Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Hvar sem þú bjóst og hvert sem þú fórst heillaðir þú alla og laðaðir það besta fram í fólki. Allir þekktu Magnús og allir elskuðu hann. Elsku besti Maggi minn, þakka þér fyrir alla elskuna og þegar eitthvað bjátar á ætla ég að hugsa til þín og það mun hjálpa mér endalaust. Þín Magga mágkona, Margrét Alfreðsdóttir. Maggi Spurn í auga og bros á vör svarið kannski í formi örleikrits Kannski sama spurningin og oft áður sama svarið leikið eins, klassísk list, sígilt Hlýtt faðmlag og loforð um vináttu eilífa vináttu og hlýtt viðmót endurtekið oft, alltaf jafn gott Skellihlátur við spaugilegt atvik gleðistund notið til hlítar meðan gafst Nú fetum við ekki lengur slóðina saman nú skilur leiðir en þó ekki alveg því þú dvelur enn Í huga fullum af myndum og hjarta fullu af hlýju þess sem gengur áfram lífsins veg (Sigurður Jónsson) Guð blessi minningu þína. Fyrir hönd íbúa og starfs- manna Hafnarstrætis 16, Pálína Björnsdóttir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Elsku Maggi okkar. Nú er komið að kveðjustund og aldrei er maður alveg tilbúinn að sleppa. Lífið leggur misjafnar byrðar á okkur mannfólkið og strax í upp- hafi var ljóst að þínar byrðar yrðu þungar sem þú tókst á við af æðru- leysi. Þú varst heillandi persónuleiki með sterka útgeislun og varst einn af þeim sem svo auðvelt var að elska. Þú tókst öllum með hlýju og væntumþykju og trúðir alltaf á það góða í fólki. Þú ávannst þér virðingu og væntumþykju allra sem urðu svo gæfusamir að kynn- ast þér. Þú varst mikill húmoristi og stríðnispúki og oft var glatt á hjalla þegar þú náðir hæstu hæð- um. Við sitjum hér vinkonurnar og rifjum upp glaðar stundir sem við áttum með þér. Við fórum meðal annars í sólarlandaferð til Mal- lorca og það sem gerðist þar var skilið eftir á Mallorca. En oft hlóg- um við rosalega öll þrjú við að rifja upp endurminningar þaðan. Við minnumst hlýjunnar og væntumþykjunnar sem lýstu úr augunum þínum fallegu og þökk- um knúsin góðu. Þú áttir stóra og yndislega fjöl- skyldu sem umvafði þig ást og um- hyggju alla tíð. Stórfjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu sam- úð. Elsku Maggi, við þökkum þér samfylgdina, far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar vinkonur, Pálína (Palla) og Ingibjörg (Inga). ✝ Jóhanna Sig-urbjörg Þor- steinsdóttir fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 3. maí 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir, Graf- arvogi, 2. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Geirmundsdóttir, f. 26.10. 1899, d. 15.2. 1976, og Þorsteinn Sigfússon, f. 29.9. 1898, d. 25.2. 1986. Systkini Jóhönnu: Guðný, f. 1926, d. 1990, Sigfús, f. 1927, d. 2001, Ragnheiður, f. 1931, d. 2018, Geirmundur, f. 1932, d. 2011, Hreinn, f. 1935, d. 1959, Valur, f. 1935, d. 1967, Hjördís, f. 1938, d. 2017, Þorsteinn Þrá- inn, f. 1941. Jóhanna giftist hinn 31.12. 1955 Ásgeiri Guðmundssyni, f. 19.2. 1926, d. 22.10. 2004. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, f. 14.10. 1893, d. 31.12. 1947, og Kristín Margrét Jónsdóttir, f. Baldur Már, f. 25.2. 1983, maki hans er Xiao Tang, f. 28.2. 1985, barn þeirra er Stefán Logi, f. 27.5. 2014. b. Ástrós, f. 4.9. 1987, maki Birkir Fannar Bragason, f. 4.2. 1988, barn þeirra er Harpa Avía, f. 21.4. 2018. c. Smári Nikulás, f. 16.3. 1995, maki Alexandra Líf Árnadóttir, f. 12.2. 1998. 3) Þorsteinn, f. 28.11. 1963, maki Oddný Hildur Sigurþórs- dóttir, f. 18.1. 1965. Börn þeirra eru: a. Þóra, f. 6.7. 1984, d. 7.7. 1984. b. Yrsa Örk f. 16.6. 1985, maki Högni Valur Högnason, f. 15.8. 1983, börn þeirra eru Þor- steinn Flóki, f. 8.12. 2011, Vaka Sóllilja, f. 4.11. 2015, og Rökkva Örk, f. 23.6. 2019. c. Salka, f. 8.6. 1989, maki Sölvi Rafn Sverr- isson, f. 10.6. 1988, börn þeirra eru Baltasar, f. 30.6. 2019, og Sebastían, f. 30.6. 2019, d. 9.7. 2019. d. Jóhanna Embla, f. 11.10. 1995, maki Friðrik Árni Halldórsson, f. 15.2. 1995, barn þeirra er Hildur Jara, f. 2.3. 2020. Jóhanna gekk í héraðsskól- ann á Eiðum og síðar í hús- mæðraskólann á Staðarfelli. Lengst af vann Jóhanna á göngudeild áfengis- og vímu- efna á Landspítala og lauk störf- um 1999. Útför Jóhönnu fer fram í dag, 16. október 2020, klukkan 13. 8.11. 1900, d. 20.5. 1927. Börn þeirra Jóhönnu og Ásgeirs eru: 1) Ingibjörg, f. 2.3. 1956, maki Vil- hjálmur Ari Ara- son, f. 27.4. 1956. Börn þeirra eru: a. Ásgeir Snær, f. 17.6. 1977. Dætur hans með Eyrúnu Eiðsdóttur, f. 22.3. 1977, eru Hjördís María, f. 25.10. 2002, Ingibjörg Svana, f. 16.6. 2004, og Vera Dögg, f. 22.8. 2010. Fyrir átti Eyrún son- inn Stein Andra Viðarsson, f. 21.12. 1997. b. Jóhanna, f. 1.5. 1982, maki Hörður Birgisson, f. 22.8. 1982, börn þeirra eru Em- ilía, f. 14.12. 2004, Vilhjálmur Þór, f. 13.7. 2007, Alexander Máni, f. 25.6. 2010, og Óliver Loki, f. 26.2. 2015. c. Ásta, f. 20.11. 1991, sambýlismaður hennar er Ragnar Kristjánsson, f. 15.2. 1990. 2) Guðmundur, f. 9.7. 1958, maki Kristbjörg Baldursdóttir, f. 11.9. 1957. Börn þeirra eru: a. Jóhanna Þorsteinsdóttir, elskuleg tengdamóðir mín, var einstök kona sem hafði ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Guð- mundssyni (d. 2004) mikil áhrif á lífsviðhorf mitt. Æðruleysi og dugnaður, og að fjölskyldan skyldi alltaf vera í fyrsta sæti. Ég kom inn í fjölskyldu þeirra í Skaftahlíðinni fyrir rúmum 40 árum sem menntskælingur í Hamrahlíð. Var vel tekið og leið strax eins og einum fjölskyldu- meðlima. Jóhanna vann þá sem starfsmaður áfengis- og vímu- efnadeildar Landspítala á Flóka- götunni. Vann þar í mörg ár sem starfsmaður á vöktum, en síðar sem móttökuritari á áfengis- og vímuefnagöngudeild LSH. Hún naut alla tíð mikillar virðingar hjá samstarfsfólki og skjólstæð- ingum. Starf sem kallaði á mikla hjartahlýju og fimi í mannlegum samskiptum. Jóhanna var enda mikil gáfumanneskja, þótt skóla- ganga hennar hafi ekki verið löng á nútímamælikvarða. Í upp- hafi í sveitinni sinni í farand- kennslu á Sandbrekku í Hjalta- staðaþinghá og síðar í gagnfræðaskólanum á Eiðum. Loks í húsmæðraskólanum á Staðarfelli á Fellsströnd. Uppal- in sem íslensk sveitastúlka á óð- alssetrinu Sandbrekku í stórum systkinahóp og þar sem ræturn- ar alltaf lágu. Jóhanna og Ásgeir voru frá- bærir tengdaforeldrar og hjálp- uðu mér og Ingibjörgu minni óendanlega á fyrstu búskaparár- um okkar. Barnapössun og við allar framkvæmdir þegar á þurfti að halda. Fórum með þeim í ferðalög, hérlendis og erlendis. Alltaf eins og bestu vinir manns og aldrei bar neinn skugga á. Heimili þeirra Jóhönnu og Ás- geirs síðar í Fannafoldinni eins og konungsríki. Garðurinn eins og lystigarður og þar sem Jó- hanna fékk að njóta sín til fulln- ustu með sína grænu fingur og reynsluna úr gömlu góðu sveit- inni. Kartöflukofinn í Skammadal var líka sem einskonar sumarbú- staður í mínum huga, þar sem líka varð til fallegur trjágarður, auk matjurtagarðsins góða. Þangað sem ótal ferðir voru farnar til að hirða um. Uppsker- an var eftir því. Sem betur fer er lífið oftast gott og venjulegt. Vinnudagar og frístundir um helgar í góðra vina hópi. Slíkum stundum man ég einna best eftir með þeim Ás- geiri og Jóhönnu, mér og okkur við hlið. Þar sem börnum okkar Ingu leið vel og ævintýrin gerð- ust. Ferðir farnar stundum á skíði á veturna. Gufubað á heim- ili þeirra síðdegis, eftir góða daga. Jóhanna var mikil hannyrða- kona. Prjónaði, saumaði út og stundaði alla tíð allskyns fönd- urvinnu. Sótti námskeið jafnvel í glerlist og hannaði falleg mynd- verk. Féll eiginlega aldrei verk úr hendi, sem var alla tíð til marks um hennar eiginleika sem manneskju. Húsmóðurhlutverkið var henni síðan eins og í blóð borið og við hin fengum að njóta meðan heilsan entist. Sjúkdómur sem heitir heilabil- un herjaði á tengdamóður mína frá áttræðisaldri. Síðasta áratug- inn naut hún hins vegar frábærr- ar umönnunar á Eir í Grafarvogi. Hjúkrunarfólki er kærlega þökk- uð þjónustan og öll alúðin. Hug- urinn var að lokum farinn, en lík- aminn sterkur sem stál fram til hinsta dags. Vonandi loks góðir endurfundir með Ásgeiri sínum og öðrum gengnum ástvinum. Vilhjálmur Ari Arason. Elsku besta amma mín, mikið svakalega er ég heppin að fá að hafa verið með þér allan þennan tíma. Þínar hlýju hendur sem tóku á móti mér eftir skóla þegar eg var lítil. Alltaf tilbúin með hrært skyr með sykri eða hafragraut. Það var alltaf nóg að gera hjá okkur því þú varst svo ótrúlega sniðug og uppátækjasöm. Þú varst alveg ótrúlega list- ræn og tókst að þér mörg verk- efnin sem þú gerðir svo vel, hvort sem það var í keramík, gleri, útsaum og fleiru sem okk- ur fjölskyldunni þykir ótrúlega vænt um að eiga. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér elsku amma. Með- al annars þegar við horfðum a föndurþættina á BBC og fengum sniðugar hugmyndir, ég fékk að gista hjá þér og afa á beddanum, dúllast í garðinum, mála gifs- verkin þín og þegar við læstum bíllyklana inni í bílnum og þurft- um að ganga heim með alla mat- arpokana. Þú hafðir svo ótrúlega hlýtt hjarta. Ég vona að ég verði jafn góð amma og þú einn daginn því þú varst einfaldlega best. Nú tekur afi á móti þér í blómaparadís. Kveð þig með þakklæti og ást, elsku amma. Þangað til næst, Ásta Vilhjálms. Jóhanna S. Þorsteinsdóttir ✝ Agnar BúiAgnarsson fæddist á Heiði í Göngu- skörðum 2. mars 1937. Hann lést vegna krabbameins á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 11. október 2020. Hann ólst upp á Heiði og vann við búskapinn sem barn og ung- lingur og fram eftir öllu. Búi kynnist konu sinni Krist- ínu Reginbaldursdóttur, f. 15. ágúst 1940, d. 1. ágúst 2011, á vertíð í Grindavík vet- urinn 1962. Þau giftu sig 1963 og bjuggu fyrst í Grindavík, þar til vorið 1966, þá flytja þau norður á Sauð- árkrók og festa kaup á íbúð á Skóg- argötu 18 og bjuggu þar í um sex ár. Fluttu svo að Heiði í Göngu- skörðum árið 1972. Árið 1971 hóf Búi búskap á Heiði en bjó ennþá á Sauð- árkróki. Búi og Kristín eignuðust fjög- ur börn; Regínu Bjarnveigu, Agnar Búa, Hebu Sóleyju og Eygló Rós, þrjú barnabörn, Sæ- unni Kristínu, Mikael Búa og John Thor, og tvö barna- barnabörn, Aron Frosta og Óli- ver Davíð. Búi vann við lökkun hjá Tré- smiðjunni Borg um tíma. Búi var einnig skólabílstjóri til margra ára og sinnti einnig veiðivörslu hjá veiðifélaginu. Áður vann hann einnig við línuvinnu hjá Rafveitunum og um tíma var hann á síldarbát við síldveiðar. Hann var einnig virkur í starfi hjá Björgunarsveitinni. Útför hans fer fram í dag, 16. október 2020, klukkan 15 í Sauðárkrókskirkju. Með mikilli og djúpri sorg í hjarta kveð ég þig elsku pabbi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, þær voru margar og góðar og mun ég lifa á góðum minningum með stútfullt hjartað af ást til þín og þessum góðu minningum um þig, ég þakka líka fyrir öll sím- tölin okkar, við töluðum saman nánast á hverjum degi og stundum oft á dag. Þær minn- ingar ylja mér nú um hjarta- rætur á þessum erfiðu tímum. Þú varst svo yndislegur, traustur, góður maður og mikill dýravinur. Þú þráðir ekkert meira en að hafa fjölskylduna þína alltaf hjá þér og vera í kringum dýrin. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér, ég elskaði húmorinn þinn og þessi hnitmiðuðu skot sem ekki allir föttuðu og stríðn- islega glottið/brosið þitt það gleymist aldrei. Eftir standa svo ótrúlega góðar minningar um góðan mann sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Þessir dagar eftir að þú kvaddir okkur hafa verið svo tómlegir og ég er búin að standa mig að því hvað eftir annað að finnast ég þurfi að heyra í þér, alltaf þessi tilfinn- ing að ég eigi eftir að gera eitt- hvað og þá blasir ískaldur raun- veruleikinn við en gott að vita að þú sért kominn á betri stað og laus við allar þjáningarnar. Við fjölskydan vorum kölluð á fund og læknirinn tilkynnir okkur þessar ömurlegu fréttir að þú sért kominn með krabba- mein í líffærin og krabbinn sé búinn að sigra þig og það liðu ekki nema 12 dagar frá því við fáum þessar fréttir og þar til þú kveður okkur. Ég vildi óska þess að það hefði verið meira gert fyrir þig, þú varst alltaf sendur heim og ekki einu sinni með verkjalyf með þér og þú sem kvartaðir aldrei og við systkinin vissum það vel að ef þú talaðir um kvalir þá hlytu það að vera miklar kvalir. Þú varst alltaf svo hæversk- ur og nægjusamur, talaðir um að það væri örugglega eitthvað annað mikilvægara sem gengi fyrir hjá læknunum. Góða ferð elsku pabbi minn, ég er alveg viss um að mamma hefur tekið vel á móti þér og að þið séuð sameinuð á ný. (Nokk- uð viss um að Ronja sé líka komin í þinn hlýja faðm.) Ég mun sakna þín að eilífu, takk fyrir allt pabbi minn. Þín Eygló. Elsku Búi minn. Ég minnist þess þegar ég kynntist þér fyrst, ég kom keyrandi að hlaðinu á Heiði með verkfæri í skottinu og vinnubuxur í tösku. Það stóðu framkvæmdir yfir á bænum og fékk ég þann heiður að vera ráðinn inn í hópinn. Þar stóðst þú, bóndinn á Heiði, sannkallaður höfðingi. Þú opn- aðir heimili þitt fyrir mér með þínu ljúfa og blíða brosi og sýndir því einlægan áhuga að fá að kynnast mér. Og ég man svo vel hvað mér þótti gaman og merkilegt að fá að kynnast þér. Ég, alin upp á malbiki, og þú, 50 árum eldri, alveg ekta ís- lenskur bóndi. Ég minnist einnig þeirra góðu stunda þeg- ar við settumst niður í hádeg- inu að snæða, alltaf var stutt í hnyttnina og stríðnina og gát- um við oftar en ekki hlegið að því þegar það voru bjúgu í mat- inn eða þeim metnaði sem þú sýndir í að bjóða mér upp á kaffisopa. Þegar lífið greip í taumana í byrjun veturs það sama ár fékk ég þann mikla heiður að kalla þig tengdaföður minn. Það var óvænt en dásamlegt og sam- verustundirnar okkar urðu því fleiri fyrir vikið. Mun ég alltaf vera þakklát fyrir það. Þú tókst mér opnum örmum og varst ávallt forvitinn um gang lífsins hjá okkur og grallaranum hon- um nafna þínum. Þú kenndir mér svo ótal margt og á Heiði opnaðist fyrir mér veröld sem ég hafði ekki áður kynnst. Mér þótti samstundis vænt um þig við fyrstu kynni elsku Búi minn og góðmennska þín og hjartahlýja smitaði langt út frá sér, hvort sem það var til okkar mannfólksins eða dýr- anna. Ég sé þessa góðmennsku skína í börnunum þínum og ég sé að þú hefur gefið þeim margt. Ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin elsku Búi minn og það var sannkallaður heiður að fá að fylgja þér síðustu árin og dagana. Það er tómlegt á Heiði án þín og mun ég ávallt minnast þín standandi í dyragættinni veifandi, með axlabönd og staf- inn þinn góða. Hvíldu í friði elsku tengda- pabbi. Guðrún West. Agnar Búi Agnarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SÖLVI GUÐNASON, Laugarvegi 46, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar miðvikudaginn 7. október. Útförin fer fram í dag, föstudaginn 16. október. Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir Guðný Þórhildur Sölvadóttir Sverrir Jónsson Guðrún Ásgerður Sölvadóttir Ásgeir Ingvar Sölvason Erla Gunnlaugsdóttir Guðni Margeir Sölvason Júlía Birna Birgisdóttir Sölvi Sölvason Sigríður Karlsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.