Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Nú hefur Mann- réttindadómstóll Evr- ópu (MDE) lokið dómi á málið sem þar hefur verið til með- ferðar í tilefni af skipun dómara í Landsrétt. Sú furðu- lega niðurstaða hefur orðið ofan á hjá dóm- stólnum, að dómurinn sem dæmdi hér á landi í máli kærand- ans hafi ekki verið réttilega skip- aður til að kröfu 6. gr. mannrétt- indasáttmálans teldist fullnægt. Þessi niðurstaða er að mínum dómi alveg fráleit og felur ekkert annað í sér en afskipti eða inngrip í fullveldisrétt Íslands. Lítum á málið: Farið var eftir íslenskum laga- reglum við skipun dómarans í embætti. Ráðherra lagði tillögu sína um skipun 15 dómara í Landsrétt fyrir Alþingi, eins og henni bar að gera samkvæmt þeim lagareglum sem um þetta giltu. Þeir höfðu allir verið metnir hæf- ir til að gegna þessum embættum. Hvergi var kveðið á um neina skyldu ráðherrans til að gera tillögu um einhver tiltekin dóm- araefni. Fyrir lá nið- urröðun dómnefndar á umsækjendum í ex- celskjalinu fræga, sem er líklega vitlaus- asta matsgerð sem þekkst hefur í málum af þessu tagi (hér má vísa til greinar minnar „Stórisannleikur“ sem birtist í Mbl. 10. janúar 2018). Hvergi var kveðið á um að tillögur ráðherrans skyldu fara eftir þeirri uppröðun. Alþingi samþykkti tillögu ráð- herra. Hver og einn alþingismaður hefði getað óskað eftir að atkvæði yrðu greidd um hvert dómaraefni sérstaklega. Enginn gerði slíka kröfu og voru atkvæði greidd um alla í einu, eins og heimilt var samkvæmt lögum um þingsköp. Forseti Íslands staðfesti af- greiðslu Alþingis að sérstaklega athuguðu máli. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að dómarinn væri rétti- lega kominn í embætti. Það er eins og MDE hafi verið að leita að tilbúnum ástæðum til að finna eitthvað athugavert við skipun þessa dómara í embætti. Manni gæti helst dottið í hug að einhver dómaranna við réttinn hafi þekkt kæranda eða lögmann hans, ef maður vissi ekki að sjón- armið af þessu tagi koma auðvitað ekki til greina hjá svona virðulegri stofnun eins og dómstóllinn er. Talið var að ráðherra hefði brotið gegn rannsóknarreglu. Hvað ætli hann hafi átt að rannsaka? Um- sækjendur um embættið höfðu all- ir skilað umsóknum með ítarlegri lýsingu á verðleikum sínum og gögnum þeim til stuðnings. Ráð- herra hafði þessi gögn undir hönd- um. Var verið að efast um að hann hefði lesið umsóknirnar? Var svo eitthvað formlega at- hugavert við að greiða atkvæði um alla 15 í einu lagi fyrst enginn al- þingismanna mótmælti þeim hætti? Hvaða vitleysa er þetta? Er ekki augljóst að þetta eru tylli- ástæður sem engu vatni halda? Svo bætist það við að þetta mál snerist um meðferð á broti á um- ferðarlögum, þar sem sakborning- urinn hafði játað sök. Voru reglur um hlutlausa meðferð máls brotn- ar með því að refsiákvörðunin var ákveðin af þrautreyndum af- bragðsdómara með áratuga langa starfsreynslu? Þegar dómstóllinn ytra kemst að svona niðurstöðu er hann að brjóta freklega gegn fullveldi Ís- lands. Þessi erlenda stofnun hefur engan afskiptarétt af efni ís- lenskra lagareglna um skipun dómara, svo lengi sem í þeim reglum felst ekki í sjálfum sér beint brot á réttindum sakborn- ings, til dæmis með því að láta verjanda hans eða eiginkonu dæma. Svo er eins og hjartað sígi ofan í buxur hjá flestum Íslendingum þegar þessi erlendu fyrirmenni hafa sent frá sér valdskotna ákvörðun sína sem enga stoð hef- ur í lögskiptum okkar við þá. Í stað þess að velta vöngum yfir því hvernig bregðast skuli við of- beldinu með undirgefnum ráð- stöfunum ættu landsmenn að hvetja forráðamenn þjóðarinnar til að mótmæla þessari aðför há- stöfum og gera grein fyrir því, sem augljóst ætti að vera, að við lútum ekki ríkisvaldi úr höndum þessarar stofnunar á borð við það sem nú var að okkur rétt. Sjálf- stætt og fullvalda ríki lætur ekki bjóða sér slíkt. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Svo er eins og hjart- að sígi ofan í buxur hjá flestum Íslend- ingum þegar þessir er- lendu dómarar hafa sent frá sér valdskotna ákvörðun sína sem enga stoð hefur í lögskiptum okkar við þá. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Með hjartað í buxunum Stór skref eru tekin til að standa vörð um fjölskyldur og fyrir- tæki í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021. Við stöndum nú í einu dýpsta sam- dráttarskeiði hagsög- unnar, atvinnuleysi fer vaxandi og veturinn verður erfiður fyrir marga. Í áætlun til næstu ára þarf að tak- ast á við minni tekjur borgarinnar og vaxandi útgjöld. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa viðspyrnu vegna tekjufalls borgarinnar. Viðspyrnan verður ekki hafin með stórfelldum nið- urskurði. Skattar í Reykjavík verða ekki hækkaðir, enda er það ekki stefna Viðreisnar. Við ætlum hins vegar að lækka álögur á atvinnu- húsnæði. Skýr forgangsröðun fjárfestinga Auk fjárhagsáætlunar lagði meirihlutinn í borgarstjórn nú í fyrsta sinn fram fjármálastefnu til 10 ára og sóknar- áætlun borgarinnar, Græna planið. Þar kemur skýrt fram hvernig Reykjavík ætlar að takast á við vaxandi atvinnuleysi, stíga upp úr efnahags- samdrætti og styðja við borgarbúa á erf- iðum tímum. Við ætlum að sýna skynsemi í fjárfest- ingum og forgangs- raða í þágu aðgerða sem munu spara borg- arsjóði fé til langs tíma eða flýta nauðsynlegum fjárfestingum. Við ætlum ekki að spara í viðhaldi eins og gert var eftir hrunið. Við ætlum að reisa skóla, íþróttahús, ný hverfi og grænt umhverfi. Græna planið er langtímaáætlun um efnahagslega endurreisn borg- arinnar og þau stóru grænu skref sem við ætlum að taka til sóknar með því að beina fjárfestingu í verkefni sem vinna gegn loftslags- áhrifum. Þessar meginlínur eru skynsamleg fjármálastjórn á erf- iðum tímum. Efnahagslífið þarf inn- spýtingu, og borgin mun ekki láta sitt eftir liggja. Við setjum okkur fjármálaramma Alþingi hefur um stund lagt til hliðar reglur um fjármálastjórn sveitarfélaga, bæði um skulda- viðmið og jafnvægisviðmið svo að sveitarfélög eigi auðveldara með að bregðast við efnahagsástandinu með auknum lántökum. Við þessar aðstæður gæti komið upp freistnivandi um að ganga lengra í skuldsetningu en þörf er á og sleppa tökunum á fjármálastjórn málaflokka sem þurfa að glíma við einstakar aðstæður. Þetta ætlum við ekki að gera og höfum því sjálf lagt fram okkar ramma til að halda uppi merkjum agaðrar fjármála- stjórnunar á erfiðum tímum, með viðmiðum um skuldir samstæðu og A-hluta. Við hagræðum Við gerum enn hagræðingarkröfu á svið borgarinnar. Flestir mála- flokkar þurfa að hagræða í rekstri um eitt prósent en stærstu mála- flokkarnir tveir, það er að segja vel- ferð og skólamál, sem þurfa nú að takast á við stærri og erfiðari verk- efni vegna samdráttarins, munu hagræða um hálft prósent. Þessi hagræðingarkrafa verður endur- skoðuð árlega í samræmi við efna- hagsástand. Það verður fullt gagnsæi í eft- irfylgni með fjármálastefnunni, því staðan verður metin með ársfjóð- ungslegum áhættuskýrslum fjár- mála- og áhættusviðs til borg- arráðs. Þessi meirihluti hefur lagt áherslu á bætta áhættustýringu og við munum halda áfram að styðja við þá þróun. Lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu Þrátt fyrir stór skref og fjárfest- ingar upp á 30 milljarða á næsta ári verður borgarsjóður samt með lægsta skuldahlutfall A-hluta hér á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Samkvæmt framlögðum fjárhags- áætlunum annarra sveitarfélaga verður Garðabær með um 122%, Kópavogur 127%, Mosfellsbær 141% og Hafnarfjörður 155%. Auðvitað væri betra að þurfa ekki að auka skuldir en það væri efna- hagslega óábyrgt af stærsta sveit- arfélagi landsins og höfuðborg að sitja hjá í uppbyggingu eftir það efnahagsáfall sem Ísland hefur orð- ið fyrir. Við ætlum ekki að end- urtaka söfnun í fjárfestingaskuld eins og gerðist eftir 2008. Þess í stað fjárfestum við í hagræðingu til framtíðar, með stafrænni umbylt- ingu á þjónustu. Í Reykjavík er meirihluti sem þorir Reykjavík, líkt og önnur sveit- arfélög, er þess megnug að geta veitt góða grunnþjónustu þrátt fyrir að tekjur borgarinnar séu tíma- bundið lægri. En hér skiptir líka máli hver stjórnar. Að í Reykjavík sé nú meirihluti sem þorir að fara í stórauknar framkvæmdir og fjárfesta til fram- tíðar. Reykjavík tekur stór skref til viðreisnar Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur »En hér skiptir líka máli hver stjórnar. Að í Reykjavík sé nú meirihluti sem þorir að fara í stórauknar fram- kvæmdir og fjárfesta til framtíðar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hverfist líf okkar um hin ýmsu kerfi. Skóla- kerfið förum við öll í gegnum, heilbrigðis- kerfið er í eldlínunni þessi dægrin og hin ýmsu bótakerfi grípa þá sem á þurfa að halda. Að baki þessu öllu saman býr svo skattkerfið. Kerfi sem er mikilvægt en á sama tíma vandmeðfarið. Skattheimtan þarf að standa undir samneyslunni, en má ekki vera svo íþyngjandi að dragi úr framtakssemi. Leikregl- urnar mega heldur ekki vera of flóknar eða ósanngjarnar í garð eins hóps umfram aðra. Um hið síðastnefnda eru nærtæk dæmi. Samkvæmt gildandi reglum þarf einstaklingur sem selur auka- íbúð ekki að greiða skatt af sölu- hagnaðinum, að því gefnu að hann hafi átt íbúðina í tvö ár og eigi einungis íbúðarhúsnæði sem nemur tilteknu há- marki. Eigi þessi sami ein- staklingur ekki auka- íbúð, heldur sumar- hús, er söluhagnaðurinn hins vegar ávallt skatt- skyldur og getur komið til skerðingar á tekjutengdum bótum. Í þessu felst misræmi og óréttlæti, sem sérstaklega bitn- ar á eldra fólki. Til að leiðrétta þetta mælti ég á dögunum fyrir lagabreytingu þar sem söluhagnaður sumarhúss verður skattfrjáls með sama hætti, hafi seljandi átt húsið í minnst fimm ár. Þannig verður skatt- heimtan bæði einfaldari og sann- gjarnari. Sanngirni er þó ekki eina mark- miðið, þótt það eigi alltaf að vera leiðarljós. Skattkerfið má nefnilega einnig nýta sem beinan hvata til góðra verka og þar geta sjáanlega litlar breytingar haft umtalsverð áhrif. Samhliða sumarhúsabreyting- unni mælti ég þannig fyrir tillögu um hækkun frítekjumarks vaxta- tekna úr 150 þúsund krónum á ári í 300 þúsund krónur. Enn mikilvæg- ari er þó sú tillaga að frítekju- markið nái einnig til arðs og sölu- hagnaðar hlutabréfa í skráðum félögum. Breytingin næði bæði til félaganna á aðalmarkaði Kauphall- arinnar sem og lítilla og meðal- stórra vaxtarfélaga á First North- markaðstorginu. Þannig verður auðveldara að ávaxta sparifé með fjölbreyttari hætti og á sama tíma er stuðlað að mikilvægri viðspyrnu fyrir efna- hagslífið. Með þátttöku almennings á markaði fá íslensk fyrirtæki vind í seglin og geta ráðið og haldið starfsfólki. Ávinningurinn er allra. Breytingarnar sem hér var lýst eru einungis þrjár af fjölmörgum sem við höfum lagt til og ætlum að leggja til. Verkefnið er alltaf yfir- standandi. Í því verkefni er mikil- vægt að réttu sjónarmiðin ráði för. Skattheimta á að vera hófleg, sanngjörn og hvetjandi. Skattkerfið er eftir allt saman, eins og öll hin kerfin, smíðað af fólki fyrir fólk. Þannig eiga breyt- ingarnar líka að vera, fyrir fólk. Breytingar fyrir fólk Eftir Bjarna Benediktsson » Skattkerfið má nefnilega einnig nýta sem beinan hvata til góðra verka og þar geta sjáanlega litlar breytingar haft umtals- verð áhrif. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Morgunblaðið/Ómar Samneysla „Skattheimtan þarf að standa undir samneyslunni, en má ekki vera svo íþyngjandi að dragi úr framtakssemi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.