Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 40
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM NÝTT Á ÍSLANDI SÆKTU APPIÐ MODULAX OG SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI. JAMES STÓLL MEÐ SKEMLI verð 149.900 PANDORA RAFSTILLANLEGUR verð 219.900 Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla. IRIS RAFSTILLANLEGUR verð 209.900 MODULAX HVÍLDARSTÓLAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI ZERO GRAVITY ZERO GRAVITY MODULAX • 3-mótora hvíldarstóll. • Handvirk og þægileg höfuðpúðastilling 42°. • Innbyggð hleðslu- rafhlaða. Endist 250 sinnum fyrir alla mótora. NÝTT! MODULAX MARGAR GERÐIR modulax.be BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM Á SVEFNOGHEILSA.IS FRÍR FLUTNINGUR UM ALLT LAND GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Fjórar nýjar íslensk- ar heimildarmyndir sem sýndar voru á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, verða sýndar áfram á netleigu hátíð- arinnar, RIFFHeima, og einnig nýr flokk- ur heimildarmynda sem fjalla um þekkta listamenn, m.a. ljósmyndarann Helmut New- ton. Hægt verður að streyma myndunum út helgina, til sunnudagskvölds 18. október. Heimildarmyndirnar eru Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur, Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson, Sirkusstjórinn eftir Helga Felixson og Titti Johnson og íslensk-spænska heimildarmyndin Humarsúpa eftir spænsku leikstjórana Pepe Andreas og Rafael Moles. Frekari upplýsingar um myndirnar eru á riff.is. Þrjár íslenskar á RIFFHeima FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Við komum saman á mánudaginn kemur og mark- miðið var að byrja hérna heima fyrst en það ræðst að- eins af því hvernig fer með þetta æfinga- og keppnis- bann sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu og hvort því verður aflétt á mánudaginn. Ef bannið verður fram- lengt reynum við að fara fyrr út til Svíþjóðar með liðið ef við megum ekki og getum ekki æft hérna heima,“ segir Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fót- bolta, um undirbúninginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum. »34 Reynum að fara fyrr til Svíþjóðar ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valgerður Birna Magnúsdóttir í Hlíðaskóla í Reykjavík sigraði í Pangea-stærðfræðikeppninni í 8. bekk og Ragna María Sverrisdóttir í Hagaskóla varð í fyrsta sæti í 9. bekk. Úrslitakeppninni var frestað í mars vegna kórónuveirufaraldurs- ins en fór fram í september og niðurstöður lágu fyrir um helgina. Pangea-stærðfræðikeppnin fyr- ir grunnskólanema er haldin í yfir 20 löndum Evrópu og var Ísland fyrst með 2016. Meginmarkmiðið er að hvetja nemendur og auka áhuga þeirra á stærðfræði. Sjálfboðaliðar úr Félaginu Horizon auk raun- greina- og verkfræðinema skipu- leggja og sjá um framkvæmdina, en Kennarasamband Íslands hefur að- stoðað við gerð prófanna. Úrslita- keppnin hefur farið fram í Mennta- skólanum við Hamrahlíð en vegna faraldursins var hún haldin í við- komandi skólum að þessu sinni. 3.712 nemendur í 8. og 9. bekk í 70 skólum tóku þátt í keppninni hér- lendis og hafa aldrei verið fleiri. Báðar í tónlistarnámi „Þetta var erfitt og ég átti ekki von á að sigra,“ segir Ragna María, sem fékk 41 stig af 45 mögulegum. Valgeir Einir Borgarsson í Réttar- holtsskóla varð í öðru sæti með 40 stig og Tindur Eliasen í Laugalækj- arskóla í því þriðja með 36 stig. Stærðfræði er uppáhaldsfag Rögnu Maríu, en hún spilar líka fót- bolta með 3. flokki Gróttu/KR og lærir að spila á klarinett í Tón- menntaskóla Reykjavíkur. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og það er gaman að sigra í svona keppni,“ segir hún. Ragna María var í stærðfræði- vali í 9. bekk á liðnu skólaári og segir að þar hafi verið undirbún- ingur fyrir keppnina, meðal annars með því að fara yfir fyrri próf. Hún er núna í 10. bekk og fer í mennta- skóla næsta haust. „Það er nóg að gera og ég hlakka til að halda áfram í því sem ég er að gera.“ Valgerður Birna hefur verið í tónlistarnámi undanfarin fimm ár, spilar á óbó og er í Skólahljómsveit Austurbæjar. Hún er ári á undan bekkjarfélögum sínum í stærðfræði og gerir ráð fyrir að taka mennta- skólastærðfræði í fjarnámi á næsta ári. „Það var mjög gaman að sigra,“ segir Valgerður Birna, sem fékk 34 stig. Hulda Sigrún Orra- dóttir í Lindaskóla kom næst með 30 stig og Eberg Óttarr Elefsen í Laugalækjarskóla fékk 28 stig í 3. sæti. „Ég vonaði að ég yrði í topp tíu og þetta var óvænt en mjög velkom- in uppákoma,“ heldur Valgerður Birna áfram. Hún segir að stærð- fræði og tungumál séu í uppáhaldi hjá sér. „Ég hef alltaf haft áhuga á stærðfræði og mér hefur gengið vel,“ áréttar hún. „Þegar kennarinn tilkynnti úrslitin held ég að ég hafi barið í borðið, ég varð svo glöð.“ Stærðfræði í uppáhaldi hjá sigurvegurunum  Ragna María og Valgerður Birna efstar í Pangea-keppninni Hagaskóli Ragna María Sverrisdóttir.Hlíðaskóli Valgerður Birna Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.