsins Slakka í Laugarási. Hún æfir crossfit þegar vinnu sleppir. Maki: Matthías Líndal Jónsson, f. 1980, eigandi og framkvæmdastjóri Slakka. Börn: Diljá Björg, f. 2002; Baltasar Breki, f. 2007, og Sigurrós Birta, f. 2012. Foreldrar: Hólmfríður Björg Ólafs- dóttir, f. 1954, d. 2002, og Jón Björn Jónsson, f. 1948, fv. sjómaður, og fósturfaðir Gunnar er Helgi Svein- björnsson, f. 1949, fv. eigandi Slakka. Gunnur Ösp Jónsdóttir 70 ára Pétur er frá Leiðólfsstöðum í Lax- árdal og býr nú í Búð- ardal, en lengst af bjó hann í Stykkishólmi þar sem hann var sjó- maður. Maki: Ása María Hauksdóttir, f. 1956, sjúkraliði í Búð- ardal. Börn: Guðrún Fanney, f. 1974, Ólafur Grétar, f. 1975; Sigrún Guðný, f. 1976; Þórður G., f. 1981, og Óskar Laxdal, f. 1983, sem hann átti með Erlu Þórðard. Áður átti Ása María Svövu, f. 1978, Hauk Inga, f. 1974, og Guðrúnu Svönu f. 1983 með Pétri Halldórssyni. Foreldrar: Sigrún Guðný Jóhannesdóttir, f. 1929 og Guðmann Óskar Pétursson, f. 1908, d. 1974. Pétur J. Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.