Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 „Landið vort fagra með litskrúðug fjöllin leiftrandi fossa og glóð und- ir ís ...“ Íslandi verður vart betur lýst í jafn fáum orðum og í þessum upp- hafslínum úr vel kunnu ættjarðar- ljóði Árna Thorsteinsonar. Fegurð landsins er margrómuð, hróður hennar hefur farið víða enda hafa ferðamenn úr fjarlægum löndum flykkst til landsins undanfarin ár til að þess að upplifa fegurðina með eigin skilningarvitum. Stór hluti þeirra fer með suðurströnd landsins og hinn svokallaða Gullna hring þar sem ákveðnir áfanga- staðir hafa verið svo vinsælir að þar verður vart þverfótað í mann- mergðinni. En Ísland er svo miklu meira en Gullfoss, Geysir og Þing- vellir. Um allt land eru náttúru- perlur sem margar hverjar hafa sloppið tiltölulega vel við þann átroðning sem fylgt hefur auknum straumi erlendra ferðamanna. Kannski er best að svo verði áfram. Við getum líklega aldrei kynnst náttúru landsins til fullnustu. Þótt landið sé smátt eru enn þá svæði þar sem fáir hafa komið sökum þess hve afskekkt þau eru og erf- itt að komast þangað. Enn þá eru til staðir þar sem engir hafa stigið niður fæti því að hraunflákarnir geyma leyndardóma sem hafa ekki enn þá verið uppgötvaðir. Íslendingar hafa frá upphafi byggðar borið óttablandna virð- ingu fyrir óblíðum náttúruöflunum og óbyggðunum. Um aldir þorði enginn að ferðast um hálendið eða upp á jökla. Í uppeldi fyrri kyn- slóða var fólki innrætt að storka ekki náttúrunni og hinu óþekkta sem í henni gat leynst. Um það bera þjóðsögurnar vitni. Samband manns og náttúru átti sterkar ræt- ur í þjóðtrúnni. Ekki var gott að vita hvað bjó í dulúð þokunnar og ekki skyldi maður styggja íbúana í hamrinum háa. Hætti maður sér of langt frá bæ gat alls konar ill- þýði orðið á vegi manns, hvort sem það voru urðarkettir, skoffín eða skuggabaldrar, finngálkn, tröll og útilegumenn. Brýnt var fyrir börn- um að sundra aldrei fuglshreiðrum eða deyða mýs í haga. Aldrei skyldi slíta niður dordingulsvef, þá myndi ógæfan elta mann jafnvel ævilangt. Þannig var ungviðinu innrættur agi, varúð, mannúð og virðing gagnvart öðru lífi og nátt- úrunni allri, sem ekki skyldi hrófla við að óþörfu. Þessi gildi mættu núlifandi kynslóðir rækta betur því að víða hefur jafnvægi náttúr- unnar verið raskað með of miklu inngripi mannsins og slæmri um- gengni. Hluti skýringarinnar kann að vera sú að sálarleg tengsl okkar við náttúruna rista ekki jafn djúpt og áður. Mörgum virðist jafnvel standa á sama. Í þessari bók er sjónum að hluta til beint að svæðum og náttúru- perlum sem hafa verið lítið áber- andi í því kynningarefni sem ætlað er að laða að ferðamenn. Einnig eru myndir frá þekktari svæðum en með bókinni er leitast við að sýna landið frá ýmsum sjónar- hornum svo að lesandinn geti kynnst því örlítið betur, séð það í nýju ljósi og vonandi um leið ræktað virðingu sína og tengsl við stórbrotna náttúru landsins. Von- andi mun þessi bók koma þeim skilaboðum til framtíðarinnar að lítt snortin náttúra sé mikilvæg og verðmæt auðlind fyrir lífsgæði komandi kynslóða. Náttúruperlur um land allt Bókarkafli | Í bókinni Ísland — Náttúra og undur birtir Ellert Grétarsson fjölbreytilegar ljós- myndir frá ríflega áttatíu stöðum á Íslandi, mynd- ir af fáförnum og áhugaverðum náttúruperlum, hrikalegu landslagi jöklanna, undraheimi hraun- hellanna og ýmsum furðufyrirbærum. Ljósmyndir/Ellert Grétarsson Í tjaldstað Undir Færineseggj- um austan Skeiðarárjökuls. Sumarkvöld Mynd tekin við Kálfshamarsvík á Skagaströnd. Við stuðlaberg Vitinn við Kálfshamarsvík var reistur árið 1939. Axel Sveinsson hannaði þessa fallegu og stílhreinu byggingu sem nýtur sín vel innan um formfagurt stuðlabergið. Ljósmynd- arinn tók myndirnar víða um land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.