Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
✝ Skúli Magn-ússon
húsasmiður fædd-
ist á Landspít-
alanum í Reykja-
vík 7. október
1943. Hann lést á
heimili sínu í
Hafnarfirði hinn
6. október 2020.
Foreldrar Skúla
voru hjónin
Sveinsína Aðal-
steinsdóttir, f. 4. maí 1905, d.
26. maí 2001, og Magnús Skúla-
son, f. 6. febrúar 1900, d. 11.
ágúst 1966. Systir Skúla er Elín
Guðrún, f. 25. nóvember 1946,
gift Braga Bergmanni Stein-
grímssyni, f. 15. september
1948.
Eftirlifandi eiginkona Skúla
er Steinunn Helga Aðalsteins-
dóttir, f. 29. janúar 1947 á
Svínanesi á Barðaströnd. Skúli
og Steinunn giftu sig 15. ágúst
1970. Skúli og Steina bjuggu í
Vogum á Vatnsleysuströnd allt
til ársins 2005 þegar þau fluttu
til Hafnarfjarðar. Um svipað
leyti byrjuðu þau jafnframt að
byggja sér sumarbústað í Hval-
firðinum, þar sem þau eyddu
miklum tíma hin síðari ár.
Börn Skúla og Steinunnar
hann í Iðnskólann í Keflavík þar
sem hann lærði húsasmíði og
lauk námi árið 1966.
Á æsku- og unglingsárunum
varði Skúli mörgum sumrum í
sveit hjá ættingjum á Skarðs-
strönd í Dölum.
Skúli vann lengst af hjá Ís-
lenskum aðalverktökum og
Dverghömrum. Frá 1971 vann
Skúli sjálfstætt með Rafni
Skarphéðinssyni, allt fram til
ársins 1980. Hann fór þá að
vinna hjá Ístaki þar sem hann
fór meðal annars til Færeyja að
vinna við byggingu Brenni-
stöðvarinnar og SMS-verslunar-
miðstöðvarinnar í Þórshöfn.
Hann vann í Þýskalandi um
tíma. Að lokum starfaði hann
hjá Íslenskum aðalverktökum
við byggingu tónlistarhússins
Hörpu.
Útför Skúla fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju í dag, 16.
október 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Vegna aðstæðna
í samfélaginu verða aðeins nán-
ustu aðstandendur viðstaddir
útförina en athöfninni verður
streymt á Facebook: Útför Skúli
Magnússon.
Upplýsingar um streymið má
finna á fésbókarsíðu:
Útför Skúli Magnússon
https://fb.me/e/1J0xlj8aE
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
eru: 1) Sveindís, f. 8.
apríl 1970, gift Guð-
mundi Hjálmars-
syni, f. 15. mars
1964. Börn Sveind-
ísar úr fyrra sam-
bandi: Steinar
Sindri, f. 7. maí
1988, og Skúli, f. 22.
júlí 1994. Börn Guð-
mundar úr fyrra
sambandi: Hjálmar,
f. 1. október 1987,
Þór, f. 21. apríl 1989, Elías, f.
15. júní 1995, og Sigríður Dís, f.
8. apríl 2002. 2) Guðrún, f. 22.
maí 1971. Sonur hennar er
Bergþór Leví, f. 5. október
2005. 3) Magnús, f. 15. október
1972, giftur Helgu Sóleyju
Kristjánsdóttur, f. 24. apríl
1976. Börn Anna og Birta, f. 13.
mars 2010, d. 13. mars 2010,
Skúli Kristján, f. 28. apríl 2011,
og Elín Aðalheiður, f. 6. apríl
2014. 4) Ingibjörg, f. 19. febrúar
1979, gift Hermanni Torfa
Björgólfssyni, f. 2. ágúst 1981.
Börn Bjartmar Elí, f. 19. nóv-
ember 2009, og Björgólfur
Freyr, f., 20. maí 2012.
Skúli ólst upp í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Hann gekk í
Brunnastaðaskóla á Vatnsleysu-
strönd. Eftir grunnskóla fór
Elsku pabbi minn, þá er komið
að kveðjustund, þú kenndir mér
svo margt og á ég svo margar
góðar minningar sem gott er að
hugsa til nú, þegar þú lékst við
okkur systkinin þegar við vorum
lítil, við vorum með þér niðri í
kjallara að smíða, snjóhúsin sem
þú hjálpaðir okkur að útbúa og
skíði úr tunnustöfum, alltaf þol-
inmóður og tilbúinn að hjálpa og
allar ferðirnar inn á strönd þar
sem þú kenndir okkur að keyra.
Fjölskyldan var þér mikils
virði og dekraðir þú við okkur öll,
alltaf tilbúinn að koma og aðstoða
ef eitthvað var. Þú varst ráðagóð-
ur og gott að leita til þín. 15. ágúst
síðastliðinn gekkst þú inn kirkju-
gólfið með yngstu dóttur þinni er
hún og Hemmi giftu sig á 50 ára
brúðkaupsdeginum ykkar
mömmu og áttum við fjölskyldan
yndislegan dag saman.
Þegar við vorum yngri bjóstu
til karamellur og var mikil eftir-
vænting að fá að smakka á góð-
gætinu sem klikkaði ekki, eftir að
þú hættir að vinna varstu dugleg-
ur að baka og bjóða okkur í kaffi
og komst með nýbakaðar pönnu-
kökur í afmælin hjá barnabörn-
unum. Barnabörnin voru mikið í
kringum ykkur mömmu og vilduð
þið hafa það þannig.
Á veturna var oft búið að skafa
bílinn minn þegar ég kom út á
morgnana, þar hafðir þú verið á
ferð áður en þú fórst í vinnuna.
Bæði þú og mamma hafið verið
mér og drengjunum mínum ómet-
anlegur stuðningur og voru þeir
mjög mikið hjá ykkur. Eftir að við
fluttumst aftur í Vogana var stutt
að hlaupa yfir og gátu þeir alltaf
leitað til þín og sóttu mjög í að
vera hjá afa og ömmu og var það
alltaf meira en velkomið, það var
notalegt að fá að kúra í hlýjunni á
milli afa og ömmu, afi hlustaði á
heimalesturinn, fylgdist með fót-
boltamótunum og skutlaði og
sótti. Ferðuðumst við mikið sam-
an, veiðiferðir, útilegur og sum-
arbústaðaferðir og ótal bíltúrar.
Þið voruð dugleg að njóta þess
að vera uppi í sumarbústað í
Hvalfirðinum, oft vaknaði maður
við hamarshögg eða það var verið
að saga, þér leið best ef þú hafðir
einhver verkefni og það var alltaf
nóg að gera uppi í sumarbústað,
þegar þú vissir að ég svefnpurkan
var vöknuð komstu inn til að fá
þér kaffisopa með okkur, göngu-
ferð niður í fjöru eða um svæðið
og skoða sumarbústaðina sem
voru í byggingu, gripið var í spil
og spiluð vist, núna í seinni tíð eft-
ir að Gummi kom inn í fjölskyld-
una var spilað upp á rauðvíns-
flösku á Spáni, þér fannst nú
óþarfi að vera að leggja undir en
gerðir það fyrir tengdasoninn, svo
í næstu ferð til Spánar var skuldin
gerð upp, við Gummi eigum ynd-
islegar minningar úr þessum
ferðum okkar með ykkur mömmu
og erum þakklát fyrir þær.
Hópurinn ykkar mömmu stóð
þétt utan um ykkur í veikindum
þínum, maður uppsker eins og
maður sáir og voru allir boðnir og
búnir að létta undir með ykkur og
gera síðustu dagana sem besta
heima á Daggarvöllunum þar sem
þú lést.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H. J. H.)
Elsku pabbi minn takk fyrir
allt, þín er sárt saknað,
Sveindís.
Í dag kveð ég elsku föður minn.
Hann og mamma voru einstak-
lega samrýnd hjón og stóðu þétt
saman alla tíð. Það eru ekki marg-
ar vikur síðan við fjölskyldan upp-
lifðum saman einstaklega gleði-
legan dag þegar foreldrar mínir
héldu upp á 50 ára hjúskaparaf-
mæli sitt og Inga systir gifti sig
þennan sama dag. Pabbi var svo
ánægður með daginn og þá sér-
staklega að ganga inn kirkjugólfið
með Ingu, þó að veikindin hafi þá
verið farin að hafa mikil áhrif á
þrek hans.
Pabbi var einstaklega nærgæt-
inn, hjartahlýr og rólyndur mað-
ur, enda man ég varla eftir því að
hann hafi nokkurn tímann
skammað okkur systkinin. Marg-
ar góðar minningar frá uppvaxt-
arárunum koma upp í hugann á
þessum tímamótum. Öll ferðalög-
in sem voru farin innanlands,
veiðiferðirnar sem öll fjölskyldan
fór í, allar sumarbústaðaferðirnar
að ógleymdum þeim fjölmörgu
ökuferðum sem hann fór með
okkur inn á strönd þar sem feng-
um að æfa okkur að keyra. Þegar
bílprófsaldurinn nálgaðist og við
byrjuðum að fara í ökutíma þá
urðu þeir ansi fáir hjá okkur
systkinunum. Við vorum nefni-
lega búin að vera í æfingaakstri í
nokkur ár hjá besta kennaranum
sem við gátum fengið.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og það fór aldrei á milli
mála að hann bar hag okkar allra
fyrir brjósti, aldrei lét hann okkur
finna það að hann hefði ekki tíma
eða áhuga á að eyða samveru-
stundum með okkur. Þegar
barnabörnin komu svo til sögunn-
ar þá nutu þau góðs af hans kær-
leiksríku nærveru. Alltaf var
pabbi tilbúinn til að hlaupa undir
bagga og sækja og skutla barna-
börnunum þegar á þurfti að
halda. Bergþór Leví á margar
góðar minningar um samveru-
stundir þeirra og ég veit að pabbi
var farinn að rata ansi vel á uppá-
haldsskyndibitastaðina hans um
tíma. Þegar pabbi var með Berg-
þóri þá gat maður verið alveg viss
um að heimavinnu yrði sinnt af al-
úð og mikilli þolinmæði.
Pabbi lærði húsasmíði og vann
við það alla tíð, hann var mjög
handlaginn og vandvirkur í allri
sinni vinnu. Pabbi undi hag sínum
einna best úti í bílskúr, eitthvað
að gera, og honum fannst alveg
ómögulegt að hafa ekki eitthvað
fyrir stafni. Hin síðari ár eyddu
þau mamma miklum tíma saman í
sumarbúðstaðnum sem þau
byggðu sér uppi í Hvalfirði. Þar
var aldrei slakað á, pabbi vaknaði
yfirleitt alltaf snemma og dreif sig
út til að sinna viðhaldi eða bara til
að laga til í skúrnum. Við reynd-
um öll að nýta þann alltof stutta
tíma sem okkur var úthlutað með
pabba sem allra best. Við reynd-
um að hittast eins oft og við gát-
um, tókum fullt af myndum og
bjuggum til yndislegar minningar
sem eru núna svo dýrmætar.
Elsku pabbi ég kveð þig nú
með söknuði en jafnframt með
miklu þakklæti. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
föður og afa sonar míns, betri föð-
ur og afa hefði ég ekki getað ósk-
að mér. Hin síðari ár hef ég gert
mér enn betur grein fyrir því að
það er alls ekki sjálfgefið að eiga
foreldra sem styrkja mann og
styðja í gegnum lífsins ólgusjó.
Þín dóttir,
Guðrún Skúladóttir.
Elsku afi
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Steinar Sindri og Skúli.
Við fráfall Skúla Magnússonar
er okkur systkinum efst í huga
góðmennska, brosmilt og hlýtt
viðmót sem ávallt einkenndi fas
hans. Hann var mágur móður
okkar og því mikill samgangur á
milli heimila, enda þær systur tví-
burar og með börn á svipuðum
aldri. Í tilhugalífi Steinu og Skúla
var móðir okkar oftar en ekki með
í för og eftir að hún varð ekkja
ferðaðist þrenningin saman til
hlýrri staða. Þá voru ófá ferðalög-
in sem farin voru þar sem Skúli
var við stýrið og rifjast upp marg-
ar hlýjar minningar frá þeim ferð-
um. Heimilið í Vogunum var stórt
og þar var alltaf líf og fjör, enda
sóttum við í heimsóknir þangað.
Þegar bílprófsaldrinum var náð
og nýr bíll kom inn á heimili okkar
sýndi hann því mikinn áhuga,
skoðaði bíllinn hátt og lágt og gat
miðlað af reynslu sinni. Skúli var
handlaginn með eindæmum og
hafði næmt auga, eins og fallegur
sumarbústaður fjölskyldunnar í
Hvalfirði ber glöggt vitni. Þegar
framkvæmdir voru skipulagðar
var oft gott að leita til hans um
ráðleggingar og aldrei kom mað-
ur að tómum kofunum í þeim efn-
um. Alltaf var hann tilbúinn að
rétta hjálparhönd. Fjölskyldan
var Skúla sérstaklega mikilvæg
og kærleikur hans í garð Steinu
og afkomenda var augljós. Hann
sýndi lífi okkar og vegferð alltaf
mikinn áhuga, gaf góð ráð þegar
við átti og fyrir það erum við
þakklát. Á síðustu misserum,
þegar Skúli glímdi við snörp og
erfið veikindi, kom hans innri
maður glöggt í ljós. Þeim var
mætt af æðruleysi og lausir endar
skyldu hnýttir, en ávallt var stutt
í glettnina og brosið. Við og fjöl-
skyldur okkar vottum Steinu og
afkomendum þeirra dýpstu sam-
úð. Minning um góðan mann mun
lifa.
Guðrún Aldís
og Sigurlaugur.
Sárt er vinar að sakna,
Sorgin er djúp og hljóð
Minningar mætar vakna,
Svo var þín samfylgd góð
(Höf. ók.)
Það er erfitt að kveðja fyrir
fullt og allt þá sem maður elskar
og hafa verið hluti af lífi manns
alla tíð. Erfitt að standa frammi
fyrir því að hluti af manni sjálfum
er horfinn, komið skarð sem ekki
verður fyllt. Sá sem studdi mig
fyrstu sporin, leiddi, verndaði og
gaf með sér það sem hann átti.
Þetta flýgur í gegnum hugann er
ég kveð bróður minn í hinsta sinn.
Skúli bróðir minn var gull af
manni og vildi allt fyrir alla gera
en lítið flíka sínum tilfinningum.
Við vorum tvö systkinin og bröll-
uðum oft margt saman. Ég man
þegar við bönkuðum á útidyrnar
heima og mamma kom til dyr-
anna búin að setja upp sparisvip-
inn og dusta svuntuna, sá leikur
var oft endurtekinn. Veturinn
sem bróðir minn var 12-13 ára fór
hann að beita og var við þá iðju
sína niðri í kjallara heima hjá okk-
ur í Vogunum. Upp kom sú staða
að drengurinn var myrkfælinn að
vera einn í kjallaranum því Stapa-
draugurinn var oft á ferðinni þeg-
ar kvöldaði. Var þá skárra að hafa
litlu systur hálfsofandi húkandi á
stól meðan hann kláraði bjóðið.
En að launum fékk ég í jólagjöf
flottustu dúkkuna sem ég hafði
séð og hafði hún fléttur. Ég gæti
skrifað svo margt en það verður
Skúli Magnússon
✝ Sölvi SigurjónGuðnason, allt-
af kallaður Sölvi,
fæddist á Siglufirði
27. október 1935.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Fjallabyggðar 7.
október 2020. For-
eldrar Sölva voru
Guðni Brynjólfs-
son, f. 18. maí 1903,
d. 31. maí 1985, og
Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir,
f. 29. febrúar 1912, d. 20. júlí
1995.
Sölvi átti tvö systkini, þau
var Óttar Bjarkan Bjarnason en
hann lést 31. janúar 2009;
Ásgeir Ingvar, f. 8. apríl
1960, eiginkona hans er Erla
Gunnlaugsdóttir;
Guðni Margeir, f. 8. apríl
1960, eiginkona hans er Júlía
Birna Birgisdóttir;
Sölvi, f. 6.maí 1971, eiginkona
hans er Sigríður Karlsdóttir.
Sölvi átti nítján barnabörn og
þrjátíu barnabarnabörn.
Sölvi ólst upp á Siglufirði og
bjó þar alla tíð. Sölvi vann hin
ýmsu störf sem gáfust fyrr á ár-
um. Hann stundaði sjóinn í mörg
ár en hann gerði út á trillu.
Hann starfaði einnig í mörg ár á
vörubíl og í tækjavinnu sem
hann rak sjálfur. Síðustu árin
vann hann við tækjaumsjón hjá
Rammanum á Siglufirði eða þar
til hann hætti störfum á vinnu-
markaðnum sökum aldurs.
Maríu og Ingimar
Rafn, en þau eru
bæði látin.
Eftirlifandi eig-
inkona Sölva er
Hanna Sigríður Ás-
geirsdóttir, f. 2.
júní 1937, og eign-
uðustu þau fimm
börn.
Þau eru: Guðný
Þórhildur, f. 14.
september 1954,
eignimaður hennar er Sverrir
Jónsson;
Guðrún Ásgerður, f. 8. des-
ember 1955, eiginmaður hennar
Þegar við kveðjum hann
pabba í dag, Sölva Guðna, þá er
margs að minnast. Leiðir okkar
hafa legið saman í tæp 50 ár og
fyrir það er ég mjög þakklátur
því betri vin var ekki hægt að
hugsa sér. Þú varst ekki sá sem
hafðir hátt eða talaðir mest, þú
varst sá sem var gott að vera
með og leita til með allt. Þær
eru ófáar stundirnar sem við
höfum átt saman í leik og starfi,
það varst þú sem kenndir mér
eins og svo margt annað að það
væri bara full ferð og ekkert
stopp; það sem lægi fyrir væri
best að gera strax.
Það var alveg sama hvað ég
tók mér fyrir hendur, þú varst
alltaf minn besti stuðningsmað-
ur. Þegar ég stundaði göngu-
skíði varstu alltaf á hliðarlín-
unni að hvetja mann áfram. Á
sumrin voru það hestarnir sem
allt snerist um, við vorum búnir
að fara víða með Litla-Rauð.
Áhugi fyrir hestum fylgdi þér
alla tíð, þú keyptir þér hestinn
Nasa þegar þú varst 12 ára.
Ekki minnkaði áhuginn þegar
þú fórst að taka þátt í hesta-
mennsku með strákunum mín-
um, þú hafðir alveg óendanlega
mikla ánægju af að fylgast með
þeim hvort sem það var á
keppnisvellinum eða bara við
útreiðar og þjálfun. Það voru
farnar margar ferðir til að
skoða hross og spá og spek-
úlera hvort þessi hestur hentaði
betur en annar og alltaf hafðir
þú sterkar skoðanir á því. Það
var alveg ómetanlegt fyrir þá
unga að aldri að hafa afa með
til að deila stærsta áhugamáli
sínu.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
barnabörnin og sýndir þeim
ávallt mikinn áhuga, sama hvað
þau tóku sér fyrir hendur, og
hvattir þau áfram. Börnin mín
nutu góðs af návist þinni og
leituðu óspart til afa til að fá
hjálp t.d. ef eitthvað var bilað
eða fá tilsögn eða bara sitja í
rólegheitum að spjalla og
skemmdi ekki fyrir að fá nýbak-
aða kökusneið hjá ömmu.
Það er mjög skrítin tilhugsun
að geta ekki komið við á Laug-
arveginum og spjallað yfir kaffi-
bolla og látið neftóbaksdósina
ganga á milli eða hringt í þig til
að spyrja ráða eins og ég hef
svo oft gert.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Þinn sonur,
Sölvi.
Hugvekja
Alltaf þegar einhver deyr
fá englar hátt að fljúga,
í sorgarferli sjálfsagt þeir
að sálum okkar hlúa.
Er horfum við á holdið kalt
þá helst það er til bóta,
að fá að þakka fyrir allt
sem fengum við að njóta.
Ef um þann sannleik sálin veit
sem sögur kann að skrifa,
þá munu ávallt hjörtun heit
í hugsun okkar lifa.
(Kristján Hreinsson)
Þín dóttir,
Guðný.
Elsku vinur. Ég held ég tali
fyrir okkur báða þegar ég segi
að við urðum strax bestu vinir
og mínar fyrstu minningar eru
neðan frá bryggju í Scaniunni
að keyra rækju. Útvarpið var
ekkert haft á, við bara spjöll-
uðum saman og sungum Óla
skans annað slagið. Ég fór ekki
á leikskóla eins og önnur börn
heldur var ég með afa. Hesta-
mennskan var okkar sameigin-
lega áhugamál, þú sást um gjaf-
ir og hirðingar og þegar ég var
búinn í skólanum var byrjað að
þjálfa. Þú keyrðir á eftir hverj-
um einasta hesti sem ég reið á
og varst svo með skoðanir eftir
reiðtúrinn, yfirleitt var það:
„Hann er betri en í gær.“ Þú
ert mér gríðarleg fyrirmynd og
kenndir mér svo ótal margt.
Það var aldrei neitt vesen, vildir
láta vaða í hlutina, aldrei ragur.
Allt gastu, það var ekkert sem
þú gast ekki gert við eða smíð-
að og ég naut þeirra forréttinda
að fá alltaf að vera með þér. Við
tókum okkur margt fyrir hend-
ur saman, allt sem sneri að við-
haldi heima á Laugarvegi, úr
járni smíðuðum við allt sem
okkur datt í hug, heyrúlluvagn-
arnir seldust eins og heitar
lummur eftir okkur. Eitt sum-
arið gerðum við reiðveg á Siglu-
firði, þetta var agalega
skemmtilegur tími. Þú studdir
líka við bakið á mér í einu og
öllu sem ég tók mér fyrir hend-
ur í öllu mínu hestabrasi. Þegar
við fórum suður til þess að
koma mér til reiðkennara vor-
um við í hálfan mánuð á Suður-
landi.
Það voru ekki vandræði, bara
drífa í þessu, og allar ferðirnar
að skoða hesta eða ná í hesta,
kaupa hesta eða selja hesta,
þetta snerist mikið um hesta
hjá okkur.
Ég veit þú munt halda áfram
að fylgjast með mér, ég mun
hugsa til þín á hverjum degi
elsku afi.
Takk.
Finnur Ingi Sölvason.
Elsku afi, þvílík forréttindi
sem það voru fyrir okkur systk-
inin að eiga þig að. Allar þær
góðu stundir sem við eyddum
saman í gegnum árin eru dýr-
mætar núna sem aldrei fyrr.
Við eyddum ófáum stundum á
Laugarveginum hjá ykkur
ömmu sem var nú okkar annað
Sölvi Sigurjón
Guðnason