Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Pantið tíma í einkaskoðun í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Aðeins örfáar íbúðir eftir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru lok- uð og sjá ekki fram á að fá neinar tekjur sem skipta máli í vetur, vegna lokunar landsins vegna kórónuveir- unnar. Það bætist við erfitt sumar. Baráttan stendur um að halda fyrir- tækjunum starfhæfum í vetur þannig að þau geti tekið við bókunum og þjónað ferðafólki sem vonast er til að byrji að skila sér aftur til landsins á vori komanda. „Við vonumst til að geta opnað í vor, það er engin önnur leið. Út á það gengur baráttan þessa mánuðina, að tryggja að innviðirnir verði til staðar svo við getum spyrnt okkur hressi- lega frá botninum sem við erum nú á,“ segir Kristófer Oliversson, for- maður Félags fyrirtækja í hótel- rekstri og gistiþjónustu og fram- kvæmdastjóri Center hótels. Ýmislegt þarf að gera til þess að fyrirtækin verði rekstrarhæf í vor. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir að gera verði breytingar á lokun landsins. Sölutímabilið fyrir næsta ár sé hafið og verðmætasköp- unin grundvallist á því að fyrirsjáan- leiki verði í því hvaða reglur muni gilda þegar ferðamenn fari að koma. Nefnir hann að breyta þurfi reglun- um frá og með áramótum, í síðasta lagi, og tilkynna sem fyrst hverjar þær verði. Jóhannes hefur áhyggjur af því að fyrirtækin sligist undan skuldum og bankarnir þurfi að innkalla veð sín. „Það er ómöguleg staða ef stór hluti af mikilvægum rekstrareignum ferðaþjónustunnar verður ekki til staðar þegar við þurfum á þeim að halda til viðspyrnu. Það er engin ein einföld aðgerð sem hægt er að kalla eftir frá ríkinu, fleiri þurfa að koma þar að,“ segir Jóhannes. Lækkun vaxta á hóteleignir Þrjú meginmál hótelgeirans eru, að sögn Kristófers, lækkun vaxta á hótelfasteignir, frestun fasteigna- gjalda á lágum vöxtum og stuðningur til að geta viðhaldið þekkingunni með lágmarksfjölda starfsfólks. Bendir hann á að hótelbyggingar séu fjár- magnsþungar eignir. Ekki gangi til lengdar að fresta greiðslum. „Menn vona að vaxtalækkanir Seðlabankans skili sér til hótelanna,“ segir hann. Ríkið hefur tilkynnt um beina rekstrarstyrki til fyrirtækja sem orð- ið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti og eru ætlaðir sex milljarðar til þess. Jóhannes Þór og Kristófer segja að þessir styrkir séu mikilvægir og hjálpi stjórnendum fyrirtækja til að halda þekkingu í fyrirtækjunum og greiða fastan kostnað. „Mikilvægt er að halda hjartanu í fyrirtækinu gang- andi þangað til einhver viðskipti verða og þá verðum við tilbúin með þá öflugu gjaldeyrismaskínu, sem ferðaþjónustan er. Ef kennitalan er ekki til og þeir sem vilja bóka ná ekki sambandi við hótelið verður lítil við- spyrna í vor,“ segir Kristófer. Verði starfhæf þegar ferðamenn koma aftur  Óttast að fyrirtækin sligist og endi í fanginu á bönkunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Komufarþegar Ferðaþjónustan bíður eftir opnun landamæra til að geta bókað gistingu og þjónustu á næsta ári. Jóhannes Þór Skúlason Kristófer Oliversson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hámark hefur verið sett á fjölda gesta sem mega fara daglega í ís- hellaferðir og jöklagöngur á fimm svæðum á sunnanverðum Vatnajök- ulsþjóðgarði. Þjóðgarðurinn aug- lýsti eftir umsóknum um ferðirnar þar sem tilgreindur var hámarks- fjöldi gesta á hverju svæði og bárust umsóknir frá 27 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í slíkum ferðum. Er afgreiðslu þeirra nú lokið og liggur úthlutun fyrir. Þar er fyrir- tækjum úthlutað kvótum fyrir fjölda ferðamanna á hverju svæði. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem aðgangi að auðlind á borð við jökla er stýrt með þessum hætti að sögn Magnúsar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Vatnajökuls- þjóðgarðs. Er markmiðið að létta álag ferðamanna á þessum stöðum og því þurfti að takmarka fjölda þeirra gesta sem farið er með í ferðir á svæðin. Hafa stundum verið allt of margir ferðamenn á sumum þessara svæða og lítil sem engin stýring á fjölda ferðamanna, að sögn hans. Um þessar mundir er unnið að frágangi samninga við fyrirtækin sem fengu úthlutað. „Þetta fer vel af stað. Ég held að flestir séu sáttir við að þessi vinna sé komin í gang,“ seg- ir Magnús. Um er að ræða íshellaferðir og jöklagöngur á fimm svæði á Breiða- merkurjökli, Falljökli/Virkisjökli, Skeiðarárjökli og Skálafellsjökli. Hámarksfjöldi á Breiðamerkurjökli austur er 650 manns á dag og sami fjöldi á vestursvæði jökulsins. Heim- ilt er að fara með 1.000 gesti á dag á Falljökul/Virkisjökul, 500 á Skeiðar- árjökul og 500 á Skálafellsjökul. Fram kemur í umfjöllun á vefsíðu þjóðgarðsins að umsóknir um fjölda gesta á þremur svæðum voru sam- anlagt umfram hámarksfjölda sem tilgreindur var í auglýsingu. Af þeim sökum þurfti að skerða úthlutun á fjölda gesta hlutfallslega miðað við umsóknir fyrirtækjanna. Ferðir á Breiðamerkurjökul virð- ast vera vinsælastar. 22 fyrirtæki sóttu um ferðir á Breiðamerkurjökul austur fyrir 1.564 gesti á dag, en auglýst viðmið um hámarksfjölda er eins og fyrr segir 650 gestir á dag. Niðurskurður þar var allt að 81%. 20 sóttu um ferðir á Breiðamerk- urjökul vestur fyrir 1.481 gest og þurfti að skera niður fjöldann um allt að 80%. Umsóknir um ferðir á Falljökul/Virkisjökul voru einnig yf- ir hámarksþakinu eða fyrir 1.273 gesti en sótt var um ferðir með færri gesti á Skeiðarárjökul og Skálafells- jökul en hámarkið segir til um. Þetta er þróunarverkefni sem er mjög flókið en um leið spennandi og snertir marga þætti á borð við ör- yggi ferðamanna og hvernig til tekst að stýra álaginu á þessar auðlindir að sögn Magnúsar. Áhersla verði lögð á að læra af reynslunni og bæta ef þörf krefur þetta fyrirkomulag vegna atvinnutengdrar starfsemi í þjóðgarðinum í framtíðinni. Ljósmynd/Einar R. Sigurðsson Íshellir í Vatnajökli Alls sóttu 27 fyrirtæki um gerð samninga um íshella- ferðir og jöklagöngur á fimm svæðum á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Úthluta kvótum í jökla- og íshellaferðum Alls greindist 81 nýtt kórónuveiru- smit innanlands í fyrradag. Þar af voru 80% í sóttkví eða 65 ein- staklingar en 16 voru fyrir utan. Ný- gengi smita hefur aldrei verið jafn hátt á hverja 100 þúsund íbúa eða 281,2 síðustu tvær vikur. 26 eru á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæsludeild Landspítalans. Átján biðu í gær niðurstöðu mót- efnamælingar eftir að hafa greinst með veiruna við landamæraskimun. Alls var tekið 2.181 sýni hjá Land- spítala og Íslenskri erfðagreiningu í fyrradag. Landamæraskimanirnar voru 570 talsins. Nú eru 1.170 í einangrun á land- inu öllu og hefur fjölgað um 38 á milli daga. Í sóttkví eru 3.035 og 1.609 eru í skimunarsóttkví. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.015 í einangrun og 2.391 í sóttkví. Smit eru í öllum landshlutum fyrir utan Austurland en þar eru sex í sóttkví. Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 3.837 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 14. október: 281,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 26 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 81 nýtt inn an lands smit greindist 14. október 318.797 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 159.763 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.609 eru í skimunar-sóttkví 100 80 60 40 20 0 99 75 16 3.035 einstaklingar eru í sóttkví 1.170 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum 80% voru utan sóttkvíar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.