Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * The New Mutants * Trolls World Tour * Hvolpasveitin SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. FORSÝNINGAR UM HELGINA. Með þessu fimmta bindiSmásagna heimsinslýkur merkilegu útgáfu-verkefni þar sem út eru komnar athyglisverðar og oft bráð- skemmtilegar sýnisbækur með úrvali smásagna úr öllum byggðum heims- álfum frá síðustu öld – 94 sögur alls. Vandað hef- ur verið til valsins og sýnilega reynt að gefa dæmi um ólík og afar fjöl- breytileg sagna- skrif margra kunnra og mikil- vægra höfunda, og þá hafa þýð- ingar sagnanna verið liprar og vand- aðar, eins og búast hefur mátt við frá því fagfólki sem annaðist útgáfuna. Ritröðinni lýkur með úrvali smá- sagna eftir evrópska höfunda. Þar hlýtur að hafa verið afar erfitt að velja, eins og einn ritstjóranna, Jón Karl Helgason, staðfestir í formála þegar hann segir að þrátt fyrir að um 80 prósent þeirra höfunda sem hafi hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum teljist til Evrópubúa, þá eigi aðeins einn þeirra sögu í bindinu, hinn þýski Heinrich Böll. Hætt er við að ein- hverjir sakni fyrir vikið sagna eftir þekkta eftirlætishöfunda, sem þeim finnst að eigi að vera með – í staðinn uppgötva lesendur þó án efa áhuga- verðar sögur eftir rithöfunda sem þeir þekktu ekki til og er ánægjulegt að kynnast. Í þessu bindi eru sögur eftir tutt- ugu evrópska höfunda og koma jafn margir þýðendur að verki. Sumar sagnanna eru í raunsæisstíl, form- tilraunir einkenna aðrar eða fantasía – hvað formið varðar er fjölbreytnin talsvert mikil. Þá eru sumar sagn- anna skrifaðar af ungum höfundum, snemma á ferli, en aðrar þegar höf- undarnir hafa öðlast mikla reynslu. Einhverjar teljast til klassíkur en aðrar ánægjulegra uppgötvana. Jón Karl bendir í formálanum á að álfan samanstandi af ýmsum menn- ingarsvæðum, til dæmis Norður- löndum, Bretlandseyjum, slavneska málsvæðinu og því rómanska, og hef- ur verið gætt að því að þau eigi sína fulltrúa í hópi höfundanna. Þá séu einnig innan Evrópu margháttuð jaðarsvæði og má telja Ola Korne- liussen frá Grænlandi og Lailiu Stien, Norðmann sem fjallar um reynslu- heim Sama, til fulltrúa þeirra. Það er við hæfi að „Dómurinn“ frægi og áhrifaríki eftir Franz Kafka (1883-1924) hefji þetta evrópska sagnasafn, saga sem hann taldi sjálf- ur hafa opnað þá sköpunaræð sem hann leitaði að. Þá kemur „Arabía“, heillandi saga úr sagnasveignum Dubliners eftir James Joyce (1882- 1941), og margar sagnanna hrifu rýni, hvort sem var fyrir meistaraleg tök á formi, andblæ eða vel miðluðu söguefni. Þar á meðal má nefna hina vel mótuðu og þekktu „Vor í Fialta“ eftir Vladimir Nabokov (1899-1977); hina nöturlegu „Spegilsögu“ Ilse Aichenger (1921-2016) sem lýsir aft- ur á bak skelfilegum örlögum ungrar konu; eða hinn hræðilega veruleika útrýmingarbúða nasista sem Tadeusz Borowski (1922-1951) lýsir svo vel í sögunni „Þessa leið í gasið, gjörið svo vel“ en sjálfur lifði hann af vistun í Dachau-búðunum en tók síð- an eigið líf ungur. Hryllingur heimsstyrjaldar er einnig viðfangsefni Heinrichs Böll (1917-1985) í „Vegfari, er þú kemur til Spö…“ , en önnur grimm átök, á Balkanskaga, eru í bakgrunni „Grím- unnar“ eftir Miodrag Pavlovic (1928- 2014). Þótt Tove Jansson (1914-2001) hafi verið þekktust fyrir sögurnar um Múmínálfana þá var hún fjölhæfur listamaður og „Dúkkuhúsið“ er ein bestu sagna safnsins. Það fjallar um gamla menn á eftirlaunum og heim- inn sem annar þeirra byggir sér inni á heimilinu og þau áhrif sem þrá- hyggjukennd vinnan hefur á sam- býlismanninn. Af allt öðru tagi en ekki síður áhugaverð er saga hins franska Michel Tournier (1924-2016), „Unga stúlkan og dauðinn“. Höfund- urinn sótti sér innblástur í goðsögur og ævintýri og segir hér af ungri konu sem daðrar á gróteskan hátt við dauðann. Laila Stien (f. 1946) gefur í sögunni „Ferðin út í eyjuna“ afar fína tilfinn- ingu fyrir því viðkvæma jafnvægi í náttúrunni sem líf hirðingja byggist á og hvernig nútíminn ryðst þar inn með skelfilegum afleiðingum. Ole Korneliussen (f. 1947) fjallar líka um það hvernig breytingarnar á 20. öld- inni kipptu fótunum undan hefð- bundnu samfélagi og lífsháttum; í „Þegar snjóar í sólskini“ fylgja les- endur ungum manni í grænlenskum bæ í dauðann. Ein eftiminnilegasta uppgötvunin er síðan saga Tatjönu Tolstaja (f. 1951) „Okkerviláin“, um þráhyggju- kennda ástríðu manns fyrir söng- stjörnu fyrri tíðar og þann árekstur sem á sér stað þegar hann hittir lista- manninn. Það er nefnilega ekkert alltaf ánægjulegt að hitta hetjur sínar. Vissulega eru sögurnar í safninu misgrípandi – þessum lesanda fannst sagan „Garðarnir í Kew“ eftir Virg- iniu Woolf (1882-1941) til að mynda jafn þvælin og tilgerðarleg nú og við fyrsta lestur fyrir nokkrum áratug- um, þótt þýðingin sé lipur. En þetta er vel lukkað lokaverk í merkilegu og metnaðarfullu safni, þar sem sýnt er fram á hversu mikilvægt, fjöl- breytilegt og magnað form smásög- unnar er þegar snjallir höfundar tak- ast á við hana. Vel valið og athyglisvert úrval evrópskrar smásagnalistar Smásögur Smásögur heimsins - Evrópa bbbbm Smásögur eftir Franz Kafka, James Joyce, Virginia Woolf, Vladimir Nabo- kov, Italo Calvino, Tadeuz Borowski, Ilse Aichinger, Heinrich Böll, Miodrag Pavlovic, Karen Blixen, Nikolai Haitov, Tove Jansson, Muchel Tournier, Laila Stien, Tatjana Tolstaja, Ole Korne- liussen, Cristina Fernándes Cubas, Kerstin Thorvall, Luísa Costa Gomes og Zoran Malkoc. Tuttugu þýðendur komu að verkinu. Útgáfuna önnuðust Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Bjartur, 2020. Kilja, 310 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Franz Kafka Tatjana Tolstaja Michel Tournier Tove Jansson Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kynnt er stafræna tónlistar- hátíðin Live from Reykjavík sem haldin verður 13. og 14. nóvember. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita mun koma fram: Ásgeir, Auður, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini og vinir, GDRN, Hatari, Hjaltalín, Júníus Meyvant, Kælan mikla, Mammút, Mugison, Ólafur Arnalds, Of Monsters and Men og Vök. Há- tíðin er haldin í samstarfi við Íslandsstofu, RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair, Ein- stök og Landsbankann. Tónleikar hátíðarinnar verða aðgengilegir á miðlum RÚV, en einnig verður seld- ur aðgangur að streymi frá hátíðinni um allan heim í gegnum vefinn Dice.fm. Samhliða hátíðinni mun ÚT- ÓN standa fyrir stafrænni ráðstefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistargeiranum til að kynna íslenska tónlist og lista- menn, að því er segir í tilkynningu. „Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svo viðamikla tónlistar- dagskrá frá Íslandi í gegnum netið um allan heim. Tilgangurinn er að styðja við sköpun og starf íslenskra tónlistarmanna, búa til reynslu og þekkingu í streymi sem nýtast mun íslenska tónlistargeiranum til fram- tíðar og efla markaðs- og kynningar- starf íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi,“ segir í tilkynningu og haft eftir Ísleifi Þórhallssyni, fram- kvæmdastjóra Iceland Airwaves, að einsdæmi sé að geta stillt upp svo öfl- ugri dagskrá á Íslandi. Tónleikar há- tíðarinnar munu fara fram á tón- leikastöðum sem hafa verið áberandi í dagskrá Iceland Airwaves frá upp- hafi, t.d. Listasafni Reykjavíkur, Gamla bíói og Iðnó. Styrktaraðilar eru RÚV, Inspired by Iceland, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Icelandair, Einstök ölgerð, Tón- listarborgin Reykjavík, Record in Iceland, Listahátíð í Reykjavík og ÚTÓN. Viðamikil tónlistarhátíð á netinu Ísleifur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.