Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Ránarvellir 15, 230 Keflavík
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Í einkasölu raðhús á einni hæð, á góðum stað í Keflavík
Myndir og lýsing á eignasala.is
Verð kr. 42.500.000 110 m2
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Músin – þessi „gullnáma“tölvubransans, svo not-uð séu orð Steve Jobsþegar hann sá tækið
fyrst hjá starfsmönnum Xerox, hef-
ur reynst tölvuleikjaframleiðendum
vel og við skákiðkun á netinu er
leikni með músina mikilvæg. En það
vantar íslenskt orð yfir það fyrir-
bæri sem á ensku kallast „mouse
slip“. Sennilega hefur það hent alla
sem eitthvað tefla á netinu að missa
mann á allt annan reit en ætlunin
var. Tökum nýlegt dæmi:
Nepomniachtchi – Magnús Carl-
sen
Þessi staða kom upp í fyrstu um-
ferð undanrása Skilling-mótsins sem
lauk á dögunum. Tímamörkin voru
15 10. Heimsmeistarinn ætlaði að
skáka með drottningunni á b5, en
missti hana á nálægan reit:
38. … Db4??
- og gafst upp um leið af aug-
ljósum ástæðum. Hann komst samt í
gegnum undanrásirnar, vann fyrst
Anish Giri og síðan Jan Nepomni-
achtchi og mætti svo Wesley So í úr-
slitaeinvíginu. Flestir á því að Magn-
ús myndi hafa betur. Hann vann
fyrstu skákina örugglega og reyndi
lengi vel að þvæla vinningi í hús í
jafnteflislegri stöðu í þeirri næstu.
En þá gerðist þetta:
Wesley So – Magnús Carlsen
Síðasti leikur hvíts var 89. Dc5-
e3+. Hann hefði getað farið í drottn-
ingakaup og staðan er ekkert nema
jafntefli. En slíkt hefði mátt túlka
sem veikleikamerki. Nú átti svartur
fimm löglega leiki en svarta staðan
er kannski eilítið betri í einhverjum
tilvikum. Einn þessara leikja leiðir
hinsvegar beint til taps – sá sem
Magnús valdi:
89. … Kf8?? 90. De8+ Kg7 91.
Df7+ Kh6 92. Dh7+ Kg5 93. Dh5+
- og svartur gafst upp því mátið
blasir við, 93. … Kf4 94. Df5 mát. Þá
er það komið fram: bestu skákmenn
heims geta leikið gróflega af sér.
Eftir þetta var fullkomin óvissa
um það hvernig einvíginu lyki en fyr-
irkomulagið gerði ráð fyrir tveimur
fjögurra skáka einvígjum. Eftir þau
var staðan jöfn, 4:4. Þá voru tefldar
tvær skákir til viðbótar og So vann
1½:½. Hann gæti þurfti að bíða í
nokkur ár eftir nýju tækifæri í
heimsmeistarakeppninni en áskor-
endamótinu var frestað fyrr á þessu
ári og engin dagsetning komin um
framhaldið. Í fjórðu skák einvígisins
tókst So að slá Magnús út af laginu
með frábærum undirbúningi í byrj-
un sem reynst hefur Norðmanninum
vel:
Skilling Open 2020:
Wesley So – Magnús Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7.
Rd5 Rxd5 8. exd5 Rb8 9. Df3 a6 10.
Da3 b6 11. Bg5!
Snarplega teflt. Svartur á best 11.
… f6 t.d. 12. Be3 Bb7 13. Rc3 Rd7
o.s.frv. Hann valdi lakari leik.
11. … Be7?! 12. Bxe7 Kxe7 13. O-
O-O Bb7 14. Rc3 Rd7 15. f4 Dc7 16.
fxe5 Rxe5 17. Db4 h5 18. Be2 Kf8
19. Hhf1 He8 20. Hf5 h4 21. Hf4 Dd8
22. Kb1 Hh6 23. Hdd4 h3 24. g3 Bc8
25. a4 Kg8 26. Hde4 Dc7 27. Hh4
a5?
Svartur hefur rétt úr kútnum eftir
erfiða byrjun en þessi leikur er furðu
slakur. Hann gat jafnað taflið með
27. … Hxh4 28. Hxh4 Dc5! o.s.frv.
28. Dd4 Hxh4 29. Hxh4 Bf5 30.
Hh5 Dc8 31. Dxb6 Rg4 32. Ba6!
Magnaður leikur sem setur svart-
an í mikinn vanda.
32. … He1+ 33. Ka2 De8
Eða 33. … Dd7 34. Hxf5! Dxf5 35.
Dd8+ Kh7 36. Bd3 og drottningin
fellur.
34. Hxf5 Re3 35. Bb5 De7
- og gafst upp um leið. Framhaldið
gæti orðið 36. Db8+ Kh7 37. Hh5+
Kg6 38. Dh8 o.s.frv.
Þeir bestu leika
stundum gróf-
lega af sér
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/SÍ
Íslandsmót ungmenna Yfir 100 krakkar voru með á Íslandsmóti ung-
menna um síðustu helgi og varð að loka fyrir skráningu. Katrín María Jóns-
dóttir, t.v. sem hér teflir við Akureyringinn Brimi Skírnisson, varð meðal
fimm Íslandsmeistara í flokki stúlkna 12 ára og yngri.
Myndaflokkurinn
Drottningarbragð,
The Queen’s Gambit,
fer nú sigurför um
heiminn. Síðustu vik-
ur hefur hann notið
gífurlegra vinsælda í
50-60 löndum, millj-
ónir hafa hrifist af
myndaflokknum.
Bylgjan minnir á Ein-
vígi allra tíma í
Reykjavík 1972. Sagt
er að taflmenn og skákborð seljist
nú upp í Bandaríkjunum og mörg-
um löndum Evrópu. Höfundur
bókarinnar, Walter Tevis, hefur að
fyrirmynd Fischer og einvígið
1972. Leikkonan Anya Taylor-Jay
slær í gegn.
Þrátt fyrir að margt sé ólíkt með
Fischer og Beth eru líkindin aug-
ljós. Beth er munaðarlaus, hvorugt
þekkir föður sinn, bæði eiga stór-
greinda móður, móðir Beth er
doktor í stærðfræði, móðir Fisc-
hers lauk hæsta hjúkrunarfræði-
prófi sem tekið hefur verið í
Bandaríkjunum og læknaprófi með
doktorsgráðu í Moskvu. Bæði Beth
og Fischer læra rússnesku af
sjálfsdáðum til þess að geta lesið
rússneskar skákbækur. Húsvörð-
urinn sem kennir Beth að tefla
minnir á Jack Collins sem þjálfaði
Fischer. Bæði urðu þau skákmeist-
arar Bandaríkjanna á ungaaldri,
Beth teflir í Mexíkó og grætur eft-
ir tap gegn rússneska heimsmeist-
aranum, Fischer tefldi í Suður-
Ameríku og grét þegar hann tap-
aði gegn Spasskí. Bæði eru þau
einstæðingar. Fischer sagði ein-
hvern tíma að hann gæti unnið
hvaða konu sem er þótt hann gæfi
henni riddara í forgjöf. Nú er kona
í aðalhlutverki og vonandi verður
myndaflokkurinn til þess að stór-
auka áhuga kvenna á skák.
Stutt er í 50 ára afmæli einvíg-
isins. Útlendingar gagnrýna að
ekkert sé hér til að minnast þess.
Þeir heyra þó að vindurinn sem
þýtur yfir kirkjuburst Laug-
ardælakirkju þylur orð guðs yfir
moldum hins látna meistara.
Fulltrúar þýskrar sjónvarps-
stöðvar sem komu inn á stofugólf
hjá mér til að ræða
um Fischer sögðu:
„Íslendingar bera
ábyrgð á að sagan af
hinum ótrúlegu at-
burðum baksviðs ein-
vígisins gleymist
ekki.“ Svo gríðarleg
áhrif hefur „the trou-
bled genius“ enn,
löngu fallinn frá.
Menntamálaráðherra
hefur skipað nefnd til
að vinna að minn-
ismerki um einvígið.
Athyglisvert er hve
vinsamlega er fjallað um rúss-
nesku skákmeistarana í myndinni.
Rússneski heimsmeistarinn klapp-
ar þegar Beth sigrar hann eins og
Spasskí klappaði þegar Fischer
vann 6. skákina. Sagt er að
Spasskí hafi ritað forseta Banda-
ríkjanna og beðið um náðun fyrir
Fischer, en „ef þú verður ekki við
því óska ég eftir að vera settur í
sama fangaklefa og hann með
skáksett hjá okkur“.
Mín reynsla af Rússunum á tím-
um einvígisins var afar jákvæð. At-
hyglisverð var grein Pútíns í
Morgunblaðinu fyrir nokkru. Hún
var með öðru sniði en greinar
Rússanna í erlendum blöðum á 75
ára afmæli loka heimsstyrjald-
arinnar. Hann sagði frá falli bróð-
ur síns í stríðinu og að mismun-
andi hugmyndakerfi ættu ekki að
koma í veg fyrir að forystumenn
þjóðanna gætu náð friðsamlegu
samkomulagi, hann rétti fram
sáttahönd. E.t.v. ættu Íslendingar
að beita sér fyrir slíkum við-
ræðum, hinn ötuli utanrík-
isráðherra okkar ætti að beita sér
fyrir fundi Pútíns og Bidens í
Höfða. Slá striki yfir fortíðina, slá
striki yfir þjóðernishyggjuna án
ótta við að falla í áliti. Eik lifir þótt
laufin falli.
Drottningarbragð
Eftir Guðmund G.
Þórarinsson
» Vonandi verður
myndaflokkurinn til
þess að stórauka áhuga
kvenna á skák.
Guðmundur G. Þór-
arinsson
Höfundur er verkfræðingur.
gudm.g.thorarinsson@gmail.com
Björn Halldórsson fæddist
5.12. 1724, sonur Sigríðar Jóns-
dóttur og Halldórs Einarssonar,
prests á Stað í Steingrímsfirði.
Eftir dauða föður síns var hann
14 ára sendur í vist í Skálholts-
skóla hjá Jóni Árnasyni biskupi.
Hann var góður nemandi og vel
að sér í klassískum fræðum. Ár-
ið 1756 varð hann prófastur í
Sauðlauksdal. Hann kvæntist
Rannveigu Ólafsdóttur og þau
bjuggu í Sauðlauksdal í 30 ár.
Björn var frumkvöðull í jarð-
yrkju á Íslandi. Hann byggði
stóran garð og skyldaði sókn-
armenn í þegnskylduvinnu í
garðinum, sem þeir á móti
nefndu garðinn Ranglát. Björn
ræktaði jurtir, kál, næpur og
kartöflur. Eftir Björn liggjur
fjöldi rita á dönsku í anda upp-
lýsingastefnunnar. Hann gaf
m.a. út skýrslu um jarðyrkjuna í
Sauðlauksdal. Frægust er bókin
Atli (1780) þar sem ungi bónd-
inn Atli á samræðu við reyndan
bónda sem miðlar þekkingu
sinni og er eins og leiðarvísir um
góða búskaparhætti. Að skipun
konungs var bókinni dreift end-
urgjaldslaust til íslenskra
bænda og hún þótti hin besta
skemmtun. Stærsta ritverkið er
þó Lexicon Islandico-Latino-
Danicum, íslensk orðabók með
latneskum þýðingum, sem hann
vann að í 15 ár. Hún kom út
1814 með viðbótum annarra
fræðimanna. Eftir 30 ár í Sauð-
lauksdal var heilsu Björns tekið
að hraka og hjónin fluttust í Set-
berg í Eyrarsveit þar sem hann
lést 24.8. 1794, þá 69 ára gamall.
Merkir Íslendingar
Björn
Halldórsson