Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 43

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Þegar einhver fellur frá Fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Kær bróðir er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Þegar sólin lækkaði á lofti og haustlit- irnir skörtuðu sínu fegursta Guðmundur Heið- ar Guðmundsson ✝ GuðmundurHeiðar Guð- mundsson fæddist 6. september 1947. Hann lést 12. nóv- ember 2020. Útförin fór fram 24. nóvember 2020. kvaddi Heiðar bróðir minn og mágur þetta líf. Við fráfall hans rifjum við upp gamlar og góðar minningar en stutt er síðan við hittumst og ræddum meðal annars komandi vor og hvernig það yrði. Við ræddum einnig um væntanlegar ferðir í sumarbústaði okkar. Þá kom í hugann sumarvinnan okkar bræðra í sveitinni á árum áður hjá góðu vinafólki á kirkju- staðnum Ytri-Rauðamel á Snæ- fellsnesi. Þá var mjög algengt að krakkar færu í sveit til að létta á ábúendum með störfin. Þar var nóg við að vera við al- menn bústörf. Heiðar var bráð- laginn, vinnusamur, hjartahlýr og glaðværðin ekki langt undan, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Þessir góðu eiginleikar einkenndu hann alla tíð og alltaf var hann mjög bóngóður og hjálpsamur. Gestur bóndi á Rauðamel átti góða hesta, bæði vagnhesta og reiðhesta, en svo breytast tímar með nýjum vél- um og svo einn góðan sumardag kom vörubíll akandi heim að bænum og var það enginn ann- ar en faðir okkar sem kom þar færandi hendi með glænýjan traktor af Ferguson-gerð. Þótt Heiðar hafi verið ungur að ár- um á þessum tíma kom glampi í augu hans þar sem hann sýndi strax mikinn áhuga á vélum og tækjum sem jókst frekar með árunum og lagði hann fyrir sig nám í þeim efnum síðar. Sá áhugi entist alla tíð og varð reyndar að hans aðalstarfi. Það var enginn smá munur að sinna heyskap og öðru með svona gott verkfæri og fengu því vagnhest- arnir að hvíla sig uppi í fjalli eftir þetta. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Innilegar samúðarkveðjur elsku Stína og fjölskylda, ykkar missir er mikill. Gestur Óli og Lea. Bræður tveir standa sam- viskusamlega við hlið ömmu í eldhúsinu og bíða þess að sjá hvor fær að borða meira af eplaskrælingi. Oftast var það sá tvífætti sem fékk að narta eins mikið og hann lysti, en alltaf fékk sá fer- fætti sinn skammt. Þetta var allt hluti af athöfn- inni áður en afi kom heim í há- deginu, en svo var komið að stundinni sem bræðurnir báðir biðu eftir. Að freista þess að leggja afa í glímu! Útkoman var alltaf sú sama, bræðurnir töpuðu! Tilfinningin var samt aldrei ósigur, við vissum það báðir að alveg sama hvað þá var okkur alltaf boðið að reyna aftur næst. Á þennan hátt minnist ég afa Heiðars. Sterkur, sanngjarn og hjartahlýr. Svona kenndi hann okkur það að gefast ekki upp, vera útsjón- arsamir og góðir við náungann. Það skipti ekki máli hvort um væri að ræða tvífættan glókoll eða ferfættan bróður hans. Það fyllir mig gleði og hlýju að vita það að Tryggur tekur á móti þér og heldur verkefninu áfram, að freista þess að leggja klettinn okkar í glímu. En við vitum báðir að enginn getur unnið afa! Kær kveðja. Þinn nafni, Guðmundur Ragnar. ✝ SigurlaugPálsdóttir (Dúa) fæddist í torfbænum á Hól- um í Hjaltadal 10. júní 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Norðurlands á Sauðárkróki 22. nóvember 2020. Foreldrar Dúu voru hjónin Páll Jónsson, fæddur 1896, og Guðrún Gunnlaugs- dóttir, fædd 1905, bændur í 1960, eiginmaður Ásgrímur Sigurbjörnsson, f. 1956, þeirra sonur Gunnar, f. 2000. Páll, f. 1965, eiginkona Mar- grét Grétarsdóttir, f. 1965, syn- ir þeirra Grétar Ingi, f. 1994, Sighvatur Rúnar, f. 1996, í sam- búð með Lovísu Rut Stef- ánsdóttur. Gunnlaugur, f. 1967, eigin- kona Elín Gróa Karlsdóttir, f. 1968, dóttir þeirra María Rut, f. 2007, dætur Gunnlaugs og Sig- ríðar Einarsdóttur eru Særós, f. 1994, Auður, f .1996, í sam- búð með Patrick Skinlo, og Júl- ía, f. 1998. Dóttir Elínar Gróu er Eldey Vala Baldursdóttir, f. 1994. Dúa elst upp í Brekkukoti, hún byrjar snemma að fara á bæi í hreppnum og passa börn. Veturinn 1953-1954 er hún á Húsmæðraskólanum á Löngumýri, eftir það ræður hún sig í vist á Akureyri þar sem hún sinnir barnapössun og heimilisstörfum. Hún vinnur á símstöðinni á Hólum 1955 og fram á haust- ið 1957 er hún fer til Hvann- eyrar í Borgarfirði og vinnur á símstöðinni þar. Á Hvanneyri kynnist hún Sighvati eiginmanni sínum en hann var þar í Bændaskól- anum. Þau hefja búskap að Neðri-Brekku í Saurbæ 1962 og búa þar til haustsins 1966 er þau flytja til Sauðárkróks, en þar var þeirra heimili frá þeim tíma. Útför Sigurlaugar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Brekkukoti í Hjaltadal, síðar Laufskálum. Systkini Dúu eru Trausti, f. 1931, d. 2019, og Anna, f. 1938. Þann 2.5. 1965 giftist Dúa Sig- hvati Fanndal Torfasyni, f. 25.10. 1936, d. 258. 2004, frá Hvítadal í Dalasýslu. Börn þeirra: Guðrún, f. Elsku mamma, nú skilur leiðir um sinn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig nærri mér síðasta mánuðinn og átt með þér góðar stundir þrátt fyrir veikindi þín. Þú stóðst þig eins og hetja til hinstu stundar og saman ræddum við eilífðarmálin þar sem við deild- um sömu skoðunum. Með þakk- læti fyrir allt kveð ég þig með þessum heilræðum og trúi því að við hittumst síðar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók) Guðrún Sighvatsdóttir. Það eru fallegar hugrenningar og minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist elsku- legrar tengdamóður minnar henn- ar Sigurlaugar eða Dúu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var ein- stök persóna, hafði góða nærveru og gott hjartalag, Dúa var lítillát og nægjusöm og gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig, fannst það hinn mesti óþarfi. Hugtakið sælla er að gefa en þiggja átti vel við hana því það var hennar gleði að gleðja aðra. Hún var af þeirri kyn- slóð kvenna sem létu þarfir ann- arra ganga fyrir sínum eigin þörf- um. Fyrir hartnær 30 árum, þegar ég fór að venja komur mínar á Suðurgötuna, var mér tekið opn- um örmum og þannig var það alla tíð, ég vann svo sannarlega í tengdamömmulottóinu. Það bar aldrei skugga á okkar samveru og góðu vináttu. Elsku Dúa mín þakka þér fyrir alla alúðina, elskulegheitin og tryggðina við mig og öll fallegu prjónafötin sem þú prjónaðir fyr- ir strákana mína. Það var gaman þegar þeir voru nýfæddir og voru að fara heim í fallegu ömmuföt- unum sem þú prjónaðir svo vel, með sængina sem þú útbjóst og fallega teppið sem þú prjónaðir. Öll handavinnan þín er mér mikils virði elsku Dúa mín, allt gert af svo mikilli alúð og natni. Alltaf varstu tilbúin að passa strákana fyrir okkur og rétta okkur hjálp- arhönd. Grétar Ingi var mikið hjá ykkur og svo bættist Sighvatur Rúnar við. Það var ómetanlegur tími fyrir þá báða. Gott var að leita til þín og gerði ég það óspart og fékk alltaf góð ráð hjá þér. Þú gafst þér góðan tíma til að spjalla og allir voru jafnir hjá þér hvort heldur sem þeir voru ungir eða gamlir. Þegar við vorum tvær einar á spjalli hin síðari ár sagðir þú mér margt frá þínum yngri árum þegar þú bjóst heima í Hjaltadalnum og eins á Neðri-Brekku í Saurbænum. Það var gaman að hlusta á þig segja frá, oft brá fyrir glettnislegu brosi og þú gerðir óspart grín að sjálfri þér. Þú varst vel lesin og með alla hluti á hreinu, stundum hreinlega fannst mér eins og þú hefðir ferðast út um allt en ég vissi að það var ekki, því að heima leið þér alltaf best. Þú fylgdist alltaf vel með öllu þínu fólki og barst hag þeirra fyrir brjósti þér. Fjöl- skyldan var þér sem gull og ger- semar og þú varst afar stolt af öll- um þínum afkomendum. Í haust þegar ljóst var að hverju stefndi þá dáðist ég að æðruleysi þínu, dagarnir hefðu mátt vera svo miklu fleiri en tím- inn sem þú fékkst heima var okk- ur mikils virði. Elsku Dúa mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Margrét. Tengdamóðir mín, Sigurlaug Pálsdóttir, kvaddi þennan heim sunnudaginn 22. nóvember sl. eft- ir stutta baráttu við hvítblæði. Dúa, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd í Nýja bænum á Hólum í Hjaltadal 10. júní 1934. Ég kynntist Dúu fyrir tæpum 17 árum þegar ég fór með Gulla mínum í fyrsta skipti í heimsókn til fjölskyldu hans á Króknum. Mér og barninu mínu var tekið opnum og hlýjum örmum alveg frá fyrstu stundu. Barnið mitt frá fyrra sambandi varð eitt af barna- börnum hennar, hún sagðist alltaf eiga átta barnabörn. Dúa var ótrúleg og sérstök kona og hefur haft mikil áhrif á mig og skilur eftir margar yndislegar minning- ar. Hún var fyrst og fremst sterk, ósérhlífin, nokkuð sérvitur, afar þrjósk, hafði sterkar skoðanir, var frekar hlédræg og félagsfælin og naut sín best innan um sína nánustu og þá var stutt í húmor- inn og glettnina. Hún var sjálfri sér næg og lifði mínimalískum lífsstíl löngu áður en það orð varð til. Allt var nýtt og geymt sem kom sér afar vel þegar ég þurfti tölur á flíkur, krukkur fyrir sultu eða skókassa fyrir krakkana til að föndra jólapóstkassa í skólanum eða það vantaði annað föndurdót fyrir skólann. Tengdamamma var af þeirri kynslóð kvenna sem hætti að vinna þegar börnin fæddust, sá um heimili og uppeldi, síðar aldr- aða foreldra og svo aðstoð við barnabörnin. Þau ár sem við bjuggum á Sauðárkróki var ómet- anlegt fyrir stelpurnar okkar að geta farið í hlýjan ömmufaðm eft- ir skóla og ófáar stundirnar sat hún yfir yngstu stelpunum ef þær voru veikar heima og við þurftum að vera í vinnunni. Ísinn hjá ömmu var besti ís í heimi og alltaf voru kokteilávextir út á ísinn. Hún sagði mér hvernig hún gerði ísinn og nú munum við hafa ömmuís með kokteilávöxtum yfir hátíðirnar. Við áttum góða stund saman í haust á sjúkrahúsinu á Króknum og ég hafði grun um að það yrði í síðasta sinn sem við tvær ættum stund saman. Við ræddum um fjölskylduna og heimsmálin, væntanlegar kosningar vestan- hafs en hún fylgdist mjög vel með fréttum og öllu sem var að gerast í heiminum og hafði sterkar skoð- anir. Hún sagðist vera sátt við lífshlaupið, mestu máli skipti að allt hennar fólk hefði það gott og væri við góða heilsu, þá væri hún sátt og tilbúin að kveðja. Það var erfitt að geta ekki faðmast vegna sóttvarnareglna þegar ég kvaddi en hún sagðist faðma okkur öll reglulega í huganum. Nú kveð ég þig með sömu kveðju og þú kvaddir mig alltaf þegar við hittumst eða heyrðumst í síma: Þakka þér meira vinan og ég bið ósköp vel að heilsa. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Elín Gróa. Ýmsar minningar hafa leitað á huga þessar vikur síðan móðir mín veiktist og ljóst að komið væri að ævilokum. Hugurinn hefur leitað allt aftur til bernskunnar, hvernig hún hafði mótandi áhrif á athafnir og lífsskoðanir barnsins. Skýr gildi og lífssýn voru á bak við leið- beiningar eða aðfinnslur og greyptust í minni á þeim tíma. Þegar litið er til baka sér maður hvernig fleira í hennar fari og skoðunum hafði áhrif og auðvitað ýmislegt sem betur hefði mátt til- einka sér. Hugurinn hefur leitað til þess tíma þegar ungur maður þurfti að takast á við áföll og sorgir lífsins. Stuðningur hennar var þá án tak- markana, með þeim hætti að tók augljóslega ekki síður á hana en mig. Þessi hægláta kona sýndi þá ekki eingöngu þá hjartagæsku sem hún átti svo ríkulega, heldur þann ótrúlega styrk sem hún bjó yfir og geymdi fyrir aðra sem á þyrftu að halda. Þannig var það jafnan þegar einhver henni ná- kominn átti erfitt, hugur hennar og hjarta var þar óskipt. Hugsunin hefur einnig leitað til samskipta síðustu árin, þegar hug- ur hennar var hjá fjölskyldum okkar barna hennar. Hún spurði mig ævinlega um líðan allra, El- ínar, dætranna og tengdafólks. Hvort öllum heilsaðist ekki vel og hefðu það gott. Þá var sérstak- lega spurt frétta ef hana grunaði að einhver dætranna gæti átt erf- itt þá stundina eða dvaldi fjarri fjölskyldu. Samtölin enduðu oftar en ekki á spurningunni „er ekki eitthvað sem ég get gert fyrir ykk- ur, Gulli minn?“ Spurning sett fram af einlægni, en jafnan svarað neitandi og svo góðlátlega hlegið saman sem staðfesting á því að það væri ekkert sem hún þyrfti að hafa áhyggjur af. Hún bjóst í raun ekki við öðru, en var samt svo eðlislægt að vera til staðar fyrir aðra að hún fann sig knúna til að spyrja þess- arar spurningar nánast í hvert skipti. Umhyggjusemi og nægjusemi eru orð sem ég tel að lýsi mömmu best, hún lifði lífi sínu fyrir aðra, ekki sjálfa sig. Ekkert veitti henni meiri gleði en að vita að allt væri í lagi hjá öðrum. Öllum gerði hún jafnt, elskaði allt sitt fólk jafn heitt og þótti vænst um þann sem þurfti á því að halda þá stundina. Að leiðarlokum þakka ég móð- ur minni samfylgdina með þess- um erindum. Nú sé ég ljós þitt líða á veg þér lýsa til nýrra heima, en minningarbrotin margvísleg munu þess birtu geyma. Umhyggjunnar ylur þinn áfram hjörtun næra, huga’af myndum fyllast finn mér fallega birtu færa. Athöfn bæði og orðin þín okkar leiðir varða, á gildi lífs þín ljós var sýn þar lagðir réttan kvarða, lítt gagnist heimi gáfur, vit ef góðvild alla skortir. Frá lífi þínu leggur glit sem ljóð til okkar ortir. Í huga mér lifa minningar um mömmu sem fallega ort ljóð. Takk fyrir allt. Gunnlaugur Sighvatsson. Á kveðjustund hvarflar hugur- inn um farinn veg og hve mikið ég hef lært af þér á þeim tíma sem ég hef þekkt þig, ég held að enginn hafi haft eins miklar áhyggjur af öðrum um ævina og þú, það var sama hvort var verið að ferðast eða bara að fara í vinnu, alltaf fannst þér að væri of mikið að gera fyrir aðra en hugsaðir ekki um þig. Það sést ef horft er til nágrenn- is þíns hvað þú varst t.d. dugleg við að hreinsa og eyða njólum í nágrenni þínu, þegar enginn sá til, ég man líka þegar við Gunnar vorum að keyra eftir Laugar- túninu að kvöldlagi þegar þú varst úti á götu að brjóta upp klaka svo vatnið kæmist í niður- fallið en rynni ekki eftir götunni og gæti myndað ísingu þegar frysti. Það sem ég lærði af okkar sam- skiptum er að það eru ekki allir eins og með sömu skoðanir og áhugamál, það tók mig mörg ár að skilja að þú vildir ekki vera mikið á ferðinni og hitta annað fólk, en varst þeim mun ánægðari þegar komið var í heimsókn til þín, sér- staklega á ég eftir að sakna föstu- dagskaffis sem var venja að koma í eftir vinnu í vikulokin, þá var mikið rætt um landsins málefni jafnt sem fjölskyldumál. Þú vildir alltaf fara þá leið sem að þú taldir að kæmi öðrum betur og taldir léttara fyrir þann sem var að gera hlutina, við vorum orðin nokkuð góð í að komast að samkomulagi um hlutina, sem dæmi var slátturinn á garðinum, ég vildi bera áburð á garðinn, slá oft og hafa lítið gras á haustin, þú vildir ekki bera áburð á, slá sjald- an og hafa mikið gras að hausti, samkomulagið var að það var bor- inn á áburður, slegið oft og mikið gras var eftir að hausti og svo var farið í kaffi eftir hvern slátt. Að lokum vil ég þakka fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér í gegnum tíðina og aðstoðina og umhyggjuna fyrir Gunnari, sér- staklega meðan hann var lítill. Ásgrímur Sigurbjörnsson. Sigurlaug Pálsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUNNHILDUR JÚLÍA JÚLÍUSDÓTTIR, Vesturgötu 43, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi föstudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt frá vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Smári Hannesson Ásdís Elín Smáradóttir Birgir Örn Hansen Gunnhildur Priyani Hansen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.