Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Frá upphafi Covid-19-farald- ursins hef ég og starfsfólk fé- lagsmálaráðuneytisins lagt áherslu á að styðja við ýmsa viðkvæma hópa, en það eru þeir hópar sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af far- aldrinum. Það er alveg ljóst í mínum huga að við verðum að hafa þessa hópa áfram í for- gangi og við viljum alls ekki að þeir þurfi aftur að loka sig af til lengri tíma með tilheyrandi áhrifum á andlega líðan. Undanfarið höfum við í félagsmálaráðu- neytinu styrkt fjölmörg verkefni sem miðast að því að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra. Einmanaleiki og félagsleg einangrun er algeng hjá öldruðum og er styrkjunum ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþættar aðgerð- ir til að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrifum sem Covid-19- faraldurinn hefur haft á hópinn en einnig að styrkja stöðu aldr- aðra og draga úr einmanaleika til lengri tíma. Meðal verkefna sem við höf- um stutt má nefna styrki til sveitarfélaga landsins til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar vegna Covid-19. Ríkisstjórnin ákvað að verja um 75 milljónum króna í átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar en margir aldraðir hafa upp- lifað mikla félagslega einangrun í faraldrinum. Það er mikilvægt að sporna gegn því með því að bjóða upp á frístunda- iðkun, geðrækt og hreyfingu meðal annars og hvatti ég sveitarfélögin sérstaklega til að efla félagsstarf fullorðinna enn frekar í sumar. Rauði krossinn á Íslandi hlaut styrk til að efla hjálparsímann og netspjall 1717, en þau gegna mikilvægu hlutverki við að veita virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda og sérstaklega á tímum sem þessum. Alzheimersamtökin hlutu styrk til þess að geta brugðist við auknu álagi í þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna Co- vid-19. Samtökin fengu einnig styrk vegna verkefnisins Styðjandi samfélag, þar sem markmiðið er að gera fólki með heilabilun kleift að lifa í samfélagi sem skilur að- stæður þess, mætir því af virðingu og að- stoðar eftir þörfum. Þá hlaut Landssamband eldri borgara fjárframlag sem annars vegar er ætlað að styrkja samtökin í því að bregðast við auknu álagi í þjónustu við viðkvæma hópa sem faraldurinn hefur haft áhrif á og berj- ast gegn einmanaleika og einangrun eldri borgara. Hins vegar fengu samtökin styrk í tengslum við gerð upplýsingasíðu fyrir eldri borgara. Verkefnið Aldur er bara tala hlaut styrk, en það miðar að því að opna upplýs- ingaveitu á vefnum þar sem stefnt er að því að ná til fólks sem er eldra en 60 ára auk starfsfólks í öldrunarþjónustu. Er vefurinn liður í því að innleiða velferðartækni betur inn í þjónustu við elstu aldurshópana. Aldraðir og aðrir viðkvæmir hópar upplifa margir hverjir mikla félagslega einangrun og Covid-19-faraldurinn hefur aukið fé- lagslega einangrun þessara hópa. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem sam- félag að styðja við fjölbreyttar aðgerðir til þess að vega á móti einmanaleika og fé- lagslegri einangrun og það er ánægjulegt að fá að styðja við bakið á fjölmörgum góðum verkefnum sem gera nákvæmlega það. Þær ákvarðanir sem við tökum til að bregðast við faraldrinum verða alltaf að miðast að því að vernda viðkvæma hópa í samfélaginu. Annað er ekki í boði að mínu mati. Eftir Ásmund Einar Daðason » Þær ákvarðanir sem viðtökum til að bregðast við faraldrinum verða alltaf að miðast að því að vernda við- kvæma hópa í samfélaginu. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Styrkjum stöðu aldraðra og drögum úr einmanaleika Norska ríkisstjórnin tók af skarið þriðjudaginn 13. október og lýsti sök á hendur Rússum fyrir tölvuárás á norska stór- þingið 24. ágúst 2020 þegar ráð- ist var inn í pósthólf nokkurra þingmanna og starfsmanna þingsins. Ine Eriksen Søreide, utan- ríkisráðherra Noregs, sagði: „Með vísan til upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur erum við þeirrar skoðunar að Rússar standi að baki þessum aðgerðum. Þetta er mjög alvarlegt atvik sem snertir mik- ilvægustu lýðræðisstofnun okkar.“ Rússneska sendiráðið í Osló mótmælti þessari niðurstöðu harkalega og hafnaði henni sem „alvarlegri ögrun“. Einhver fulltrúi rússneskra stjórnvalda í Moskvu reyndi að gera málið hlægilegt með því að segja fráleitt að rússneskir tölvuþrjótar teldu eftir einhverju merkilegu að slægj- ast í pósthólfum norskra þingmanna. Tveir þingmenn úr utanríkispólitískri nefnd danska þingsins sem gegnir stjórn- arskrárbundnu hlutverki til ráðgjafar rík- isstjórninni efndu fyrir tíu dögum (6. október) til fjarfundar í því skyni að ræða við Svetlönu Tsikhanovskaju, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi. Þegar fundurinn hófst áttu Tsikhanovs- kaja og aðstoðarmenn hennar í vandræð- um með myndavélina á tölvu hennar og þess vegna sást hún ekki í mynd. Fund- inum var slitið þegar ljóst var að boð- flenna hafði brotið sér leið inn á hann og þóttist vera hvítrússneski gesturinn. Tveir rússneskir tölvuprakkarar gáfu sig fram og sögðust hafa brotist inn á fund dönsku þingmannanna sér og öðrum til skemmtunar. Dönskum yfirvöldum var ekki skemmt og hafa netöryggisráðstafanir verið aukn- ar í danska þinginu. Í Danmörku starfar Center for Cyber- sikkerhed, Netöryggismiðstöð, og tengir utanríkis- og varnarmálaráðuneytin. Danska leyniþjónustan, Forsvarets Ef- terretningstjeneste, og danska öryggis- lögreglan, Politiets Efterretningstjeneste (PET), koma einnig að málum sem þess- um. Í fréttum um að innrásaraðilinn í norska stórþingið hefði fundist voru nokkrar norskar öryggisstofnanir nefnd- ar til sögunnar: Norska öryggislögreglan, PST, og leyniþjónusta hersins eru rót- grónar norskar stofnanir. Vegna netvæðingarinnar og gæslu þjóðaröryggis í netheimum hafa nýjar norskar stofnanir komið til sögunnar. Hér skulu nefndar tvær: Nasjonal sikkerhets- myndighet (NSM), undir dómsmálaráðu- neytinu og í tengslum við varnarmála- ráðuneytið, sem miðlar upplýsingum, veitir ráðgjöf og gefur leiðbeiningar um forvarnir gagnvart netógnum. Nasjonalt cybersikkerhetssenter (NCSC), net- öryggisstofnunin sem skipuleggur varnir í þágu grunnstarfsemi ríkisins, opinberr- ar stjórnsýslu og atvinnu- lífs gegn net- og tölvu- árásum. Hvert ríki skipar þess- um málum á þann veg sem lög heimila. Öll ríki eru hins vegar jafnopin fyrir árásum af þessu tagi. Grípi þau ekki til við- eigandi gagnráðstafana eru þau auðveld bráð og unnt að ógna þeim á margvíslegan hátt. Netöryggissveit PFS Nú í október er evrópski netöryggis- mánuðurinn, European Cybersecurity Month (ECSM). Til hans var fyrst stofn- að árið 2012 af Evrópusambandinu til að efla vitund stjórnvalda, fyrirtækja, félaga og almennings um gildi netöryggis. Í evrópska netöryggismánuðinum efnir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, íslenska netráðuneytið, til nokkurra við- burða. Var sá fyrsti 2. október undir heit- inu: Netöryggi okkar allra. Í ályktun um stefnu í fjarskiptum 2019- 2033 sem alþingi samþykkti 3. júni 2019 segir að örugg fjarskipti og upplýs- ingatækni verði ein meginstoð hagsældar á Íslandi, hún skuli studd af öflugri ör- yggismenningu og traustri löggjöf. Jafn- framt verði samfélagið vel búið til að greina og bregðast við netógnum og taka á netglæpum, árásum, njósnum og mis- notkun persónu- og viðskiptaupplýsinga. Talið er nauðsynlegt að koma á skil- virkri stjórnskipun varðandi netörygg- ismál innan stjórnkerfisins og skipulagi er tryggi nauðsynlega samvinnu á milli mismunandi geira samfélagsins. Efla verði getu til að takast á við netatvik og netvá. Lögð verði áhersla á heildstætt netöryggisnám á háskólastigi og því verði jafnframt fylgt eftir með samhæfðri vit- undarvakningu og stuðningi við nýsköp- un, þróun og rannsóknir á sviði net- öryggis. Enn er mikið starf óunnið í þessu efni og má fullyrða að við stöndum hér langt að baki nágrannaþjóðum okkar. Enginn aðili í íslenska stjórnkerfinu hefur sam- bærilegar lagaheimildir til aðgerða og þær sem nefndar eru hér að ofan þegar lýst er stöðunni í Danmörku og Noregi. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs og fjárlagaáætlun næstu ára er að miklu leyti komið til móts við óskir Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um fjárveit- ingar til að búa í haginn fyrir netörygg- isgæslu. Er stefnt að því að 16 manns sinni henni í sérstakri netöryggissveit PFS undir handarjaðri netöryggisráðs. PFS gerir þetta í krafti nýrra net- öryggislaga sem alþingi samþykkti í fyrra og gengu í gildi 1. september 2020. Lögin eru skýrt dæmi um gildi EES-samstarfs- ins. Íslenska stjórnkerfið hefði ekki eitt haft burði til að semja löggjöf um jafn- flókið viðfangsefni og þetta. Þarna er um svið að ræða sem skiptir æ meira máli í alþjóðasamskiptum og viðskiptum. Lög og reglur um það þurfa því að njóta trausts meðal allra viðskiptaþjóða lands- manna. Hitt skiptir ekki minna máli að fram- kvæmd laganna sé í samræmi við alþjóð- legar kröfur. CERT-nefndir eða net- öryggisnefndir eins og sú sem starfar hér á landi hafa þó aðeins valdheimildir á þröngu sviði. PFS er ráðgefandi eftirlits- stjórnvald og gegnir því allt öðru hlut- verki en stofnanir sem hafa lögregluvald. Í frásögn Morgunblaðsins 10. október sagði að glæpamenn hefðu verið fljótir að nýta sér heimsfaraldurinn til netveiða, netsvindls og til að dreifa falsfréttum. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknar- lögreglumaður netglæpa, sagði blaða- manninum að svo virtist sem fólk væri orðið móttækilegra fyrir fjárfestasvikum og öðru vegna Covid-19-faraldursins. Til að minnka hættuna af netárásum þarf að stunda stöðuga skimun í net- heimum. Heimildin til að leita af sér grun um kórónuveiruna með skimun er víðtæk. Á hinn bóginn er heimildin þrengri hér þegar kemur að netveirum. Íslenskt ástandsmat vegna netöryggis er einfald- lega alltof þröngt. Vitneskja um smit- hættuna innan íslenska stjórnkerfisins er lítil. Búnaðurinn Grunnvirkið í nettengingu hér er ljósleiðarakerfið, innan lands og neðan- sjávar til annarra landa. Að verja þetta kerfi er mikilvægur þáttur þjóðaröryggis. Það verður ekki gert á hafsbotni án náins samstarfs við bandamenn í NATO og ekki á landi nema gerðar séu nauðsynlegar öryggisráðstafanir. Vegna 5G-væðingarinnar hefur öryggi farkerfanna sjálfra verið mikið til um- ræðu. Varnarmálanefnd breska þingsins skilaði til dæmis skýrslu í fyrri viku þar sem segir að fyrir liggi „skýr vitneskja um leynimakk“ milli kínverska hátækni- risans Huawei og Kommúnistaflokks Kína. Utanríkisráðherra skipaði nýlega starfshóp til að gera heildstæða úttekt á ljósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuld- bindinga Íslands. Í fjarskiptastefnunni segir að grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón meðal annars af aðgengi og öryggi, teng- ingu milli byggða og tengingu Íslands við umheiminn. Öryggisþátturinn vegur sí- fellt þyngra í öllum umræðum um fjar- skipti og farnet. Þeir sem leggja ekki ríka rækt við hann verða veikur hlekkur sem enginn treystir og útilokast. Eftir Björn Bjarnason » Grípi ríki ekki til við- eigandi gagnráðstafana eru þau auðveld bráð og unnt að ógna þeim á margvíslegan hátt. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Útilokun veikasta hlekksins Dagur B. Eggertsson og fulltrúar í viðreista meiri- hlutanum virðast þó ekki átta sig á því. Þau krefja nú íbúa þessa hverfis borg- arinnar um greiðslu upp á 125 þúsund krónur á hvert heimili vegna ljósleiðara- væðingar. Hugsið ykkur að enn eru ekki öll heimili í Reykjavík ljósleiðaratengd. Hefði einhverjum dottið það í hug? Það eru sjálfsögð mannréttindi og nútímaþæg- indi að hafa aðgang að hröðu og öruggu neti eins og að- gang að rafmagni, heitu og köldu vatni. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir íbúa á þessu svæði hefur hvorki gengið né rekið að fá ljósleiðara fyrr en allt í einu nú. Til þess að uppfylla þá sjálf- sögðu kröfu íbúa í dreifbýl- inu á Kjalarnesi fór borg- arstjóri með betlistaf til fjarskiptasjóðs og óskaði eft- ir styrk í verkefnið „Ísland ljóstengt“ sem var tímabundið landsátak fyrir dreifðari byggðir landsins en ekki höfuðborgarsvæðið. Reykja- víkurborg gerði kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á tæpar 113 milljónir króna fyrir rúmlega 130 tengistaði. Fjarskiptasjóður samþykkti á grunni kostnaðaráætl- unarinnar styrk upp á tæpar 50 milljónir og hlutur Reykjavíkur því 63 milljónir. Farið var í útboð á verk- inu og þegar útboðsgögn voru opnuð var Míla með lægsta tilboð upp á 56 milljónir eða rétt rúmlega helm- ing af kostnaðaráætlun, sem er mjög ánægjulegt. Út- hlutunarreglur fjarskiptasjóðs eru mjög skýrar. Fyrstu 500 þúsundin af hverri tengingu ber sveitarfélagið og þegar þeirri upphæð er náð kemur fjarskiptasjóður með fjármagn. Nú er staðan sú að tilboð Mílu er á pari við skylduframlag Reykjavíkurborgar og er því afar hæpið að fjarskiptasjóður greiði sitt framlag inn í verk- efnið. Það er meira en grátlegt að hugsa til þess að þessi hópur Reykvíkinga, sem beðið hefur eftir ljósleið- aratengingu í áraraðir, sé svo hliðarsettur í ráðhúsinu fyrir einungis 56 milljónir í öllu bruðlinu sem viðgengst þar. Í stað þess að ganga í verkið og biðja þessa aðila afsökunar á framkvæmdaleysinu er þess krafist að hvert heimili greiði 125 þúsund fyrir tenginguna. Það er skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar því ekki gengur að sumir borgarbúar þurfi að greiða fyrir grunnþjónustu á meðan aðrir fá sömu þjónustu frítt. Nú þegar hefur tillaga mín um niðurfellingu gjaldsins verið felld í borgarstjórn en það má ekki gefast upp. Ég hvet þá aðila sem þetta mál snýr að til að leita allra leiða til að leita réttar síns ef niðurfellingin nær ekki fram að ganga. Kvörtun til umboðsmanns Alþingis er t.d. ein leið sem hægt er að fara. Borgarstjóri sem hik- ar ekki við að eyða fleiri hundruðum milljóna í torg fyr- ir framan heimili sitt en sinnir ekki grunnþjónustu sem þessari er borgarstjóri sjálfs sín en ekki annarra borg- arbúa. Kjalarnes er Reykjavík Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Borgarstjóri sem hikar ekki við að eyða fleiri hundr- uðum milljóna í torg fyrir fram- an heimili sitt er borgarstjóri sjálfs sín en ekki annarra. Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi Miðflokksins. Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.