Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 var gleði okkar. Halldór gaf af sér meiri gleði en flestir. Hann var uppáhalds. Anna Einarsdóttir. Við sem vorum samferða Dóra í gegnum grunnskólanámið minnumst hans með hlýju og söknuði. Skyndilega hefur fækk- að í hópnum okkar, árgangi 1963 úr Laugargerðisskóla á Snæfells- nesi. Okkur langar til að minnast hans með örfáum kveðjuorðum. Bekkurinn var ekki alltaf sá sami, fólk kom og fór, sum okkar voru saman öll árin í gegnum grunnskólann, sum eitthvað styttra, en samt eru tengslin til staðar, mismikil eftir atvikum. Við erum vinir, nágrannar, frændur og frænkur, félagar í gegnum súrt og sætt í tónlist, íþróttum, útivist, leik, starfi og alls konar. Við erum bekkjar- systkin sem uxum úr grasi og þroskuðumst saman, höguðum okkur á ýmsa vegu. Minningarn- ar tengja okkur enda var hóp- urinn fljótur að ná saman aftur eftir að við fengum þær sorgar- fréttir að Dóri væri allur. Dóri var fluggáfaður fjörkálf- ur, gleðipinni, húmoristi, sístarf- andi hugsuður sem vildi sjálfur hafa stjórn á sínu nánasta um- hverfi og framkvæma sjálfur það sem þurfti, í samstarfi við ætt- ingja og vini. Alltaf að fást við eitthvað. Hann lifði lífinu lifandi, naut lífsins, náttúrunnar og fólksins síns. Skyndilegt og ótímabært fráfall hans minnir okkur á mikilvægi góðu stund- anna í lífinu. Þessi hópur hefur lítið stundað það að hittast og rifja upp dvölina í Laugargerði þótt ekki skorti vilja eða áhuga. Þau fáu skipti sem það hefur náðst eru dýrmæt og eftirminnileg þótt ekki hafi allir getað mætt. Síðast þegar það var fyrir nokkrum árum lék Dóri á als oddi, spilaði og söng og hreif alla með sér eins og honum var lagið. Nú er gítarinn hans hljóðnaður og það verður skrýtið að hittast aftur án þess að hann sé með – en samt verður Dóri alltaf áfram með okkur sem hluti af þessum fjörmikla árgangi í Laugargerði. Skyndilegt fráfall Dóra minnir okkur á að bíða ekki til morguns, fresta ekki fram í næstu viku, mánuð eða ár að hitta vini okkar, vera góð við fólkið okkar, njóta samvista með vinum og ættingj- um. Því miður haga aðstæður því þannig að fæst okkar geta fylgt honum síðasta spölinn. Við kveðj- um hann því hér og hvert með sínum hætti. Við finnum til með fjölskyldunni. Við syrgjum góðan dreng en gleðjumst um leið yfir minningunum og þökkum fyrir að hafa fengið að vera samferða- fólk Dóra í Dal á einn eða annan hátt. Elsku Linda, Gerða, Rósa, Eg- ill, börn Halldórs og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum um styrk ykkur til handa á þessum erfiðu tímum. Við kveðjum Dóra að sinni, vonandi hittumst við aftur. Ein- hvers staðar, einhvern tíma. Haraldur Ingólfsson fyrir hönd bekkjar- systkinanna í Laugargerðisskóla. Fréttin af andláti Dóra var okkur öllum þungbær. Að mæta til vinnu á mánudagsmorgni eftir símtalið á sunnudeginum, og sjá engan Dóra koma gangandi inn ganginn með kaffikrúsina sína, sem hann passaði svo vel upp á að yrði ekki tekin og sett í upp- þvottavélina. Við söknuðum þess sárt að Dóri settist ekki með okk- ur við eldhúsborðið. Tæki fram kex úr skúffunni og smjör úr ís- skápnum og stappaði þverhand- arþykku smjörlagi á kexkökuna. Því skolað niður með bleksvörtu kaffinu. Rifi sér eitt blað af eld- húsrúllunni, bryti það í tvennt, færi í vasann og næði í tóbaks- pontuna, setti tóbak á handar- bakið eða þæði korn beint úr tób- aksdós hjá vinnufélögum og sáldraði í nefið. Það var nefnilega heilmikil athöfn þegar Dóri tók í nefið, jaðraði við að maður fyndi áhrifin og nautnina með honum. Áður en Dóri kom til starfa hjá MEDOR vann hann hjá Gróco. Hann hafði áratuga starfsreynslu og öðlast víðtæka sérfræðikunn- áttu í viðhaldi á flóknum tækja- búnaði, hlaðinn öllum þeim rétt- indum sem þurfti til að vinna við að viðhalda tæknilegustu og við- kvæmustu tækjum á rannsókn- arstofum fyrirtækja, lyfjaverk- smiðja og heilbrigðisstofnana landsins. Alls staðar voru fótspor hans mörkuð af prúðmennsku og velvild, jafnaðargeði og látlausri framkomu. Dóri var einn af okkur í hópi tæknimanna MEDOR. Hann var hvers manns hugljúfi, hreinn og beinn í öllum samskiptum. Auð- velt að umgangast hann og ljúft að leita til með hvers kyns mál- efni. Hann átti auðvelt með öll samskipti, var úrræðagóður og fljótur til að aðstoða ef hann var beðinn um það. Dóri var hins vegar þannig gerður að hann hefði frekar óskað sér að vera með breiðara bak til að þurfa ekki að vera að trufla samstarfs- félagana og biðja þá að létta und- ir með sér þegar starfsálagið var mest. Hann var einn af þeim sem hlaupa á Esjuna áður en þeir mæta til vinnu á morgnana. Hjól- aði svo Þingvallahringinn sér til upplyftingar. Við fráfall Dóra er höggvið djúpt skarð í tæknimannahópinn sem erfitt verður að fylla. Þegar húsið þeirra á Álftanesi var búið og allar spýtur orðnar fastar og gangstéttarhellur lagðar keyptu Dóri og Linda sumarhús á Snæ- fellsnesi, í heimasveit Dóra. Þar hafa þau verið að taka húsið í gegn og endurbæta og var stór viðbygging reist við húsið núna í sumar. Það er búið að vera okkur dýrmætt að fá að fylgjast með framkvæmdunum, þar sem Linda var óspör á að birta mynd- ir og lýsingar af endurbótunum. Eldhús málað. Heimreiðin var breikkuð og sett á hana ný rauða- möl, tré klippt og snyrt, sett nið- ur blómaker, endurbættur pallur og settir upp skjólveggir með vindbrjótum úr gleri. Samt gafst tími til að ganga á fjöll og njóta þess að leggjast í heitan lækinn eða stinga sér til sunds undir kaldan fossinn. Allra þessara af- reka fengum við að njóta með Lindu og Dóra. Kæra Linda og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Við tæknimenn MEDOR kveðjum með þakklæti og djúp- um söknuði góðan og ljúfan sam- starfsmann, Halldór Erlendsson. Gunnar, Ásgrímur, Baldur, Karl og Soffía. Ég kynntist Halldóri Erlends- syni fyrst árið 2011 þegar hann, ásamt nokkrum starfsmönnum frá Gróco, kom til starfa hjá ME- DOR. Um var að ræða samhent- an hóp sem var fljótur að aðlag- ast starfsemi MEDOR. Við urðum fljótlega áskynja um hversu einstaka hæfileika Hall- dór eða Dóri, eins og flestir köll- uðu hann, hafði að geyma. Dóri var einstakur tæknimað- ur. Hann var rólegur og yfirveg- aður, setti sig vel inn í hlutina og var óhræddur að takast á við flókin verkefni. Honum var um- hugað um viðskiptavini, einstak- lega laginn í mannlegum sam- skiptum og skilur eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla. Starf tæknimanns hjá ME- DOR er oft flókið. Á litlum mark- aði getur verið snúið að byggja upp og viðhalda þekkingu á fá- séðum og sérhæfðum tækjum. Dóri hafði ráð undir rifi hverju, hann nýtti í því sambandi oft vin- skap sinn við erlenda samstarfs- aðila og bjargaði málum með hjálp og ráðleggingum í gegnum síma. Með þessu tókst að leysa mál án þess að þurfa að kalla til erlenda sérfræðinga. Dóri var með eindæmum vinnusamur og þurfti alltaf að vera að, hvort heldur sem var í leik eða starfi. Oft var hann bú- inn að skjótast á Esjuna áður en hann mætti í vinnu og notaði stundum hádegið til að skreppa í sjósund með félögunum. Hann lagði að baki ófáa kílómetra á hjóli bæði innanlands og utan, m.a. sem sem liðsmaður Cyclot- honliðs Veritas, móðurfélags MEDOR. Heima við lagði Dóri alúð í að klára að byggja heimili þeirra Lindu við Klukkuholt á Álftanesi. Þegar því var lokið tók við nýtt verkefni þegar þau hjón keyptu sumarhús, þar sem þau byggðu sér sinn sælureit í sveit- inni sem honum þótti svo vænt um. Í gegnum óeigingjarnt starf sitt eignaðist Dóri fjöldann allan af vinum, bæði meðal vinnu- félaga, viðskiptavina og starfs- manna erlendra birgja. Hann átti stóran sess í hjarta margra. Þetta endurspeglast nú í fjölda þeirra sem hafa sýnt hlýhug með góðum kveðjum til fjölskyldu og okkar vinnufélaganna undan- farna daga. Fyrir hönd MEDOR og Veri- tas sendi ég Lindu eiginkonu Halldórs, börnum hans, Sigurrós og Erlendi, sem og allri fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Sigtryggur Hilmarsson. Fyrstu kynni mín af Halldóri Erlendssyni eru mér sérstaklega minnisstæð. Seint á níunda ára- tug síðustu aldar auglýsti fyrir- tæki mitt eftir tæknimanni. Að viðtali loknu sýndi ég umsækj- endum bilaðan ljósmæli og spurði hvort þeir gætu gert við hann. Það komu vomur á menn, en flestir á því að það gæti tekist að undangengnu löngu námskeiði hjá framleiðandanum. Síðastur í röðinni var Dóri. Hann mætti of seint, skítugur upp fyrir haus og afsakaði sig með því að hann hefði verið að gera við bílinn sinn og gleymt sér, en ég hugsaði sem svo að þennan mann myndi ég aldrei ráða í vinnu. Viðtalið sjálft var stutt, enda Dóri nánast ný- skriðinn úr skóla og hafði þ.a.l. litla starfsreynslu. Að síðustu dró ég hann að ljósmælinum og spurði hvort hann gæti gert við hann. „Ekkert mál,“ svaraði Dóri að bragði. Ég réð hann sam- stundis. Einkunnarorð Toyota, „engin vandamál, bara lausnir“, hefðu hæglega getað verið fengin frá Dóra. Bóndasonurinn frá Dal í Miklaholtshreppi var mikill happafengur fyrir fyrirtækið. Dóri var ekki bara útsjónarsam- ur og samviskusamur starfsmað- ur, hann var líka hvers manns hugljúfi, bæði samstarfsmanna og viðskiptavina, geðprúður, greiðvikinn og skemmtilegur. Dóri vildi leysa allra vanda og gekk aldrei frá hálfnuðu verki. Um tíma valdi hann sér nýjan starfsvettvang, en bankaði svo upp á aftur og spurði hvort hann gæti fengið vinnu. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar. En kynni mín af Dóra voru ekki aðeins innan veggja fyrir- tækisins. Hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður, liðsinnti mér við hellulagnir og pallasmíði við heimili okkar hjóna og einnig móður minni við ýmiss konar garðvinnu. Þar var vandað til verka. Á skemmtikvöldum starfs- manna og maka mætti hann svo iðulega með gítarinn og hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu. Ógleym- anlegar stundir. Þegar fréttir bárust af svip- legu andláti Dóra varð manni orða vant. Enn var maður áminntur um fallvaltleika tilver- unnar. Góður drengur er fallinn frá og allir, sem náðu að kynnast þessum mæta manni, fjölskyld- an, vinir og samstarfsmenn, syrgja. Mun ánauðin meður dögum linna? Mun á dauða lífið sigur vinna? Von sú standi: Vor skal andi vin lifandi á fegins landi finna. (Bólu-Hjálmar) Ari Kristján Sæmundsen. Ég var á „fjarkóræfingu“ nú eitt kvöldið þegar dyrabjallan hjá mér gall við og frammi á pall- inum stóð hún Gerða. Erindið var greinilega eitthvað alvarlegra en að kalt vatn væri í krönum. „Heldurðu ekki Friðrik að Hall- dór minn sé dáinn,“ sagði hún, þessi góða nágrannakona mín, full af sorg. Halldór var nemandi í Laug- argerðisskóla þau fimm ár sem ég var þar skólastjóri. Það kom fljótt í ljós að strákurinn var skarpgreindur og allt nám lá mjög vel fyrir honum. Þegar það fór svo saman við létta skapgerð og góðan félagslegan þroska var ekki að undra þótt hann væri hvers manns hugljúfi. Við kenn- ararnir grínuðust eitthvað með það að sjálfsagt yrði Halldór góð- ur búnaðarmálastjóri. Það var svo eitt vorið eftir að við Halldór höfðum lokið dvöl okkar í Laugargerði að ég fór með konunni minni Hólmfríði og ungum börnum okkar ásamt am- erískum skiptinema í tjaldferð vestur undir Jökul. Við áttum þá gamlan, ryðgaðan, franskan bíl. Snemma í ferðinni var ljóst að bíllinn var ekki kátur með þessi áform. Hann var rétt kominn með okkur upp í Hvalfjörð þegar hann tók að hökta og láta illa. Eftir nokkurra kílómetra akstur stöðvaðist hann svo bara úti í kanti og vildi ekki lengra. Það tókst þó að koma honum af stað aftur en svo endurtók sagan sig. Þrátt fyrir ýmis ljót orð, spörk og tog í slöngur og splitti gekk þetta svona alveg vestur að Vegamót- um. Þar stóðu þá þeir bræðra- synirnir í kvöldsólinni Halldór og Þorgeir brosandi og tóku vel sín- um fyrrverandi leiðara. Hann var þá orðinn mjög fúll í skapi og hafði trúlega mörg ljót orð um þennan gamla franska bíl. Það var farið að nálgast miðnætti og enn drjúgur spölur í náttstað. „Nú, er þetta ekki bara bensín- stífla?“ sagði Halldór. Hann opn- aði húddið, reif loftsíuna af vél- inni og sagði: „Startaðu, Þorgeir“ um leið og hann þrýsti lófanum ofan á blöndunginn. Og viti menn. Vélin tók þetta fína við- bragð og malaði eins og saddur köttur. „Þetta var ekki flókið,“ sagði Halldór og brosti hringinn. Vélin hikstaði ekki meir. Ég held að þetta litla atvik lýsi Halldóri svo vel. Glöggur á aðstæður og jákvæður í lausnum. Í nokkuð mörg ár hafa foreldr- ar Halldórs verið mínir bestu ná- grannar hér í Stóragerðinu. Það hefur verið ljúft að sjá hvað öll systkinin þrjú Rósa og Egill ásamt Halldóri hafa ræktað vel sambandið við foreldra sína. Eft- ir að Elli féll frá hefur Halldór jafnvel komið enn oftar til móður sinnar. Ég er viss um að það hafa verið henni ljúfar stundir og styrkur að fá hann og fjölskyldu í heimsókn. Vegna þessa lágu leiðir okkar Halldórs nokkuð reglulega sam- an hér á hlaðinu eða stigagang- inum. Mikið vildi ég að ég hefði náð meiri tíma með honum. Hann var alltaf svo jákvæður, brosandi og gefandi. En hann var alltaf eitthvað á svo mikilli hraðferð drengurinn. Virtist eiga eftir að gera svo margt áður en kallið kæmi. Elsku Þorgerður, Rósa, Egill og þið öll. Innilegustu samúðar- kveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. ✝ SigurðurGarðarsson fæddist 20. júní 1942 í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavik. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. október 2020. Foreldrar Sig- urðar voru Garðar Ólason, f. 1897, d. 1985, og Steinunn Sigurð- ardóttir, f. 1917, d. 1976. Eiginkona Sigurðar er Mar- grét Elíasdóttir, f. 7. apríl 1945. Sigurður og Margrét eign- uðust þrjár dætur: a) Ólafía, barn hennar er Þórður Valtýr. b) Laufey, maki Ingi Rafn Bragason, börn þeirra eru Inga Þóra, maki Arnar Sigurðsson, börn þeirra: Viktor Breki og Alex Thor. Sigurður Rúnar, maki Kolbrún Tanja Eggerts- dóttir, börn þeirra: Mikael Óð- inn, Arndís Mía, Steindór. c) Stein- unn. Systkini Sigurðar eru Gísli, f. 1945. Ómar, f. 1952. Jór- unn, f. 1955. María, f. 1955. Sigurður bjó all tíð í Reykjavík og hóf störf sem sendi- bílstjóri, en byrjaði að vinna við versl- unar störf mjög snemma hjá Silla og Valda, síðar hjá versl- uninni Víði sem verslunarstjóri, hann starfaði þar í fjölda ára, að lokum í heildsölunni Ágæti þar til hann lét af störfum sök- um aldurs 2010. Útför Sigurðar fer fram í dag, 16. október 2020, klukkan 16 í Lindakirkju i Kópavogi. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/bsgoCtxZneM Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat Náinn vinur minn og frændi Sigurður Garðarsson er látinn 78 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Steinunnar Sigurðar- dóttur frá Efstadal í Laugardal og Garðars Ólasonar frá Húsa- vík. Hann ólst upp á ástkæru heim- ili fjölskyldunnar í Múla við Suð- urlandsbraut í Reykjavík þar sem við frændurnir, ég, Siggi, Júlíus og Gísli, fengum aldeilis að rasa út og hafa það eins og við vildum. Frændi minn bar nafn móðurafa okkar Sigurðar bónda í Efstadal og var á uppvaxtarár- unum kallaður Steinu Siggi og var, eins og við allir Siggarnir í fjölskyldunni, kenndur við for- eldri okkar frá Efstadal. Hann var alla tíð mjög traustur vinur, einstaklega einlægur, glaðvær og hlýr með mikið jafnaðargeð sem greiddi götu hans í lífinu og var lykillinn að þeirri farsæld og hamingju sem lífið bauð honum. Hann eignaðist ástríka og sam- henta fjölskyldu og saman byggðu þau sumarbústað við Gíslholtsvatn þar sem þau dvöldu á frídögum í áratugi. Við frændurnir ólumst upp saman meðan Reykjavík var enn mikil sveit og Múli við Suður- landsbraut var þá vissulega í sveitinni þótt bærinn hafi staðið á horni Engjavegar og Suður- landsbrautar. Á þeim árum tíðk- aðist að aka mjólk frá Múla í Mjólkursamsöluna við Snorra- braut á hestvagni sem tryggði okkur frændum ágætar sam- göngur milli Múla og Reykjavík- ur. Í þessu frábæra umhverfi og góða samkomulagi milli okkar frænda urðu til margir leikir og uppákomur til að skemmta okkur enda bauð umhverfið í Múla upp á mikla möguleika og enginn að amast við okkur. Mæður okkar, systurnar frá Efstadal, höfðu ein- stök og náin samskipti þannig að heimili Sigga varð annað heimili okkar bræðra. Það kostaði mikið þrek að sinna öllum uppátækjun- um þannig að þegar maður gisti í Múla þá var maður varla lagstur á koddann þegar maður sofnaði. Fyrir ofan Múla var fjölmenn- ur Múlakampurinn og var mikill samgangur milli fólksins í Múla við fólkið sem þar bjó. Allir voru boðnir velkomnir í Múla þar sem gott hjartalag og gestrisni var í fyrirrúmi. Síminn í Múla var eini síminn á öllu svæðinu og með nánum samgangi og góðum kynnum við allt þetta fólk eign- aðist Siggi gríðarlega marga vini sem margir urðu einnig vinir okkar bræðra. Múli var nánast eins og herragarður þarna á svæðinu þar sem oft var mikill straumur af fólki. Æskuárin liðu og fyrr en varði var Siggi fermdur og var veislan ein eftirminnilegasta fermingar- veisla sem ég hef farið í. Allur ættleggurinn auk vina og vanda- manna mætti. Slíkur var fjöldinn af gestun- um að fólki var hleypt inn um suðurendann á sveitabænum og út um norðurendann þannig að gengi eitthvað að gefa öllu fólk- inu ríkulegar veitingar og kall- arnir staupuðu sig í hliðarher- bergjum. Þarna var slegið upp stórbrotinni fermingarveislu fyr- ir Sigga eins og best gerðist í sveitinni og var ekkert til sparað. Steina frænka sem var einn öfl- ugasti kvenskörungur úr Laug- ardalnum hafði sannarlega tekið til hendinni ásamt öðrum heim- ilismönnum í Múla. Þetta var veisla aldarinnar. Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð og óska frænda mínum og vini velfarnaðar. Sigurður Sigurðsson. Sigurður Garðarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.