Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020  Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn baðst í gær afsökunar á því að hafa veitt landsliðsþjálfurum karla, Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, und- anþágu til að vera á Laugardalsvelli í fyrrakvöld vegna landsleiks Íslands og Belgíu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefði bent honum á að þjálfararnir hefðu ekki átt að fá þessa heimild eftir að starfs- maður KSÍ greindist með veiruna.  Þrír spænskir knattspyrnumenn sem hafa leikið með Aftureldingu í 1. deild karla á þessu tímabili eru á för- um heim og spila ekki meira með lið- inu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Aftureldingar. Þetta eru markvörð- urinnn Jon Tena, varnarmaðurinn En- dika Galarza og miðjumaðurinn Alej- andro Zambrano. Tveimur umferðum er ólokið í deildinni en Afturelding siglir þar lygnan sjó í áttunda sætinu.  Martin Hermannssyni og félögum í Valencia var úrskurðaður sigur, 20:0, gegn Zenit Pétursborg frá Rússlandi í Evrópudeildinni í körfuknattleik. Leik- urinn átti að fara fram í Valencia í gærkvöld en Zenit hafði ekki nægilega marga leikmenn leikfæra vegna kór- ónuveirusmits innan liðsins. Í gær var hinsvegar tilkynnt að stefnt væri að því að breyta reglunum á þann veg að leikir sem úrskurðaðir hefðu verið lið- um tapaðir 20:0 að undanförnu yrðu spilaðir síðar. Niðurstaða í því liggur þó ekki fyrir.  Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, kvaðst í gær bjartsýnn á að Jóhann Berg Guðmundsson gæti spilað með liðinu gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Dyche sagði að Jóhann hefði verið stífur í nára þegar hann sneri aftur til félagsins eftir landsleikjatörnina en það væri svo gott sem úr sögunni.  Bjarni Jóhannsson, einn reyndasti knattspyrnuþjálfari landsins, hættir störfum með lið Vestra á Ísafirði að keppnistímabilinu loknu. Bjarni er að ljúka sínu þriðja tímabili með Vestra en liðið vann sér sæti í 1. deild fyrir ári síðan og er þar í öruggri stöðu í sjöunda sæti þegar tveimur umferð- um er ólokið. Bjarni er 62 ára gamall og hefur þjálfað meistaraflokkslið frá árinu 1985.  Sara Björk Gunnarsdóttir lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu er leikfær á ný og er í leikmannahópi Evr- ópumeistara Lyon sem mæta Gu- ingamp í frönsku 1. deildinni í kvöld. Sara hefur misst af þremur síðustu leikjum Lyon vegna eymsla í hásin og því ekkert spilað frá jafnteflisleiknum við Svía á Laugardalsvellinum, 1:1, þann 22. september. Hún staðfesti við mbl.is fyrr í vikunni að hún væri á batavegi og stefndi á að spila gegn Guingamp. Þetta er síðasti leikur Lyon fyrir landsleikjahléið en seinni leikur Íslands og Svíþjóð- ar í und- ankeppni EM fer fram í Gautaborg 27. október. Eitt ogannað FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Litlar líkur virðast á því að tilslakan- ir verði gerðar á takmörkunum á íþróttastarfi frá og með næsta mánudegi. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í gær að í grundvall- aratriðum teldi hann ekki svigrúm fyrir tilslakanir. Þetta skýrist þó ekki endanlega fyrr en í dag þegar búist er við við- brögðum heilbrigðisráðherra við minnisblaði sóttvarnalæknis. Keppni í öllum íþróttagreinum hefur legið niðri frá 7. október, m.a. hefur verið hlé á Íslandsmótunum í knattspyrnu, handknattleik, körfu- knattleik og íshokkíi, og miðað var við næsta mánudag, 19. október. Nú- gildandi takmarkanir miðast við þá dagsetningu. Svigrúmið minnkar enn Miðað við orð Þórólfs í gær er hinsvegar viðbúið að keppni verði frestað enn um sinn þar sem yfir- standandi bylgja faraldursins virðist ekki í rénun. Það mun þrengja enn frekar að Íslandsmótinu í knatt- spyrnu sem átti að ljúka 31. október en getur framlengst til 1. desember, samkvæmt áætlunum KSÍ. Í hinum greinunum er keppni ný- hafin á tímabilinu 2020-21 og því er ekki um sömu tímapressu að ræða og í knattspyrnunni. Handboltinn er lengst kominn af þeim, þar eru bún- ar fjórar umferðir í úrvalsdeild karla og þrjár í úrvalsdeild kvenna. Í körfuboltanum hafa kvennaliðin spilað einn til þrjá leiki hvert á Ís- landsmótinu en aðeins einni umferð er lokið í karladeildinni. Í íshokkíinu er aðeins lokið einum leik í hvorri deild. Hætta eða ljúka mótinu? Innan knattspyrnuheimsins er nú ákaft deilt um hvort rétt sé að hætta keppni á Íslandsmótinu eða ekki en fyrir mörg félög er málið viðkvæmt vegna stöðu þeirra í toppbaráttu eða botnbaráttu í hinum ýmsu deildum. Eins og fram hefur komið mun nú- verandi staða í deildunum gilda sem lokastaða ef keppni verður hætt en farið var ítarlega yfir stöðu mála í öllum deildum karla og kvenna í fréttaskýringu í blaðinu í gær. Fjór- um umferðum er ólokið í úrvalsdeild karla en einni til tveimur í öðrum deildum. Þá eru eftir undanúrslit og úrslitaleikir í bikarkeppni, bæði karla og kvenna. Á samfélagsmiðlum hefur víða komið fram það sjónarmið liða og leikmanna á landsbyggðinni að þeir vilji hvorki heimsækja né fá í heim- sókn lið af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættunnar. Það hefur leitt af sér líflegar umræður. Útlit fyrir lengra hlé á keppni  Litlar líkur á tilslökunum frá næsta mánudegi  Þrengir að hjá KSÍ Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Þór og Keflavík mættust 6. október á Íslandsmótinu í körfuknatt- leik en daginn eftir var allri keppni frestað næstu tólf dagana. Þrjú Íslendingalið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í upphafi keppnistímabilsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Magde- burg, RN Löwen og Bergischer. Magdeburg vann Ludwigshafen 28:22 og skoraði Ómar Ingi Magn- ússon 5 mörk fyrir Magdeburg. Löwen og Bergischer töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu. Löwen á heimavelli gegn toppliði Leipzig 23:28 og Bergischer einnig á heimavelli fyrir Wetzlar 20:22. Fremur lítið fór fyrir íslensku leik- mönnum liðanna. Þrjú Íslendingalið með þrjá sigra Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Þýskaland Ómar Ingi skoraði 5 mörk fyrir Madgeburg. Gareth Bale er orðinn leikfær og gæti leikið með Tottenham þegar liðið mætir West Ham í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Bale æfði með Tott- enham í gær, en hann glímdi við hnémeiðsli og lék af þeim sökum ekki með Wales í landsleikjafríinu. Fyrir vikið hefur Bale fengið svigrúm til að jafna sig og Sky Sports telur vera líkur á því að hann muni koma við sögu á sunnu- daginn. Knattspyrnustjórinn José Mourinho vildi þó ekki gefa neitt upp í viðtali við Sky Sports í gær. Bale æfði með liðinu í gær AFP Leikfær? Gareth Bale gæti verið með á sunnudaginn. UNGVERJAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ádam Szalai, sóknarmaður og fyr- irliði ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ánægður með frammistöðu liðsins að undanförnu og er mjög bjartsýnn fyrir úrslita- leik EM-umspilsins gegn Íslend- ingum sem fram fer í Búdapest 12. nóvember. Ungverjar sóttu Rússa heim í B- deild Þjóðadeildar UEFA í fyrra- kvöld og liðin gerðu markalaust jafntefli í Moskvu. Þau eru í harðri baráttu um sigur í sínum riðli og sæti í A-deildinni. Ungverska liðið lék með þriggja manna vörn, 3-5-2, gegn Rússum og Szalai sagði við M4 Sport að hann væri ánægður með gang mála hjá liðinu. „Hvaða leikaðferð sem við beit- um þá ætti þetta að gefa okkur gott sjálfstraust fyrir leikinn gegn Íslendingum. Við náum vel saman sem lið og markmiðið er að kom- ast í lokakeppni EM. Við unnum undanúrslitaleikinn í Búlgaríu og sem fyrirliði liðsins er öll mín ein- beiting á því að koma okkur í lokakeppni EM. Við vonumst til þess að þessi leikaðferð, 3-5-2, muni gagnast okkur vel í nóv- ember,“ sagði fyrirliðinn við M4 Sport. Góð vika Ungverjanna Vikan var góð hjá ungverska liðinu sem lék þrjá leiki á útivelli og vann tvo þá fyrri. Fyrst lagði liðið Búlgara 3:1 í Sofíu í EM- umspilinu og sigraði síðan Serba 1:0 í grannaslag í Þjóðadeild UEFA í Belgrad. Loks kom markalausa jafnteflið í Moskvu. Ungverjar eru stigi á eftir Rúss- um í einvígi liðanna um sæti í A- deild Þjóðadeildarinnar. Tals- verðar líkur eru því á að þeir hafi sætaskipti við íslenska liðið sem er þegar fallið niður í B-deildina fyr- ir næstu keppni. Einbeiting ung- verska liðsins snýr hins vegar fyrst og fremst að leiknum gegn Íslandi 12. nóvember en þar er EM-sætið í húfi og tveir heima- leikir í Búdapest í lokakeppninni næsta sumar. Ungverjar eiga þrjá heimaleiki fyrir höndum 12. til 18. nóvember, fyrst gegn Íslandi og síðan gegn Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeild- inni. AFP Fyrirliðinn Ádám Szalai sækir að marki Rússa í leiknum í Moskvu í fyrra- kvöld. Liðin skildu jöfn og Ungverjar voru því taplausir í vikunni. Gott sjálfs- traust fyrir Íslandsleikinn  Fyrirliði Ungverja ánægður með liðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.