Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 12
þessa árs eða -9%, samanborið við 2,9% í fyrra. Á næsta ári muni hag- kerfið hér rétta úr kútnum og enda í 3,5% hagvexti. Konráð segir þessa spá AGS áþekka þeim sem Seðla- bankinn hefur lagt fram í ágúst, en bendir á að áhrif þriðju bylgju far- aldursins séu líklega ekki tekin með í reikninginn sem þegar hafi haft mikil áhrif á myndina. Konráð setur spurningarmerki við hvort að fjármálaætlun taki BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Það sem vekur mesta athygli við þessa spá er að væntingar um að áhrif faraldursins á efnahag yrðu V-laga virðast útilokaðar. Svo segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing- ur Viðskiptaráðs Íslands, um nýút- komna skýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (AGS). Í henni kveður við heldur bjartari tón en í þeirri sem birt var í júní og segir m.a. að efna- hagur heimsins sé á hægri uppleið eftir að hafa farið fram af hengi- flugi í apríl. Spáin gerir ráð fyrir jákvæðum hagvesti á heimsvísu á næsta ári og nú þegar séu merki um hægan bata. Þó er varað við því að ferlið sé afar viðkvæmt og bakslög geti auð- veldlega sett strik í reikninginn. Konráð segir að í skýrslunni birt- ist sú mynd að það virðist útilokað að viðsnúningurinn verði hraður og efnahagur snúist aftur til fyrra horfs eins og ekkert hefði í skorist strax á næsta ári. Spáð fyrir Ísland AGS spáir miklum samdrætti í hagvexti á síðasta ársfjórðungi nógu mikið tillit til allra forsendna í spám og bendir á að engar breyt- ingar hafi orðið á útgjaldaliðnum og ekkert sem endurspegli að minna verði til skiptanna og eitthvað verði því að láta undan. Miklir óvissuþættir Í spánni er tekið fram að óvissa um grundvallarþætti hennar sé óvenju mikil. Væntingar af því að bóluefni komi til sögunnar vegur þungt á metunum og ekki tekið beint á þeirri spurningu hvað muni gerast finnist það ekki eða vanda- mál verði við dreifingu þess. Einnig er velt fram þeim möguleikum að ástandið geti orsakað grundvallar- breytingar á hagkerfum sem ekki sjái fyrir endann á. Undir þetta tekur Konráð og segir að allar spár séu mjög næmar um þessar mundir og í raun séum við að upplifa það þessa dagana hversu fljótt geti brugðið til beggja vona. Hann bendir á að hér heima sé t.d. í fjármálaáætlun gert ráð fyrir að 900 þúsund ferðamenn komi til landsins á næsta ári en á sama tíma sé landið lokað og í raun engar ráð- stafanir eða áform í pípunum sem breyti því. Þarna sé skortur á innra samræmi í því sem sé spáð og þeirri sviðsmynd sem raunverulega er við lýði. Að öllu sögðu séu spár um bata býsna líklegar en þó alls óvíst hvernig ástandið muni þróast. Því sé hófstemmd bjartsýni besti kosturinn að svo stöddu. AGS spáir hagvexti á næsta ári Nýjustu spár AGS um hagvaxtarhorfur Hagvöxtur í prósentum Heimild: Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, spá gefi n út í október 5,5 -1,7 8,0 2019 2020 2021 1,4 -4,1 3,0 2019 2020 2021 1,3 -8,3 5,2 2019 2020 20212,2 -4,3 3,1 2019 2020 2021 -8,1 3,6 0,0 2019 2020 2021 3,2 -3,0 3,1 2019 2020 2021Latneska-Ameríka og karabíska Bandaríkin Evrusvæðið M ið-Austurlönd og Mið-Asía Vanþróaðri ríki Asíu Afríka sunnan Sahara  Vonir um V-laga bata hagkerfa að engu orðnar  Bóluefni ein af forsendum viðsnúnings  Mikil næmni og óvissa í spám eins og þriðja bylgja faraldursins hefur þegar sýnt  Ástæða til hófstemmdrar bjartsýni 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef sótt Frí heimsending á pöntunum yfir 7.500 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum www.matarkjallarinn.is króna á síðasta ári en árið þar áð- ur voru tekjurnar 759 milljónir. Litlar breytingar 2020 Í ársreikningi félagsins er rætt um áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn. Þar segir að stjórn félagsins hafi yfirfarið sviðs- myndir og uppfærðar áætlanir fyrir árið 2020 sem geri ráð fyrir litlum breytingum á efnahag fé- lagsins og tekjum milli ára. GoPro er í eigu fjölmargra að- ila, en stærstu hluthafarnir eru Knár ehf., sem er m.a. í eigu for- stjóra GoPro, Ólafs Daðasonar, og eiginkonu hans, Helgu Ingjalds- dóttur, fjármálastjóra fyrir- tækisins, með 36,83% hlut. Næst- stærsti eigandinn er Eniga ehf., sem er í eigu Eggerts Claessen, stjórnarformanns félagsins, með 23,88% hlut. Þriðji stærsti hlut- hafinn er Ardas ehf. sem er í eigu Hálfdáns Þórs Karlssonar, stjórn- armanns í GoPro ehf., með 13,68% hlut. Að auki eiga þau Ólafur og Helga hvort sinn 5,53% hlutinn í félaginu. Hagnaður samstæðu hugbúnaðar- fyrirtækisins GoPro ehf., sem framleiðir samnefndan mála- og skjalastjórnunarhugbúnað og sel- ur til bæði opinberra aðila og einkaaðila hér á landi og erlendis, nam rúmri 121 milljón króna á síðasta ári. Það er 38% minni hagnaður en árið á undan, þegar félagið hagnaðist um rúmar 195 milljónir króna. Eignir GoPro jukust um 20% milli ára. Þær voru 997 milljónir króna í lok árs 2018 en uxu upp í 1.159 milljónir á síðasta ári. Eigið fé fyrirtækisins óx einnig lítillega milli ára. Það var 833 milljónir í lok árs 2018 en 876 milljónir 2019. Tekjur GoPro jukust talsvert milli ára. Þær voru 919 milljónir GoPro hagnast um 121 m.kr.  Kórónufaraldurinn hefur lítil áhrif á reksturinn Talsverð tekjuaukning Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hugbúnaður Ólafur Daðason er stofnandi og stór hluthafi í GoPro. 16. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.89 Sterlingspund 180.55 Kanadadalur 105.74 Dönsk króna 21.924 Norsk króna 15.081 Sænsk króna 15.747 Svissn. franki 152.0 Japanskt jen 1.3194 SDR 196.23 Evra 163.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.1018 Hrávöruverð Gull 1896.45 ($/únsa) Ál 1841.0 ($/tonn) LME Hráolía 42.43 ($/fatið) Brent Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.