Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 42

Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 þú og hvað ertu að gera hér? Þeg- ar ég hafði stunið því upp að ég væri þessi nýi formaður SUF þá sagði hann: Já komdu sæll og blessaður, við skulum koma í kaffistofuna. Þar kynnti Páll mér hvernig þingflokkurinn starfaði. Þetta voru mín fyrstu kynni af Páli sem þá strax þróuðust í góðan vinskap. Við vorum ekki alltaf sammála en aldrei kom til hvassra orðaskipta milli okkar nema þegar kom að atkvæðagreiðslunni um EES-samninginn. Páll var kjarkaður og hvatvís bardagamaður, orðheppinn og mælskur, sannfæringu sinni trúr og öflugur baráttumaður sinnar sveitar. Hann var stjórnsamur og lá ekki á skoðunum sínum. Margir hafa því kannski upplifað hann harðan og óvæginn en þeir sem til þekkja vissu að undir þessu hrjúfa yfirborði bærðist hlýtt hjarta. Því hafa margir kynnst því sporleti spurðist aldrei til hans. Í deilunni um byggingu Blönduvirkjunar var hann sann- færingu sinni trúr. Hann hafði kjark til að berjast gegn virkjun- inni í andstöðu við marga af sínum dyggustu stuðningsmönnum. Þegar Páll gerði sér grein fyrir að baráttan væri töpuð beitti hann sinni pólitísku kænsku af öllum þunga í baráttunni fyrir því að samfélagið á svæðinu fengi sem mest fyrir fórnina. Páll hafði alla tíð gott vald á að lesa í hin pólitísku spil og meta stöðuna. Þegar ég kem inn á þing 1991 þá var Páll búinn að vera lengi formaður þingflokksins og mörgum í okkar röðum fannst alltof lengi. Hann var með gífur- lega reynslu og hafði aflað sér mikils trausts hjá pólitískum and- stæðingum við að ná sátt um þing- störfin hverju sinni. Þrátt fyrir þetta fannst samherjunum að nú væri tími til kominn að skipta um formann. Þó nokkrar atlögur voru gerðar að Páli en allar stóð hann þær af sér. Vorið 1994 kallaði hann mig til fundar við sig og sagði mér að nú nennti hann þess- ari baráttu um þingflokksfor- manninn ekki lengur og ætlaði að gera tillögu um mig sem formann því hann vissi að „hælbítarnir“ eins og hann kallaði þá gætu sætt sig við mig. Þarna var Páll farinn að hugsa til næstu kosninga og hvað tæki við í framhaldi af þeim. Við Páll vorum nánir samherjar bæði á þingi og í ríkisstjórn og átt- um fyrir utan það sameiginlegt áhugamál sem var hrossaræktin. Það áhugamál okkar ræddum við oft og þar var Páll á heimavelli og smekkmaður. Því miður entist honum ekki aldur til að sjá yngsta afkvæmi sitt undan Spuna spretta úr spori á heiðunum fyrir norðan. Páli kynntist ég best þegar hann og Sigrún vinkona mín fóru að búa saman. Þá vorum við Sigrún bæði í forystu fyrir framsóknarmenn í Reykjavík og ég því tíður gestur á heimili þeirra. Sigrún er einstök mannkostamanneskja, jarðýta til allra verka, umhyggjusöm og trygglynd og þess fékk Páll svo sannarlega að njóta síðustu árin. Komið er að kveðjustund. Sam- leið góð vörðuð minningum mörg- um og góðum er þökkuð heilshug- ar. Við Kristín sendum Sigrúnu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Finnur Ingólfsson. Páll Pétursson lést 23. nóvem- ber sl. Páll var maður sterkra skoðana og var öflugur í störfum sínum, lá ekki á skoðunum sínum og fylgdi málum fast eftir. Hann var mikill framsóknarmaður, hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og þannig var það til síðasta dags. Þegar kosningar voru í gangi var mikill hugur í karli og á síðustu ár- um hringdi hann gjarnan til að fylgjast með hvernig útlitið væri í gamla heimahéraðinu og var ekki alltaf ánægður með stöðu flokks- ins, hann ætti meira skilið. Á okkar ungu dögum lentum við í því að vera óskaplega ósam- mála, tókumst fast á, féllu þá stundum stór orð sem sum hefðu eftir á að hyggja betur verið ósögð. Átökin um Blönduvirkjun voru mikil og erfið, það voru sterkar skoðanir og hiti í málum. Á þessum árum áttum við ekki samleið þótt báðir værum miklir framsóknarmenn. Að takast á um málefni getur líka verið þroskandi og mikil reynsla, en í miklum hita- málum getur tekið tíma að vinna sig í gegnum þau. Ég held að þeg- ar við flokksbræðurnir litum til baka í fyllingu tímans höfum við litið til þessara átaka með gagn- kvæmri virðingu. Páli voru falin mörg trúnaðar- störf innan Framsóknarflokksins á hans langa þingmannsferli, var þingflokksformaður og síðar ráð- herra. Þegar Páll varð félagsmálaráð- herra, sem hann var nokkuð lang- an tíma, varð samstarf okkar nokkuð mikið bæði á sviði sveit- arstjórnarmála og málefna fatl- aðra auk málefna innan héraðs. Þetta samstarf var mjög gott og efldi samskipti okkar og jók á gagnkvæma virðingu. Það má segja um samstarf okk- ar Páls að það hefur verið lær- dómsríkt og fyrir það vil ég þakka. Þessi samskipti hafa verið þrosk- andi og kennt mér margt, meðal annars að engir hlutir eru sjálf- sagðir og að traust og gagnkvæm virðing eru nauðsynlegir ferða- félagar í samstarfi manna. Það var mikið áfall fyrir Pál og börnin hans þegar kona hans Helga lést langt um aldur fram. Helga var mikil ágætiskona sem studdi mann sinn í öllu hans fé- lagsmálavafstri. Það var mikið lán Páls þegar hann kynntist síðar Sigrúnu Magnúsdóttur sem er mikilhæf fé- lagsmálakona og ekki skemmdi að hún var framsóknarkona. Sigrún hefur verið stoð hans og stytta, ekki síst eftir að heilsan fór að gefa eftir. Páls verður minnst sem öflugs félagsmálamanns með sterkar skoðanir og fylginn sér. Við Vilborg sendum Sigrúnu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Valgarður Hilmarsson. Í dag kveðjum við Pál Péturs- son, fyrrverandi alþingismann, ráðherra og bónda á Höllustöðum. Með honum er genginn drengur góður og eftirminnilegur persónu- leiki. Páli var hugleikin umgengnin við landið. Var hann þeirrar skoð- unar að umgengnin væri vart bet- ur tryggð en með eignar- og yfir- ráðarétti bænda. Tengsl bænda við landið, bæði tengsl bóndans við bújörð sína og kannski ekki síður við heiðarnar, afréttinn. Besta tryggingin fyrir skynsam- legri notkun og varðveislu lands- ins væri einmitt í því fólgin að þessi réttur yrði virtur áfram. Páll var sannur framsóknarmaður. Að styrkur Framsóknarflokksins væri það sem mestu máli skipti til þess að tryggja þjóðinni farsæla forystu. Ég er ekki frá því að sumum hafi komið á óvart er Páll var skip- aður félagsmálaráðherra 1995. Að bóndinn á Höllustöðum ætti að stýra umbótum á þeim vettvangi, kratarnir voru ekki lengi að finna að þessu og uppnefndu hann Póst- inn Pál. Páll sagðist í raun þakk- látur athyglinni, hann gleymdist þá ekki á meðan, meðan aðrir væru uppteknir af því að horfa á naflann á sér. En Páll kunni að nota móðurmálið, var hnyttinn í orðum og spaugsamur enda einn besti hagyrðingur á þingi. Ráðherraára Páls verður ekki síst minnst er þau tímamót urðu í sögu jafnréttismála að körlum var tryggður réttur til töku fæðingar- orlofs 2001. Gríðarlegt framfara- skref fyrir fjölskyldur á Íslandi. Þá markaði Framsóknarflokkur- inn þá framtíðarsýn að karlar og konur skiptu með sér umönnun barna sinna og gætu jafnframt tekið jafnan þátt í launavinnu sem og öðrum störfum utan heimilis. Og enn í dag erum við framsókn- armenn að vinna eftir arfleifð Páls að umbótum í málaflokknum. Páll var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður, hann var duglegur að fylgjast með lífi og velferð barnabarna sinna. Sú hlið á Páli var að mörgu leyti önnur en sú sem sneri að stjórnmálabarátt- unni. Páll missti sína fyrri konu, Helgu Ólafsdóttur, 1988 og taldi sig heppinn að kynnast Sigrúnu Magnúsdóttur. Samband þeirra var þeim báðum hamingjuríkt. Svipuð sýn þeirra til stjórnmála var þeirra styrkur og bæði fundu fyrir styrk að eiga hauk í horni. Það voru ekki síður fréttir fyrir landsmenn er það spurðist út að Páll væri sérlegur stílisti Sigrún- ar, keypti á hana kjóla sem Sig- rúnu þótti sérstaklega vænt um. Páll og Sigrún náðu þeim gleði- lega áfanga að halda upp á 30 ára brúðkaupsafmæli sitt í ágúst sl. Það eru ekki nokkur önnur hjón á Íslandi er hafa bæði gegnt formennsku í þingflokki og emb- ætti ráðherra í ríkisstjórn. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- ustu ár var Páll öllum stundum að fylgjast með þjóðfélagsmálum. Þegar Sigrún gegndi embætti um- hverfis- og auðlindaráðherra var Páll duglegur að upplýsa sína konu um hvað gengi á í samfélag- inu, þann daginn. En Páll á Höllu- stöðum var einstaklega traustur og tryggur, ötull og óþreytandi baráttumaður. Að leiðarlokum vottum við Elsa Sigrúnu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúð. Við framsóknarmenn minn- umst ráðherra og alþingismanns með djúpri virðingu og þakklæti fyrir störf í þágu Framsóknar- flokksins og þjóðarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar- flokksins. Eðli málsins samkvæmt og miðað við lífsins gang hverfa nú af heimi, að manni finnst með alltof stuttu millibili, margir sem ég hitti fyrir á Alþingi í upphafi þing- mennsku minnar. Einn þeirra og ekki síst eftirminnilegur var Páll Pétursson frá Höllustöðum. Svo tókst til að ég erfði sæti for- vera míns, Stefáns Jónssonar, í undirbúningsnefnd með Færey- ingum og Grænlendingum um stofnun formlegs samstarfsvett- vangs þjóðþinga vesturnorrænu landanna en upp úr því spratt Vestnorræna ráðið. Páll leiddi þetta starf af hálfu Íslands af röggsemi og þarna gafst mér það að kynnast honum betur og nánar strax á fyrstu árunum en ella hefði orðið. Og ekki bara honum því í þessu undirbúningsstarfi voru einnig kempur eins og Jonathan Motzfeldt og Erlendur Patursson. Vestnorrænt og norrænt samstarf var Páli alla tíð hugleikið og leiðir okkar lágu mikið saman á slíkum vettvangi í viðbót við tuttugu ára samveru okkar á þingi. Minnisstæð er mér ferð með Páli til Færeyja haustið 1987, ein- mitt á fyrsta ársfund Vestnor- ræna ráðsins sem haldinn var þar. Þá var erfiður tími hjá Páli vegna veikinda fyrri eiginkonu hans, Helgu, sem hann missti snemma næsta ár. Þá kynntist ég annarri hlið á þessum manni sem verkað gat hrjúfur og nokkuð stórskorinn út á við. Hann var líka mikil til- finningavera og við ræddum margt um lífið sjálft á þessum dögum í Færeyjum. En lífið hélt áfram hjá Páli og hann kynntist nýjum og yndislegum lífsförunaut þar sem er Sigrún Magnúsdóttir. Mikið var gaman að skynja þeirra innilega samband, grundvallað á ást og gagnkvæmri virðingu eins og ég upplifði það. Margt mætti segja um per- sónuna Pál Pétursson, litríkur og stór í sniðum sem hann var. Hann var atorkusamur, orðsnjall og gat verið skapríkur, fylginn sér í þeim málum sem hann bar fyrir brjósti enda fékk hann miklu áorkað. Af arfleifð sinni sem félagsmálaráð- herra gat hann verið stoltur og þá ekki síst tímamótalöggjöfinni um fæðingar- og foreldraorlof frá aldamótaárinu. Ég spurði einu sinni Pál út í ungan og þá talinn líklegan tilvon- andi stjórnmálamann sem ég þótt- ist vita að hann þekkti deili á. Svarið var stutt og laggott: „Hann er laupur.“ Þurfti þá ekki að ræða það mál frekar, við skildum hvor annan, sveitamennirnir. Svarið er lýsandi fyrir Pál að því leyti að hann sagði yfirleitt meiningu sína umbúðalaust og þannig að skild- ist. Ég kveð Pál Pétursson með virðingu, þakka honum langa sam- veru á Alþingi og í stjórnmálum og votta fjölskyldu hans allri sam- úð mína og fjölskyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Páll Pétursson var þéttur á velli og þéttur í lund, handtakið traust og maðurinn hraustlegur, fasið heilsteypt. Páll var seintekinn en traustur vinur vina sinna. Við kynnin fann maður að hinir innri þræðir hans voru ofnir úr öðru og mýkra efni en ytra byrðið. Engum sem horfði á þennan hraustlega karlmann með stórar og sterkar hendur og hrjúft yfirbragð gat dottið í hug að hann gæti sest nið- ur og sniðið efni og saumað kjóla á konu sína eða valið fegurstu skart- gripi. Páll var listhneigður, hafði prýðilega söngrödd og einn besti hagyrðingur Alþingis. Hann var þingflokksformaður Framsóknar- flokksins þá ég kom til þings. Hann þótti öflugur og kunni á lög- gjafarstarfið. Eitt vissu menn allra flokka að Páli var hægt að treysta. Hann stóð við orð sín og gerða samn- inga. Menn vissu líka að hann var ekkert lamb að leika sér við í orða- sennum í þingsal. Vel búinn að mælskulist og fær í rökræðu og fastur fyrir eins og bjarg. Glettinn var hann og skemmtilegastur allra á gleðistundu. Páll gekk beint til verka og sagði meiningu sína umbúðalaust og stundum sótti hann af meira kappi en forsjá málstað sinn. Margir muna Blönduvirkjun og átökin sem þá urðu um þá virkjun og landið sem var sökkt undir uppistöðulón. Húnavatnssýsla var þverklofin en Páll fór fyrir náttúruverndarsinn- um og vildi ekki fórna dölum og heiðlendi í afrétti sínum. Átökin voru mögnuð og ég man að Stein- grímur Hermannsson sagðist aldrei hafa komist í annað eins orðbragð og Húnvetningarnir brúkuðu hver við annan. Páll varð undir, það var virkjað og þriðja stærsta stöðuvatn landsins varð til. En þarna gerðist Páll for- göngumaður þeirra lífsskoðana að landið skyldi njóta vafans og land væri dýrmætt. Þarna fór ástar- lautin við Galtará undir vatn. „Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega. Brosa blómvar- ir,“ sagði Jónas í ljóðinu fagra. Í pólitík er betra að vera heill en hálfur og kjósendur virtu Pál sem baráttumann. Þeir dáðust að málafylgju hans og sættust á ný að baki honum. Páll gerði kröfur til ráðherrastarfa og sagði að ekki væri hægt að ganga fram hjá sér, svo mikilvirkur hefði hann verið í að moka stórum og stundum vondum málum ríkisstjórnanna í gegnum þingið. Páll varð félags- málaráðherra í átta ár og þar kom hann mörgum félagslega sinnuð- um málum kynjanna áfram. Alda- mótaárið náði hann fram löggjöf um fæðingar- og feðraorlof. Nú er ekkert mál talið jafn áhrifaríkt í að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Málið er fjölskylduvænt og barna- fólkið minnist hans með þakklæti. Páll var mikilvirkur í Norður- landasamstarfi og þar reyndu gár- ungarnir að hæða hann af því að hann talaði dönskuna eins og flest- ir okkar upp á íslensku og kölluðu hann „Palli på Hallestad“. En Páli brá ekki og einhverju sinni snar- aði hann fram gleðivísu um vin sinn Össur Skarphéðinsson á góðri dönsku, og þá hló þingheim- ur. „Össur, han er min ven, altid er han til stads, nu er han normal igen, nu har hann fået sitt glas.“ Margt var stórt í sniðum í kringum Pál. Við minnumst þess enn þegar hann fagnaði sextugu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Troðfullt út úr dyrum, etið og drukkið, ræður fluttar og loks leiddur inn á dansgólfið stóð- hestur á skaflajárn-um, afmælis- gjöf. Friðrik Sophusson frændi Páls mælti „Þeim er sama um parketið Húnvetningunum.“ Hin síðari ár snerist líf Páls um Sig- rúnu sína sem þingmann og ráð- herra. Fjölskyldan var honum mikils virði, börn og barnabörn þeirra beggja, og óðalið í sumar- húsinu á Höllustöðum var eins og himnaríki. Þar söng Blanda hon- um söngva sína, hann var kominn heim. Drengskaparmaður er horfinn af heimi. Guðni Ágústsson. Páll Pétursson var frábær fé- lagi og góður vinur. Við vorum samferða á Alþingi í tólf ár og náð- um vel saman allan tímann. Páll var öflugur fulltrúi íslenska bændasamfélagsins, blanda af íhaldsmanni og jafnaðarmanni, bráðgreindur, skemmtilegur og miklu velviljaðri og hlýrri en stundum kom fram á hrjúfu yfir- borðinu. Páll unni sinni sveit og hagsmunir Norðurlands vestra áttu hug hans. Ekki var einfalt að eiga við Pál á leiðinni inn á þing en þegar þangað var komið vorum við þingmenn Norðurlands vestra í sama liði hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við Páll ferðuðumst mikið saman, bæði um kjördæmið og svo þegar við sátum saman í þingmanna- nefnd EFTA. Margt bar á góma í samtölum okkar á alvöru- og gleðistundum. Oft vorum við sam- mála en bárum virðingu fyrir sjón- armiðum hvor annars þegar svo var ekki. Stundum göntuðumst við með að Páll hefði bjargað því að Evr- ópuþingið samþykkti EES-samn- inginn á sínum tíma, sem hann var reyndar mjög á móti. Við Páll vor- um saman á miklum fundi þing- mannanefndar EFTA og þing- manna á Evrópuþinginu þar sem við vorum að kynna samninginn og leita stuðnings við hann í Evr- ópuþinginu. Nokkur andstaða var við EES-samninginn í Evrópu- þinginu og einna þéttust hjá breskum íhaldsmönnum en þann hóp leiddi þá Lord Inglewood. Að loknum fundinum, sem stóð lengi dags, var haldin móttaka í tjaldi fyrir utan EFTA-bygginguna og þar var okkur EFTA-mönnum uppálagt að taka Evrópuþing- mennina tali og vinna málið maður á mann. Ég sveif fljótlega á Lord Ing- lewood og samtal okkar hafði ekki staðið lengi þegar hann hafði orð á því að hafa dvalið sumarlangt á Ís- landi á yngri árum í starfsnámi í landbúnaði. Ég innti hann eftir því hvar á landinu þetta hefði verið og hann mundi bara óljóst eftir því að það hefði verið nálægt þorpi sem hét Blönduós. Ég tókst á loft, enda þetta í mínu kjördæmi, og náði upp úr honum að bóndinn hefði heitið „Pétursson“. „Páll Pétursson? Á Höllustöðum?“ spurði ég og fékk já við. „Hann er hérna, ég næ í hann,“ sagði ég og leiddi þá saman. Páll og Robert, sem lávarðurinn hét, höfðu setið hvor á móti öðrum án þess að átta sig á hver hinn var. „You have changed a bit,“ sagði lá- varðurinn. „You too,“ sagði Páll og þeir töluðu svo lengi saman og rifj- uðu upp gamla tíma en hann hafði þá verið sumar í sveit hjá Páli. Eftir þennan fund hvarf and- staða breskra íhaldsmanna við EES-samninginn og hann rann létt í gegnum Evrópuþingið enda ekki nokkur leið fyrir Lord Ing- lewood að ganga á móti honum eftir að hafa verið í sveit hjá Páli Péturssyni. En fyrir mig var þetta ógleymanlegt augnablik sem sýn- ir hvað margt getur gerst sem ómögulegt er að gera ráð fyrir og þeir sem maður heldur að komi ekki að gagni eða jafnvel skemmi fyrir geta orðið að miklu liði. Mér fannst ég læra heilmikið af Páli og er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Hann var ótrúlega glöggur á samfélagið og sam- ferðamenn sína. Ég votta Sigrúnu og öðrum aðstandendum samúð mína en Páll var mikill fjölskyldu- maður. Guð blessi minningu hans. Vilhjálmur Egilsson. Í dag minnumst við Páls Pét- urssonar, fyrrverandi alþingis- manns og ráðherra, sem er látinn á áttugasta og fjórða aldursári. Við eigum það sameiginlegt að vera fæddir og uppaldir í Blöndu- dalnum og ég hef því fylgst lengi með framgangi og störfum þessa frænda míns. Hann hóf ungur bú- skap á Höllustöðum og ungur að árum eða 1974 var hann kjörinn á þing og sat þar samfleytt í tæpa þrjá áratugi. Mér er í fersku minni þegar Páll var fyrst í framboði til Alþingis. Deildar meiningar voru í kjördæminu og þó sérstaklega meðal Húnvetninga um hver skyldi skipa annað sætið á lista Framsóknarflokksins. Nokkrir mjög frambærilegir menn sem urðu síðar stórstjörnur okkar Húnvetninga voru þess albúnir að ríða til þings. Töluverðar svipting- ar urðu sem enduðu þó með því að ákveðið var að tefla Páli fram. Þá var til siðs að allir flokkar höfðu sameiginlega framboðsfundi dag eftir dag fyrir kosningarnar. Þar var oft heitt í kolunum. Páll þóttist eðlilega fær í flestan sjó eins og ungum mönnum er tamt en þó man ég það meðan ég lifi þegar hann kom við hjá pabba gamla eft- ir einn af fyrstu fundunum og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann var ekki að ná sér á strik. Svipurinn á andlitinu var eins og á manni sem lent hefur í lífsháska. Á næsta fund fóru þeir saman frændurnir. Eina ráðið sem Páll fékk var að skrifa fyrstu ræðurn- ar. Ekki veit ég hvort Páll skrifaði margar ræður um dagana en alltaf hefur hann staðið sig með sóma og borið ættjörð sinni og heimhögun- um fagurt vitni. Páll var fé- lagshyggjumaður en hlutskipti hans varð þó að starfa lengi í meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um. Sennilega græddi sá flokkur meira á því en Páll. Páll var að mörgu leyti mikill bardagamaður. Honum þótti sjálf- sagt að láta reyna á styrk sinn í kosningum. Heima í kjördæminu var oft gerð atlaga að honum. Alltaf kom einhver til sögunnar sem taldi sig eiga meira erindi. Páll hafði jafnan sigur nema í síð- asta skiptið sem hann bauð sig fram. Margir sáu þá í hvað stefndi og hvöttu hann til að draga sig í hlé en honum þótti karlmannlegra að falla í bardaga frekar en að renna af hólmi. Fulltrúar á kjördæmaþingi áttu auðvitað heimtingu á því að fá að kjósa enn og aftur farsælan stjórnmálamann. Páll var eflaust langrækinn því hann hafði tölu- vert skap og var stálminnugur. En ekki hefnigjarn. Hann var líka allajafna glað- lyndur og hafði einstaka ánægju af því að segja gamansögur af okkur samferðamönnunum. Átti stundum erfitt með sig því honum þótti sjálfum sögurnar svo skemmtilegar. Sem þær líka voru. Páll var einkar farsæll stjórn- málamaður og þjónaði landi sínu og þjóð af samviskusemi og dugn- aði. Við hjónin vottum Sigrúnu og fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Minning um mætan mann lifir. Þorfinnur og Heiða. Páll Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.