Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 8

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Kærleikskúlan Heil kúla af kærleik Með kaupum á Kærleikskúlunni styrkir þú börn og ungmenni með fötlun. kærleikskúlan.is Meðal þeirra sem tjáð hafa sigum niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsrétt- armálinu eru Gagnsæi, „samtök gegn spillingu“, sem vöknuðu af værum blundi til að segja að „þeir sem [bæru] ábyrgð á því að brjóta nið- ur traust á dóm- stólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almenn- ings“. Sem sagt að Sigríður, Alþingi allt, ríkisstjórnin, Hæstiréttur og forsetinn eigi ekki aðeins að segja af sér, heldur aldrei framar að gefa sig að trún- aðarstörfum fyrir þjóðina!    Gagnsæi minntist ekki á þáskrýtnu aðferð MDE, að efist menn um að Róbert Spanó dóm- ari dæmi rétt og áfrýi, þá er það Róbert Spanó háyfirdómari sem um fjallar. En kannski varla við að búast frá Gagnsæi, sem fer margt betur en gagnsæi. Á heimasíðunni hjá þeim má sjá árs- reikninga, engan þó nýrri en frá 2018. Af þeim má þó sjá að fé- lagsgjöldin hröpuðu úr tæpri hálfri milljón niður í 13.000 kr. árið 2018, sem þýðir að í félaginu hafa verið 2,6 félagar. Sömuleiðis má lesa að félagið hefur fengið fjárstyrki, en ekki orð um frá hverjum.    En hver þarf að vera hissa áþví? Gagnsæi eru lítið annað en enn ein sýndarsamtök vinstri- manna til þess að koma áróðri á framfæri við fjölmiðla. Jón Ólafs- son heimspekingur hefur verið potturinn og pannan í þeim, en þar eru líka í forystu fyrrverandi þingmenn og borgarfulltrúar vinstri flokkanna. Jón Ólafsson Svo gagnsæis sé gætt STAKSTEINAR Róbert Spanó Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jó- hannesson, sendi nýverið bréf til for- ráðamanna Kaupfélags Skagfirðinga (KS) til þess að þakka fyrir þær höfðinglegu matargjafir sem kaup- félagið og dótturfyrirtæki þess hafa komið til Fjölskylduhjálpar Íslands svo ekki skorti mat á neitt borð nú í kringum hátíðarnar. Greint var frá þessu í héraðs- fréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki, en í bréfinu, sem barst þeim Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni kaupfélags- stjóra, þakkar forsetinn myndar- skap og samhug í aðdraganda jóla á erfiðum tímum þegar þrengingar eru á mörgum heimilum. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins. Í þakkarbréfi Guðna forseta til Kaupfélags Skagfirðinga segir að í samfélagi okkar finnist þeir því mið- ur ætíð sem þurfa á aðstoð að halda og farsóttin valdi því að enn hafi fjölgað í þeim hópi. „Enginn á að þurfa að þola matarskort í þessu landi. Rausnarleg gjöf kaupfélags- ins, sem kynnt var nýlega, mun víða skipta sköpum. Fólk mun fá notið heilnæms fæðis, kjöts, fisks og mjólkurvöru. Ég veit að upp til hópa kunna Íslendingar vel að meta rausn af þessu tagi.“ Forseti þakkar fyrir matargjöfina  Sendir Kaupfélagi Skagfirðinga jóla- kveðju  Þakkar myndarskap og samhug Þakkarbréf forseta til Kaupfélags Skagfirðinga og starfsmanna þess. Yfirskattanefnd telur að tollgæslu- stjóri hafi ekki aflað nægjanlegra upplýsinga áður en úrskurður var kveðinn upp um tollskyldu inn- fluttrar höggmyndar. Felldi nefndin úrskurðinn úr gildi og lagði fyrir tollgæslustjóra að taka málið til nýrrar meðferðar. Undanþága er frá greiðslu virð- isaukaskatts listaverks þegar það er flutt inn af listamanninum sjálfum. Ágreiningurinn í þessu máli snýst um hvort svo hafi verið. Eigandi höggmyndarinnar keypti hana í galleríi og flutti inn frá Frakklandi á síðasta ári. Tollgæslu- stjóri taldi hana því ekki falla undir undanþáguákvæðið og greiddi kaup- andinn aðflutningsgjöldin með fyr- irvara. Að svo búnu mótmælti hann álagningunni með kæru til tollstjóra. Fullyrti hann að þótt listaverkið væri keypt fyrir milligöngu listmunasala væri í raun verið að kaupa það af listamanninum sjálfum enda væri það fyrsta sala verksins. Lagði hann fram staðfestingu þess efnis. Tollstjóri hafnaði kröfunni á þeim forsendum að listaverkið væri ekki flutt inn af listamanninum sjálf- um og gallerí væri seljandi þess. Við rekstur málsins fyrir yfir- skattanefnd viðurkenndu toll- yfirvöld að ekki væri útilokað að sal- an hefði verið á milli listamannsins og kaupandans, fyrir tilstuðlan milli- gönguaðila og biðluðu til kæranda að skila inn nauðsynlegum gögnum um það. Yfirskattanefnd bendir á að toll- yfirvöldum beri að sjá til þess að málið sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Var lagt fyrir tollgæslustjóra að taka það til nýrr- ar meðferðar. helgi@mbl.is Hver var raunveru- legur seljandi?  Tollur af listaverki ræðst af því hver flutti það til landsins Morgunblaðið/Ómar Höggmynd Listaverkið var flutt frá Frakklandi. Myndin er úr safni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.