Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík
Ýmsar stærðir kælikerfa
í allar stærðir sendi- og
flutningabíla, fyrir kældar
og frystar vörur. Vottuð
kerfi fyrir lyfjaflutninga.
Við ráðleggjum þér með
stærð og gerð búnaðarins
eftir því sem hentar
aðstæðum hverju sinni.
ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING
FÆRANLEG KÆLITÆKI
Í SENDIBÍLA
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á svæði í miðbæ Eskifjarðar, sem
gert er ráð fyrir að verði byggt upp
á næstu árum, er meðal annars
hægt að gera ráð fyrir útisvæði,
torgi, verslun og þjónustu ásamt
íbúðabyggð. Unnið er að nú að und-
irbúningi vinnu við deiliskipulag og
var leitað eftir þátttöku íbúa á þessu
stigi málsins. Þó nokkuð af hug-
myndum hefur borist, en einnig
hafa verið talsverðar umræður á
samfélagsmiðlum um skipulagið.
Mikilvægt í bæjarmyndinni
Miðað var við að hugmyndum
yrði skilað fyrir síðustu mánaðamót,
en Jón Björn Hákonarson, bæjar-
stjóri í Fjarðabyggð, segir að íbúar
og hagsmunaaðilar muni áfram hafa
möguleika á aðkomu þegar formleg
skipulagsgerð hefst sem byggja
mun meðal annars á þeim hug-
myndum sem inn koma núna. Eðli-
legt hafi þótt að kalla eftir sjón-
armiðum fólks og hugmyndum um
þetta mikilvæga svæði í bæjar-
myndinni og gera það við undirbún-
ing skipulagsvinnunnar til að ein-
falda ferlið.
Á svæðinu eru frystihús Eskju og
frystiklefi og er gert ráð fyrir að
þau mannvirki verði rifin, en þegar
er búið að rífa verbúðir sem stóðu
innst á svæðinu. Fjarðabyggð eign-
aðist þessi hús í fyrra með maka-
skiptum við Eskju á lóðum og ann-
arri eign. Aðstaða fyrirtækisins
hefur verið flutt innar í bæinn og þar
eru m.a. fullkomið uppsjávarfrysti-
hús, fiskimjölsverksmiðja og skrif-
stofur og unnið er að stækkun á
hafnaraðstöðu. Áætlað er að heild-
arkostnaður Fjarðabyggðarhafna
við þá stækkun verði um einn millj-
arður króna og eru verklok áætluð á
vormánuðum 2022.
Reiknað er með að viðlegukantur
neðan við frystihúsið í miðbænum
verði áfram hluti af bæjarmyndinni
og til notkunar fyrir skip og báta.
Ofan Strandgötu er Gamla-Búð,
sem verið hefur hluti af Sjóminja-
safni Austurlands frá 1981. Húsið er
byggt 1816 og friðað í A-flokki af
menntamálaráðherra 20. desember
1982. Húsið var byggt sem versl-
unarhús af Verslunarfélaginu Örum
& Wulff. Endurbygging hússins
hófst 1968 og var það þá flutt ofar í
lóðina til að rýma fyrir vegafram-
kvæmdum. Árið 1983 lauk endur-
byggingu og húsið var opnað al-
menningi.
Gamla-Búð hugsanlega flutt
Jón Björn segir að þeir sem voru í
fararbroddi við endurbyggingu
hússins hafi verið talsmenn þess að
Gamla-Búð yrði flutt utar í bæinn
þar sem eru eldri hús, bryggjur og
gömul sjóhús og það sé til skoðunar
nú í tengslum við skipulagið. Eðli-
lega séu skiptar skoðanir um það
sem vert sé að hlusta eftir.
Gamla skrifstofubygging Eskju
stendur einnig ofan við Strandgötu
og segir Jón Björn að bærinn sé að
skoða framtíðarnotkun á því húsi.
Þar fyrir ofan er grænt svæði þar
sem áður var m.a. vélaverkstæði.
Þar var fyrirhugað að reisa íbúðir
fyrir eldri borgara í byrjun ald-
arinnar, en ekkert varð af þeim
áformum. Efst á skipulagssvæðinu
eru tvö íbúðarhús og eru engar
breytingar fyrirhugaðar á þeim.
Íbúðir, útisvæði og
torg í stað frystihúsa
Unnið er að nýju deiliskipulagi í miðbæ Eskifjarðar
Ljósmynd/Gungör Tamzok
Eskifjörður Unnið við að rífa verbúðirnar við gamla hraðfrystihúsið.
Eskifjörður – deiliskipulag
Umhverfi snefnd Fjarðabyggðar leitar eftir
þátttöku íbúa við gerð deiliskipulagsins
Eskifjörður-Útkaupstaður
Svæðið er neðan Túngötu,
milli Grjótár og Útkaup-
staðarbrautar og til sjávar
milli Strandgötu 42 og 44
Strandgata
Túngata