Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fríverslunarviðræður Breta og Evr-
ópusambandsins voru sagðar í upp-
námi í gær eftir að samningamenn
Evrópusambandsins lögðu fram nýj-
ar kröfur á hendur Bretum varðandi
fiskveiðiréttindi og reglur um ríkis-
aðstoð. Kröfurnar eru sagðar runnar
undan rifjum Emmanuels Macrons
Frakklandsforseta, sem vilji ekki
baka sér óvinsældir franskra sjó-
manna í aðdraganda frönsku forseta-
kosninganna árið 2022.
Stefnt er að því að viðræðunum
ljúki í síðasta lagi á mánudag, en
heimildarmenn Daily Telegraph úr
breska stjórnkerfinu sögðu að hinar
nýju kröfur Frakka hefðu í raun
eyðilagt allan árangur viðræðna
fimmtudagsins, þar sem Bretar
höfðu fallist á lengri umþóttunartíma
fyrir aðildarríki ESB varðandi að-
gang að fiskimiðum Bretlands.
Ýmis forysturíki Evrópusam-
bandsins höfðu hins vegar í vikunni
viðrað efasemdir sínar um samninga-
tækni Michels Barniers, aðalsamn-
ingamanns sambandsins, og hótuðu
frönsku stjórnvöld í gær að þau
myndu beita neitunarvaldi sínu á
samkomulagið. Sagði Clement
Beaune, Evrópumálaráðherra
Frakklands, í útvarpsviðtali að
Frakkar myndu ekki samþykkja
hvaða niðurstöðu sem er, og að hvert
aðildarríki sambandsins hefði sama
rétt til að beita neitunarvaldi sínu.
Óttast að Barnier gefi eftir
Samkvæmt heimildum AFP-
fréttastofunnar frá höfuðstöðvum
Evrópusambandsins voru stjórnvöld
í Belgíu, Hollandi, Spáni og Dan-
mörku einnig hrædd um að Barnier
myndi gefa of mikið eftir af kröfum
sambandsins til þess að landa samn-
ingum.
Þá óttast sömu ríki að Þjóðverjar,
sem nú fara með forystu innan sam-
bandsins, séu of viljugir til þess að ná
samkomulagi við Breta til þess að
koma í veg fyrir þann skaða sem
samningsleysi fyrir áramót gæti
valdið.
Steffen Seibert, talsmaður Angelu
Merkel Þýskalandskanslara, reyndi
að slá á þann ótta í gær, en hann
sagði að Evrópusambandið væri
reiðubúið til að semja við Breta, en að
ekki yrði ritað undir hvað sem er.
„Það er ljóst að það eru rauðar línur,
en það er alltaf hægt að gera mála-
miðlanir,“ sagði Seibert.
Kallar eftir samheldni
Charles Michel, forseti leiðtoga-
ráðs Evrópusambandsins, kallaði eft-
ir samheldni aðildarríkjanna. Sagði
hann að ríkin yrðu að styðja við bakið
á Barnier „fram að síðustu mínútu og
síðustu sekúndu ferlisins“.
Talsmaður Boris Johnsons, for-
sætisráðherra Bretlands, varaði hins
vegar við því í gær að Bretar myndu
heldur ekki samþykkja samning sem
virti ekki þeirra „rauðu strik,“ það er
að fullveldi Bretlands yrði virt.
Þá greindi forsætisráðuneytið frá
því að umdeilt frumvarp yrði aftur
lagt fyrir breska þingið í næstu viku,
en ákvæði þess brjóta gegn sam-
komulaginu um útgöngu Breta sem
samþykkt var í fyrra.
Frakkar hóta að beita neitunarvaldi
Lokastig Brexit-viðræðnanna í uppnámi eftir að ESB lagði fram nýjar kröfur á síðustu stundu
Sum aðildarríkin óttast að Barnier muni gefa of mikið eftir Stefnt að viðræðulokum á mánudaginn
AFP
Brexit Kvöldsólin slær bjarma á breska þinghúsið í Lundúnaborg.
Desember er jafnan hlýrri við Miðjarðarhafið en
hér á landi, en veðurfarið jafnast þó engan veg-
borginni Nice, sem er jafnan talin ein helsta
perlan á frönsku Rívíerunni, en var í gær.
inn á við það sem tíðkast á sumrin. Það hefur
allavega oft verið hlýlegra um að litast í hafnar-
AFP
Þrútið var loft og þungur sjór á Rívíerunni
Stjórnvöld í Danmörku tilkynntu í
gær að þau hygðust hætta allri olíu-
borun og -leit í Norðursjó fyrir árið
2050. Danir eru nú stærsti olíu-
framleiðandi Evrópusambandsins,
en þeir framleiða um 100.000 olíu-
tunnur á dag. Er það þó nokkru
minna en framleiðsla Norðmanna,
sem er um 1,4 milljónir tunna á dag,
og Breta, sem framleiða um milljón
tunnur á dag.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
kemur fram að Danmörk verði með
þessari ákvörðun stærsta olíu-
framleiðsluríki heims, sem hafi sett
sér fast markmið um að hætta allri
framleiðslu fyrir ákveðinn tíma.
Dan Jørgensen, orkumálaráð-
herra Danmerkur, sagði að með því
vildu Danir binda enda á notkun
jarðefnaeldsneytis og stuðla að kol-
efnisjöfnun fyrir árið 2050.
Greenpeace-samtökin í Dan-
mörku fögnuðu ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar og sögðu hana senda
skýr skilaboð til umheimsins um að
heimurinn gæti og ætti að stefna að
því að uppfylla skilmála Parísar-
samkomulagsins.
Hætta olíu-
borun og
-leit 2050
Greenpeace fagn-
ar ákvörðun Dana
Enn er vöxtur í seinni bylgju kór-
ónuveirufaraldursins og hafa nú
fleiri en 65 milljónir manna smitast
af veirunni á því rúma ári sem liðið
er frá því að hún skaut upp kollinum.
Þá hafa fleiri en 1,5 milljón dauðsföll
verið skráð af völdum faraldursins.
Ríki heimsins hafa mörg hver hert á
reglum sínum síðustu daga, á sama
tíma og þau undirbúa víðtækar bólu-
setningarherferðir.
Bandaríkin eru sem fyrr í brenni-
depli faraldursins, en þar var greint
frá rúmlega 210.000 nýjum tilfellum í
gær, en það er hið langmesta sem
sést hefur á einum sólarhring. Þá
létust 2.875 Bandaríkjamenn af völd-
um veirunnar í fyrradag og er það
mestur fjöldi dauðsfalla á einum degi
þar í landi frá upphafi.
Joe Biden, verðandi Bandaríkja-
forseti, sagði í samtali við CNN-
fréttastöðina í fyrrinótt að hann
myndi biðja Bandaríkjamenn um að
ganga með andlitsgrímur fyrstu 100
dagana sem hann situr í embætti, en
hefð er fyrir því í bandarískum
stjórnmálum að horfa til þeirra sem
nokkurs konar hveitibrauðsdaga
hvers forseta. „Ég mun biðja al-
menning um að hylja andlit sín í
hundrað daga. Bara í hundrað daga,
ekki að eilífu.“
Bandaríkjaforseti hefur ekki
formleg völd til þess að koma á
grímuskyldu, heldur er það á forræði
hvers og eins ríkis. Biden sagði hins
vegar að hann vildi leiða með góðu
fordæmi, og verður grímuskyldu því
komið á í öllum alríkisbyggingum.
Þá greindi Biden einnig frá því í
fyrrinótt að hann hefði beðið
Anthony Fauci, sem leitt hefur sótt-
varnastarf Bandaríkjanna, um að
halda áfram störfum sínum eftir
stjórnarskiptin í janúar.
Dauðsföll aldrei fleiri
Fólk gangi með
grímu fyrstu 100
daga Bidens
AFP
Kórónuveiran Biden hefur kallað
eftir grímunotkun í nokkurn tíma.Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið