Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  289. tölublað  108. árgangur  16 dagartil jóla Sendu jólakveðju á jolamjolk.is HVETUR FÓLK TIL AÐ ANDA MEÐ NEFINU ÞAÐ SELST ALLT UPP SEM HEITIR TAFL NÁLÆGT ÞVÍ AÐ VERA BESTA VIKAN Á FERLINUM DROTTNINGARBRAGÐ 14 INGIBJÖRG MEISTARI 27JÆJA GOTT FÓLK 28 „Þegar vélarnar eru ekki í loftinu þarf að halda þeim við,“ segir Hörður Már Harðarson, yfir- flugvirki Icelandair. Flugvirkjar Icelandair hafa mátt glíma við ný verkefni vegna kórónuveirufaraldursins. Menn sitja ekki með hendur í skauti þótt flug- umferð hafi dregist mikið saman síðustu mán- uði. Sinna þarf flugvélum af kostgæfni þótt þær séu ekki í notkun og tryggja að þær séu til taks þegar kallið kemur. Það er ekki alltaf auð- velt þegar allra veðra er von. Hörður segir að einhverjar vélar Icelandair hafi verið settar í geymslu erlendis þar sem er hlýrra og minni raki. Hann segir að þær verði klárar í slaginn þegar flugumferð fer að aukast á ný. Sama gildir um þær vélar sem geymdar eru á Íslandi. „Við þurfum að halda vélunum flughæfum. Það kallar á að smyrja þær reglulega og bera sérstök efni á bera málmfleti til að verja þá. Þá þarf að setja loftræstikerfi reglulega í gang til að ekki safnist raki í vélunum og jafnvel setja hreyflana í gang,“ segir Hörður Már enn fremur. „Stærsta og mikilvægasta verkið er þó að þvo vélarnar reglulega svo ekki safnist salt og drulla á þær. Það er ódýrasta en besta viðhald sem þú getur beitt; að þvo flugvélar.“ Þurfa fullt viðhald þótt ekki sé flogið Morgunblaðið/Árni Sæberg  Flugvélar Icelandair allar í flughæfu ástandi  Ódýrasta og besta viðhaldið að þvo þær reglulega Í viðbragðsstöðu Flugvirkjar Icelandair sjá til þess að vélar félagsins séu flughæfar þegar kallið kemur. Þessi B757-200-vél var í toppstandi á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páll Ragnar Karlsson, Ph.D. í læknavísindum, var í gær útnefndur „rannsóknarmaður ársins“ hjá Dönsku sykursýkiakademíunni (Danish Diabetes Academy – DDA). Hún veitir árlega tvenn verðlaun þeim sem hafa náð góðum árangri á sviði sykursýkirannsókna og hafa notið stuðnings DDA til rannsókn- anna. Viðurkenningunni fylgdu verðlaun, 25.000 danskar krónur, eða um 500 þúsund krónur. Páll var heiðraður fyrir rann- sóknir sínar á verkjum sykursjúkra. Hann varð fyrstur í Danmörku til að beita nýrri aðferð við töku og grein- ingu húðsýna sem geta sagt til um ástand tauga í húðinni. Aðferðin er sögð geta valdið tímamótum. Í fréttatilkynningu DDA sagði að sérfræðiþekking Páls skipi honum í fremstu röð vísindamanna sem stunda rannsóknir á þessu sviði í heiminum. DDA bendir á að ekki séu nema sjö ár síðan Páll varði Ph.D.- ritgerð sína og hann sé því á fyrsta áratug sínum sem vísindamaður við rannsóknir.Hann hefur starfað við Dönsku verkjarannsóknamiðstöðina í Árósum frá 2010 og þar gegnir að- ferðin sem Páll þróaði veigamiklu hlutverki að sögn DDA. „Það má nota húðsýnin til að greina taugabólgur sem eru algeng- ur fylgisjúkdómur sykursýki og finnast einnig hjá mörgum öðrum sem eru með þráláta verki,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. „Við erum með litlar skyntaugar rétt undir húðinni sem láta okkur finna fyrir verkjum, snertingu, hita, kulda og ýmsu öðru sem við skynjum. Í sýnunum sést að sjúklingar með þráláta verki eru með mun færri virkar skyntaugar í húðinni en aðrir. Það er ákveðin þversögn í því að þeir sem finna mikið fyrir verkjum eru með færri verkjataugar en aðrir.“ Páll fann þrjár mismunandi sam- eindir utan á skyntaugunum sem tengdar eru verkjum. Verið er að hanna meðferðarrannsókn þar sem prófa á lyf sem gæti haft áhrif á eina af þeim verkjasameindum sem Páll hefur fundið. Vonast er til þess að lyfið lini verkina. Þótt verkirnir séu einn algengasti fylgikvilli sykursýki eru þeir samt það sem einna minnst hefur verið rannsakað við sjúkdóminn. Ný nálgun við rann- sóknir á verkjum  Verðlaunaður í Danmörku fyrir sykursýkirannsókn Ljósmynd/Danish Diabetes Academy Vísindamaður Páll Ragnar Karls- son Ph.D. með viðurkenninguna. MEins og að ganga á glóðum »6 Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir gengisstyrkinguna undanfarið svo mikla að hún hafi áhrif á verðlag í gegnum verðlag innfluttra vara. Gjarnan sé miðað við að innflutt vara vegi 30-40% í útreikningum á verðbólgu. Því geti styrkingin dreg- ið úr verðbólgu en geti dreifst yfir tíma og sé m.a. háð því hvenær vörur komi til landsins eða séu tekn- ar úr tollvörugeymslu. Erna Björg Sverrisdóttir, aðal- hagfræðingur Arion banka, segir ýmsa þætti skýra styrkingu krón- unnar að undanförnu. Það hafi kom- ið á óvart hversu mikið hún hafi styrkst en bankinn hafi spáð þrýst- ingi til veikingar. »12 Ýtir niður verðlagi Meðalgengi evru og bandaríkjadals 170 160 150 140 130 120 Heimild: Landsbankinn.is 2. október 7. desember EUR/ISK USD/ISK 162,2 138,2 165,2 140,8 152,7 125,7  „Við höfum aldrei áður séð annað eins magn af sendingum og nú. Við vorum að keyra út alla helgina og náðum að afhenda nánast allt. Svo í morgun komu fjórfalt fleiri send- ingar en á venjulegum degi,“ sagði Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL Express, í gær. Flugvél DHL fer líka oftast full- hlaðin af vörum frá landinu. »4 Mikið pakkaflóð til og frá landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.