Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 39

Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 stjórna bæði bílum, dráttarvél- um eða að „hleypa niður af“ frystivélunum í sláturhúsinu og síðan var það sjómennskan, fisk- verkunin, silungsveiði í net og æðarvarpið, þarna lærðum við margt, sem kemur sér vel í dag. Þarna vorum við bræður öll sumur á unglingsárum. Einnig fórum við margar helgar að vetri til í sveitina og þá var nú rólegra yfir öllu og gjarnan spil- að bridge á kvöldin og fram und- ir morgun. Þá hitnaði nú heldur betur í kolunum og sérstaklega þegar amma og afi spiluðu sam- an, amma hafði ávallt rétt fyrir sér, þegar hún var að skamma afa fyrir allar vitleysurnar sem hann gerði, að hennar mati. Afi lærði það fljótt að það var best að vera sammála ömmu til að halda friðinn. Þessar stundir voru okkur bræðrum ómetan- legar. Ef hægt var að tala um lífs- hörku, þá má segja að það gildi um ævi hennar framan af. Í gamla daga var lífið ekki alltaf dans á rósum, það var stundum þröngt í búi, afi í burtu á vertíð til að draga björg í bú og hún stóð þá ein með heimilið og bú- skapinn. Sagði hún okkur sögur af því þegar hún þurfti að redda sér olíu til kyndingar og mat- vöru, þegar engir peningar voru til. Sennilega hafa þessir erfið- leikar mótað hana, enda þótti hún á köflum heldur orðhvöss, þegar henni þótti á hennar rétt gengið og sagði hún þá oft meira en minna. Þegar hún hrökk í gír- inn tóku menn eftir því og vör- uðust að andmæla henni mikið, enda þurftu þeir þá fljótlega að lúta í gras fyrir henni. Amma var mikið jólabarn og hafði sérstaklega gaman af þessum árstíma. Hún skreytti alltaf mikið heima hjá sér og hafði unun af því að rúnta um og skoða jólaskreytingar. Hún var öll jól hjá okkur (Óla og Rúnu og fjölskyldu) eftir að afi féll frá. Það var sérstaklega gaman að sjá hana opna pakkana, hún hafði svo gaman af því að fá gjafir. Takk fyrir allt og við vitum að nú líður þér vel hjá afa í sum- arlandinu. Minningin um ljúfa, sterka og kraftmikla konu og ömmu lifir um ókomin ár. Ólafur Jónsson, Steinar Jónsson. Elsku amma, þá er kallið þitt komið og þú hefur kvatt þessa jarðvist. Þú varst mér mikil fyr- irmynd og duglegri konu verður erfitt að finna. Hjartahlý og ein- stök að svo mörgu leyti. Minningarnar frá barnæsku eru einstakar. Ferðirnar norður voru ófáar og í hvert skipti vakt- irðu eftir okkur og barst allar þær kræsingar sem barn getur hugsað sér á borð þegar við komum. Ég minnist sérstaklega allra jólanna sem við áttum sam- an. Gleðin, ilmurinn og skreyt- ingarnar voru í hámarki. Hlátrasköllin ómuðu um allt hús og þú hlóst þar til þér varð illt. Sumrin voru einnig einstök en ég fékk alltaf að koma til þín og kúra á milli. Þú fórst með mig í sund og bíltúrarnir á Siglufjörð voru svo skemmtilegir, þú sást um þína. Mér var kennt að spila og leggja kapla í sveitinni, alls konar spil enda enginn maður með mönnum nema geta spilað og mikilvægt að geta blekkt og svindlað smá. Þegar þú komst til okkar í Mosó voru ófáar ferðirnar í Bón- us að kíkja á verðin, ég skildi það ekki þá en skil það í dag. Góð kaup voru þér óborganleg og þú fórst alltaf svo vel með peninginn. Þú kenndir mér að maður gæti þá eytt í eitthvað annað spennandi. Ferðir til Glasgow, glimmer og pallíettur. Wrigleys-tyggjó og Eclairs- karamellur. Og já það eru enn uppáhaldskaramellurnar amma. Þú hafðir svo gaman af lottó og happaþrennum. Þessir bleiku miðar flæddu og alltaf varstu að vinna. Eftir að ég fór að full- orðnast og koma í sveitina á bílnum kippti ég með mér seðli eða tveim. Það var svo dásam- legt að koma til þín, eftir að ég fór að vinna á Akureyri valdi ég það frekar að keyra inn í sveit en að keyra í bæinn og var end- urnærð eftir helgarnar með þér. Þú hafðir ákveðnar skoðanir og fannst alltaf jafn svakalegt að keyra í Reykjavík og vegalengd- irnar voru svo langar. Ég spjall- aði við þig um heima og geima og hringdi oft í þig því þú varst mér ekki bara amma heldur líka svo góð vinkona. Ég sagði þér stolt af því þegar ég ákvað að fara í flugmanninn en þú sagðir mér að halda mér langt frá því enda vissirðu vel hversu mikill hrakfallabálkur ég er og betra að halda mér bara á jörðinni. Ég endaði á að fara í nám til Danmerkur og læra hjúkkuna og það fannst þér skömminni skárra. En þótt ég væri flutt út slitnuðu böndin ekki og ég hringdi í þig í hverri viku, stund- um oftar bara til að heyra í þér. Við gátum talað svo tímunum skipti og þú varst oft svo forvitin að vita hvernig gengi hjá okkur. Þér fannst það drepfyndið þeg- ar ég byrjaði að selja húsgögnin og sagðir alltaf já þér er ekki fisjað saman, slóst á lærið á þér og hlóst. Ég var eins og jójó á milli landanna og nýtti hvert tækifæri til að hitta þig en þau urðu þó færri og færri eftir því sem árin urðu fleiri. Í síðasta skiptið sem við hitt- umst sagði ég þér hvað mér þætti vænt um þig og hvað þú værir dásamleg. Ég vissi það í hjartanu að ég væri að hitta þig í síðasta sinn á lífi. En ég gleymdi að segja takk amma. Takk fyrir allt sem þú gafst mér af ást og umhyggju, dásemd og hlátri. Takk fyrir öll árin amma. Kolbrún Vilhjálmsdóttir. Þakklæti er það sem er manni efst í huga þegar maður hugsar til baka að hafa notið þess í tæp 30 ár að eiga langömmu og stelpurnar mínar langalang- ömmu, það er ekki sjálfgefið. Minningarnar eru flestar af Hvanneyrarbrautinni þar sem þú dvaldir stóran hluta árs frá aldamótum. Alltaf upplifði mað- ur sig velkominn, alveg sama hvaða tíma dags maður kom við, en þá var einstaklega gott að koma við hjá ömmu eftir að hafa verið í íþróttahúsinu, spila rommý, smakka kaffi og spjalla um daginn og veginn. Þá á ég einnig góðar minningar frá því ég fékk að fara í sveitina og hjálpa til í varpinu á vorin. Flestallar mínar jólaminning- ar eru með þér amma mín, við fjölskyldan vorum svo heppin að hafa þig hjá okkur á jólunum. Þú varst ekki mikið fyrir að láta aðra „hafa fyrir þér“ en það þurfti ekki mikið tuð frá ömmu- börnunum til þess að sannfæra þig. Hlýleg, góð, gjafmild, nægju- söm, hreinskilin og ákveðin er besta uppskriftin að góðri konu, konu sem er manni fyrirmynd í daglegu lífi. Maður upplifði sig í uppáhaldi hjá þér en þá upplifun held ég að flestir hafi fengið frá þér. Já hreinskilin varstu, og ef menn áttu það skilið þá lástu ekki á skoðunum þínum, minn uppáhaldsfrasi frá þér er „þú ert í besta falli aumingi“, ég lofa því að nota hann þegar við á. Þú varst með þeim fyrstu sem Birgitta mín kynntist í fjölskyld- unni og tókstu á móti henni eins og öðrum með opnum örmum, hún naut þess svo að sinna þér á meðan þú dvaldir á sjúkrahús- inu. Síðustu ár og mánuðir hafa verið þér þungbær og fyrir mér erfitt að horfa upp á þig inni á spítalanum þar sem þú vildir ekki vera. Það var þó aldrei langt í húmorinn þótt þú hafir alltaf verið á heimleið. Elsku amma við eigum eftir að sakna þín. „Vertu margblessuð.“ Jón Kort, Birgitta Petra, Andrea Rún og Rebekka Lind. Þó að ég kveðji þig með tár- vot augu er hjartað mitt fullt af þakklæti og fallegum minning- um. Ég var dekruð af þér og afa, þurfti ekki að borða allan mat- inn til að fá Toffee Crisp úr búrinu eða skúffukökuna sem beið mín í ofninum. Þegar við afi fórum til Siglufjarðar að útrétta laumaðir þú pening í höndina svo við gætum keypt okkur ís á bensínstöðinni. Við spiluðum oft tímunum saman og það skipti aldrei máli hvaða spil það var, þú vannst nánast alltaf. Þú kenndir mér að það að tapa er ekki eitthvað sem maður á að venjast. Þú varst með hugarfar sigurvegarans, það lærði ég af þér. Þú varst stolt af öllum þín- um barnabörnum og talaðir svo vel um okkar afrek og hvað við værum dugleg. Í okkar augum varstu ekki bara amma. Þú varst mamma númer tvö, vin- kona og félagi. Ég mun sakna hlátursins, faðmlagsins, stríðn- innar og að fylgjast með þér spila bridge í Haganesi. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Bless elsku amma. Ég bið að heilsa afa. Íris Ásta. Þegar daginn tók að stytta kvaddi elsku nafna mín og amma Lauga okkur. Þetta var uppáhaldstíminn hennar, hún vissi ekkert skemmtilegra en að skreyta húsið hátt og lágt með miklu jólaskrauti og marglitum ljós- um. Þótt afkomendur hennar séu margir voru keyptir jóla- pakkar handa öllum og enginn var undanskilinn, hvort sem það voru börnin, barnabörnin eða barnabarnabörnin. Já, hópurinn hennar ömmu Laugu er stór og myndarlegur og það sem hún var stolt af honum. Við minnumst þess með hlý- hug þegar við fengum að dvelja hjá ömmu og afa í sveitinni. Ferðalagið norður var óralangt og þegar fjölskyldan komst á leiðarenda, oftast seint að kvöldi, tók amma á móti okkur með nýveiddan spriklandi sil- ung. Hún bara tók ekki annað í mál en að við borðuðum. Eftir mat voru spilin dregin fram og hlátrasköll og rökræður heyrð- ust langt fram eftir nóttu. Það besta þótti manni svo ljúfu heimagerðu æðardúnsængurnar hennar ömmu Laugu sem allir sváfu með. Þessar björtu sumarnætur í Fljótunum eru einstakar. Að horfa á fallega sólsetrið sökkva í sæ, fallegu fjallasýnina, enda- lausa fuglalífið og hafið. Það er bara ekki hægt að koma orðum að fegurðinni og friðsældinni. Við erum ekki hissa á því að þar vildi amma vera og þar leið henni best. Þetta lýsir vel dugn- aðinum í ömmu og afa því það krefst töluverðrar hörku að sinna búskap á þessum slóðum. Oft og tíðum fannst ömmu við vera fullmikil borgarbörn, og það var ekki mikið hægt að reiða sig á okkur til sveitastarfa. Uppi í norðurherberginu leið okkur vel þar sem hansahillurnar voru fullar af barnabókum sem okkur þóttu skemmtilegar. Einnig eig- um við ljúfar minningar um ömmu þar sem við skottuðumst með henni á sveitapallbílnum þegar hún bar út póstinn til sveitunga. Þar fékk hún fréttir og naut þess að hitta fólk. Yf- irleitt hafði hún meðferðis ný- veiddan silung sem hún deildi út til vina sinna. Amma var ekki bara bónda- kona, hún var líka útvegsbóndi og æðarbóndi. Það var gaman að sjá hana hafa yfirumsjón með systkinum varðandi dúnvinnuna og ekkert gladdi hana meira en þegar systurnar komu og fóru yfir daginn með henni. Oft sló hún á læri sér og sagði, „hvað segir þú?“ Hún hafði mjög sterkar skoðanir og lá ekki á þeim og keppnisskapið var mik- ið sem sýndi sig í bridge-spila- mennskunni og þar naut hún sín. Amma Lauga elskaði að spila við litlu börnin í fjölskyld- unni, það var alltaf tími til að setjast niður og taka í spil og það eru góðar minningar. Síðustu ár hafa verið ömmu Laugu erfið. Hún brotnaði illa í miðri dúnvertíð fyrir þremur ár- um og dvaldi eftir það á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar. Það þóttu henni mjög erfið umskipti, en starfsfólkið hugsaði afar vel um hana og fyrir það ber að þakka. Nú er komið að kveðjustund. Við erum stolt af ömmu og vilj- um þakka henni fyrir að hugsa svona vel um okkur öll. Við kveðjum þig með þínum orðum, „Já, verið þið nú margblessuð og sæl.“ Sumarlandið bíður þín, þar sjáum við afa Konna með hend- ur fyrir aftan bak, glaðan að hafa endurheimt ástina sína. Ömmubörnin þín, Guðlaug, Hermann og Rannveig. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR frá Blönduósi, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/RL5II2vthIo. Virkan hlekk á slóð má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Steinunn Steinþórsdóttir Kristjana Steinþórsdóttir Indriði Ívarsson Ólöf Björg Steinþórsdóttir Lee H. Madden Theodór Carl Steinþórsson Guðbjörg Kristjánsdóttir Harpa Harðardóttir ömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, VIÐAR NORÐFJÖRÐ GUÐBJARTSSON, lést á líknardeildinni í Kópavogi 22. nóvember. Útförin fer fram frá Fíladelfíu mánudaginn 7. desember klukkan 11, með nánustu ættingjum. Útförinni verður streymt á https://promynd.is/vidar Fanný Norðfjörð Viðarsdóttir Konráð Ragnar Sveinsson Adam Norðfjörð Viðarsson Ásdís Ragna Óskarsdóttir Simon Norðfjörð Viðarsson Margrét Dís Yeoman Þorleifur Guðbjartsson Bjarni Geir Guðbjartsson Kristín Ósk Gestsdóttir Elín Guðbjartsdóttir Marten Ingi Lövdahl Signý Guðbjartsdóttir Sigurður Örn Reynisson Elísabet Röfn Konráðsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HARALDSSON, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 10. desember. Vegna aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina. Nálgast má streymi frá útförinni kl. 13 á https://www.facebook.com/groups/utforolafsharaldssonar. Fyrir hönd aðstandenda, Sturla Ólafsson Gunnlaug F. Olsen Vigdís Ólafsdóttir Hlynur Ólafsson Kristinn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Vatnsleysu, andaðist 28. nóvember. Útförin fer fram föstudaginn 11. desember klukkan 13. Útförinni verður streymt: https://www.youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywD CGw/videos Sigríður Guðnadóttir Sigurður Ósmann Jónsson Þorsteinn Guðnason Brynhildur Ásgeirsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐBJÖRN KRISTJÁN BENEDIKT BJARNASON, Vallarbraut 11, Akranesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. nóvember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. Hægt verður að nálgast streymi á vef Akraneskirkju, wwww.akraneskirkja.is Sigriður Beinteinsdóttir Benedikt Friðbjörnsson Rannveig Þórisdóttir Guðbjörg Friðbjörnsdóttir Hrafnhildur, Bjarni Þór og Eyrún Björg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.