Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
www.agustav.is s. 8230014
VERSLUN
VÖNDUÐ ÍSLENSK HÚSGÖGN
Skólavörðustíg 22
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir við endurnýjun
Tryggvagötu hafa staðið yfir í sum-
ar. Það er ekki aðeins gatan sjálf
sem gengur í endurnýjun lífdaga
heldur hafa Veitur notað tækifærið
og endurnýjað lagnir neðanjarðar.
Um er að ræða mikið lagnaverk eins
og vegfarendur hafa tekið eftir að
undanförnu.
Verklok við Tryggvagötu eru
áætluð í ágúst 2021. Þá verður lokið
við gerð útivistarsvæðis, torgs, fyrir
sunnan Tollhúsið, þar sem fólk getur
sólað sig á sumardögum í skjóli fyrir
norðanáttinni.
Veitur vinna að því markvisst að
aðgreina skólp og regnvatn í mið-
borginni og hafa fundið og valið leið-
ir til að koma regnvatni frá vatna-
svæði Tjarnarinnar og Kvosar til
sjávar, segir í frétt á heimasíðu
Reykjavíkurborgar. Við hönnun á
nýju skólplögninni á þessu svæði var
ekki hægt að tengja hana með góð-
um hætti til framtíðar nema með því
að fara inn í brunn við dreifistöðina
við hlið Bæjarins beztu pylsna.
Þegar kom að því að grafa við
verkmörk við Tryggvagötu – Póst-
hússtræti kom í ljós að stein-
bryggjan, sem grafin var upp, náði
of langt til suðurs. Núverandi lögn
var þannig lögð að ómögulegt var að
ná tengingu við hana Tryggvagötu-
megin við vegginn og þar að auki
hefði hún lent í árekstri við nýju
regnvatnslögnina. Þar með var talið
óhjákvæmilegt að fara í þessa að-
gerð núna. Einnig var nauðsynlegt
að taka tillit til neðanjarðarveggj-
arins og fornleifa handan við hann
og hanna lagnirnar í gegnum hann í
fullu samráði við Minjastofnun.
Framkvæmdir í götunni hófust
fyrir skömmu og munu standa yfir í
mánuð. Gönguleiðir verða greiðar á
svæðinu á meðan framkvæmdum
stendur en loka þarf fyrir bílaum-
ferð frá Pósthússtræti að Tryggva-
götu og lokað fyrir aðra akrein fyrir
framan Hafnarhúsið, Tryggvagötu
17, nema fyrir vöruflutninga, neyð-
arbíla og vinnuvélar. Akstursstefnu
Hafnarstrætis og Naustanna var
snúið við meðan á þessum aðgerðum
stendur.
Veitur hafa í sumar endurnýjað
lagnir vatnsveitu, hitaveitu og raf-
veitu í Tryggvagötunni. Margar
þessara lagna eru komnar til ára
sinna. Skólplögnin og kaldavatns-
lögnin eru frá árinu 1925 og hafa því
þjónað íbúum og fyrirtækjum í mið-
bænum í tæpa öld. Lagnirnar frá
1925 voru úr steini og því ekki mögu-
legt að varðveita þær. Því var þeim
fargað.
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Gamli tíminn Lagnirnar frá árinu 1925 komu í ljós við uppgröftinn í sumar.
Morgunblaðið/sisi
Nýi tíminn Mikið og flókið lagnaverk verður sett undir Tryggvagötuna enda verður það í notkun næstu áratugina.
Mikið lagnaverk undir yfirborðinu