Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 hvað til. Ég þurfti stöðugt að sjá einhverja afurð í höndunum. Ég hef því verið að þessu alla ævi, en Salka hefur bara verið að prjóna undanfarið eitt ár,“ segir Sjöfn og Salka Sól bætir við að hún hafi prjónað fyrstu peysuna sína undir handleiðslu Sjafnar. „Fyrst prjónaði ég eingöngu barnapeysur því ég hafði ekki þol- inmæði í að prjóna stærri flíkur, en svo var ég svo snögg að læra að ég færði mig yfir í fullorðins. Mér finnst ótrúlega stutt síðan ég var að spyrja Sjöfn um jafn einfaldan hlut og hvernig ég ætti að fella af. Ég var svo æst í að læra og hún svo æst í að kenna mér, þannig að þetta var fullkomið. Ég held að ég hefði aldrei náð svona miklum árangri í prjóna- skap nema af því hún hjálpaði mér í gegnum þetta. Mamma hefur þakkað Sjöfn heilshug- ar fyrir að hafa kveikt prjónaáhuga hjá mér, bæði með Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar tveir einstaklingarhittast með svona mikinndrifkraft, þá er alvegótrúlegt hvað getur gerst. Við höfum ekki þekkst nema í rúm- lega ár en samt erum við búnar að gefa út prjónabók,“ segja þær Salka Sól Eyfeld og Sjöfn Krist- jánsdóttir sem sendu nýlega frá sér bókina Una prjónabók, með prjóna- uppskriftum á mannamáli, fyrir byrjendur og reynslubolta. „Allt á þetta upphaf sitt í því að ég byrjaði að prjóna í minni óléttu, án þess að kunna neitt en ég prjónaði upp- skriftir frá Sjöfn sem hún selur á stroff.is, af því þær voru vel út- skýrðar og ég skildi þær. Ég var að deila því sem ég prjónaði á sam- félagsmiðlum og Sjöfn hafði þá samband við mig og við fórum að spjalla. Þegar ég spurði hana einn daginn hvar hún fengi sínar fallegu tölur, þá kom hún bara til mín með tölur. Þá sáum við hvor aðra í fyrsta skipti og ég áttaði mig á að ég hafði verið að tala við unga skvísu,“ segir Salka Sól og hlær. „Í framhaldi af því fórum við að hittast á kaffihúsi og prjóna saman. Þetta gerðist allt mjög hratt en við bósktaflega smullum saman.“ Prjónaði á bangsa sína Salka Sól og Sjöfn eru með ólíkan bakgrunn í prjónareynslu. „Ég hef verið að prjóna alveg frá því ég var 12 ára. Ég prjónaði föt á bangsana mína þegar ég var krakki og ég var alltaf að búa eitt- aðgengilegum upp- skriftum og með því að kenna mér nýja og nýja tækni. Nú er ég óstöðv- andi.“ Sjöfn segir að þær nái svo vel saman af því þær séu báðar mög drífandi og með frjóa kolla. „Ég hef aldrei hitt manneskju sem er jafn æst og ég í þessu, við förum alveg á flug saman,“ segir hún og Salka Sól bætir við að bókin hafi einmitt orðið til í öllum þessum æsingi. „Upprunalega átti þetta að vera ein stelpupeysa sem heitir Una í höfuðið á dóttur minni, það var það fyrsta sem við sköpuðum saman. Þetta vatt upp á sig og eitt- hvað sem átti að vera ein prjónaflík endaði í heilli prjónalínu, sem end- aði svo í miklu fleiri uppskriftum sem urðu að prjónabók. Við vorum alltaf að bæta við og núna er þetta orðin 160 blaðsíðna bók. Við æsum hvor aðra sannarlega upp í þessu.“ Dýpri merking í prjónagjöf Þær segjast vona að bókin kveiki áhuga hjá sem flestum sem langar að byrja að prjóna, og að fólk mikli það ekki fyrir sér heldur láti vaða. „Ef áhuginn er fyrir hendi þá kemst maður ansi langt, ég er gott dæmi um það. Fyrir mér voru prjó- naflíkur hér áður pínu hallærislegar og eitthvað sem klæjaði undan, en þegar ég datt inn í þennan heim þá uppgötvaði ég að þetta er annað og meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Möguleikarnir eru svo miklu meiri en ég hélt, það er hægt að gera svo margt með prjónaskap. Mig langar að vekja áhuga hjá fleirum, en þar fyrir utan er svo margt jákvætt í þessu. Það er um- hverfisvænt að prjóna flíkur á sig og sína og þetta er gott innlegg í allri þeirri neysluhyggju sem tröll- ríður samfélaginu okkar. Það er gott mótvægi að gefa sér góðan tíma í að búa til hverja flík, vanda sig við að skapa hana, eiga hana lengi og nota hana á fleiri en eitt barn. Láta hana ganga áfram. Verknaðurinn að prjóna og allt í kring er mikil núvitund,“ segir Salka Sól og bætir við að yndislegt sé að fá heimaprjónaða jólagjöf, eitthvað sem einhver sat og eyddi mörgum klukkutímum í að búa til. „Þannig fær gjöfin annað og dýpra gildi, maður hefur kannski gert tuttugu þúsund lykkjur í einni peysu og hnýtt óteljandi hnúta. Mér finnst mjög falleg gjöf að gefa alla þá vinnu.“ Stroff óx og dafnaði skjótt Bókin þeirra geymir ekki að- eins uppskriftir að barnaflíkun, heldur líka fyrir fullorðna og hunda. „Eiginlega er allur skalinn í þessari bók, líka fylgihlutir, húfur, vettlingar, sokkar og fleira, enda var það markmiðið að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Þótt bókin heiti Una og upphaflega hafi þetta verið svolítið stelpuleg prjó- nalína, þá bjóðum við til dæmis upp á það í uppskriftunum að sleppa pífunni og þá er flíkin orðin miklu gauralegri.“ Þær leggja líka mikið upp úr einfaldleikanum, að uppskriftirnar séu ekki of flóknar, þær séu á mannamáli og lítið um óskiljanlegar skammstafanir. „Í bókinni okkar höfum við frelsi til að útskýra vel hverja og eina uppskrift og láta hana taka eins mikið pláss og við viljum. Það er frábært frelsi sem felst í að gefa út sína eigin prjónabók,“ segir Sjöfn en hún og maðurinn hennar stofnuðu saman fyrirtækið Stroff.is fyrir þremur árum. „Þetta átti bara að vera áhuga- mál, en rétt eins og með Unu prjónalínuna, þá vatt það upp á sig. Á stroff.is sel ég stakar uppskriftir eftir mig og það hefur verið rosa- lega vinsælt. Nú er Stroff orðin heil prjónabúð í Skipholti. Þetta var langþráður draumur. Stundum verða þeir að veruleika. Núna vinn ég við það sem ég elska að gera,“ segir Sjöfn og bætir við að þær vin- konurnar sé strax farnar að huga að næstu bók. Notalegt og fallegt Örlítið brot af þeim mörgu flíkum sem uppskriftir eru að í prjónabók vinkvennanna. Við æsum hvor aðra upp í þessu Upphaf vinskapar getur verið með mörgum hætti. Salka Sól og Sjöfn kynntust í gegnum prjónaskap og smullu saman. „Ég hef aldrei hitt manneskju sem er jafn æst og ég í þessu, við förum alveg á flug saman,“ segir Sjöfn, en þær sendu frá sér prjónabók nýlega. Morgunblaðið/Kristinn MagnússonSalka og Sjöfn Saman í prjónaverslun Sjafnar, Stroff, þar sem hefur verið brjálað að gera undanfarið. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is Sjóvá Almennar óskar eftir að taka á leigu sumarhús á Vesturlandi, ætlað starfsfólki fyrirtækisins. Um er að ræða tímabundna leigu í allt að tvö ár. Skilyrði fyrir leigu: Sumarhús á Vesturlandi. Svefnherbergi a.m.k. 3. Æskilegt að að heitur pottur sé til staðar og að eignin sé snyrtileg og vel með farin. Kostur ef húsgögn fylgja með. Óskum eftir sumarhúsi til leigu Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Hákon í síma 898-9396 eða á netfanginu hakon@valfell.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.