Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Stjörnur eru meira en himinhnettir; þær eru fræga fólkið sem viðflest gleypum við fréttum af. Og þá gæti stjörnulífið svo semlíka haft tvær merkingar enda erum við forvitin bæði um líf áöðrum stjörnum og lífið hjá þeim stjörnum sem hækka og lækka á frægðarhimninum, og hrapa stundum. Tólf ár eru síðan Morgunblaðið sagði frá því undir fyrirsögninni Líf á öðrum stjörnum? að tekist hefði með Hubble-sjónaukanum að uppgötva lífrænt efnasamband á reikistjörnu utan okkar sólkerfis. Fjölmiðlar segja líka fréttir af stjörnulífi í íslenska sólkerfinu. Gjarna helst þá texti og mynd í hendur svo að ein merkingarbær heild myndast. Myndmálið virðist oftast vera í kjarnahlutverki en ritmálið til lítils háttar stuðnings eða útskýringar t.d. með nöfnum stjarnanna ásamt stuttri áréttingu á því sem myndin sýnir: Stjörnurnar eru flottar í miðborginni, baka kökur í fallegum skóm, klikka ekki á skvísumynd- inni, eru aðeins meira en bara vinir, eru í góðu sunnu- dagsskapi, birta af sér sjóð- heitar myndir og bumbu- myndir. Þær eru mikið fyrir að skella sér, hvort heldur það er í pottinn, í göngutúra, í myndatöku, í bröns, á rjúpu eða út með vinkonum sínum. Stjörnur mannlífsins og stjörnur himinsins eiga sinn sess í Íslensku orðaneti sem Jón Hilmar Jónsson skapaði og er aðgengilegt á vefnum. Samkvæmt orðanetinu kemur stjarna í merkingunni „pláneta“ fyrir sem seinni liður í 33 samsettum orðum (morgunstjarna o.s.frv.). Og Íslenskt orðanet sýnir að stjarna „þekkt persóna“ á 12 svonefnd grannheiti, þ.e. merkingarlega náskyld orð, t.a.m. frægðarfólk og súperstjarna, og 9 svokölluð skyldheiti: kóngafólk, kvikmyndaleikari, milljónamæringur, hetja, hetjudýrkun, auðjöfur, afreksfólk. Í textum koma slík orð gjarna fram í pörum með orðinu stjarna: auðjöfrar og stjörnur, stjörnur og kóngafólk o.s.frv. Hér er ekki öll sagan sögð: Íslenskt orðanet sýnir 174 vensl við önnur orð og orðasambönd sem tengjast hugtakinu frægð. Þar má t.d. nefna nafnorðin frægðarljómi, sögufrægð og orðstír, lýsingar- orðin nafnkunnur, valinkunnur, frægðarríkur, margfrægur og víð- ræmdur, og orðasambönd á borð við skapa sér nafn, skrifa nafn sitt á spjöld sögunnar, vera annálaður fyrir (t.d. gestrisni), vera í sviðsljósinu, auka á frægð sína, auka hróður (t.d. landsins), vera nafntogaður, komast upp á stjörnuhimininn og geta sér frægðarorð. Íslenskt orðanet eftir Jón Hilmar Jónsson er „umfangsmikið yfirlit í orðabókarbúningi um íslenskan orðaforða og innra samhengi hans“ eins og segir á vefsíðu þess. Hægt er að gleyma sér við það dagana langa að rekja sig þar eftir þráðum orða og orðasambanda sem tengjast og mynda stórkostlegan vef sem sýnir ríkidæmi íslenskunnar. Þar getur hver sem er auðveldlega fundið margháttaðar hugmyndir og leiðir til að auðga málnotkun sína hvort heldur fjallað er um stjörnulíf eða annað líf. Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Stjörnur Stjörnur mannlífsins og himinsins eiga sinn sess í Íslensku orðaneti. Stjörnulífið Ljósmynd/Unsplash, Luca Baggio Þetta er risastórt skref.“ Þannig lýsti HelgaVala Helgadóttir, alþingismaður Samfylk-ingar, nýju lagafrumvarpi Ásmundar EinarsDaðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um snemmtæka íhlutun í málefni barna, á kynning- arfundi sem ráðherrann efndi til um frumvarpið sl. mánudag. Vinna við frumvarpið hefur staðið yfir í nær þrjú ár undir stjórn Ernu Kristínar Blöndal, sem nú er skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála í ráðuneyt- inu. Að þeirri vinnu hafa komið um 1.000 manns úr ýmsum áttum, frá öðrum ráðuneytum og stofnunum á vegum ríkisins, frá sveitarfélögum og frá Alþingi, þar sem sérstök þingmannanefnd, skipuð fulltrúum allra þingflokka, hefur tekið þátt í undirbúningi málsins. Í stuttu máli sagt má segja að hér sé á ferð eins konar bylting í því hvernig samfélag okkar umgengst börn og býr þau undir lífið. Og kannski mestu um- bætur á velferðarkerfi okkar frá því það varð til á fjórða áratug síðustu aldar. Og þá vaknar þessi spurning: Hvað hefur rekið fjósamann úr Döl- um, sem orðið hefur þingmaður og ráðherra, til þess að takast slíkt verkefni á hendur? Þeirri spurningu svaraði Ásmund- ur Einar í ítarlegu viðtali við Guð- rúnu Hálfdánardóttur blaðamann, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir viku og vakið hefur þjóðar- athygli. Í viðtalinu segir: „Ásmundur brennur fyrir verkefninu enda þekkir hann af eigin raun að alast upp við erfiðar aðstæður. Hingað til hefur hann ekki viljað ræða þessi mál opinberlega enda ekki langt síðan hann fór að vinna með steininn, sem hann hefur dröslast með í mag- anum áratugum saman. Allt frá því í barnæsku. „Við getum aldrei komið öllum börnum til bjargar en ef okkur tekst að hjálpa fleiri börnum þá er til- ganginum náð. Því ekkert barn á að þurfa að búa við aðstæður eins og því miður of mörg börn búa við á Íslandi, ofbeldi og vanrækslu,“ segir ráðherrann.“ Í þessu felst að Ásmundur Einar vill nýta sér þá aðstöðu, sem hann hefur í dag til þess að koma í veg fyrir, að önnur börn þurfi að upplifa það sama og hann kynntist sjálfur í æsku sinni og of mörg önnur börn. Það á að gerast með því að réttir aðilar grípi inn í á fyrstu stigum máls, þegar vísbendingar koma fram um á leikskóla, í grunnskóla eða á unglingsárum að eitthvað sé að. Þær vísbendingar geta birst með ýmsum hætti. Brúðuleikhússýningar Hallveigar Thorlacius og dóttur hennar, Helgu Arnalds, hafa ítrekað leitt fram spurningar frá börnum í skólum, sem hafa leitt til þess að barnaverndaryfirvöld hafa látið til sín taka. Þau vandamál, sem koma upp í lífi barna geta ver- ið af ýmsum toga. Þau geta orðið til vegna ofbeldis á heimilum, vegna ofneyzlu áfengis, vegna þess að ann- að foreldri á við geðröskun að stríða, vegna þess að annað foreldri er í fangelsi og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar koma gjarnan fram síðar á ævinni, þegar fullorðin börn verða viðskiptavinir velferðar- kerfisins eða eiga í útistöðum við lögregluyfirvöld. Af þessu leiðir verulegan kostnað fyrir samfélagið. Í kynningu Ásmundar Einars sl. mánudag á frumvarp- inu, og þau verða reyndar fleiri en eitt, voru lagðar fram ítarlegar áætlanir um kostnað við þessar að- gerðir en um leið um þann kostnað, sem mun sparast síðar á ævi einstaklings vegna snemmbærrar íhlut- unar á barnsaldri. Niðurstaðan af þeim áætlunum er að heildarsparnaður er mikill auk þess sem betri líð- an hvers einstaklings verður ekki metin til fjár. Tíu dögum áður en Ásmund- ur Einar kynnti frumvarp sitt var efnt til málþings (með fjar- fundatækni) á vegum Geðhjálp- ar og Geðverndarfélags Íslands um málefni barna, sem eiga foreldri, sem þjáist af geð- röskun. Þar var um tímamótaráðstefnu að ræða. Með því málþingi var þessi afmarkaði en mikilvægi þáttur í málefnum barna og aðstandenda hinna geðsjúku settur á dagskrá með afgerandi hætti. Þar flutti Sig- ríður Gísladóttir, varaformaður Geðhjálpar, ræðu um eigin reynslu, sem slíkt barn, sem var bæði áhrifa- mikil og átakanleg. Um þá ræðu sagði Eydís Svein- bjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur, sem stjórnaði málþinginu, að hún hefði verið áfellisdómur yfir bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kynning Ásmundar Einars og samstarfsfólks hans, á frumvarpinu, sem hér er til umræðu, verkaði þann- ig á greinarhöfund að hann hefði ekki séð fyrr svo viðamikla framsetningu á máli, sem lagt er fyrir Al- þingi og svo vönduð vinnubrögð. Í þeirri vinnu er nú þegar búið að tryggja sam- stöðu á Alþingi, jákvæð viðbrögð sveitarfélaga og þátttöku þeirra fjölmörgu aðila í okkar samfélagi, sem koma að málefnum barna. Það er þess vegna ástæða til að ætla, að þetta frumkvæði Ásmundar Einars, sem er drifið áfram af hans eigin reynslu í æsku, eigi eftir að valda grund- vallarbreytingum í málefnum barna, þótt auðvitað sé ljóst að það mun taka tíma að koma öllum þeim breytingum í framkvæmd sem það kallar á. En með sama hætti og samstaða hefur tekizt í æðstu stjórn ríkisins um málið má ætla að sameig- inlegur vilji þjóðarinnar allrar muni tryggja fram- gang þess. P.s. Í grein minni laugardaginn 28. nóvember var talað um 1.000 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974 en átti auðvitað að vera 1.100 ára afmæli. Þetta leiðrétt- ist hér með. „Risastórt skref“ Grundvallarbreytingar keyrðar áfram af eigin reynslu ráðherra í æsku Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Furðulegt upphlaup varð á dög-unum, þegar Halldór Guð- mundsson bókmenntaskýrandi hélt því fram, að Bjarni Benediktsson og bandarísk stjórnvöld hefðu í sam- einingu komið í veg fyrir, að bækur Halldórs Laxness kæmu út í Banda- ríkjunum eftir 1946, en það ár birt- ist þar Sjálfstætt fólk og seldist bærilega, enda valbók einn mánuð- inn í Mánaðarritafélaginu (Book-of- the-Month Club). Gallinn við kenn- inguna er, að engin gögn styðja hana. Setjum þó svo, að skjöl fyndust um það, að hinn bandaríski útgef- andi Laxness, Alfred Knopf, hefði hætt að gefa verk hans út, af því að honum hefði blöskrað eindreginn stuðningur skáldsins við stalínisma í miðju kalda stríðinu. Hann hefði auðvitað verið í sínum fulla rétti til þess. Atómstöðin, sem birtist í febr- úar 1948, var heiftarleg árás á Bandaríkin og þá Íslendinga, sem töldu varnarsamstarf við þau æski- legt. Hún hefði verið lítt fallin til vinsælda í Bandaríkjunum. Ég tel þó langlíklegustu skýringuna á því, að bækur Laxness hættu að koma út í Bandaríkjunum eftir 1946, al- mennt áhugaleysi bandarískra les- enda um þær flestar. Sjálfstætt fólk er eina verk Laxness, sem virðist hafa einhverja skírskotun til Banda- ríkjamanna, sennilega af því að þeir misskilja það og telja hetjusögu Bjarts. Hitt er annað mál, að íslenskur stjórnarerindreki talaði vissulega gegn útgáfu á verkum Laxness er- lendis þessi misserin. Kristján Al- bertsson, sem þá starfaði í utanrík- isþjónustunni, hafði spurnir af því haustið 1948, að Martin Larsen, sendikennari í Háskóla Íslands, hefði verið beðinn að þýða At- ómstöðina á dönsku. Lét Kristján í ljós vanþóknun á þeirri hugmynd, og tók Larsen verkið ekki að sér. Jakob Benediktsson og dönsk kona hans þýddu þá bókina. Fjórum ár- um síðar, sumarið 1952, átti Krist- ján erindi við forstjóra Gyldendal, sem sagði honum, að Atómstöðin væri að koma út á dönsku, og hafði Kristján þá hin verstu orð um bók- ina. Það breytti engu um útkomu hennar, sem þegar var ráðin. Raun- ar var heift Laxness svo mikil um þær mundir, að hann varaði Dani við að skila handritunum til Íslands, því að ráðamenn kynnu að selja þau til Bandaríkjanna! Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Upprifjun um Atómstöðina H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 TRAUSTUR KAUPANDI ÓSKAR EFTIR sérbýli, parhúsi, raðhúsi eða hæð í 203 Kópavogi. Eignir í 200 og 201 koma Kópavogi koma líka til greina. TRAUSTUR KAUPANDI ÓSKAR EFTIR fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð eða í húsi þar sem gæludýr eru leyfð. Eign sem þarf að endurnýja kemur líka til greina. Æskileg staðsetning Breiðholt og Kópavogur. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.