Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 40

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 ✝ Páll Péturssoná Höllustöðum í Blöndudal, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæddist 17. mars 1937. Hann lést á Land- spítalanum þann 23. nóvember 2020. Páll var sonur hjónanna Péturs Péturssonar, f. 1905, d. 1977, og Huldu Páls- dóttur, f. 1908, d. 1995. Systk- ini Páls: Már, f. 1939, d. 2020, Hanna Dóra, f. 1941, og Pétur Ingvi, f. 1947. Eiginkona Páls er Sigrún Magnúsdóttir, f. 1944, fv. al- þingismaður og ráðherra. For- eldrar hennar: Magnús Schev- ing, f. 1909, d. 1986, og Sólveig Vilhjálmsdóttir, f. 1900, d. 1978. Fyrri eiginkona Páls var Helga Ólafsdóttir, f. 1937, d. 1988. Foreldrar hennar: Ólafur Þ. Þorsteinsson, f. 1906, d. 1989, og Kristine Þorsteinsson, f. 1912, d. 2001. Liljendal Hólmgeirssynir; 2) Ragnhildur Þóra Káradóttir, f. 1975. Sambýlismaður: Massimi- liano Polli. Dóttir: Melkorka Elea Polli. Páll lauk námi við Menntaskólann á Akureyri 1957 og hóf búskap á Höllu- stöðum. Páll gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan héraðs, sat í hreppsnefnd Svínavatns- hrepps og var formaður Karla- kórs Bólstaðarhlíðarhrepps um skeið. Vann hann einnig að hagsmunum hestamanna og var formaður Hrossarækt- arsambands Íslands 1974 og 1980. Þá kom Páll að stofnun Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi. Páll var kjörinn á Alþingi ár- ið 1974. Hann sat á þingi í 29 ár og var formaður þingflokks framsóknarmanna 1980-1994. Hann var kosinn til starfa í fjölda nefnda á vegum Alþing- is, sat í Norðurlandaráði 1980- 1991 og var í tvígang forseti ráðsins. Þá var hann fyrsti for- maður Vestnorræna ráðsins. Páll sat í flugráði og í stjórn Landsvirkjunar. Páll var félagsmálaráðherra í tvö kjörtímabil 1995-2003 og hafði sem ráðherra forgöngu um margvíslega lagasetningu og breytingar á lögum. Má nefna breytingar á sveit- arstjórnarlögum, vinnulöggjöf- inni, húsnæðismálum og lögum er vörðuðu jafnréttismál, þar á meðal lög um foreldra- og feðraorlof. Náttúruvernd var honum einnig hjartfólgin. Páll átti sterkar rætur í Blöndudalinn, undi sér best við búskap á Höllustöðum og leit fyrst og fremst á sig sem bónda, þótt hann tæki að sér ýmis önnur störf. Hafði hann yndi af hrossum frá blautu barnsbeini. Lengst af samein- uðust hugðarefni hans í göng- um á Auðkúluheiði þar sem hann var í nánd við hross, kindur og náttúruna, í fé- lagskap vina og sveitunga. Páll verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 13, að viðstöddum nánustu aðstand- endum. Athöfninni verður streymt, stytt slóð: https://tinyurl.com/yy6gqkqp Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Jarðsett verður í heimagraf- reit að Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Börn Páls og Helgu eru 1) Krist- ín, f. 1960. Maki: Birkir Hólm Freys- son. Börn: Helgi Páll Gíslason og Ólafur Freyr, Hulda Margrét, Bragi Hólm og Pétur Sigurður Birkisbörn. Barna- börn: Freyja Sóley Daníelsdóttir og Sigríður Kristín Ólafsdóttir; 2) Ólafur Pétur, f. 1962. Maki: Ragnheiður Inga Þórarins- dóttir. Börn: Helga Kristín, Hildur Þóra, Katrín Unnur og Karl Hákon. Barnabörn: Ólafur Páll Gunnarson og Hákon Þrá- inn Jónsson 3) Páll Gunnar, f. 1967. Maki: Signý Marta Böðv- arsdóttir. Börn: Sigurður Páll, Böðvar Bragi, og Helga Signý, Oliver Ómarsson og Arnór Harðarson. Stjúpdætur Páls og dætur Sigrúnar: 1) Sólveig Klara Káradóttir, f. 1971. Synir Sól- veigar: Kári Liljendal og Karl Páll var kletturinn í stórfjöl- skyldunni. Til hans leituðu allir þegar þeir voru í vanda en jafn- framt var hann fyrstur til að fá góðu fréttirnar. Hann minnti því oft meira á suður-ítalskan fjöl- skylduföður en bónda að norðan. Missir okkar allra er mikill, því að akkerið er farið. Páll kom inn í líf mitt þegar hann kvæntist móður minni og lagði í það hlutverk að taka að sér þrjár unglingsstúlkur. Ég var rétt við það að veikast af svokallaðri unglingaveiki og allir þeir sem hafa reynslu af því ástandi geta rétt ímyndað sér þá sviðsmynd! En sem reyndur fjölskyldufaðir reyndi hann ekki að ganga í stað föður heldur studdi við okkur þar til unglingaveikin var yfirstaðin. Við Páll náðum vel saman þeg- ar við tókum langar umræður um Njálu og aðrar Íslendingasögur við eldhúsborðið. Hann var haf- sjór af fróðleik og kunni því sem næst allar Íslendingasögurnar ut- anbókar. Við rökræddum um per- sónur þeirra og jafnvel þær sem komu bara fram í einni eða örfáum setningum, það þótti okkur hvað skemmtilegasta viðfangsefnið. Þessar stundir voru ávallt skemmtilegar og þroskandi. Oft fóru umræðurnar út í stjórnmál eða sögur af sveitungum og ætt- fræði, enda var Páll óendanlegur brunnur af skemmtilegum sögum og visku. Hann fræddi mig og fjöl- skyldu mína um íslenska menn- ingu, allt frá Íslendingasögum til nútímans. Páll var merkilegur einstak- lingur á svo margan hátt og slík- um manni er erfitt að lýsa í stuttri grein. Ég er honum ævarandi þakklát fyrir öll jólin okkar sam- an. Það eru ekki margir sem deila aðfangadagskvöldi með fyrrver- andi eiginmanni konu sinnar, en það gerði Páll – ekki síst fyrir mig. Í næstum þrjátíu ár áttum við öll saman yndisleg jól. Með þessu sýndi hann mér hvað það þýðir að vera fullorðinn og þroskaður ein- staklingur. Manni mínum þótti al- veg einstakt að þótt Páll væri maður sterkra skoðana, virti hann viðhorf annarra, sem og ólíka ein- staklinga. Páll og mamma stofnuðu sitt heimili í Reykjavík, sem að mörgu leyti minnti á opið og gott sveita- heimili – hús sem varð miðstöð fjölskyldunnar fyrir sunnan. Höllustaðir voru auðvitað alla tíð meginstöðin hjá Páli og þar dvöldu þau mamma mikið á sumr- in. Melkorka, dóttir mín, varði mörgum sumrum með þeim á Höllustöðum og naut frelsisins í sveitinni og fékk auk þess góða æfingu í íslensku. Þá bjó hún hjá þeim í Reykjavík í tæp fjögur ár á meðan hún stundaði nám í MH. Enn á ný gáfu þau henni tækifæri til að kynnast Íslandi betur og læra íslenskuna sem og bók- menntirnar okkar, enda hafa Ís- lendingasögurnar einnig heillað hana og segja má að hún hafi líka fengið bakteríuna! Við mæðgur reyndum að hraða för heim til Ísland til að geta kvatt Pál en vegna Covid-19 vorum við í sóttkví þegar hann kvaddi. Minningarnar um jólin, sumrin í sveitinni og samræðurnar við eldhúsborðið munu ávallt lifa með okkur. Hvíl í friði kæri Páll. Ragnhildur, Massimiliano og Melkorka, Cambridge. Kynni mín af Páli tengdaföður mínum hófust fyrir 20 árum þegar ég kynntist Páli Gunnari syni hans. Páll tók ákaflega vel á móti mér og strákunum mínum sem ég kom með í búið. Hann vildi strax fræð- ast um rætur okkar og var eld- snöggur að tengja okkur við fólk sem hann þekkti eða kannaðist við. Ég tók strax eftir því hvað hann hafði notalega nærveru. Bestar voru stundirnar með Páli og Sig- rúnu í sveitinni en við fjölskyldan vorum þar mikið, sérstaklega þeg- ar börnin okkar voru lítil. Ég hugsa hlýtt til þess tíma. Páll var alltaf með hugann hjá fólkinu sínu. Á hverjum degi aflaði hann frétta af afkomendum sínum og vissi hvernig þeim gekk í námi eða áhugamálum sínum. Ef hann þekkti ekki til, þá kynnti hann sér áhugamál þeirra til að geta fylgst betur með. Til dæmis fylgdist hann náið með þegar krakkarnir okkar voru að keppa í golfi, fann upplýsingar á netinu og fékk skýrslu að loknum hring. Hann sagði okkur svo fréttir af öðrum í stórfjölskyldunni og sagði öðrum fréttir af okkur. Þannig stuðlaði hann að samheldni hjá sínu fólki. Með þessum áhuga hans og væntumþykju hændust margir að honum sem eiga eftir að sakna hans mikið. Páll hafði stálminni, þekkti marga og kunni af þeim sögur. Með sögum sínum náði hann at- hygli allra í kringum sig og stund- um var eins og allt félli í dúnalogn í návist hans. Við kveðjum Pál í dag með miklum söknuði, en ég hugga mig við það að ég og fólkið mitt mun- um alltaf búa að því að hafa átt hann að. Signý Marta Böðvarsdóttir. Tengdafaðir minn, Páll Péturs- son, var skemmtilegur og yndis- legur maður, hæfileikaríkur og kom fólki oft á óvart. Páll var vinnusamur, skýr og skipulagður. Hann sagði skorinort fyrir verkum þegar eitthvað þurfti að framkvæma og var ekki að orð- lengja hlutina. Hann hafði yfirburðaþekkingu á samferðafólki sínu og ættir þess gat hann jafnan rakið marga ætt- liði aftur í tímann. Hann var mikill smekkmaður og gaf fólki sínu ósjaldan gjafir sem valdar voru af kostgæfni og nýttust vel og nettur var hann með nálina. Hann var mikill gleðigjafi og átti fjölskyldan ótal góðar stundir þar sem sungið var, hlegið og sagðar sögur. Hann gaf mikið af sér til fjölskyldunnar, fylgdist vel með barnabörnum og barna- barnabörnum og gaf þeim ást og umhyggju. Ég kynntist Páli fyrir rúmum 30 árum, haustið 1989. Ég var þá við nám í verkfræði við Danska tækniháskólann og hafði þar kynnst syni hans Ólafi Pétri. Páll var í Norðurlandaráði á þessum árum og kom annað slagið til Kaupmannahafnar vegna þess. Eitt skiptið þegar hann átti leið um kynnti hann verðandi eigin- konu sína, Sigrúnu Magnúsdótt- ur, fyrir Ólafi en tengdapabbi hafði þá verið ekkill í tvö ár. Við það sama tækifæri var ég kynnt fyrir tengdapabba. Það var eftir- minnileg stund, en fyrsta spurn- ing hans til mín var hverra manna ég væri. Mér fannst það kindar- legt þá, en hef oft hugsað til þess- arar stundar síðan með meiri skilningi. Páll las í umhverfið og tók eftir smáatriðum. Ég minnist þess með hlýhug þegar hann heimsótti okkur í Danmörku og kom færandi hendi með bollastell sem hann hafði haganlega valið í stíl við annað leirtau sem við átt- um. Gleðistundirnar voru margar með fjölskyldunni, jafnt í Reykja- vík sem og á Höllustöðum þar sem hann og Sigrún byggðu sér falleg- an bústað og komu upp grósku- miklu umhverfi. Börnum og barnabörnum var komið á hest- bak, farið í styttri og lengri ferðir fram til heiða eða á aðrar sögu- slóðir. Ekki var síður gaman þeg- ar slegið var upp veislu þar sem sungið var langt fram á nótt. Minnist sérstaklega gleðistundar fyrir nokkrum árum þegar stór- fjölskyldan mætti fyrirvaralaust með pizzur, hljóðnema og hátal- arakerfi í Efstaleitið til að halda upp á afmæli. Það sem átti að vera lítil pizzuveisla með nokkrum söngatriðum endaði sem eitt skemmtilegasta afmæli sem sögur fara af og sé ég enn fyrir mér brosleit andlit allra og heyri hlát- urinn. Tengdapabbi skilur eftir sig stóran hóp afkomenda sem muna góðar stundir með honum. Hann vildi lifa lengur til að fylgjast með þeim og óbornum afkomendum. En stundin hans kom og við mun- um bera áfram minningu hans og segja ungviðinu sögur af forföður þeirra. Megi Guð og góðar vættir styrkja Sigrúnu og fjölskylduna alla. Minningar lifa um glæsilegan og góðan tengdaföður, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir. Ég á margar góðar minningar af fundum okkar afa. Afi var ein- staklega áhugasamur um fólk og þá sér í lagi afkomendur sína. Honum var mjög umhugað að okkur afkomendunum vegnaði vel, vildi allt gera til að greiða leið okkar og hvatti okkur til dáða í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var vaskur til verka, vildi ekki staldra of lengi við ef eitthvað þurfti að gera og það var alltaf eitthvað að gera. „Jæja!“ heyrðist oft af vörum hans og þegar það var sagt í þriðja sinn var eins gott að vera búinn úr kaffibollanum sínum. Einnig eru mér minnisstæðar bílferðir okkar afa. Hann var einstaklega fróður um margt, kunni bæjarröðina frá Reykjavík og heim með skýring- um á bak við bæjarheitin og þótti gaman að upplýsa farþega sína með skemmtilegum fróðleik um staðhætti. Afi var sérlega ráða- góður ef maður þurfti á leiðsögn að halda og var gæddur þeim ein- staka hæfileika að geta metið að- stæður frá sjónarhóli allra aðila. Það er mannkostur sem fleiri mættu rækta. Fyrst og fremst var hann fjölskyldufaðir og var mjög umhugað um að fjölskyldan rækt- aði sitt samband. Ótal skemmti- ferðir og veislur í gegnum árin eru til marks um það. Afi minn, það er skrítið til þess að hugsa að geta ekki tekið upp símann og heyrt í þér þegar mér dettur í hug. Þú vorgyðjan ljúf á sólvængjum silfurbjörtum ert svifin í garð, svo vetrarins skuggi flýr. Hún brennur nú enn í óþreyjufullum hjörtum sú eilífa þrá, er seiðir hvert barn til þín. Á morgunsins hörpu heyri ég streng þinn óma. Mér hlýnar í geði, birtir um farna slóð. Við árdagsins skin og heiðríkju þinna hljóma ég hylli þig vor, og syng þér mín gleðiljóð. (Jónas Tryggvason) Þinn dóttursonur, Ólafur Freyr Birkisson Það var fallegan og sólbjartan vetrardag að afi okkar kvaddi þessa jarðveru. Afi var góður maður, afar hnitmiðaður og heið- arlegur í tali og með afbragðs- minni. Það var alveg sama hvað maður spurði afa um, alltaf var hann til staðar með svör á reiðum höndum. Leita mátti í viskubrunn hans og óþarfi að fletta upp í bók- um – svo vel var hann lesinn. Afi hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og bjó yfir þeim einstaka hæfileika að nóg var að nefna nafn eða bæ þannig að hann kunni deili á einstaklingum. Gat hann rakið ættir þeirra langt aftur og jafnvel nefnt hesta þeirra líka. Þegar keyrt var norður með afa fékk maður að heyra sögur af nánast sérhverjum bæ og hól, sumar ótrúlegri en aðrar en eflaust allar sannar. Í sveitinni leið afa best. Þar átti hann heima og ef eitthvað kom upp á var alltaf spennandi að fylgja afa. Ef hestar komust í gegnum girðingu keyrði hann upp á veg, stöðvaði bílinn og sagði hvar ætti að standa. Það var þá ráðgáta hvernig hann gæti séð fram í tím- ann hvert hestarnir myndu hlaupa. Afi hafði gott auga fyrir fötum, var mikill gjafamaður og keypti oft hinar fallegustu flíkur fyrir Sigrúnu og afkomendur. Þetta góða auga þýddi jafnframt að ekk- ert barnabarn fékk að hlaupa um með göt undir sokkunum og ef afi sá það var sá hinn sami kallaður til hans. Afi dró þá upp nál og tvinna og bætti sokkinn. Það var alltaf gott að líta við til þeirra Sigrúnar enda höfðingjar heim að sækja. Á Háteigsvegin- um, Setrinu og síðar í Efstaleitinu voru haldnar fjölmargar veislur, afmæli, útskriftir og skírnir. Á jól- unum var sérstaklega gaman að koma í heimsókn. Fallegu jólaóró- arnir hafa ávallt sett hátíðlega mynd á stofuna og hefð var fyrir því að leysa myndagáturnar sam- an. Möndlugrauturinn er eftir- minnilegur og síðar reyndum við að leggja leið okkar til þeirra á að- fangadag til að fá smá kakó og kramarhús. Við hátíðleg tilefni var ein okkar helsta tilhlökkun að hlusta á ræður hans afa. Þær voru hnyttnar, passlega langar og settu svip sinn á samkvæmin. Hann var ákaflega góður ræðumaður og þegar hann talaði var hlustað með mikilli eftirtekt. Margar góðar minningar standa eftir um flotta fyrirmynd sem hefur kennt okkur margt. Afi var stoltur af sínu fólki. Það verð- ur tómlegra nú og sársaukinn sár. Sorgin er sveiflukennd. Einhvers staðar, hinum megin, hlökkum við þó til að sjá hann aftur, jafnvel þjótandi um á gráum gæðingi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíldu í friði, elsku afi. Þú varst, ert og verður okkur dýr- mætur. Helga Kristín, Hildur Þóra, Katrín Unnur og Karl Hákon Ólafsbörn. Nú er hann allur mágur minn Páll, jafnan kenndur við Höllu- staði og af hinu fræga Guðlaugs- staðakyni, sem frægt er fyrir ágætar gáfur, orðgnótt, en sér- sinna í mörgu. Það var skammt stórra högga milli í fjölskyldu hans er Már bróðir hans lést þann 31. okt. sl. Ég komst fyrst í kynni við Pál er við hittumst á fundum á vegum Framsóknarflokksins á sjöunda áratugnum, en þá var ég formaður Félags ungra framsóknarmanna í Kjósarsýslu. Eigi urðu þau samskipti þá mjög djúpstæð, enda skildi leiðir í pólitíkinni. En kynni okkar áttu eftir að endurnýjast er ég gerðist skóla- stjóri á Hvammstanga. Þar kynnt- ist ég vel stjórnmálamanninum Páli. Hann var mjög ötull að vera með fundi í sínu kjördæmi, er allir voru boðnir velkomnir til. Fund- irnir með honum voru mér mjög gefandi og skemmtilegir í alla staði í stjórnmálalegu tilliti. Að fá góð andsvör voru hans ær og kýr, líf og yndi. Hann minntist þess í ræðu á fimmtugsafmæli mínu að kommarnir á Hvammstanga væru skemmtilegustu kommarnir sem hann hefði kynnst. Við áttum þó eftir að kynnast enn betur er systir mín og Páll felldu hugi saman. Þau voru gefin saman í Þingvallakirkju 18. ágúst 1990 á afmæli Reykjavíkurborgar – þau náðu að eiga 30 ára brúð- kaupsafmæli. Ég tel að það hafi verið hin mesta gæfa fyrir þau bæði, enda stóð hjónaband þeirra alla tíð á mjög traustum grunni. Þá kynntist ég manninum Páli enn betur. Hann kom mér fyrir sjónir sem mikill fjölskyldumað- ur, hrifinn að vonum af sínum af- komendum. Hann naut sín best er öll fjölskyldan var saman komin og börnin fengu að leika aðalhlut- verkin í þeirri gjörð. Þá ljómaði hann allur, sér í lagi sem þau voru yngri, við söng, dans, sprell, eða aðrar skemmtilegar uppákomur. Þá var Höllustaðabóndinn aldeilis í essinu sínu. Páll var vaxinn úr hinum besta jarðvegi, menntaður ágætlega sérstaklega varðandi sögu þjóðar og tungu. Eins almennum stjórn- málum, enda fylgdist hann grannt með öllum atburðum er þau varð- aði hérlendis sem erlendis. Hann var fastur fyrir, aðsjáll en dulur og eigi þjáll er við andstæðinga var að glíma í pólitíkinni. Þess vegna á þessi limra eftir hann vel við: Athafnalífið er lotterí og leggur til margs konar getterí heldur fólkinu hressu og með hliðsjón af þessu er gjaldþrota banki hreint smotterí. Þannig leit hann á þjóðmálin að mínu mati. Páll mat menn eftir hversu lengi þeir töluðu í síma, tvær mín- útur voru ágætar, en fimm mín- útna símtal var alveg glatað að hans mati. Páll var mikill smekkmaður varðandi klæðnað konu sinnar, hann valdi mestallan fatnað á systur mína. Notaði nál sem frá- bær saumakona ef laga þyrfti eitt- hvað. Milli okkar Páls var einhver strengur sem hvorugur fór yfir, sérstaklega í pólitík. Báðir vorum við svarnir andstæðingar Evrópu- sambandsins og litum við til þess að þjóðin bæri höfuðið hátt eins og á Þjóðveldisöldinni. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum er hann var spurður um líð- anina, „Hef það gott“. En tveimur dögum áður en hann fór á líkn- ardeildina spurði Helga hann hvernig hann hefði það. Þá var svarið: „Helga mín, ég hef það bölvað.“ Litríkur persónuleiki er hér kvaddur. Hann fer stoltur á fund feðra sinna að góðu dagsverki loknu. Systur minni og öðrum að- standendum sendum við Helga okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði. Eyjólfur Magnússon Scheving. Með söknuð í huga kveð ég kæran fóstra minn, Pál Péturs- son. Hann var öllum þeim sem honum kynntust eftirminnilegur, enda sterkur persónuleiki sem setti mikinn svip á umhverfið. Ég hitti Pál í fyrsta sinn þegar hann og Sigrún fóru að draga sig saman, en ég var svo lánsöm að fá að búa hjá henni og dætrum henn- ar, Sólveigu Klöru og Ragnhildi Þóru Káradætrum, á mennta- skólaárunum. Sigrún bauð Páli á ball og úr varð þrjátíu ára farsælt og ástríkt hjónaband. Páll flutti til okkar í Skipasundið og frá fyrsta degi gekk sú sambúð vel. Á þess- um árum var Páll forseti Norð- urlandaráðs og ferðaðist mikið starfsins vegna. Hann var mikill höfðingi og færði okkur stelpun- um nær ávallt gjafir þegar hann Páll Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.