Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 44

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Undir iljum ögn moldar þú sem yljuð varst lífi, líkn sólar og handa. Úr und hefur dreifst út um moldina blómum. (Pétur Pálsson) Ég þakka þér Helga mín að leiða mig inn í helgi náttúrunnar að elska fugla, tré og steina. Ég þakka þér að leiða mig inn í töfra ævintýranna að elska hulda vætti og engla. Ég þakka þér fyrir að leiða mig í heim hugsjóna að elska frið, jafnrétti og trú. Ég þakka þér fyrir að leiða mig inn í hús skáld- anna að elska ljóð og sögur. Ég þakka þér fyrir að leiða mig inn í gleði tónlistarinnar að elska söng, spuna og hlátur. Ég þakka þér fyrir að leiða mig inn í fegurð sköpunarinnar að elska liti, form og efni. Ég þakka þér fyrir að leiða mig inn í undur stjarnanna að elska drauma og fegurð lífsins. Ég þakka þér Helga mín fyrir leiðsögnina umhyggju þína og hvatningu. Elísabet Pétursdóttir (Ellý frænka). Nú er síðasti frumbyggi Reyk- holts fallinn frá, við bræður, Sig- urjón, Ágúst og Stígur, viljum minnast Helgu í nokkrum orðum. Allt frá því að við munum eftir okkur kemur Birkilundur fyrst upp í hugann. Þarna var maður eins og grár köttur öll sín upp- vaxtarár. Það var eitthvað svo merkilegt við Birkilund sem var ekki annar staðar, t.d. ef sólin skein og hlýtt var í veðri strípl- uðust allir berir í skóginum og Helga Pálsdóttir ✝ Helga Páls-dóttir fæddist 18. september 1936. Hún lést 12. nóv- ember 2020. Útför Helgu fór fram 4. desember 2020. þótti ekkert merki- legt. Meira að segja var Helga oft ber að ofan og lá í sólbaði og við kipptum okk- ur ekkert upp við það en það var talað um þetta um alla sveit. Helga var nefnilega engum lík, afar frjáls í fari, lit- rík og afar stoltur einstaklingur. Alltaf ljúf og góð við alla en gat verið ströng ef henni ofbauð, og svo var hún afar vinstrisinnuð og hafði þannig áhrif á mann að maður kaus fyrstu árin til Alþingis það sama og hún. Það var nefnilega þannig að ef sólin var að hugsa um að skína þá urðu allir kaffibrúnir í Birkilundi en við hin eins og end- urskin. Eitt sinn reif ég mig úr öllu og striplaðist með hinum, en eftir daginn skaðbrann ég á rass- inum, Helgu fannst þetta ægilega fyndið. Svo var það furðulegast af öllu, að það uxu vatnaliljur í skurðinum í Birkilundi, í skurðinum rann af- fallið frá gróðurhúsunum og ým- islegt frá klósettum. Okkur fannst líka margt dularfullt við Helgu, hún gat búið til súpur úr öllu, njólasúpu, hvönn var notuð og margt annað. Stundum fannst manni að hún hlyti að vera fjöl- kunnug. Eftir að árin færðust úr stað lékum við saman hjá leikfélaginu og var þar margt brallað og ef okkur datt í hug að gera okkur glaðan dag var farið í Birkilund til Helgu og hún tók upp gítarinn og slegið var upp partíi. Helga var mjög listelsk og kenndi við barna- skólann og þar fékk maður að reyna sig við listir en okkur var ætlað eitthvað annað en að teikna og mála. Helgu var margt til lista lagt, en þó allra besta voru kaffiuppá- hellingarnar, sterkara kaffi var ekki hægt að fá í sveitinni enda eftir þetta þýðir ekkert að bjóða okkur bræðrum upp á neitt piss í kaffi og öðru. Elsku Helga, margs er að minnast frá liðinni tíð sem ekki kemst fyrir hér en við búum að því innra með okkur og yljum okkur við þær minningar. Þetta var dásamlegur tími sem við mótuð- umst af og þar áttir þú hlut að máli. Þú varst yndisleg og góð við okkur og það var dásamlegt að eiga ykkur öll að. Við kveðjum þig með söknuði og njóttu vel í sumarlandinu. Við vottum allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og megi allt gott geyma ykkur. Virðingarfyllst, Sigurjón Sæland, Ágúst Sæland, Stígur Sæland. Alpahúfudrottningin Helga Páls, sem líklega var ættuð frá Suður-Ameríku þótt hún hafi eytt megni ævi sinnar í Biskupstung- um, hefur nú lagt í sína hinstu ferð. Hún situr eflaust þarna hinum megin með alpahúfuna, spilandi á gítar brosandi út að eyrum með hóp af fólki í kringum sig því það var gott að vera í kringum Helgu. Líklega var búið að úthluta Helgu framtíð á suðrænum slóðum áður en hún fæddist, þar sem sól skín alla daga og fólk er súkku- laðibrúnt allan ársins hring. En al- mættið hefur síðan metið sem svo að það væri þörf á smá latínó í uppsveitum Árnessýslu, nánast upp við jökla hálendisins. Helga var náttúrubarn sem unni sér vel í sveitinni þótt ekki væri hún suð- ræn. Og sannarlega kom hún með suðræn áhrif í samfélagið þar sem gleði, litir, söngur, listir og eins konar áhyggjuleysi var haft meira í forgangi en almennt tíðkaðist á hefðbundnum sveitaheimilum þess tíma og gerði samfélagið lit- ríkara. Helga bjó í Birkilundi í Reykholtshverfinu þar sem hún og Ingi voru landnemar og rækt- uðu mikinn skóg úr mýri. Á mín- um uppvaxtarárum var Birkilund- ur eins konar umferðarmiðstöð ungmenna og þar var sko gaman. Ég var í miklum samskiptum við Helgu á mínum barnaskólaárum sem hafði mikil áhrif á mig og hvernig ég el upp mína stráka og fyrir það langar mig þakka, elsku Helga. Að vera ekki að festa sig í of miklum reglum, boðum eða bönnum heldur meira njóta, vera vinur barna sinna og vina þeirra. Á tímabili var Helga vinsæll myndmenntakennari í Reykholts- skóla sem náði vel til krakkanna. Hún var hugmyndarík og skap- andi og tókst að gera þessar kennslustundir uppáhalds þótt maður hefði enga listræna hæfi- leika. Best þekkti ég þó Helgu sem mömmu Lollu æskuvinkonu minnar. Það var alltaf velkomið að koma í Birkilund, oftast gist og ekki skipti máli hversu marga daga ætlunin var að gista eða hversu margir, það var alltaf nóg pláss fyrir einn í viðbót. Það var heldur ekkert verið að stressa sig á tiltektum eða hvernig ætti að metta alla þessa munna, það bara reddaðist. Oft var bakað og þá prufað að setja saman alls konar efni sem alla jafna voru ekki í venjulegum kökum. Helga var oft jafn spennt og við vinkonurnar yf- ir hvað kæmi úr ofninum og hló þegar kakan reyndist óæt sem var algengt. Helga var líka skapandi í matargerð, gerði ýmsar tilraunir með slátur, t.d. að setja í það rús- ínur. Helga naut sín best innan um allt unga fólkið sem hún sýndi áhuga og spjallaði við. Birkilund- ur með sinn stóra sólskála var eins og vin í eyðimörk, lítil Suður-Am- eríka í miðri sveit líkt og Helga. Síðast hitti ég Helgu fyrir um ári í Eymundsson í bókaútgáfuboði hjá Lollu sem var að gefa út bók. Þar stóð hún og studdi sína stelpu að venju umkringd sínu fólki og með alpahúfuna, alltaf jafn sæt. Þannig var hún og þannig vil ég muna hana. Takk fyrir samfylgdina og mér verður svo oft hugsað til þín þegar ég er á minni umferðarmiðstöð með fullt af ungum drengjum og er spenntust fyrir því að sem flest- ir gisti og það sé gaman. Helga Páls var einstök og minning henn- ar mun ávallt lifa. Jónína Birna Björnsdóttir (Ína). Leó bróðir minn ljónshjarta. Í mínum huga verður hann alltaf Leó bróðir minn ljónshjarta. Hann var mér mjög kær. Ég á svo margar og skemmtilegar minningar. Á okkar yngri árum fannst honum við bræður, ég og Tjörvi, full púkalegir á köflum og lagði mikla áherslu á að við værum svolítið töffaralegir, svona eins og hann. Í mínu tilfelli gekk það nú misvel en hann gafst ekki upp á mér. Ég gæti verið ég sjálfur að öllu öðru leyti. Ég fékk að vinna með honum í byggingarvinnu þegar ég var 17 ára og lærði mikið af því. Um haustið hjálpaði hann mér síðan að eyða sumarlaununum í him- inbláan bíl sem mig langaði rosa- lega mikið í. Við fórum á bílasölu- rúnt, hann varð nú ekki langur, bara tvær bílasölur. Leó bróðir samþykkti töffaravagninn hjá litla bróður og þá þurfti ekki að leita meira. Við unnum saman mörg sumur og það lærðist hratt að maður þurfti að vita hvað maður söng í vinnulistinni með Leó. Ekki mik- ið um bómull þar. Alltaf vorum við settir saman og síðar lærði ég að það var ekki bara vegna þess að ég var sá eini sem hafði þol- inmæði og orku í að vera fastur með honum í tveggja fermetra Leó Jóhannsson ✝ Leó fæddist 12.mars 1981. Hann lést 17. nóv- ember 2020. Útför Leós fór fram 3. desember 2020. lyftu allan daginn heldur vildi hann alltaf hafa mig með sér svo ég myndi vera öruggur og þar myndi ég líka læra af honum sem var best. Ég lærði svo sannarlega heilan helling. Ég átti líka bróður sem var svo nettur að hann fór sko í ríkið fyrir mig og ég var svaka svalur að eiga svoleiðis bróður. Ég fór út að skemmta mér og reyndi að koma mjög var- lega inn til að vekja ekki mömmu. Það þýddi lítið því ein- hvern veginn vissi mamma vissi alltaf hvenær ég fór á ball og hvenær ég var á heimleið. Leó bróðir minn lét hana sem sé alltaf vita þegar ég var að gera eitt- hvað af mér, passaði svo að ég kæmist heim. Ég var nýlega að hugsa til baka og áttaði mig á því að kannski var það heldur alls ekki tilviljun að hann átti það ansi oft til að rekast á mig á förn- um vegi eftir að hafa farið fyrir mig búðarferð. Þá var hann bróð- ir minn að fylgjast með og passa upp á mig eins og hann vildi alltaf gera. Leó bróðir minn ljónshjarta vafði mig ekki í bómull því hann vildi umfram allt að ég yrði sjálf- stæður og sterkur einstaklingur sem var samkvæmur sjálfum sér. Elsku stóri bróðir, ég kveð þig í dag með trega. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég og mín fjölskylda munum halda áfram að hjálpa mömmu að passa upp á prinsessuna þína sem þú varst svo stoltur af. Ef þú vilt gleyma gömlum vetrarhörmum, þá gistu dalinn, bróðir minn. Hann vefur um þig mjúkum móðurörmum og mildar huga þinn. Hann hvíslar að þér ljúflingslögum sínum og lætur ilminn streyma að vitum þér. Hann hvílir þig og vaggar vonum þínum og vermir þig í skauti sér. Hvíldu í friði elsku Leó bróðir minn ljónshjarta. Þinn Atli. Þegar mér barst sú harma- fregn að Leó væri látinn birtist mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum litli góðlegi drengurinn sem stakk höfðinu inn um dyra- gættina í eldhúsinu á Skólabraut- inni fyrir að verða hálfum fjórða áratug, svipsterkur með augun sín brúnu skæru. Hann var hæg- látur og kurteis, örlítið feiminn en umfram allt ljúfur og góðlynd- ur. Það var eflaust ekki auðvelt fyrir lítinn dreng að aðlagast nýj- um aðstæðum en Leó gerði það með sínum hætti. Maður sá það auðvitað ekki þá en skilur það betur núna, að Leó var alltaf reiðubúinn að setja hagsmuni annarra ofar sínum eigin. Hann vildi öllum vel og sóttist ekki eftir átökum. Í hvert sinn sem okkar leiðir lágu saman á síðari árum höfðu þeir eiginleikar hans sem ég veitti fyrst eftirtekt ekkert breyst. Hann var alltaf ljúfur og kátur, góðlyndur og greiðvikinn. En það voru örlögin sem höguðu því engu að síður svo, að Leó þurfti á lífsleiðinni að takast á við stærri og erfiðari viðfangsefni en flest okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Stór og stæðilegur, tæpir tveir metrar á hæð. Blátt áfram og sagði hiklaust sína skoðun. Virk- aði ógnvænlegur með „attitjút“ og kjaftinn út á öxl fyrir þá sem stóðu fyrir utan. Gat virkað frá- hrindandi þeim sem þekktu hann ekki. En fyrir okkur hinum sem þekktum hann blasti bara við okkur yndislegur drengur, hjartahlýr, skemmtilegur og fyndinn öðlingur sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var útlagi, í nútímaskilningi orðsins. Fór sín- ar eigin leiðir, stundum óhefð- bundnar og lét ekkert stoppa sig. Óhræddur, virkaði aldrei smeyk- ur við neitt. Þegar Leó flytur aftur á Akra- nes eftir stuttan tíma í Reykjavík er það greinilegt að hér er dreng- ur sem er á undan sinni samtíð. Unglingsárin eru að hellast yfir, hettupeysur og klofsíðar buxur og glæparapp frá Ameríkunni eru nýjustu trendin. Okkar mað- ur er algjörlega með á nótunum og kynnir þessar nýjungar ásamt framandi tísku áhugasömum Skagamönnum. Með þessu kem- ur þekking og færni á hjólabrett- um. Það skemmir ekki! Vinahóp- urinn styrkist enn frekar þegar í menntaskóla er komið. Rúntur- inn var mikilvægur. Okkar mað- ur á Sierrunni með glæparappið í biluðum græjunum. Það var þó eitt atvik sem batt okkur órjúfanlegum böndum þó við kannski vissum það ekki sjálfir þá. Mómentið þegar sak- leysi unglingsáranna var skyndi- lega kippt í burtu og ískaldur raunveruleikinn bankaði upp á. Leó ásamt nokkrum vinum okk- ar lenti í alvarlegu bílslysi eina vornótt í Borgarfirðinum. Einn lést en Leó ásamt hinum slapp með skrekkinn. Þetta var ein af þessum lífslexíum sem við þurft- um að takast á við. Við gerðum það í sameiningu, héldum hópinn og reyndum að styðja hver annan í sorginni. Hann var hvatvís. Kom sér vel þar sem hann var partur af vina- hópi sem hugsaði sig ekki tvisvar um. Það var margt baukað og misgáfulegt. Við framkvæmdum allt milli himins og jarðar. Leó var handlaginn og honum var margt til lista lagt. Við minnumst einnig skemmtilegra tíma, hvort sem það var á þjóðhátíð, á Hró- arskeldu eða í eftirminnilegum snjóbrettaferðum. Ungt og leikur sér og allt það! Hann var vel lið- inn, þekkti fólk um hvippinn og hvappinn, enda var gott að vera í návist hans. Svo var það „súper- dós og Mars“, maður lifandi! Uppistaðan í fæðunni í langan tíma. Það muna margir eftir þessu slagorði! Hann var barngóður og alltaf gaman að sjá hvað börn sóttu í hann. Það var því himnasending þegar hann eignaðist Íseyju sína en lífið var þá þegar búið að taka sinn toll. Þetta var upp og niður og stundum erfitt að finna með- alveginn. Hann var góður faðir þó hann hafi alltaf þráð að geta tekið meiri þátt. Við munum ávallt sakna þín, kæri vinur. Takk fyrir vináttuna og samleiðina. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Fannar Magnússon, Inga Lilja Sigmarsdóttir, Sturla Magnússon, Stefán Jónsson, Almar Björn Viðarsson, Jónmundur Valur Ingólfsson, Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson. Unglingsárin voru vart að baki hjá Leó þegar fyrsta stóra áfallið reið yfir. Hörmulegt slys, þar sem skarð var höggvið í vinahóp Leós, skildi hann eftir með and- lega og líkamlega áverka og mót- aði árin mikilvægu sem fram undan voru. Ekki löngu síðar varð Leó fyrir alvarlegu vinnu- slysi sem átti eftir að hafa lang- varandi og alvarleg áhrif á heilsu- far hans. Við afleiðingarnar af því háði hann glímu allt þar til yfir lauk. Sú glíma var ekki auðveld og leiddi Leó út á brautir sem fæst okkar rata. Það er ljóður á okkar sam- félagi að jaðarsetja þá sem haldn- ir eru fíknisjúkdómum. Í stað þess að styðja þá og minnka skaðann sem fíknin veldur eru hinir veiku reknir lengra og lengra inn í myrkrið af kerfi sem fyrir löngu hefur sannað skað- semi sína. Leó gekk þann veg nánast á enda en komst samt til baka og hafði náð að snúa taflinu sér í vil þegar ógæfan knúði dyra í hinsta sinn. Leó er fyrstur okkar frænd- systkina, barnabarna Þórðar og Marselíu, til að kveðja, allt of snemma. Hans er sárt saknað og hans er minnst af hlýhug. Minn- ingin um góðlynda og brosmilda drenginn lifir. Það var gæfa Leós í lífinu að eignast sína yndislegu dóttur, Ís- eyju Hrönn, sem hann unni svo áberandi mikið. Leó var líka lán- samur að eiga ást og umhyggju Hrannar móður sinnar óskipta alla tíð. Þær hafa báðar misst mikið en í gegnum Leó eiga þær hvor aðra. Í allri þessari ógæfu er það gæfan mesta. Guð varðveiti og styrki þær mæðgur, bræðurna Atla og Tjörva og aðra í fjölskyldu Leós í söknuði þeirra og sorg. Borgar Þór Einarsson. Mig langar til þess að skrifa nokkur orð um sómadrenginn Grétar Sæmunds- son sem nú er fallinn frá. Ég kynntist Grétari er ég hóf störf hjá Hæstarétti Ís- lands árið 2006 eftir að hafa starfað á öðrum vinnustað í 38 ár samfleytt. Þar sem ég vissi að ég mynda starfa náið með Grétari og þekkti hann að sjálfsögðu ekki neitt var ég svolítið kvíð- inn fyrir hvernig samstarfið yrði við að halda Hæstarétti gangandi. Það kom strax í ljós að sá kvíði var algjörlega óþarf- ur því Grétar reyndist í alla staði mikill ljúflingur og var fljótur að koma mér inn í starf- ið og unnum við saman næstu fimm árin og bar aldrei neinn skugga á okkar samvinnu. Það var greinilegt að Grétar naut mikillar virðingar hjá öllum starfsmönnum réttarins og vandaði hann mjög til allra verka sem hann vann á vegum hans. Það var því auðvelt fyrir mig því ég hafði mjög góða fyr- irmynd í honum. Þegar kom í ljós að ég hafði veitt talsvert í bæjarlækjunum hjá honum og Auði, þ.e. í Flekkudalsá og Hvolsá, fóru ýmsar sögur frá honum á loft um veiðiskap í þessum ám. Það var gaman að hlusta á Grétar segja frá, því hann var mjög nákvæmur í öllum frá- sögnum, fróður með eindæmum Grétar S. Sæmundsson ✝ Grétar S. Sæ-mundsson fæddist 17. mars 1943. Hann lést 8. nóvember 2020. Útförin fór fram 23. nóvember 2020. og sagði skemmti- lega frá. Það var hlustað af athygli þegar hann fór af stað. Grétar var mikill Dalamaður og þeg- ar hann talaði um Dalina var greini- legt að þar var hugur hans og hann sýndi það svo sannanlega í verki. Þegar við hjónin í sumar ókum fyrir Klofning og sáum hverju hann hafði áorkað í skógrækt á Ormsstöðum setti mig hljóðan. Þvílíkur ofurkraftur hefur verið í manninum því það voru alls staðar tré, stór og smá, og þótt ég viti að hann fékk mikla hjálp frá barnabörnum sínum sem hann hrósaði mikið þá hefur þetta verið mikil vinna. Þá ræddum við félagarnir oft um skák, frímerkjasöfnun, skóg- rækt og íþróttir en hann var mikill KR-ingur og MU-aðdá- andi en þar vorum við hvor á sínum pólnum sem gerði um- ræðurnar á mánudagsmorgnum oft skemmtilegar. Þá var hann mikill fjöl- skyldumaður og ég man alltaf hvað hann var glaður þegar Selma dóttir hans og fjölskylda hennar fluttu heim alkomin frá Danmörku. Ég veit ég tala fyrir hönd allra þeirra sem unnu með hon- um í Hæstarétti Íslands þegar ég segi að þar féll frá mikill öð- lingur sem vann starf sitt af mikilli alúð og samviskusemi. Um leið og við hjónin send- um Auði og allri fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðju vil ég þakka honum, þessum höfðingja, fyrir mjög ánægjulegt samstarf og sam- vinnu. Jónas Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.