Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 38

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 ✝ Guðlaug Má-rusdóttir fædd- ist á Fyrirbarði í Fljótum 5. nóv- ember 1926. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 19. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urbjörg Jónas- dóttir, f. 26.5. 1888, d. 6.9. 1958, og Márus Ari Sím- onarson, f. 3.8. 1879, d. 14.4. 1968. Samfeðra bróðir Guðlaugar var Símon, f. 3.10. 1902, d. 22.10. 1985, móðir Símonar hét Anna Jóhannsdóttir, d. 1913. Alsystkini Guðlaugar voru sex: Guðbergur Jónas, f. 11.1. 1909, d. 24.1. 1982, Friðrik Guð- laugur, f. 8.8. 1910, d. 2.1. 1997, Hallgrímur Elías, f. 6.11. 1913, d. 24.6. 1998, Björgvin Abel, f. 5.11. 1916, d. 13.11. 1993, Zophonías Magnús, f. 23.12. 1919, d. 18.2. 2014, Sól- veig Guðbjörg, f. 1.12. 1923, d. 29.8. 1998. Guðlaug giftist hinn 15.3. 1946 Jóni Kort Ólafssyni, f. 15.8. 1921, d. 26.11. 2000. For- Lauga lauk barnaskólanum í Fljótum með hæstu einkunn og fór í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Hún sagði oft: „Ég hefði viljað læra til ljósmóður.“ Fyrsta launaða starf Laugu var að vinna hjá Hallgrími bróður sínum við klæðasaum. Starfaði síðan um nokkurt skeið á Hóli á Siglufirði og einnig við síldarsöltun á síld- arárunum. Með uppeldi, bú- störfum og fiskvinnslu rak hún mötuneyti til fjölda ára. Starf- aði við símstöðina í Haganesi í nokkur ár, var gjaldkeri í slát- urhúsi Fljótamanna sem og í almennum störfum, einnig starfaði hún í félagsheimili Fljótamanna á Ketilási. Lauga starfaði í tugi ára í Kvenfélaginu Framtíðinni í Fljótum og var gerð að heið- ursfélaga á 80 ára afmæli þess árið 2019. Í mörg ár var hún í Briddsfélagi Siglufjarðar. Lauga tók þátt í fjölda Íslands- móta í bridds og vann til fjölda verðlauna og síðustu verðlaun- in vann hún 92 ára gömul. Guðlaug verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, 5. desember 2020, og hefst at- höfnin klukkan 14. Útförinni verður streymt á slóð frá facebook og öllum vel- komið að fylgjast með henni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/y2wsa9w7 Virkur hlekkur á streymi https://www.mbl.is/andlat eldrar Jóns Korts voru þau Jórunn Stefánsdóttir, f. 27.7. 1879, d. 4.9. 1968, og Ólafur Jónsson, f. 17.3. 1868, d. 7.7. 1948. Börn Guðlaugar og Jóns eru: 1) Jón- ína Elísabet, f. 30.6. 1946, maki Þórir Her- mannsson og eiga þau þrjú börn. 2) Stefanía, f. 29.7. 1947, maki Snorri Everts- son og eiga þau þrjú börn. 3) Kári, f. 6.8. 1949, d. 10.2. 2018, átti fimm börn. 4) Björk, f. 15.8. 1951, maki Jón Sigurbjörnsson og eiga þau fjögur börn. 5) Gyða, f. 6.12. 1955, maki Pétur Stefánsson og eiga þau þrjú börn. 6) Erla, f. 9.10. 1962, á þrjú börn. Fósturbörn eru Elsa H. Jónsdóttir, f. 9.10. 1944, maki Björn Einarsson, f. 4.5. 1937, d. 19.9. 2020, og börn þeirra eru fjögur. Ari Már Þor- kelsson, f. 16.1. 1948, unnusta Ólöf Pálsdóttir og á hann tvö börn. Ómar Ólafsson, f. 24.5. 1951, d. 4.8. 2002, eftirlifandi maki Rannveig Pétursdóttir og börn þeirra eru tvö. Í dag kveðjum við móður mína, Laugu frá Haganesi, sem andaðist 19. nóvember síðastlið- inn, eftir erfið veikindi síðustu árin. Mamma var góð kona sem ekki mátti neitt aumt sjá en gat verið ákveðin og skapstór ef henni fannst illa vegið að sér eða sínum nánustu. Þessu eðlisfari hennar kynntist ég vel þegar strákarnir mínir á sínum yngri árum voru hjá henni og pabba í Haganesi í góðu yfirlæti flest sumur. Ég minnist þess oft hversu mikilli verndarhendi hún hélt yfir þeim þegar að þeim var sótt og var hún þá ávallt fyrst til að verja þá. Mamma var kapp- söm við vinnu og smitaðist það til strákanna sem notið hafa þess eftir að þeir fóru að standa á eigin fótum. Oft var gripið í spil þar sem reynir mikið á skoðanaskipti manna í milli og veit ég að ungu drengirnir höfðu mikið gaman af líflegum skoðanaskiptum þeirra hjóna um framgang spilsins og ekki vantaði keppnisskapið. Til eru ótal spil sem rakin eru aftur og aftur mönnum til ánægju um eftirminnilega spilamennsku í Haganesi. Mesta skemmtun mömmu á efri árum eftir að erf- iðri vinnuævi lauk var að spila brids. Til eru margar ógleyman- legar frægðarsögur af henni og Birki, sem spiluðu á fjölmörgum mótum innanlands sem utan og ávallt var mikil gleði við völd. Allt frá því að pabbi dó árið 2000 spilaði mamma við Óla og hafði hann mikið gaman af keppnis- skapi hennar sem smitaði alltaf allan spilasalinn og ekki var verra ef góðum árangri var náð. Við Jón áttum ógleymanleg ferðalög með mömmu og pabba bæði innanlands og erlendis sem við viljum nú þakka fyrir að leið- arlokum. Allt frá því að ég flutti til Siglufjarðar árið 1971 hefur Haganes verið eins og okkar annað heimili. Sameiginlegur áhugi á bridge, heyskap og sjó- mennsku tengdi okkur vel sam- an og geymir góðar minningar. Við þökkum mömmu sam- fylgdina í gegnum lífið og vitum að nú líður henni vel í faðmi ást- vinanna sem hún hafði saknað. Elsku besta mamma mín. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Takk fyrir um- hyggju þína gagnvart strákun- um mínum og takk fyrir að vera mamma mín. Björk. Elsku mamma mín, í dag kveð ég þig af þessu jarðvistarsviði með þakklæti og hlýhug. Þú fæddist í torfbæ og þegar þú lagðist til svefns þegar frost var úti voru naglarnir úr þakinu oft hrímaðir eða frosnir í loftinu. Gluggarnir einfaldir og því oft með myndir af dansandi frost- rósum eða bara þykkur klaki á rúðunum. En eins og þú sagðir: „Ég ólst upp við mikla fátækt en alltaf var til nógur matur handa okkur og mikil umhyggja sem við fengum.“ Einnig var systk- inakærleikur mikill hjá ykkur systkinunum. Reynt var að hafa betri mat á jólunum en lítið var um gjafir nema kannski þær sem not væri fyrir eins og til dæmis sokkapar eða einn spila- stokk. Þú talaðir um að þessi spilastokkur hefði verið notaður allt árið og spilin hefðu verið orðin mjög snjáð eftir mikla notkun í spilamennsku og köpl- um. Helst var spilað fram á morg- un. Oftar en ekki kom fjórði að- ilinn til að spila vist eða bridds, en oft spiluðum við bara tvær, eða vorum í kappi með að vinna hvor aðra í að láta kapla ganga upp. Stundum eða kannski oft- ast fékk pabbi alveg að finna fyrir því hversu tapsár þú varst í spilunum. Svona til að kæla leik- inn lagði hann stundum spilab- unkann frá sér rólega, jú og stundum var honum hreinlega grýtt á borðið og þá labbaði sá gamli út til að ganga hringinn í kringum húsið til að kæla niður atburðarásina. Síðan var haldið áfram að spila. Síðast spiluðum við á þessu ári og keppnisskapið var enn við lýði þó svo að úthald- ið og heilsan hefði vinninginn. Þú varst svo ungleg og skemmtileg móðir, oft fórum við á rúntinn saman, bara til að keyra um í sveitinni og sjá allt og ekkert. En aðallega til að vera saman. Spiluðum tónlist og ég söng og þú trallaðir undir það síðasta og við skemmtum okkur konunglega. Síðustu bílferðina fórum við inn í Fljót 22. ágúst í ár. Þú varst svo ægilega ánægð og þakklát fyrir þessa bílferð, sagðir að þetta væri nú meiri munurinn og stytti þvílíkt dag- inn fyrir þér því þú vildir alls ekki vera inniliggjandi á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar, enda pakkaðir þú oft niður og varst að koma heim, hafðir ekk- ert þarna inni að gera. Ekki vissum við að þetta væri síðasta bílferð okkar saman í bili, né heldur næstsíðasta heimsóknin í september og að Covid 19 mundi ryðjast svona inn í þjóðfélagið og allt yrði lokað. Mikið þótti mér það hræðilega erfitt að vita af þér án ástvina eftir að þú dast, því bannað var að koma til þín. Við náðum að tala saman í síma einu sinni og þá heyrði ég hversu veik þú varst orðin. Eftir langþráða bið hittumst við. Mik- ið sem við báðar vorum glaðar og fallegu strokurnar þínar á kinnar mér og brosið sem ég fékk mun seint gleymast. „Loksins ertu komin til mín mín, elsku Erla mín, ég er búin að bíða svo lengi eftir þér.“ Síðan kom hræðslusvipur á þig og óör- yggi með næstu setningu: „Er ekki allt læst hérna, hvernig komstu inn?“ Einnig hinar setn- ingarnar frá þér munu lifa áfram í minningunni. Með þakklæti, virðingu og sorg í hjarta kveð ég þig elsku mamma mín, takk fyrir sam- veruna, hvíldu í friði, elska þig. Þín dóttir, Erla Sjöfn. Í dag kveð ég mína ástkæru tengdamóður í hinsta sinn. Lauga var alltaf glaðlynd með glettinn húmor og fórnfús. Allt- af var hún til í að leggja öllum lið ef eitthvað þurfti að gera og dró aldrei af sér. Við kynntumst fyr- ir 38 árum þegar ég kom fyrst í Fljótin með henni Gyðu minni og var Lauga þá að sjá um veit- ingar á hestamannamóti við Ne- skot. Það var ekki málið að slá upp veislu fyrir tugi eða hundr- uð manns. Strax þá geislaði af henni gleði og glettni og þarna myndaðist vinskapur til lífstíð- ar. Stundum lét ég nú reyna á þennan vinskap þegar við Konni vorum eitthvað að hesta-stúss- ast. Eitt sinn misstum við allt stóðið í æðarvarpið hennar sem henni var mjög kært en ekki minntist hún einu orði á það þó svo ekki hafi það verið henni að skapi. Nokkrar minningar eru af ferðalögum okkar erlendis og þá sérstaklega þegar hún og Konni komu til okkar í Kaup- mannahöfn. Við fórum saman í innkaupaferð til Þýskalands og einu tilviki þar sem ég þurfti að stoppa til að skoða vegakortið skellti hún sér út úr bílnum til að fá sér sígarettu. Ég tók ekk- ert eftir því og keyrði í burtu og skildi hana eftir. Konni sagði ekki orð þegar ég ók af stað en svo sá ég hana í baksýnisspegl- inum á hlaupum. Ég held að hún hafi hlegið alla leið til Danmerk- ur. En bestar eru þó minningarn- ar frá Haganesi. Þangað var alltaf gott að koma og var manni alltaf vel tekið, gleðin og hlýjan alltaf í fyrirrúmi. Hún var alltaf drífandi, hélt hlutunum gang- andi og gerði vistina alltaf skemmtilega og áhugaverða. Þá var veiddur silungur og þorskur í Haganesvíkinni og Lauga verkaði í salt og reyk og fékk maður að njóta þess. Manni varð ekki alltaf svefnsamt því bridds- inn var spilaður langt fram á nótt. Ef ég var farinn að slapp- ast eitthvað þá náði Lauga í smá koníak til að hressa upp á út- haldið mitt og spilamennsku. Hún nær alltaf fyrirgaf mér sagna-vitleysur eða lélegt útspil en hló þeim mun meira að vand- ræðum mínum. Eitt sinn kom ég með Einar Ólafs og körfubolta- vini mína úr Val sem allir voru á besta aldri og reyndum við að finna rjúpu í Brunnárdal með Óla Jóns. Ekki sá á rjúpnastofn- inum eftir þá ferð en mínir menn og Óli voru tiltækir í bridds. Fjórir á móti einum spiluðum fram á nótt en klukkan hálffimm voru mínir menn farnir að slapp- ast og fengu þá að heyra það frá hálf-níræðri konunni. Helvítis aumingjar eruð þið, hafði Lauga að orði. Og svo hló hún! Hú var góð amma. Fyrir börn okkar var hún tengsl fyrri tíma við nútímann. Hún kenndi þeim að lífið væri fyrir þá sem ynnu fyrir því og þess virði að berjast fyrir því. Aldrei að gefast upp og stefna alltaf að sigri en með gleði og umburðarlyndi að leið- arljósi. Haganes verður tómlegra nú þegar Lauga er fallin frá en minning hennar og Konna mun hlýja manni um hjartarætur þegar maður situr á pallinum í Haganesi og horfir yfir sveitina og út á víkina. Blessuð sé minning Laugu í Haganesi. Pétur Stefánsson. Þegar ég var sendur í sveit kom fljótlega í ljós að ég var ekki líklegur til stórræða við bú- mannsstörfin í Haganesi. Ég held að ömmu og afa hafi verið það ljóst frá fyrsta degi. Úr varð að ég var meira með ömmu í alls kyns útréttingum. Þá var ég laus við að brasa með afa, sem var ekki mjög hrifinn af fram- taksleysi drengsins. Ég man eft- ir ferðum á rauða Subaru Justy um sveitina þegar hún sá um póstinn. Þá var spiluð segul- bandsspóla með ABBA og Vi- ceroy reyktur með örlítilli rifu á bílstjóraglugganum. Mér þótti sígarettulyktin góð. En ég var ekki alveg ónýtur í sveitinni, ég kunni nefnilega að spila bridge. Það var skemmti- legt að spila við ömmu og afa. Þau skiptust hressilega á skoð- unum og þótti mér sérstaklega gaman þegar þau voru makk- erar því þá var stutt í skrautleg skoðanaskipti þar sem amma lét afa hafa það óþvegið. Reyndar stundum að ósekju. Sagt er að í eitt skiptið hafi hann staðið upp frá borðinu og gengið tvo hringi í kringum húsið á sokkaleistun- um til að róa sig niður. Síðasta spil var oft viðkvæðið hjá henni þegar komið var fram yfir mið- nætti og allir orðnir dauðþreytt- ir. Þá tók hún spilin, stokkaði og gaf. Síðasta spil var margend- urtekið fram á rauða nótt. Ég man hana oftar en einu sinni kveikja í tveimur sígarettum við úrspilið, svo mikil var innlifunin. Þá var orðið þungskýjað við spilaborðið í Haganesi. Hún var engri lík. Ég var varla orðinn unglingur þegar við fórum að sækja Ís- landsmót í bridge. Við tókum þátt í Evrópumóti í Hollandi og bridgehátíð í Kaupmannahöfn. Í gegnum þessi mót eignuðumst við marga góða vini. Samhliða vináttu og gleði í spilunum mynduðust tengsl á milli okkar sem voru mér ákaflega mikil- væg. Yfirleitt heyrðumst við daglega og þá var tíminn oft fljótur að fljúga. Samtölin áttu sér oftast stað undir miðnættið og gátu staðið vel fram á nótt. Þá var rætt um spil, matargerð og það sem helst bar á góma í samfélaginu – okkur lá ekkert á í þessum samtölum. Það gat líka hvesst í okkar samskiptum enda hvorugt skaplaust en þar átti hún þó vinninginn að mínu mati – en það gerðist sem betur fer ekki oft. Hún var karakter. Hún bjó á Siglufirði yfir vetr- armánuðina síðustu 20 árin. Ég bjó mestmegnis hjá henni þau 10 ár sem ég sat á Alþingi. Það var kannski ekki heilsusamlegt. Oftar en ekki beið baunasúpa með söltuðum síðubitum þegar ég mætti. Síld og ristað brauð í morgunmat. Súrsæti kjúkling- urinn hennar var himneskur, að ógleymdum camembert-réttin- um, en hann var oft á boðstólum er spilamennska stóð fram á nótt á Hvanneyrarbrautinni. Ef ekki náðist í þriðja og fjórða mann í bridge þá börðumst við í marías og þar voru sýnd alvöru- tilþrif. Það var alltaf veisla. Þessar minningar munu allar lifa og ég segi dætrum mínum oft sögur af Laugu langömmu. Þannig lifum við áfram. En mik- ið var þetta skemmtilegt allt saman! Takk fyrir allt elsku amma. Birkir Jón. Amma mín var demantur sem verður aldrei gleymdur. Ég fyllist stolti yfir því hvað amma mín var góð og kraftmikil kona. Það er svo margt sem hún hefur kennt manni að ef skrifuð væri bók um það veit ég ekki á hvaða fjögurra stafa blaðsíðu bókin myndi enda. Ég hef dálítið gaman af því að vitna í þá tíma þegar ég var á lokaárinu mínu við fjölmiðla- tækni í Borgarholtsskóla. Þá var lokaverkefnið heimildarmynd og frjálst val um viðfangsefni myndarinnar. Ég sagði við kennarann minn: Ég hugsa að ég geri mynd um ömmu mína! Kennarinn: Pétur, „come on“, heldurðu að þú sért sá fyrsti sem gerir mynd um ömmu sína eða afa? Ef amma þín er eitthvað öðruvísi en aðrir, geturðu þá lýst henni fyrir mér í einni setn- ingu? Pétur: Ég get allavega sagt þér það að hún labbar um landið sitt með viceroy-sígarettu í munnviki, æðardúnspoka í annarri hend- inni og haglabyssu í hinni. Og ef það er ekki nóg þá er hún margfaldur meistari í bridge og menn af öllum stétt- um hneigja sig fyrir henni! Kennari: Jahá segirðu… Ég held að þetta sé talsvert stærra verkefni en lokaverkefni í menntaskóla… Hvíldu í friði amma mín og minning þín er ávallt geymd í hjarta mínu. Þinn dóttursonur, Pétur Már Pétursson. Þegar maður hugsar til ömmu í Haganesi er svo margt sem kemur upp í hugann. Þetta var svo ótrúlega stórbrotin kona. Tímarnir sem hún er búin að lifa, fædd árið 1926 í torfbæ í Fljótum. Það er erfitt að ímynda sér lífið á þessum tíma en ég veit að það var oft erfitt og þröngt í búi í einangraðri sveit sem Fljótin voru. Oft var úr litlu að moða og er mér minnisstætt þegar hún sagði mér að þegar hún var svöng hefði hún oft fundið kartöflur í kartöflugarð- inum sem hefðu orðið eftir eða þegar hún fór á skíðum í skólann því þá var nú ekkert verið að skutla og skíðin notuð til að ferðast á milli staða á veturna og gengið eða farið á hestum á sumrin. Hvað tímarnir hafa breyst. Ég kom oft í Haganes sem lít- il stelpa enda í sveit hjá systur hennar, henni Sollu á Minni- Reykjum. Það var alltaf mikil upplifun og alltaf tekið jafnvel á móti mér bæði af ömmu og afa. Amma var ákveðin kona og var ekkert að leyna skoðunum sín- um og mér fannst alltaf svo kostulegt hvað hún gat notað mörg blótsyrði í einni setningu, „þetta er nú meiri djöfulsins, bölvaður, andskotans, helvítis fæðingarhálfvitinn“ ef henni mislíkaði við einhvern. Spilin voru náttúrlega hennar ástríða í lífinu. Ef eldhúsborðið í Haganesi gæti talað þá væri frá mörgu að segja, allt fólkið sem hefur setið þar til borðs, borðað, spjallað, spilað, væri það án efa efni í margar sjónvarpsseríur. Það sem mér fannst einna merkilegast var hve mikið var hægt að rífast yfir spilinu þegar það var búið. Þá var spilið rakið og ef einhver sagði vitlaust, þá varð allt vitlaust eftir á. Síðan var bara gefið upp á nýtt eins og ekkert hefði ískorist. Eftir að ég komst á fullorðinsár og lærði undirstöðuatriðin í bridds hlotn- aðist mér sú ánægja að spila við ömmu. Ég fyllist mikilli lotningu við þessa minningu því hvernig hún gat vitað hvað allir voru með á hendi eftir nokkrar sagnir og spilað úr engu, alveg sama hvað hún var með marga punkta, hún gat alltaf sagt og tvö lauf er örugglega sögn sem kom ekki oft hjá henni, alla vega aldrei þegar ég spilaði við hana. Sem betur fer horfði hún framhjá briddsleikni minni og við áttum mjög skemmtilegar stundir við spilaborðið. Við ákváðum einu sinni að prófa hvað hún myndi geta spilað lengi þangað til hún segði að nú væri komið nóg, klukkan var langt gengin fjögur um nóttina þegar ég sagði stopp, þá var amma 89 ára. Þessi harðduglega kona er nú öll og eftir stendur fullt af minn- ingum um sterka konu, minn- ingar um yndislega ömmu sem maður bar mikla virðingu fyrir. Elsku amma takk fyrir allt. Eva S. Káradóttir. Þá er þessi elska farin yfir í sumarlandið. Hún verður hvíld- inni fegin, en alltaf er nú sárt að kveðja. Minningarnar um kraft- mikla og góða ömmu sitja eftir og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þá sérstaklega í sveitinni og við spilaborðið. Já, þakklæti er það sem kemur mest upp í hugann, þegar við hugsum til baka. Skil- yrðislaust traust sem við feng- um bæði hjá ömmu og afa í öll- um störfum í sveitinni, þótt við hefðum nú ekki aldur til að Guðlaug Márusdóttir HINSTA KVEÐJA Langamma Lauga var rosalega góð kona og hjartahlý. Hún gaf okkur alltaf gott að borða þegar skottuðumst yfir túnið í heimsókn í Haganes. Við söknum langömmu rosa- lega mikið. En vitum að langafi Konni er rosalega glaður að nú séu þau saman að eilífu. Auður Björk og Guðrún Halldóra. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.