Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til minningar
MYNDIR Íjólapakkann
Hinn 10. nóvember
2020 var kynnt skýrsl-
an „Samkeppnismat
OECD á íslenskri
ferðaþjónustu og bygg-
ingariðnaði“. Fyrir
liggur að ráðuneyti iðn-
aðar leitaði til OECD
en stofnunin hefur
unnið sambærilegar
skýrslur fyrir Mexíkó,
Portúgal, Grikkland,
Túnis og Rúmeníu.
Þessi lönd eiga sér býsna ólíkan bak-
grunn og menningu hvað varðar iðn-
ir og iðnmenntun og gildir það líka
um Ísland. Við lestur skýrslunnar
kemur upp í hugann hvort OECD sé
orðið útibú frá Viðskiptaráði Íslands.
Grunur vaknar um að OECD sendi
hingað fulltrúa sína til að grennslast
fyrir um óskir stjórnvalda, viðskipta-
ráðs og annarra sérhagsmunasam-
taka og skili svo skýrslu samkvæmt
þeim. Svo lík eru sjónarmið þeirra
hér heima, sem hafa lengi vegið að
iðnum og iðnmennt í landinu, helstu
niðurstöðum skýrsluhöfunda.
Hvað á skýrslan að fjalla um?
Tilgangur skýrslugerðarinnar
virðist eiga að vera samkeppnismat á
því regluverki sem gildir um bygg-
ingariðnað og ferðaþjónustu á Ís-
landi. Einhverra hluta vegna verður
skýrsluhöfundum OECD tíðrætt um
bakaraiðn í plagginu og vilja þeir af-
nema hana sem löggilta iðngrein.
Svo hrifið er OECD af iðninni að hún
er nefnd 26 sinnum í skýrslunni og
ljósmyndun 51 sinni. Öllum til upp-
lýsingar, og skýrsluhöfundum þar
með, er bakaraiðn elsta iðngrein
heims. Hún er hvorki
ferðaþjónustu- né
byggingargrein. Brauð
hefur um aldir verið
grunnnæring hjá sið-
menntuðum þjóðum og
nær saga bökunar allt
að 13.000 ár aftur í tím-
ann. Í öllu merkara riti
en OECD-skýrslunni,
nánar tiltekið Biblí-
unni, er brauð nefnt
mörg hundruð sinnum
á nafn.
Orð bera ábyrgð
Iðnaðarráðherra hefur sagt að 30
milljarðar króna, um 1% af þjóð-
arframleiðslu, lægju fastir í hagkerf-
inu vegna íþyngjandi regluverks
m.a. iðngreina. Mætti ekki snúa
þessu við? Hvað kostar fúskið, sem
fylgir afnámi löggildingar iðngreina?
Ráðherra sagði í fréttum RÚV: „Ég
geri ráð fyrir því að þeim muni
fækka og ég hef lagt á það áherslu að
vilja ekki fjölga þeim sérstaklega.
Við gerum ríkari kröfur, við notum
staðla, við erum með neytendavernd,
við erum með alls konar aðrar kröfur
í regluverkinu okkar sem hljóta á
einhverjum tímapunkti að koma í
staðinn fyrir lögverndun.“ Það er
einfaldlega þannig að sveinsprófin
og meistararéttindin eru skýrt
merki um fagmenntun og þau byggj-
ast á stöðlum til að tryggja að verk
séu fagmannlega unnin. Þau eru líka
til að auka neytendavernd og draga
úr hættu á mistökum. Er ekki ein-
faldara að hindra skaðann fremur en
bæta hann eftir á?
Farið með rangt mál
Því var haldið fram í fréttum RÚV
að Íslendingar lögvernduðu flestar
starfsgreinar allra Evrópuríkja. En
er það svo? Lögverndaðar greinar á
Íslandi eru 174 en 396 í Tékklandi og
374 í Póllandi. Hvernig er þetta í hin-
um Evrópuríkjunum sem OECD
gerði um sams konar skýrslu? Í
Portúgal eru 238 störf lögvernduð,
Grikklandi 153 og Rúmeníu 103. Að
Íslandi meðtöldu er miðgildið 167
lögvernduð störf. Við erum rétt fyrir
ofan meðaltal 28 ríkja Evrópusam-
bandsins þar sem fjöldi greina er
168. Hér er því farið með rangt og
villandi mál.
120 milljónir króna
Síðan í febrúar 2020 hafa iðn-
aðarmenn og m.a. fulltrúar ASÍ og
Neytendasamtakanna verið í starfs-
hópi á vegum ráðuneytisins um bætt
eftirlit með lögum um handiðnað.
Hafa iðnaðarmenn verið að fara á
vinnutíma til að aðstoða nefndina
launalaust. Á sama tíma fær OECD
greiddar himinháar upphæðir og 120
milljónum króna er eytt í að grafa
undan íslensku samfélagi og grunn-
stoðum þess.
Lögverndun er gæðatrygging
Undirritaðir hafa, í mörgum
blaðagreinum, bent á hvað megi
bæta varðandi iðngreinarnar á Ís-
landi og hve eftirlit og umgjörð þess-
ara greina sé á háu stigi í Þýska-
landi. Ráðherra ætti að spyrja sig
hvers vegna Þjóðverjar hafa ekki
bankað upp á hjá OECD og beðið um
skýrslu um samkeppnisumhverfi þar
í landi. Því er fljótsvarað. Þeir þurfa
þess ekki. Þeir þekkja sjálfir hætt-
una á afnámi laga um verndun og
kostnaðinn við fúsk vegna þessa.
Þeir eru nýbúnir að veita tólf iðn-
greinum aftur lögvernd eftir afnám
hennar. Á sama tíma koma íslenskir
aðilar fram með úreltar tillögur um
hið gagnstæða, studdar af erlendri
stofnun. Í skýrslunni er veist á mjög
óvæginn og illa ígrundaðan hátt að
kjölfestu verkmenntasamfélagsins
sem ekki er hægt að sitja þegjandi
undir. Telja má 100% öruggt að verði
lögverndun felld niður á iðngreinum
leiði það til lakari gæða og þjónustu,
það sýna erlendar rannsóknir. Það
getum við fullyrt án þess að rukka
fyrir það 120 milljónir króna.
Nú er nóg komið
Fyrir nokkrum árum kom út yfir-
litsskýrsla OECD um starfs-
menntun á Íslandi. Þar var skrifað
um einstaklega fjölbreytt og sterkt
iðnnámskerfi sem byði upp á mikla
möguleika. Verður við lestur henn-
ar ekki komist að annarri nið-
urstöðu en að núverandi skýrslu-
höfundar séu með snert af óráði.
Hvað hefur breyst? Hvers vegna
eru bakaraiðn og ljósmyndun, með
gott menntakerfi að baki, komnar á
eins konar svartan lista? Er það
vegna þess að fulltrúar greinanna
hafa verið virkastir við að benda yf-
irvöldum á brot á iðnaðarlögum?
Eru þetta launin fyrir að benda á
ólöglegan rekstur? Það er ekki rök-
rétt að hvetja ungt fólk til iðnnáms
þegar stjórnmálamenn hafa ekki
meiri skilning á atvinnulífinu, hags-
munum þjóðarinnar og framtíð
ungs fólks. Landsmenn eiga ekki að
sitja hljóðir ef stjórnvöld grafa und-
an aldagömlum iðngreinum. Til-
lögur og hugmyndir sem nú koma
t.d. frá viðskiptaráði og ráðuneyt-
inu, með stuðningi OECD, lýsa van-
trausti á iðnmenntun og grafa und-
an faglega mikilvægum
iðngreinum. Í raun ganga þær
þvert á fögur orð ráðamanna sem
tala sífellt um mikilvægi þess að
efla iðnnám. Við ítrekum að ríkir al-
mannahagsmunir eru fyrir því að
tryggt sé að ákveðin verk séu unnin
af fagmönnum og lögverndun varði
almannahagsmuni. Tillögurnar eru
gróf aðför að gæðum og fag-
mennsku í landinu og lögleiðing á
fúski.
Eftir Sigurð Má
Guðjónsson » Lögverndaðar grein-
ar á Íslandi eru 174
en 396 í Tékklandi og
374 í Póllandi.
Sigurður Már
Guðjónsson
Höfundur er iðnmeistari.
Lögleiðing á fúski?
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is