Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 26.-30. október 2020 5 dagsetningar í boði Ökuland ehf. Ökuskóli Akstursþjálfun á Íslandi fyrir ökumenn og eigendur rútubíla sem og aðra áhugasama • Metin til endurmenntunar bílstjóra • Akstursþjálfun á æfingasvæði í Hafnarfirði • Verð 45.000.- • Skráning: www.bit.ly/okuland • Minnum á mögulega styrki. Nánari upplýsingar: www.okuland.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum afskaplega ánægð með útkomuna og þetta er mikið notað,“ segir Björn Gunnlaugsson, aðstoð- arskólastjóri Laugarnesskóla. Nýverið var bætt aðstaða fyrir reiðhjól nemenda við skólann og settir upp sérstakir standar fyrir hlaupahjól. Er þar um nýjung að ræða að sögn Björns. „Ég veit ekki betur en við séum fyrsti skólinn sem splæsir í þetta. Það er í það minnsta enginn annar skóli í borginni kominn með svona,“ segir Björn. Hann segir að sett hafi verið á fót lítil nefnd með aðkomu foreldra, nemenda og starfsfólks sem skoðaði nokkra kosti. Útkom- an var að keyptir voru tveir hlaupa- hjólastandar að utan. „Það eru margir krakkar sem koma á reiðhjólum og hlaupahjól- um í skólann og það var aðkallandi þörf á svona aðstöðu. Við vorum áð- ur með litla geymslu inni í skól- anum fyrir hlaupahjólin en það var ofboðslega óhentugt og erfitt gat verið að komast að hjólunum. Nú bera krakkarnir sjálfir ábyrgð á því að vera með lás og geta læst hlaupahjólin við standinn,“ segir Björn. Þörf á fleiri hjólastöndum Hvor standur tekur 20 hjól að sögn Björns. Þar sem nemendur í Laugarnesskóla eru hátt í sex hundruð eru standarnir fljótir að fyllast. „Ég er hræddur um að það þurfi að fjölga þeim.“ Björn segir að ekki hafi þurft að kosta miklu til vegna þessa. „Þetta var líka vel þess virði og nauðsyn- legt þegar krakkarnir eru að velja sér heilnæman og vistvænan ferða- máta í skólann.“ Börn geta nú læst hlaupahjólunum  Laugarnesskóli fyrsti skólinn með hlaupahjólastanda  Aðkallandi þörf Morgunblaðið/Eggert Nýjung Tveir hlaupahjólastandar hafa verið settir upp við Laugarnesskóla. Útlit er fyrir að þörf sé á fleirum. Heildarupphæð launakrafna sem stéttarfélagið Efling hefur lagt fram fyrir sína félagsmenn hefur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Kröfurnar endurspegla, að mati Eflingar, „raunveruleg brot á réttindum félagsmanna, ekki mis- tök í launabókhaldi“. Formaður Eflingar og aðstoð- arsviðsstjóri kjaramálasviðs félags- ins segja að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi gert lítið úr þessum staðreyndum í að- sendri grein sem birtist í Morg- unblaðinu í gær. Það þykir þeim sorglegt. „Fyrir fólk á lægstu launum er launaþjófnaður ekki aðeins sár nið- urlæging heldur efnahagslegt stór- tjón. Meðalupphæð launakröfu sem Efling setti í innheimtu árið 2019 er yfir hálf milljón. Það segir sig sjálft hvað slík upphæð þýðir fyrir láglaunamanneskju,“ segir í að- sendri grein Sólveigar Önnu Jóns- dóttur, formanns Eflingar, og Ing- ólfs B. Jónssonar, aðstoðarsviðs- stjóra kjaramálasviðs félagsins. Þau segja að launaþjófnaður á íslenskum vinnumarkaði sé í veld- isvexti. Í greininni kemur fram að á síð- asta ársfjórðungi hafi kjara- málasvið Eflingar skráð yfir 260 ný mál sem varða ýmis rétt- indabrot. Þar af voru 87 launa- kröfur að heildarupphæð rúmar 65 milljónir. Nokkrir af þeim atvinnu- rekendum sem kröfurnar snúa að eru með meira en tíu opnar launa- kröfur. „Mjög sjaldgæft er að launakröf- um Eflingar sé hnekkt og yfirleitt fást þær greiddar að endingu, oft með aðstoð lögmanna félagsins. Vandamálið er hins vegar að innheimtuferli launakröfunnar get- ur tekið óratíma. Stundum þarf að fara með kröfur fyrir dóm, í gegn- um þrotabú gjaldþrota fyrirtækja eða í gegnum ábyrgðarsjóð launa,“ segir í greininni. »18 260 mál skráð sem varða réttindabrot  Launakröfur vaxið um 40% árlega Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, staðfesti við Morgunblaðið að Félag atvinnurek- enda hefði sent ábendingu til Sam- keppniseftirlitsins þar sem athygli var vakin á því að félagið teldi gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakka- sendingar brjóta gegn lögum um póstþjónustu og ákvæði samkeppn- islaga. Ábendingin er til skoðunar en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort hefja þurfi rannsókn og málsmeðferð. Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts, tekur undir gagnrýni fram- kvæmdastjóra Félags atvinnurek- enda á fyrirkomulagi póstþjónustu hér á landi. „Þetta er hárrétt, það sem [Ólafur] er að segja, en það er ekki eins og þetta sé ákvörðun Ís- landspósts,“ segir Birgir. Í aðsendri grein Ólafs Stephen- sen, framkvæmdastjóra FA, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, fór hann hörðum orðum um stjórn- arhætti Íslands- pósts og sagði ríkisfyrirtækið stunda undir- verðlagningu sem stangast á við lög. „Tilvera Ís- landspósts er umdeilanleg. Þetta er fyrirtæki í ríkiseigu og rík- ið hefur ákveðið að við eigum að vera á samkeppnismarkaði. Það er erfitt og skapar árekstra,“ segir Birgir. „Og ég get alveg séð að það eru pólitískar skoðanir um það hversu langt ríkið á að seilast inn í atvinnu- lífið og ég er svo sem ekkert ósam- mála þeim skoðunum sjálfur.“ Starfa undir stöðugu eftirliti Birgir leggur aftur á móti áherslu á að gagngert eftirlit sé með Póst- inum sem myndi ekki láta fram hjá sér fara ef fyrirtækið starfaði í bága við lög. „Við erum undir kastljósi Samkeppniseftirlitsins, við erum með sérstaka nefnd sem starfar í kringum okkur, við erum með Póst- og fjarskiptastofnun, við erum með Ríkisendurskoðun, við erum með alla á bakinu á okkur,“ segir Birgir. „Við erum sífellt að draga okkur út úr samkeppni, við erum t.d. hætt að dreifa fjölpósti þar sem það var í samkeppni við einkafyrirtæki. Við erum að reyna að minnka svona árekstra en þeir eru þó alltaf til staðar vegna þess að ríkið er ekki búið að setja okkur á fjárlög. Með- an Íslandspóstur þarf að reka sig sem fyrirtæki þá er þetta frekar óheppilegt rekstrarform í raun og veru.“ Staðhæfingum Ólafs um að Ís- landspóstur stundi ólöglega verð- lagningu og niðurgreitt undirboð þjónustu vísar Birgir alfarið á bug. „Við erum að fara eftir lögum, og lögin segja að það eigi að vera eitt verð fyrir allt landið.“ Ábending FA til skoðunar  Forstjóri Íslandspósts tekur undir gagnrýni Ólafs Steph- ensen en vísar ásökunum um ólöglega verðlagningu á bug Birgir Jónsson Bjarni Ákason, athafnamaður og fjár- festir, var í gær sýknaður í héraðs- dómi af ákæru héraðssaksóknara fyr- ir að hafa stungið um 44 milljónum króna undan skatti. „Ég vona að þessi langa sorgarsaga sé loks á enda,“ sagði Bjarni og er ómyrkur í máli um framgöngu yfirvalda í málinu, ekki þá síst hve lengi það hafi velkst í kerfinu af tilefnislausu. Að sögn Bjarna var upphaf málsins það, að tvítalið hafi verið fram á hann og fyrirtæki í eigu hans á árunum 2007-2009. Þegar það kom í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra, óskað leiðréttingar vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúm- um áratug síðar,“ segir Bjarni í samtali við Morg- unblaðið. Eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri loks fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins, en ekki framtal Bjarna sjálfs, og málið sent áfram til skatt- rannsóknarstjóra, sem í fyllingu tím- ans hafi sent það til héraðssaksókn- ara, en í millitíðinni fékk Bjarni tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. „Ég hef orðið fyrir miklu fjárhags- tjóni vegna þessa, hvert skref, hvert lögmannsbréf, kostar peninga, og ég hef þurft að selja frá mér eignir vegna þessa,“ segir Bjarni. Hann telur þó að kostnaður hins opinbera sé margfalt meiri. „Allt að óþörfu en enginn ber ábyrgð.“ Bjarni gleðst yfir sýknunni, en er gramur hinu opinbera fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á“. Hann kveðst nú bíða ákvörðunar ríkissaksóknara um hvort hann áfrýi eða láti málið niður falla. „Þegar ríkið er búið að ljúka sér af þarf ég bara að sjá til hvort ég stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ andres@mbl.is Íhugar að stefna ríkinu fyrir glórulausa óvissuferð  Bjarni Ákason sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Bjarni Ákason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.