Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 37

Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Hansi frændi, síðustu mánuði hef ég mikið verið að hugsa hvað þú varst í mínu lífi. Í gegnum árin hef ég sagt að þú værir eins og minn stóri bróðir eða jafnvel einhvers konar föð- urímynd. Það sem þú varst var miklu mikilvægara. Bróðir mömmu, stóri frændi sem fylgdist með úr fjarlægð, sá sem sá ekki öll smáatriðin held- ur stóru myndina og passaði að litli frændi hefði það gott. Áttir það til að gagnrýna mig, stund- um var það sárt því ég dýrkaði þig og dáði en það var bara þitt hlutverk því ég tók mark á því … yfirleitt. Þú varst þessi stóri frændi sem ég gat alltaf leitað til og þú sagðir það sem ég þurfti að heyra. Skilaboðin voru skýr: það þýðir ekkert að væla yfir þessu, nú leysum við þetta, ég skal hjálpa þér en þú þarft að vinna vinnuna. Það var svo ómetanlegt og veitti mér mikið öryggi að hafa þig og Öldu svona nálægt mér öll þessi ár í Klyfjaseli þegar ég var pjakk- ur. Hvort sem það var að hjálpa mér með lærdóminn, fara út í fótbolta eða stelast um miðja nótt í lagterturnar henn- Hans Helgi Stefánsson ✝ Hans HelgiStefánsson fæddist 15. október 1963. Hann lést 22. nóvember 2020. Út- förin fór fram 4. desember 2020. ar ömmu. Það var mjög tómlegt þeg- ar þú fluttir úr Seljahverfinu því ég var alltaf svo glaður að heyra röddina úr eldhús- inu og ég dreif mig niður til að hitta þig. Þegar ég varð unglingur ætlaði ég að verða rokk- stjarna, vantaði mig þá hljóð- færi. Var þá auðvitað leitað til Hansa frænda. Svarið þitt var: „Auðvitað, ekkert mál, ég lána þér fyrir þessu og þú borgar mér smátt og smátt.“ Svo bætt- ir þú um betur og fékkst lán- aðan magnara hjá kunningja þínum óumbeðinn. Svona var þetta, þegar ég keypti mína fyrstu íbúð eða mig langaði í nýtt sjónvarp; alltaf var það Hansi frændi sem kom og bjargaði málunum. Þú varst bara þessi maður, alltaf ótrú- lega hjálpsamur og jákvæður. Ég elskaði að koma í vinnuna til þín þegar þú varst kokkur á Gauk á Stöng, brandararnir og galsagangurinn sköpuðu svo góða stemningu að mig langaði aldrei að fara þaðan. Heim- sækja þig í vinnuna eða hjálpa þér að undirbúa veislur í eld- húsinu hjá ömmu og afa í Klyfj- aseli var svo gaman að ég skráði mig á matvælasvið í FB því ég ætlaði að verða kokkur eins og Hansi frændi. Fyrir um 15 árum áttum við gott spjall í bílskúrnum í Víði- teig. Mér langaði að þakka þér þér fyrir allt sem þú hafðir gert fyrir mig, mömmu og Óla bróð- ur í gegnum tíðina og spurði: „Af hverju varstu alltaf svona góður við okkur?“ Það sem þú svaraðir læt ég ósagt hér, en svarið var svo frá hjartanu og það lýsti þér svo vel, einfald- lega góður í gegn og með mikla réttlætiskennd. Eitt er víst, ég væri ekki kominn á þann stað sem ég er á nú án þín. Það var hápunktur hátíðanna að koma til ykkar í mat jóla- dag, „ekki of snemma og ekki of fínn!“ var skipunin. Eva Rut inni í stofu að lesa bók sem hún hafði fengið að gjöf daginn áður og Patti tók alltaf á móti mér með glotti og sagði: „Á að slá metið í tartalettuáti í ár?“ Þú gafst mér svo margar góðar minningar sem ég mun leita í þangað til ég kveð þessa veröld en mikilvægast verður að reyna að lifa eftir þínu fordæmi, vera jákvæðari og taka lífinu með bros á vör. Lúðvík Þórir +Guð- mundsson. Hansi vinur minn er fallinn frá, langt um aldur fram. Yndislegri dreng var vart hægt að hugsa sér, ávallt með bros á vör, hlýtt viðmót og stutt í hláturinn. Ég kynntist Hansa fyrst með vorinu 1989 þegar að hann var einn af eigendum Gauks á Stöng. Hljómsveitin sem ég var þá í (Loðin rotta) var fengin til að taka þátt í að breyta tónlist- arstefnu Gauksins frá djassi yf- ir í meira rokk og ról. Strax og við Hansi vorum kynntir fór vel á með okkur og var það að stórum hluta Hansa að þakka, því hann var þannig innrétt- aður að manni leið strax eins og um gamlan vin væri að ræða. Aldrei brá skugga á þessa vináttu þó svo að eftir Gauksævintýrið hafi ég flutt til útlanda og samskiptin því stop- ulli. Þá var það svo að það var alltaf eins og ekki hefði liðið dagur síðan við hittumst síðast. Við duttum strax í gamla gírinn og það var gantast og hlegið eins og enginn væri morgun- dagurinn. En svo kom morgundagurinn og þrátt fyrir fyrirheit þá varð því miður ekkert úr því að við næðum að hittast. Veikindi Hansa settu strik í reikninginn en ég fékk að halda samskipt- unum að mestu lifandi í gegn- um Haddý systur Hansa og er ég þakklátur fyrir það þó svo að ég hefði viljað hitta hann augliti til auglitis. Það kennir manni að tíminn er ekki eilífð og við eigum að grípa hvert það tækifæri sem gefst til að hlúa að þeim sem okkur þykir vænt um. Mér þótti einstaklega vænt um Hansa og okkar kæru vin- áttu og ég mun sakna þessa vandaða og góða drengs. Sofðu vært elsku vinur. Við hittumst kannski einhvern tím- ann aftur og tökum nokkrar hláturrokur saman – það er til- hlökkunarefni. Ég vil votta börnum Hansa, Öldu, Haddý systur hans og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Richard Scobie. Borinn hefur verið til grafar yndislegur og kær vinur. Hér sitjum við fjölskyldan og rifjum upp okkar góðu og dýrmætu kynni. Hansi var einstakur drengur, hlýr, hjálpsamur, hress og skemmtilegur. Við kynntumst Hansa þegar hann byrjaði að vinna hjá okkur í Grillvagninum. Frá upphafi féll hann vel í hópinn okkar og þótti öllum strax vænt um hann. Alltaf þegar maður hitti Hansa eða rakst á hann kom hann með opinn faðminn á móti manni, knúsaði mann, kyssti og sagði eitthvað fallegt. Það sem einkenndi Hansa var hans svarti, skemmtilegi húmor. Hann gat alltaf fengið mann til þess að brosa eða hlæja og ein- stakur var vilji hans til að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á eða vantaði, bæði ef um vinnu var að ræða eða að vera til staðar sem vinur. Hansi tókst á við veikindi sín af miklu æðru- leysi og bjartsýni. Því miður tapaði hann þessari baráttu en barðist hetjulega fram á síðasta dag. Börnunum okkar var hann ávallt góður og reyndist þeim vel. Með sorg í hjarta kveðjum við þig nú, þar til við hittumst aftur í Sumarlandinu. Við mun- um aldrei gleyma þér. Guð geymi þig elsku vinur. Elsku Alda, Eva, Patti og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þínir vinir, Hildur, Svanur, Hörður, Hafsteinn og Harpa. Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Við veitum þjónustu vegna Andláta um allt land Andláta erlendis þegar jarðsett verður á Íslandi Andláta á Íslandi þegar jarðsett verður erlendis Dánarbússkipta og erfðaskráa Sjá nánar á www.utfor.is JÓN SIGURÐUR EIRÍKSSON Drangeyjarjarl lést 24. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju klukkan 13 þriðjudaginn 8. desember að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/2kfc2cdSf_o og á fésbókarsíðu Sauðárkrókskirkju. Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk HSN á Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun og hlýju. Eiríkur Jónsson Sigurjón Jónsson Viggó Jónsson Sigmundur Jónsson Alda Jónsdóttir Sigfús Agnar Jónsson Björn Sigurður Jónsson Ásta Birna Jónsdóttir Brynjólfur Þór Jónsson Jón Kolbeinn Jónsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.