Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fleiri tilkynningar bárust barna- verndarnefndum á landinu í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynn- ingar. Þessar tilkynningar voru einnig vegna fleiri barna en áður og vörðuðu alls 1.038 börn. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnaverndarnefndum en stofan hefur tekið saman þessar upplýsingar í hverjum mánuði frá því veirufaraldurinn braust út. Tilkynningar til barnaverndar- nefnda vegna ofbeldis hafa síðustu mánuði verið yfir meðaltali saman- burðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst. Í október bárust 329 tilkynn- ingar varðandi ofbeldi og voru þær talsvert færri en í september. „Nú er staðan sú að á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa borist fleiri tilkynningar vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019,“ segir í um- fjöllun Barnaverndarstofu. Fjölgun vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu foreldris Tilkynningar um vanrækslu barna voru 559 í október og fjölgaði mikið frá mánuðunum á undan. Tilkynn- ingar um vanrækslu á umliðnum átta mánuðum hafa allan þann tíma verið yfir meðalfjölda slíkra tilkynninga á fyrri samanburðartímum. Frá ára- mótum til loka októbermánaðar hafa barnaverndarnefndum borist jafn margar tilkynningar vegna van- rækslu barna og allt árið í fyrra og eru þær einnig fleiri en bárust á ár- unum 2016, 2017 og 2018. Er sérstök athygli vakin á því að ekki hafa fleiri tilkynningar borist vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu foreldris, eða hvors tveggja, það sem af er þessu ári en í október síð- astliðnum. „Að auki hafa nú, á fyrstu 10 mánuðum ársins, borist fleiri tilkynningar vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldris en allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019,“ segir enn fremur í umfjölluninni. Nefndunum bárust fleiri tilkynning- ar frá lögreglu en áður eða 498 í októbermánuði. „Sérstakt áhyggjuefni“ „Eru þessar tölur, sem hér hefur verið greint frá, sérstakt áhyggju- efni sem ber að fylgjast nánar með,“ segir í greinargerð Barnaverndar- stofu um tilkynningarnar sem bár- ust barnaverndarnefndum í októ- bermánuði. 559 tilkynningar um vanrækslu  Október var metmánuður í fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda Tilkynningar til barnaverndarnefnda Fjöldi tilkynninga í sept. og okt. 2020 miðað við samanburðartímabil 1.500 1.200 900 600 300 0 Reykjavík Höfuðborgarsv. utan Reykjavíkur Landsbyggðin september október Heimild: Barnaverndarstofa 469 369 423 1.261 1.336 493 373 470 Meðaltal á mánuði á samanburðartímabilinu Hæsta gildi á samanburðartímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020 1.135 955 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hótel Grænahlíð, sem svo er kölluð, var vinsæll viðkomustaður sjófarenda í rysjóttri veðráttu síðustu daga. Ágætt skjól fyrir NA-áttinni er undir hlíðinni sem er við mynni Ísafjarðardjúps norðanvert. Vel þekkt er úr langri sögu að leitað sé vars á þessum slóðum og það breytist ekki. Rit- ur er yst í Grænu- hlíð og fyrir opnu hafi. Sjö togarar og bátar voru við hlíðina frá því að- faranótt miðviku- dags og fram á fimmtudaginn auk þess sem nokkrum var siglt í nálægar hafnir, svo sem inn á Ísafjörð. „Við vorum á leiðinni frá Siglufirði suður á bóginn á þriðjudagskvöldið og þá var komið leiðindaveður. Í mestu hviðunum fór vindurinn í allt að 26 metra á sekúndu. Þegar komið var fyr- ir Horn taldi ég nauðsynlegt að fara í var og renndi því að Grænuhlíðinni strax og við beygðum fyrir Ritur,“ seg- ir Vigfús Markússon, skipstjóri á línu- bátnum Valdimari GK. „Nei, það væsti ekki um okkur þarna. Hlíðin gefur skjól og við vorum á nánast sléttum sjó. Stundum komu reyndar vind- strengir niður hlíðina, jafnvel um 30 sekúndumetrar að styrk, en þeir rugg- uðu okkur lítið.“ Auk Valdimars GK voru undir Grænuhlíð togararnir Tómas Þor- valdsson GK, Vigri RE og Drangey SK svo nokkrir séu nefndir. Þessi skip eru nú aftur komin á miðin og í gær, föstudag, var Vigfús Markússon með sinni áhöfn á Brjálaðahrygg, sem er um 60 mílur vestur af Snæfellsnesi. Þar var þokkalegan og blandaðan afla að fá, en Vigfús taldi líklegt að sótt yrði á önnur mið ef ekki rættist betur úr. Báturinn á að koma inn til löndunar í Grindavík næsta miðvikudag, eftir að hafa lagt upp á Siglufirði í allt haust. Raunar hafa flestir línubátar landsins verið á miðunum fyrir norðan land í haust, en eru nú komnir á ný mið. Á Brjálaðahrygg frá Grænuhlíð  Flotinn leitaði vars í rysjóttri tíð  Beygt fyrir Ritur yst og nyrst í Ísafjarð- ardjúpi  Hviðurnar voru 30 m/sek.  Valdimar á veiðum út af Snæfellsnesi Ljósmynd/Vigfús Markússon Grænahlíð Éljaklakkar ganga yfir en nokkuð lygnt þó. Framundan er himinhá hlíðin, sem veitti gott skjól. Vigfús Markússon STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar. - Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf. KLETTAR SUMARHÚS Viltu lækkabyggingar- kostnað? Klettar sumarhús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt landmeð góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Verð frá kr. 8.373.120. - 65 fmgrunnhús + 35 fm svefnloft. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Lögreglan á Suðurlandi kannar til- drög andláts manns sem féll ofan í vök á fimmtudagskvöldið. Atvik þetta átti sér stað í skurði nærri bænum Hólum í Flóa, sem er skammt austan við Stokkseyri. Tilkynnt var um mann sem var fastur í skurði og kallaði eftir aðstoð. Lögregla, björgunarsveit og sjúkra- flutningamenn fóru á vettvang og náðu manninum upp, en þá var af honum dregið og hann missti með- vitund fljótlega. Tilraunir til endur- lífgunar báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn þegar komið var með hann á sjúkrahúsið á Selfossi. Hinn látni var Íslendingur, maður á sjötugsaldri. sbs@mbl.is Rannsaka tildrög slyss í Flóanum  Karlmaður sem lést var á sjötugsaldri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Björgunarsveitir Lögregla og björgunarsveitir fóru á vettvang. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikinn svip á uppgjör ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins. Tekjurnar voru rúmum 53 millj- örðum króna lægri en á sama tíma- bili á síðasta ári og útgjöldin voru rúmum 91 milljarði króna hærri, að- allega vegna stóraukins atvinnuleys- is og aðgerða sem því tengdust. Voru útgjöld ríkissjóðs vegna vinnumála og atvinnuleysis nærri 50 milljörðum króna hærri en á sama tímabili í fyrra eða sem nam 247%. Alls voru útgjöld ríkissjóðs 131 milljarði króna hærri en tekjurnar fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili á síðasta ári voru tekjurnar 14 milljörðum meiri en gjöldin. Halli án afkomu hlutdeildarfélaga á fyrstu níu mánuðum ársins nam 168 millj- örðum króna og segir fjármálaráðu- neytið að það sé í samræmi við vænt- ingar að teknu tilliti til áhrifa kórónuveirufaraldursins. Fram kemur á vef ráðuneytisins að fjárfestingar ríkisins á tímabilinu námu 30 milljörðum króna, 23 millj- örðum króna meira en á sama tíma- bili árið 2019. Þá segir ráðuneytið að fyrr á þessu ári hafi 18 milljarða framlag verið veitt í sérstakt fjár- festingarátak ríkisstjórnarinnar. Stærsti málaflokkurinn í fjárfesting- unum sé málefnasviðið samgöngur þar sem gert sé ráð fyrir 21 milljarðs króna fjárfestingum, sem sé hækkun um 6 milljarða króna frá fyrra ári. Mikill halli á ríkissjóði vegna kórónuveirunnar  Útgjöldin 131 milljarði meiri en tekjur fyrstu níu mánuði ársins Morgunblaðið/Golli Útgjöld Kórónuveiran hefur valdið ríkissjóði miklum búsifjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.