Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Talan 39 áappelsínu-gulum grunni á flennistór- um auglýsinga- skiltum hefur blas- að við fólki á ferðinni undan- farna daga. Í gær var merking tölunnar afhjúpuð þegar hún birtist á forsíðu tíma- rits Geðhjálpar. „Talan stendur fyrir þá íbúa Íslands sem féllu fyrir eigin hendi á árinu 2019,“ segir í grein eftir Héðin Unn- steinsson, formann Geðhjálpar, og Kristínu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra samtakanna Píeta, í Morgunblaðinu í gær. Höfundar eru á því að nú sé þung undiralda í samfélaginu. „Við vitum að það verða fleiri sem taka líf sitt á þessu ári,“ skrifa þau. „Píeta-samtökin sinna yfir 300 viðtölum á viku við fólk sem glímir við sjálfs- vígshugsanir og hringt er í hjálparsíma Rauða krossins og Píeta-símann á öllum tímum sólarhringsins. Við vitum að sjálfsvíg er dánarorsök 45% þeirra karlmanna sem látast fyrir fertugt.“ Stíga þarf varlega til jarðar þegar rætt er um sjálfsvíg og gæta þess að umræðan verði ekki til að ýta undir vandann, heldur leiði til úrbóta. Vandinn er hins vegar það djúpstæður að lítið mun þokast með þögn- inni. „Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þessa tölu, þennan mælikvarða á geð- heilsu okkar, opinberlega,“ skrifa þau og segja ástæðuna fyrir því að opinbera hana nú tvíþætta. „Annars vegar viljum við ræða sjálfsvíg og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem aðstandendur verða fyrir og hins vegar viljum við ræða þá ástæðu sem býr að baki og orsakaþætti geðheilbrigðis.“ Í Geðhjálparblaðinu er grein eftir Grím Atlason, fram- kvæmdastjóra samtakanna, þar sem hann tekur saman ýmsar upplýsingar, sem komið hafa fram áður, en eru sláandi þegar þær eru saman komnar á einum stað. Á undanförnum átta árum hefur fjöldi grunnskólanem- enda sem telja andlega heilsu sína sæmilega, slæma eða mjög slæma rúmlega tvöfaldast, farið úr 16% í 35%. Að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem telja andlega heilsu sína góða eða mjög góða lækkað úr 84% í 65% á sama tíma. Staðan er mun verri hjá drengjum en stúlkum. Munur- inn á kynjunum er líka afger- andi þegar kemur að lyfjagjöf vegna athyglisbrests og of- virkni. ADHD-lyfjanotkun barna yngri en 18 ára þrefald- aðist á árnum 2003 til 2018. Árið 2003 fengu fimm af hundraði drengja slík lyf, en 2018 var tal- an 12%. Greining- arnar hér á landi eru um helmingi fleiri en í Noregi og Finnlandi og ell- efufalt fleiri en í Svíþjóð. Í blaði Geðhjálp- ar er rætt við Sig- nýju Rós Ólafsdóttur, sem í vor fékk verðlaun á kvikmynda- hátíð í New York fyrir útskriftarverkefni sitt úr Há- skóla Íslands. Hún passaði ekki inn í skólakerfið og segist hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún væri með les- blindu og athyglisbrest. Í vetur ætlar hún að fara í grunnskóla í samstarfi við Geðhjálp og segja sögu sína. Styrmir Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóri Morgun- blaðsins, skrifar grein í blaðið þar sem hann segir að tvennt veki athygli sína þegar hann lít- ur yfir framvindu geðheilbrigð- ismála í hálfa öld. Í fyrsta lagi að geðræn vandamál hafi aukist verulega og í öðru lagi að ekki verði sagt að á þessu tímabili hafi orðið byltingarkenndar breytingar í meðferð geð- sjúkdóma. Bendir hann sér- staklega á þörfina á að reisa nýtt hús yfir geðdeild Landspít- alans og gagnrýnir óvægni og tillitsleysi í samskiptum fólks. „Fram undan eru erfiðari tímar en núlifandi Íslendingar hafa áður kynnst,“ skrifar Styrmir. Vandinn að baki tölunni 39 er gríðarlegur og á honum finnst engin ein lausn. Það þarf að ráðast á hann á mörgum sviðum og hugsa út frá heildinni. Skólakerfið er greinilega of einhæft. Hversu mörg börn ætli séu í sömu sporum og Signý Rós í skólastofum landsins? Finnst þau utangátta og finna til minnimáttarkenndar því þau ná ekki að fylgjast með þegar raunin er sú að það vantar ekki hæfileikana heldur er verið að reyna að steypa þau í mót sem passar ekki? Það þarf að bæta viðbragðið í kerfinu þannig að hægt sé að vinna á vandamálum áður en þau verða svo alvarleg að öll sund virðast lokuð. Umræðan um geðheilsu hef- ur breyst mikið á umliðnum ár- um. Hún er orðin opnari og for- dómalausari. Það er jákvæður þáttur og auðveldar þetta erfiða verkefni, sem sem er brýnt að njóti forgangs. Að fá hjálp í tíma getur skipt sköpum um virkni eða örorku. Um leið þarf að draga umræðuna um sjálfs- víg fram í dagsljósið og hvetja fólk til að leita sér hjálpar þeg- ar þyrmir yfir. Að síðustu er rétt að minna á neyðarsíma Rauða krossins, 1717, og netspjall auk þess sem svarað er í síma Píeta-samtak- anna, 552-2218, allan sólar- hringinn. Það þarf að hvetja fólk til að leita sér hjálpar og ræða hugsanir um sjálfsvíg} Eflum geðheilsu M ikið hefur verið fjallað um ís- lenskan landbúnað, ekki bara að undanförnu heldur um langa tíð. Oftast er fjallað um einhvers konar vandamál sem tengjast greininni en minna um mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt samfélag eða ár- angurinn og sóknarfærin sem eru mörg. Of margir átta sig ekki á og þekkja ekki til þeirra miklu og mikilvægu vinnu sem bændur og aðr- ir framleiðendur matvæla landsins inna af hendi fyrir okkur hin sem „hvorki þekkjum haus né sporð á búfénaði“ eins og sagt var við mig einu sinni. Íslenskur landbúnaður er atvinnugrein þar sem mikil færi eru á að nýta mun betur náttúru landsins og hugvit landsmanna. Einstakar auð- lindir landsins, hreinir bústofnar, hollusta og sagan er oft grunnur hugmynda. Finna má dæmi í fréttum sl. vikur og mánuði af frumkvöðlum sem eru að skapa eitt- hvað nýtt. Þau eru með nýjar vörur og framleiðsluferla kringum íslensk matvæli og hafa óbilandi trú á getu sinni og Íslands til þess að framleiða matvæli innanlands. Þarna eru sannarlega vaxtarsprotar sem fjölgað geta atvinnu- tækifærum á þessum síðustu og verstu tímum. Þannig eru mörg nýsköpunarfyrirtæki byrjuð eða eru að hefja starfsemi í kringum landbúnað og matvælafram- leiðslu, allt frá skyrflögum til matvara með collageni eða prótein og etanol unnið úr mysu og enn aðrir leita leiða til að framleiða prótein úr grasi. Fólk trúir á íslenskan land- búnað. Ungt fólk er þar oftar en ekki í fararbroddi með einhverja reynslu að baki t.d. úr viðskiptalífinu eða nýútskrifuð úr háskóla og eiga a.m.k. eitt sameiginlegt, brennandi áhuga og trú á vörunni sinni sem tengist íslenskum landbúnaði og mat- vælum með einum eða öðrum hætti. Verslunin sér þetta líka og setur upp myndalega standa þar sem ýtt er undir sýnileika þeirra gagnvart neytendum sem taka vel í nýjungarnar. Sumir virðast halda að sjálfsagt sé að fara í verslun eða panta á netinu öruggar, hollar og góðar íslenskar matvörur. Það er ekkert sjálf- sagt við það vegna þess að á bak við matvör- una, skyrið og lambalærið svo eitthvað sé nefnt, eru mörg handtök sem miða að því að skapa verðmæti úr íslensku hráefni sem seld eru á sanngjörnu verði. Standi íslenskur landbúnaður jafnfætis samkeppnislöndunum, þar sem tekið er með í samanburðinn aðföng, laun, aðbúnaður, stærðar- hagkvæmni o.fl. og að innfluttar vörur séu rétt tollaðar er ég sannfærður um að sú trú sem bændur, frumkvöðlar og margir aðrir hafa á greininni sé rétt og enn fleiri munu sjá hversu mikilvægur og hagkvæmur íslenskur landbúnaður er fyrir okkur öll. Það vantar hins vegar landbúnaðarráðherra sem hefur áhuga á og stendur með greininni, ráðherra sem hlustar á bændur og berst stolt- ur fyrir bættum starfsskilyrðum landbúnaðarins. Ungt fólk trúir á greinina af hverju ekki ráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Ungt fólk trúir á landbúnaðinn, af hverju ekki ráðherra? Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dönsk rannsókn bendir tilþess að blóðflokkar getimögulega haft áhrif á lík-urnar á því að fólk smitist af nýju kórónuveirunni og fái CO- VID-19-sjúkdóminn. Fólk í blóð- flokki O virðist síður smitast en það sem er í blóðflokkum A, B og AB. Rannsóknina gerðu vísindamenn við dönsku blóðbankana, háskólann í Árósum og háskólann í Suður- Danmörku (Syddansk Universitet). Danska ríkisútvarpið (DR) greindi frá þessu og sagði að finnist 100 smitaðir einstaklingar í blóð- flokkunum A, B og AB við skimun á tilteknum fjölda fólks vegna kór- ónuveirusmits muni finnast 87 smit- aðir sem eru í blóðflokki O við skim- un á jafn stórum hópi. Hættan á að smitast af nýju kórónuveirunni er því 13 prósentustigum lægri hjá þeim sem eru í blóðflokki O. Magnús Gottfreðsson, prófess- or og sérfræðingur í smitsjúkdóm- um á Landspítalanum, segir að þetta sé í samræmi við niðurstöður sem komu fram fyrr á árinu. „Þá var tal- að um að blóðflokkur A væri tengd- ur meiri hættu en O varðandi það að veikjast af COVID-19. Þetta var töl- fræðilega marktækur munur. Við höfum ekki skoðað okkar gögn með hliðsjón af þessu, en það er til- tölulega einfalt að gera það,“ sagði Magnús. Blóðflokkur O er algengasti blóðflokkur á Íslandi (um 56%), þar næst blóðflokkur A (um 32%), svo B (um 10%) og AB sjaldgæfastur (um 3%). Bólusetja sem aldrei fyrr gegn árlegri inflúensu Enska lýðheilsustofnunin (Public Health England) segir að fleirum en venjulega verði nú boðin inflúensubólusetning. Niðurstöður rannsóknar sem stofnunin gerði benda til þess að fólk sem smitaðist bæði af nýju kórónuveirunni og inflúensu á tímabilinu frá janúar og apríl á þessu ári hafi verið í meiri hættu á að verða alvarlega veikt eða að deyja en fólk sem einungis var með COVID-19. Dánarhlutfall þeirra sem smituðust af báðum sjúk- dómunum samtímis var meira en tvöfalt hærra en þeirra sem einungis smituðust af COVID-19. Flestir sjúklinganna sem veiktust bæði af COVID-19 og inflúensu voru eldra fólk og meira en helmingur þess lést. Þrír læknar í fremstu röð í Englandi, þau dr. Yvonne Doyle, Jo- nathan Van-Tam prófessor og dr. Nikita Kanani, hvetja til þess að sem flestir verði nú bólusettir gegn hinni árlegu inflúensu. Enska heilbrigðis- kerfið vinnur nú að því að útvega 30 milljónir skammta af bóluefninu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Bólusetn- ingin er fólki þar að kostnaðarlausu. Lars Østergaard, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Háskólasjúkra- hússins í Árósum, sagði í samtali við danska ríkisútvarpið að venjulega ráðlegði hann ekki ungu og frísku fólki að láta bólusetja sig gegn ár- legri inflúensu, en í ljósi kórónu- veirufaraldursins ætti fólk að hug- leiða það að láta bólusetja sig. „Það eru til rannsóknir sem sýna að ef líkaminn er að berjast við tvær aðskildar sýkingar á sama tíma að þá fylgja því verri horfur. Það er erfitt að heyja tvö stríð samtímis,“ sagði Magnús. Hann sagði að erfiðara sé að stjórna markvissum viðbrögðum gegn tvenns konar mismunandi sýklum samtímis. Slíkar að- stæður geti aukið hættu á að eitthvað fari úrskeiðis. Blóðflokkar og bólu- setning í faraldri Það að bólusetja ungt og hresst fólk gegn árlegri inflú- ensu ætti ef til vill að mæta af- gangi, að mati Magnúsar Gott- freðssonar, prófessors og smitsjúkdómalæknis. Það fer þó eftir því hve vel við erum birg af bóluefni. Hann telur að halda eigi þeirri forgangsröðun sem stuðst hefur verið við, það er að bólusetja viðkvæma hópa eins og aldraða, fólk með und- irliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk. Verði til meira bóluefni en þessir hópar þurfa megi hugleiða hvernig það nýtist best. „Stundum hefur bóluefnið nærri því klárast og þá viljum við ekki að það sé gef- ið fólki sem strangt til tekið þarf ekki nauð- synlega á því að halda,“ sagði Magnús. Forgangs- röðin haldist INFLÚENSUBÓLUSETNING Morgunblaðið/Hari Bólusetning Að fá inflúensu ofan í kórónuveirusýkingu getur verið slæmt. Þess vegna er mikilvægt að láta bólusetja sig gegn flensu nú. Magnús Gottfreðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.