Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 34

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Nýverið skrifaði framkvæmdastjóri Fé- lags atvinnurekenda greinina „Aðför að samkeppni, verzlun og neytendum“. Eins og svo oft áður reynir hann að stilla sínum skjólstæðingum upp sem miskunnsama samverjanum sem hafi þann tilgang einan í lífinu að bæta hag neytenda. Því til stuðnings gagnrýnir hann harðlega kröfur um að segja upp tollasamn- ingi við ESB þar sem hann hafi fært neytendum hagsbætur í formi lægra verðs. Til að færa sönnur á þetta er nauðsynlegt að skoða gögn frá Hagstofunni frá þeim tíma þegar samningurinn tók gildi og til dagsins í dag til að skoða hver þróunin hefur verið. Með- fylgjandi mynd sýnir þróun vísitölu neysluverðs samanborið við verðþróun á kjöti samkvæmt sömu heimild. Gögnin sýna að á umræddu tímabili hefur kjöt hækkað heldur meira í verði en almennt verðlag í landinu. Hvernig stendur á því? Norsk laun og grískt verðlag Atvinnuvegaráðuneytið gaf ný- verið út skýrslu þar sem því er haldið fram að tollar séu hvergi hærri en á Íslandi, í Noregi og Sviss. Hver vill vera í samfloti með Norðmönnum og Svisslendingum? Þar eru víst allir að lepja dauðann úr skel, er það ekki? Á meðan við komumst ekki með umræðuna á það plan að ræða um hversu háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum ís- lenska vísitölufjölskyldan ver til kaupa á matvælum til sam- anburðar við önnur lönd verður umræðan ekki ýkja málefnaleg. Í þessu sambandi er það t.d. svo samkvæmt Eurostat að hlutfall ráðstöfunartekna sem fer til mat- ar- og drykkjarinnkaupa er um 12,7% á Íslandi en 12,5% á evru- svæðinu og í Svíþjóð. Auðvitað vilj- um við öll norsk laun og grískt verðlag, það er bara einfaldlega ekki í boði. Í sanngjörnum sam- anburði við önnur lönd er mat- arverð á Íslandi ekki hátt. Við stundum landbúnað við mjög svo krefjandi aðstæður út frá hnatt- rænni legu með tilheyrandi háum framleiðslukostnaði, tollverndin er okkur því nauðsynleg. Ef við horf- um einungis á kostn- að við framleiðslu landbúnaðarvara þá mun niðurstaðan allt- af vera sú að „hag- kvæmast“ sé að láta aðrar þjóðir sjá um að framleiða matinn fyrir okkur. En hvað með fæðu- og matvæla- öryggi, kolefnis- fótspor, lágmarks sýklalyfjanotkun og dýravelferð, eru þetta einhver orð sem skipta neytendur máli? Að sjálf- sögðu, en þau eiga það líka öll sameiginlegt að leiða til hærra matvælaverðs. Og hvað með alla þá sem hafa atvinnu af matvæla- framleiðslu og vinnslu? Hver er staðan í svínaræktinni? Meðfylgjandi mynd sýnir þróun nokkurra vísitalna úr vísitölu neysluverðs sem snúa að svína- ræktinni. Í þessu samhengi er rétt að benda á að undirvísitala Hag- stofunar „kjöt unnið reykt og salt- að“ gefur að mínu mati besta mynd af verðþróun á svínakjöti til neytenda. Einnig er sýnd þróun verðs á svínakjöti til framleiðenda. Hér er ekkert nýtt á ferðinni, þ.e. bændur fá færri krónur í vas- ann á meðan neytandinn þarf að greiða fleiri. Félag svínabænda er margbúið að benda á og vara við þessari þróun síðustu árin en án árangurs. Þannig vöruðum við ítrekað við því að bæði tollasamn- ingurinn sem gerður var 2015 og tók gildi 2018 og nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum (hollenska leiðin) myndi rýra afkomu bænda án þess að neytendur myndu njóta þess í hagstæðara vöruverði. Þessi gögn staðfesta það sem við höfum margoft sagt áður. Gleymum því ekki að innflytjendur á landbún- aðarvörum fengu á sama tímabili um 3 milljarða endurgreidda frá ríkinu (sem neytendur voru búnir að borga) vegna ólöglegra skatta í formi tolla. Hvar sér þess stað að því hafi verið skilað til neytenda? Stjórnlaus innflutningur Þá er rétt að minna á að inn- flutningur á svínakjöti hefur farið úr því að vera 6-10% af markaði í byrjun þessa tímabils yfir í að vera orðinn um fjórðungur af allri neyslu á svínakjöti. Þá er ótalinn innflutningur á pylsum og unnum kjötvörum sem eru að uppistöðu til úr svínakjöti. Ofan á það bætis svo innflutningur sem hvergi virð- ist skráður í hagtölum hér á landi. Haldi þessi þróun áfram kemur sú staða upp fyrr en síðar að inn- flutt svínakjöt ryður innlendri framleiðslu alfarið út af markaði. Þá þurfa íslenskir neytendur alfar- ið að treysta á miskunnsama sam- verjann. Skortur á framtíðarsýn Það hefur verið sorglegt að vera vitni að áhuga- og getuleysi stjórn- valda síðustu 15 árin í að standa vörð um íslenskan landbúnað. Bændur hafa líka fram að þessu al- gjörlega sofið á verðinum. Ég mun aldrei geta skilið hvernig fulltrúar bænda hafa trekk í trekk skrifað undir samninga um starfsumhverfi landbúnaðarins án þess að þar sé einn stafur um tollvernd. Það þarf ekki annað en að benda á hvar við erum á hnettinum til að sjá að við munum þurfa síst minni tollvernd en aðrar þjóðir til að stunda okkar landbúnað. Annars bíð ég spenntur eftir við- brögðum framkvæmdastjóra FA við þessari grein, kannski gefst þá tækifæri til að fara í leiðinni yfir afstöðu FA til aukins frelsis í áfengislögum. Aðför að hverjum? Eftir Ingva Stefánsson » Það hefur verið sorg- legt að vera vitni að áhuga- og getuleysi stjórnvalda síðustu 15 árin í að standa vörð um íslenskan landbúnað. Ingvi Stefánsson Höfundur er formaður Félags svínabænda. Samanburður á vísitölu kjötverðs og neysluverðs Vísitölur svínakjöts og neysluverðs frá ágúst 2013 til nóvember 2020 Vísitala neysluverðs og undirvísitala kjötverðs frá maí 2018 til nóvember 2020 125 150 115 110 105 100 95 90 85 80 110 105 100 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Svínakjöt, nýtt eða frosið* Svínakjöt, unnið, reykt og saltað* Vísitala neysluverðs* Svínakjöt, verð til bænda** Vísitala neysluverðs* Undirvísitala kjötverðs* Vísitala í ágúst 2013 = 100 Vísitala í maí 2018 = 100 * Heimild: Hagstofan ** Heimild: gögn skv. verðskrá SS 121 118 112 109 108 89 2018 2019 2020 Stjórnvöld á Íslandi hafa ríkan skilning á hve mikilvægt íþrótta- og æskulýðsstarf er fyrir uppvöxt og þroska barna og ung- linga. Fyrr á árinu sýndi ríkisstjórnin það í verki með öflugum fjárstuðningi við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem hafði orðið fyrir brotsjó vegna sam- komutakmarkana í fyrstu bylgju Covid-19-veirunnar. Nú í nóvember stigu mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra fram með fyrirheit um annan stuðningspakka fyrir íþrótta- og æskulýðs- starf, enda ljóst að nei- kvæðar afleiðingar af bylgju tvö og þrjú í faraldrinum yrðu síst minni en af þeirri fyrstu. Það er fullt tilefni til að þakka og um leið hrósa ráðherrunum fyrir hve hratt þeir bregðast við þessum óvæntu aðstæðum. Í fréttaflutningi af stuðningi stjórnvalda er oft eingöngu talað um íþróttastarf, enda íþróttahreyf- ingin stór og áberandi aðili innan málaflokksins. En þeim mun mik- ilvægara er að árétta að undir málaflokkinn heyrir einnig skipu- lagt æskulýðsstarf sem ekki er skil- greint sem íþróttastarf, þ.á m. eru skátarnir, KFUM og KFUK, hluti af starfi UMFÍ, Skáksambandið, LUF og fleiri aðilar sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og gera samning þess eðlis við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Við í KFUM og KFUK erum að kljást við sömu áskoranir og íþróttafélögin vegna Covid-19, þ.m.t. niðurfellingar á starfsemi og viðburðum, launaskuldbindingar gagnvart starfsfólki, tekjufall o.s.frv. Þessar áskoranir ganga jafnt yfir íþróttatengt æskulýðs- starf og það æskulýðsstarf sem ekki heyrir undir íþróttahreyf- inguna. Núna er fyrsti liður í aðgerðum stjórnvalda kominn fram í frum- varpi félags- og barnamálaráðherra (þingskjal 454-362. mál), sem opnar á tækifæri til að sækja um tíma- bundnar greiðslur vegna launa- kostnaðar í gegnum Vinnu- málastofnun. En okkur er brugðið! Frum- varpið, sem þarna er sett fram, snýr eingöngu að þörfum íþrótta- hreyfingarinnar. Æskulýðsstarf sem heyrir ekki undir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands er skilið eftir úti í kuldanum. Þetta er mjög óheppilegt fyrir ráðherra barnamála. Það eru mörg börn sem finna sig ekki í íþrótt- unum en finna sig í skátastarfi, í starfi KFUM og KFUK og sam- bærilegu skipulögðu æskulýðs- starfi. Með frumvarpinu er hann að segja að æskulýðsstarf þessara barna eigi ekki að búa við sömu tækifæri og íþróttastarfið til að komast í gegnum kófið. Nú ber ég mikla virðingu fyrir ráðherra félags- og barnamála. Mér kemur ekki til hugar að það sé ásetningur hans að mismuna skipu- lögðu og viðurkenndu æskulýðs- starfi. Ég trúi því að hér sé ein- göngu um mistök að ræða í vinnslu frumvarpsins, sem skrifa verður á álag, fordæmalausar aðstæður og hraðann á málinu. Ég neita að trúa að ráðherra barnamála ætli að senda út þau skilaboð í samfélagið að æskulýðs- starfið í íþróttahúsinu sé mikilvæg- ara en æskulýðsstarfið í skátaheim- ilinu, eða að íþróttamótið í Varmahlíð sé merkilegri viðburður en æskulýðsmótið í Vatnaskógi. Ég óska því eftir að ráðherra fé- lags- og barnamála beiti sér fyrir lagfæringu á frumvarpinu. Sam- hliða treysti ég á Alþingi, að frum- varpið verði lagað og leiðrétt í þing- legri meðferð. Komið verði í veg fyrir mismunun og tryggt verði að frumvarpið nái jafnt yfir það mik- ilvæga og viðurkennda æskulýðs- starf sem unnið er í landinu, hvort sem það er starfrækt undir for- merkjum íþrótta eða ekki. Ætlar barnamálaráðherra að mismuna æskulýðsstarfi? Eftir Tómas Torfason » Í frumvarpinu er æskulýðsstarf, sem ekki er starfrækt undir formerkjum íþrótta, skilið eftir úti í kuld- anum. Tómas Torfason Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. tomas@kfum.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.