Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta plata systkinatríósins Celebs, Tálvon hinna efnilegu, kom út fyrir skömmu og hefur að geyma sjö lög með skemmtilegum titlum á borð við „Öfgar göfga“, „Sætur“, „Kraumar“ og „Draumar“. Systkinin eru Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís Vernharðsbörn en þau hafa öll verið í öðrum hljómsveitum, Valgeir í Mammút og Rhytmatik, Hrafnkell einnig í Rythmatik og Katla Vigdís í Between Mountains. Sömdu þau lög og texta plötunnar í sameiningu og segir í tilkynningu að platan sé ákveðinn óður til tón- listar níunda og tíunda áratugarins og fjalli um væntingar og vonbrigði og tálvon þeirra sem dreymir um poppið. Auk systkinanna koma fram á plötunni Alex- andra Baldursdóttir, Ýmir Gíslason, Árni Freyr Jónsson og Árni Hjörvar Árnason. Platan var tekin að mestu upp í æfingahúsnæði Celebs á Granda og einnig í æfingarými Between Mount- ains fyrir vestan en þau systkini eru frá Suður- eyri. Tónlistaruppeldi Katla segir þau systkin áður hafa unnið sam- an tvö og tvö en aldrei sem tríó, ekki fyrr en Celebs var stofnuð. Tónlistin virðist vera í blóðinu hjá þeim Vern- harðsbörnum og Katla er spurð hvernig á því standi. „Það var bara mikið tónlistaruppeldi,“ svarar hún og þakkar báðum foreldrum. Val- geir er elstur systkinanna þriggja, Hrafnkell í miðjunni og Katla yngst. „Svo eigum við einn yngri bróður sem verður áhugavert að fylgjast með,“ segir Katla kímin og bendir á að yngsti bróðirinn, Jósef Ægir, sé fyrirsætan á umslagi plötunnar. –Þetta nafn, Celebs, er mjög sniðugt þegar kemur að því að hasla sér völl erlendis? „Já en þetta er líka ógúgglanlegt nafn. Ef maður gúgglar það fær maður allt ann- að en hljómsveitina en það er líka bara gullið við þetta, maður verður að spila sig stóran þeg- ar maður er bara manneskja og við bara systkini að leika okkur saman að því að gera tónlist,“ segir Katla. Systkinin byrjuðu að semja og taka upp lög fyrir vestan í jólafríinu í fyrra og meðganga plötunnar því býsna stutt. Katla segir að þau hafi þó nokkuð lengur rætt um að vinna saman að tónlist. „Hugmyndin var að gera bara eitt- hvað skemmtilegt, hresst efni og að við tækjum okkur ekki of alvarlega heldur leyfðum okkur að fara meira út í poppið. Við höfum öll verið í svona indí eða rokkskotnu poppi,“ segir Katla. Stíllinn hafi svo mótast strax með fyrstu smá- skífunni, hún hafi lagt línurnar. Tálvon um poppið –Þessi titill, Tálvon hinna efnilegu, hvaðan kemur hann? Rosa drama í honum … „Já, þetta er rosa drama,“ segir Katla glettin. Valgeir hafi átt hugmyndina að titlinum og seg- ir hún hann tengjast hljómsveitinni. „Við höfum öll verið í einhverju öðru áður og það fylgja oft einhverjar væntingar og von- brigði. Draumurinn um poppið er oft ákveðin tálvon, gengur ekki alveg upp og við höfum svo- lítið upplifað það líka, þar sem við erum frá litlum bæ úti á landi, að við séum svo efnileg systkinin. Þetta er tálvon okkar um poppið yfir- höfuð og súmmaði plötuna svo mikið upp og þetta hugarfar okkar, að sleppa öllum vænt- ingum og hafa gaman og njóta. Vonandi skín það í gegn,“ segir Katla. Hlusta má á plötuna á Spotify og Celebs má finna á Facebook. Ljósmynd/Ása Dýradóttir Draumurinn um poppið er tálvon  Celebs gefur út plötuna Tálvon hinna efnilegu  Hugmyndin að taka sig ekki of alvarlega Samstillt Systkinin í hljómsveitinni Celebs. réðu við að greiða uppsetta leigu. „Árið 2013 tókst loks að ganga frá nýjum þriggja ára samningi milli Reykjavíkurborgar og Sjálfstæðu leikhúsanna. Leigan var felld niður og Reykjavíkurborg lagði til 10 milljónir á ári til reksturs á hússinu. Þá loks sprakk starfsemin út,“ segir í tilkynningunni og rifjað upp að á árunum 2013 til 2016 hafi hátt í 200 viðburðir verið í húsinu á hverju leikári og frumsýningum á nýjum ís- lenskum sviðsverkum fjölgað úr sex í 30 á ársgrundvelli. „Sumarið 2015 var ráðist í síðasta hluta endurbóta á húsinu. Þá var klárað að tæknivæða húsið svo nú þykir það sambærilegt bestu leik- húsum Evrópu af sömu stærðar- gráðu,“ segir í tilkynningunni og rifjað upp að árið 2016 hafi samn- ingur hússins við Reykjavíkurborg verið endurnýjaður og hann falið í sér aukningu á styrk borgarinnar við Tjarnarbíó. „Samhliða jókst geta hússins til að þjónusta leikhópa og skilaði það bæði auknu framboði verka og aukn- um gæðum, líkt og sjá má á fjölda Grímuverðlauna verka er sýnd voru í Tjarnarbíói. Leikárið 2017/2018 var metár í fjölda einstakra viðburða í Tjarnarbíói, alls 55 talsins, og sýn- ingafjöldi vel yfir 200. Næstu árin var fjöldi einstakra viðburða og sýn- inga á svipuðu reki.“ Dimm ský svífa yfir leikhúsinu Samkvæmt upplýsingum frá Tjarnarbíói stóð til að yfirstandandi leikár yrði það umfangsmesta til þessa. „Heimsfaraldur kórónuveiru setti þó verulegt strik í reikninginn og má nú með sanni segja að dimm ský svífi yfir Tjarnarbíói, komi ekki til stuðningur frá Reykjavíkurborg eða ríki sem fleytt getur húsinu í gegnum þessa erfiðu tíma.“ Bandalag sjálfstæðu leikhúsanna (SL) tók við rekstri hússins árið 1995. Nýjum íslenskum sviðsverkum stórfjölgaði á örfáum árum Í tilkynningunni er rifjað upp að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir því að Sjálfstæðu leikhúsin borguðu Reykjavíkurborg leigu og fjármögn- uðu reksturinn að mestu með tón- leika- og ráðstefnuhaldi og útleigu fyrir veislur og aðra viðburði. Það reyndist ógerningur vegna annars vegar hljóðvistarvandamála og hins vegar vegna þess að fæstir leikhópar „Það er ljúfsárt að standa á þessum tímamótum, horfa með stolti yfir farinn veg, en horfa svo fram á full- komna óvissu. Á 10 ára afmæli nú- verandi reksturs Tjarnarbíós er það einlæg von allra sem starfa í húsinu að úr rætist og að Tjarnarbíó lifi áfram sem Heimili sjálfstæðra sviðs- lista um ókomna tíð,“ segir í tilkynn- ingu frá Tjarnarbíói. Fyrr í þessum mánuði voru 10 ár liðin frá því Tjarnarbíó var opnað gestum á ný eftir gagngerar endur- bætur á húsinu, sem reist var 1913 sem íshús en þjónaði lengi sem kvik- myndahús og leikhús áður en Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjóri Rekstur Tjarnarbíós hefur vaxið og dafnað undir stjórn Friðriks Friðrikssonar, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós frá 2016. Ljúfsár tímamót  10 ára afmæli núverandi reksturs Tjarnarbíós  Kalla eftir auknum stuðningi til að komast í gegnum erfiða tíma Mikið gekk á þegar ráðherrar fornminja og ferðamála boðuðu egypska fjölmiðlamenn að rústa- borginni Saqqara, um 30 km sunn- an við Kaíró en þar eru nokkrir elstu píramídanna sem standa í eyðimörkinni utan við borgina og sífellt finnast þar fleiri merkar fornminjar. Í Saqqara sýndu fornleifafræð- ingar gestum 59 kistur með múmí- um sem nýlega fundust þar í graf- hvelfingu sem hefur verið lokað fyrir um 2.500 árum. Fornleifafræðingar opnuðu eina kistuna og sýndu fagurlega skreytta múmíuna sem reyndist vera í henni. Kisturnar hafa elst vel, eru fagurlega skreyttar, út- skornar og málaðar, og á þeim ríkulegt myndletur sem fræðimenn taka nú til við að lesa sig gegnum til að öðlast frekari upplýsingar um það hverjir það eru sem hafa hvílt þarna allan þennan tíma. Enn einn merkisfundur í Saqqara AFP Múmíukistur Egypskir fornleifafræðingar fundu í Saqqara 59 ríkulegar skreyttar kistur með múmíum. Kisturnar eru um 2.500 ára gamlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.