Morgunblaðið - 23.11.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020
Íslenskmyndlist
25%Afsláttur afinnrömmuní nóvember
Vilt þú bóka ÞINN tíma
ramma@simnet.is
Síðumúla 34 • Sími 533 3331
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Ég fullyrði að þetta hefur ekkert
með persónur eða leikendur að
gera, við erum eingöngu að gera
leikreglur sem við getum unnið eftir
og skýrt þær betur,“ segir Einar
Birgir Kristjánsson, formaður laga-
nefndar Miðflokksins. Á aukalands-
þingi flokksins, sem fram fór fram á
laugardag, var lögum flokksins
breytt og embætti varaformanns
lagt niður. Vigdís Hauksdóttir,
borgarfulltrúi Miðflokksins í
Reykjavíkurborg, var ein í framboði
til varaformanns og hefur að eigin
sögn ekki í hyggju að bjóða sig fram
í stjórn flokksins
Vilja nútímavæða flokkinn
Lagabreytingarnar voru sam-
þykktar með 85% greiddra atkvæða
og fela þær m.a. í sér fjölgun stjórn-
arsæta innan flokksins, að sögn Ein-
ars. Var jafnframt ákveðið að þing-
flokksformaður verði talsmaður
stjórnar í forföllum formanns en
Gunnar Bragi Sveinsson gegnir því
hlutverki og hefur jafnframt setið
sem varaformaður fram til þessa.
„Stærsta breytingin í þessu er
fjölgun í stjórn og að veita fleirum
hlutverk innan flokksins. Við erum
að gera stjórnina skilvirkari og nú-
tímalegri, þar sem stjórnarmenn
gegna viðamiklum hlutverkum, eru
formenn stórra nefnda en bera ekki
bara titla,“ segir Einar.
Með þessu fetar flokkurinn sömu
leið og þingflokkur Pírata, sem er
jafnframt eini flokkurinn án vara-
formanns. „Í flestum stjórnmála-
flokkum er varaformaðurinn ekki
kosinn með það fyrir augum að
hann taki við af formanni,“ segir
Einar og bætir við að eðlilegt sé að
formaður þingflokks verði stað-
gengill formanns fram að lands-
þingi.
Aukin áhersla á landbúnað
Var samþykkt á þinginu að hver
stjórnarmaður færi með for-
mennsku nefndar sem ber ábyrgð á
ákveðnu sviði í starfi flokksins og
tengir flokksmenn við stjórn flokks-
ins. Markmið breytinganna er að ná
fram aukinni valddreifingu og
auknu vægi flokksmanna við
ákvarðanatöku um og í flokksstarfi.
Lagði aukalandsþing Miðflokks-
ins þunga áherslu á að efla land-
búnað og innlenda matvælafram-
leiðslu og var sagt að þar lægi eitt af
stærstu tækifærum þjóðarinnar til
framtíðar. Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins,
hefur nýverið mælt fyrir tillögu til
þingsályktunar þess efnis.
Að auki samþykkti aukalands-
þingið að stofnað yrði sérstakt ráðu-
neyti sem færi með málefni land-
búnaðar- og matvælaframleiðslu í
landinu. Þá yrði fylgt fast eftir ít-
arlegri skoðun á meintu misræmi
sem fram hefði komið um innflutn-
ing og tollamál landbúnaðarafurða.
Leggja niður
varaformanns-
embættið
Samþykkt á aukalandsþingi Mið-
flokksins Vigdís var ein í framboði
Ljósmynd/Lilja Jóhannsdóttir
Landsfundur Miðflokkurinn boðaði
til aukalandsfundar. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson í pontu.
Aukalandsþing
» Miðflokkurinn boðaði til
aukalandsþings um helgina.
» Breytingar voru gerðar á
innra skipulagi flokksins.
» Ákveðið var að leggja emb-
ætti varaformanns niður.
» Stjórnarmenn verða for-
menn tiltekinnna málaflokka.
» Þung áhersla á landbún-
aðar- og matvælaframleiðslu.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Helsta gagnrýni stjórnarandstöðu-
flokkanna hefur falist í því að rifja
upp margföldunartöfluna og reyna
að yfirbjóða aðgerðirnar,“ sagði Sig-
urður Ingi Jóhannsson, formaður
Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á
haustfundi miðstjórnar sem fram fór
rafrænt á laugardaginn. Sigurður
Ingi fór yfir aðgerðir ríksstjórnar-
innar í kjölfar kórónuveiru-
faraldursins ásamt því sem áunnist
hefur í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Hann sagði þetta ekki vera tíma yfir-
boða heldur þyrftu stjórnmálamenn
að sinna skyldum sínum gagnvart al-
menningi og koma með skynsamar
lausnir.
Kallaði eftir ábyrgð bankanna
Sigurður Ingi kallaði eftir ábyrgð
viðskiptabankanna í ræðu sinni og
sagði Seðlabankann hafa sent skýr
skilaboð með lækkun stýrivaxta.
„Vaxtahækkun bankanna er ekki
til þess fallin að hvetja til fjárfest-
inga – fjárfestinga sem þarf til að
komast út úr krísunni. Hvar liggur
þá ábyrgð bankanna?“ sagði hann.
Sigurður benti á að bankaskatturinn
hefði verið lækkaður hraðar en til
stóð.
„Ætlar einhver að græða og há-
marka hagnað sinn í krísu sem þess-
ari? Hér verða allir að koma að borð-
inu sem eru aflögufærir.[…]
Seðlabankinn hefur staðið við sitt,
ríkissjóður hefur sett fram aðgerðir
og stuðningslán verða framlengd.
Nú er komið að bönkunum að sýna á
spilin.“
Boðaði hækkun
endurgreiðsluhlutfalls
Sigurður sagðist sjá tækifæri í
kvikmyndagerð á Íslandi og telur að
rétt sé að hækka endurgreiðsluhlut-
fall vegna kvikmyndagerðar upp í
35% eins og er í löndum sem veita Ís-
landi samkeppni um verkefni.
„Það skref, í viðbót við metnaðar-
fulla kvikmyndastefnu sem Lilja
Dögg hefur lagt fram, myndi gera
kvikmyndagerðina enn öflugri at-
vinnuveg fyrir Ísland,“ sagði for-
maðurinn.
Aukin áhersla á
málefni eldri borgara
Þá sagði Sigurður að
flokkurinn þyrfti að hafa
svör fyrir þær kynslóðir sem
eru að eldast. „Hvort sem
það eru meiri for-
varnir og lýð-
heilsa, aukin
heimaþjónusta,
fjarheilbrigðis-
þjónusta og/
eða fleiri
hjúkrunar-
rými.“
Ljósmynd/skjáskot
Pallborð Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fór fram rafrænt eins og flestir fundir þessa dagana.
Sigurður Ingi sendi
bönkunum pillu
Formaður Framsóknar fór mikinn á miðstjórnarfundi
Haustfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins samþykkti til-
lögu vegna notkunar rafrænna
kosninga annars vegar og til-
lögu um boðun 36. flokksþings
Framsóknar 2021 hins vegar.
Í þeirri fyrri er lagt til að
Landsstjórn Framsóknar skipi
þriggja manna starfshóp til að
fara yfir og leggja fram tillögur
að breytingum á lögum flokks-
ins og framboðsreglum með
notkun rafrænna skilríkja í
huga.
Samkvæmt lögum Fram-
sóknarflokksins skal haust-
fundur miðstjórnar ákveða
hvenær skuli halda reglulegt
flokksþing sem sé eigi
sjaldnar en annað
hvert ár og skal að
jafnaði haldið fyrri
hluta árs. Boðað
hefur verið til
flokksþings í
Reykjavík 23.-25.
apríl 2021.
Huga að raf-
rænu þingi
RAFRÆN FUNDARHÖLD
Sigurður Ingi
Jóhannsson