Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Hér heima gerðust umskipti samfélagsins með tilkomu kvóta- kerfisins og síðan samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Með lögunum um stjórn fiskveiða breytt- ist afar margt. Fiski- miðin, sem verið höfðu opin öllum sem áttu bátskækil og sóttu sér þar björg í bú, voru nú lokuð nema fyrir leyfishafa sem áttu sér sóknarsögu. Heimur sameig- inlegrar sjávarauðlindar hvarf; hún var frátekin fyrir fáa útvalda. Úr al- mannarétti varð einkaréttur. Alda- gamla almannareglan um frjálsa sjósókn allra hafði verið afnumin. Nýtingarréttur á stærstu og gjöf- ulustu auðlind þjóðarinnar hafði verið einkavæddur. Einstaklings- hyggjan hafði skæðari efnahagsleg bitvopn en samhyggjan. Þessi nið- urstaða skilaði sér um allt sam- félagið. (Höfundur vill geta þess að hann tók sjálfur virkan þátt í mótun þessa nýja kerfis.) Frjálst framsal veiðiheimilda umturnaði aðstæðum í sjávarplássum, ef aflaheimildir voru seldar burtu. Nýir tímar voru í fæð- ingu. Því má ekki gleyma að þetta nýja kerfi skapar mikinn auð og er mjög hagkvæmt, því útgerðirnar þurfa ekki lengur að keppa með ærnum tilkostnaði um takmarkaðan afla. Aflaheimildir eru skýrar. Við það lágmarka útgerðirnar sóknar- kostnað sinn. Kvótakerfið var einnig uppphaf að hnattvæðingu sjávar- útvegsins, bæði með eignarhaldi í erlendum útgerðum en líka með ógagnsæjum og flóknum söluferlum íslensks fisks út um heim. Þessu til viðbótar fengu útgerðirnar afhentan nýtingarréttinn án þess að þurfa að greiða eðlilegt gjald fyrir afnotin. Það er óþarfi að geta þess að al- menna reglan er sú, að greiða þarf fyrir afnot af annarra eign, en fiski- miðin eru samkvæmt lögum eign ís- lensku þjóðarinnar. Lögverndað gjaldleysi Til fróðleiks má geta þess að hagnaður 10 stærstu útgerða lands- ins árið 2018 og 2019 var 19,3 og 29,3 ma. kr. Veiðigjöld voru 11,5 ma. árið 2018 og 6.6 ma. árið 2019 sem nemur um 0,7% af tekjum rík- issjóðs. Meirihluta alþingis hefur greinilega þótt mikil oftaka af veiði- gjöldum og lækkaði þau eins og töl- urnar bera með sér. Til sam- anburðar námu veiðigjöld á Grænlandi 5,7% af tekjum ríkissjóðs Grænlands. Yfir- standandi ár verður út- gerðunum mun gjöfulla vegna um 20% gengis- sigs á árinu. Krónan er mikill happafengur fyr- ir útgerðirnar, en flest- ar stærstu útgerðirnar gera upp í evru. Í fyrsta sinn hér- lendis hafði verið myndaður grundvöllur fyrir lögverndaðan ofsagróða einstakra út- gerðarmanna, sem með tímanum kann að snúast upp í póli- tíska, stjórnarfarslega og efnahags- lega ógæfu. Með lágum veiðigjöld- um og óskýrum ákvæðum milli nýtingar- og eignarréttar settum við hófleysið í öndvegi, en áttum þó eftir að gera betur. Sumir segja að við næstu alþingiskosningar séu síðustu forvöð til breytinga. Ef ekki tekst að mynda ríkisstjórn sem hefur það að skýru markmiði að breyta um stefnu og leggja á réttmæt veið- gjöld, þá er hætt við að hefðarrétt- urinn taki fram fyrir hendurnar á mannlegri skynsemi. EES-samningurinn Hinn stóri viðburðurinn var samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið (EES), sem opnaði okk- ur dyr til Evrópu og þaðan út í heim. Stórt skarð var rofið í afkim- un og vissa innilokun landsins. Með samningnum vorum við ekki lengur bara varnarlega, heldur einnig póli- tískt/viðskiptalega áfastur hluti Vestur-Evrópu. Íslensk vörufram- leiðsla og þjónustustarfsemi fengu óhindraðan aðgang að gjöfulasta og stærsta markaði heims, sem nú varð okkar heimamarkaður. Aðeins landbúnaðarvörur, með vissum undanþágum, eru undan- þegnar viðskiptum á EES- markaðinum. Þar af leiðandi missa íslenskir bændur af tækifærum og þeim miklu landbúnaðarstyrkjum sem full aðild að ESB myndi ella falla þeim í skaut. Almenningur býr áfram við næsthæsta landbún- aðarverð í heimi. Þessi undanþága reyndist ógæfuspor fyrir bændur, því þeir lentu í bóndabeygju milli takmarkaðs hátolla-innflutnings og ósamkeppnishæfrar eigin fram- leiðslu. Þetta bil varð ekki brúað nema með kostnaðarsömum búvöru- samningi. Skattgreiðandinn borgaði brúsann. Skv. samantekt OECD hefur árlegur stuðningur ríkisins við búvöruframleiðsluna undanfarin ár verið á bilinu 15-20 ma. kr. Skortur á samkeppni á markaði og frjálsu vali neytenda mun fyrr en síðar leiða til stöðnunar og síðan hrörnunar í búvöruframleiðslu. Þeg- ar til lengdar lætur þekkir kapítal- isminn fá önnur ráð til að bæta framleiðslu en samkeppni og frjálst val neytenda. EES-samningurinn opnaði og víkkaði sýn okkar og skilning til álf- unnar og þar með út í heim. Nú get- um við ferðast, dvalið, starfað, stundað nám og viðskipti án sér- staks leyfis í öllum aðildarríkjum ESB. Við njótum margvíslegra fríð- inda sem og styrkja úr sjóðum ESB á sviði vísinda, menningar, tækni og umhverfis- og vinnuverndar. Við er- um ekki sama eylandið og áður. Við erum orðin hluti meginlandsins. Hlaupið hraðar Fyrrgreindar grundvallar- ummyndanir á lífs- og starfsum- hverfi landsmanna settu þjóðlífið í hærri gír. Innbyggt hvatakerfi hag- kerfisins með hagnaðarvonina sem aflvaka, setti þjóðlífið á fleygiferð. Við fórum að hlaupa hraðar. Það grillti í tækifæri hvert sem litið var. Nýjar mennta- og tæknistéttir leit- uðu tækifæra. Með EES fengu þær stóran markað til að koma sér á framfæri og þróa hugverk sín. Há- skóla- eða fagmenntun varð lausn- arorðið. Einstaklingshyggjan festi sig í sessi með nýjum fjölþættum starfsmöguleikum. Vísindin efla alla dáð. Um svipað leyti sjást þess merki að molna fer úr gömlu verka- lýðsstéttinni. Hana dagar að vissu- leyti uppi vegna sjálfvirkni í at- vinnuháttum og menntun afkomendanna. Um þessi tímamót fer einnig að bera á núningi, jafnvel sundrungu milli þeirra sem studd- ust við fræði og vísindi í störfum sín- um og hinna sem stunduðu einfalda ólærðra iðju eða þjónustu, þótt hvorir tveggja teldust til launþega. Þeir fyrrnefndu mynduðu mennta- elítu samfélagsins. Síðan átti þetta eftir að marka spor í samfélagsþró- un víða erlendis, sbr. Gulvestunga í Frakklandi, þjóðernissinna víða og ekki hvað síst hluta trumpista í BNA. Taumleysið tekur völd Hnattvæðingin jók enn frekar á tilurð nýrrar stéttar sundurleitra margþjóðahópa sem stunduðu ófag- lærð þjónustustörf. Þetta var eins konar andhverfa menntafólksins. Að hluta til er þetta farandverkafólk sem færir sig milli landa í leit að snapastörfum, einnig hingað til lands. Það vinnur við illa launuð þjónustustörf, aðallega tengd ferða- mennsku, oft utan verkalýðsfélaga. Iðulega hírast margir við mikil þrengsli í ómennskum híbýlum. Þar látum við okkar hlut ekki eftir liggja. Ferðamannaiðnaðurinn hnattvæddist og óx með ógnarhraða sem og byggingar- og verktaka- starfsemi. Hagkerfið þandist út langt umfram náttúrlegt umfang þess og framleiðslugetu. Fjöldi far- andverkafólks var fluttur til lands- ins sem og mikið áhættufjármagn til að anna öllum framkvæmdunum. Þessi blanda var nánast banvæn. Þarna má segja að taumleysi hag- kerfisins hefjist fyrir alvöru. Op- inberar umferðarhindranir ekki til staðar. Hömluleysið var sett á blót- stall knúið áfram af þrá til skjót- fengins en skammvinns gróða. Lærðir erlendir fræðimenn hafa sett þessi umskipti í samhengi við strúktúrbreytingar vesturevrópskra samfélaga, frá þeim tíma sem nefnd- ur hefur verið frumnútími (modern time) í það sem kalla má síðnútíma, sem tekur við upp úr miðjum níunda áratugnum. Þessi nútími sem hófst með tæknibreytingum, vélvæðingu og fjöldaframleiðslu, stofnun þjóðríkja og uppbroti gamalla forma og hátt- ernis á ofanverðri nítjándu öld og endaði við lok nýlendutímans þegar lunginn úr hefðbundinni vestrænni fjöldaframleiðslu fer að flytjast til láglaunalanda í austri. Alþjóðavæð- ing og síðan hnattvæðing voru komnar á dagskrá. Skefjalaus hnattvæðing Með hruni Berlínarmúrsins og falli Sovétríkjanna herðir síðan enn á umskiptunum. Þá komu til sög- unnar hafta- og hindrunarlausir fjármálamarkaðir, sem stjórn- málamenn, undir áhrifum nýfrjáls- hyggjunnar, höfðu leyst úr læðingi. Einkavæðing banka og félagslegra húsnæðissjóða, oft til vildarvina, opnaði allar víddir óheftra leikflétta kapítalískrar fjármálahyggju. Eins og vænta mátti fór þetta óhóf einnig úr böndum og endaði í fjármálahruni sem engin þjóð varð harkalegar fyrir barðinu á en við. Það er þess virði að velta fyrir sér hverju það sæti, að fjármálamenn beini fjárfestingum í svo ríkum mæli í áhættusamar fléttur til að há- marka skammtímagróða sinn, frem- ur en leiða þær á brautir varanlegra efnahags- og félagslegra framfara. Eitthvað rekst þetta háttalag illilega á viðtekna, almenna skynsemi. Ekki er það dregið í efa að hagnaður verður að vera nægilegur til að endurnýja atvinnugreinar og halda þeim samkeppnishæfum. Þetta er enn frekar mikilvægt þar sem við erum orðin hluti af stórum markaði sem sýnir okkar enga miskunn. Í stað þesa að styðja við og byggja upp raunhagkerfið fór krafturinn í spekúlasjónir og stóráhættusamt kaup/sölubrask bæði á fasteigna- og fyrirtækjamarkaði. Fasteignabrask- ið gerði margan íbúðaeigandann gjaldþrota. Fyrirtæki, forsenda at- vinnu og framleiðslu, voru rúin inn að skinninu. Við búum í hálfkratísku samfélagi þar sem félagslegt réttlæti er mörg- um ofarlega í huga. Þessu réttlæti er því aðeins hægt að ná fram að efnahagslegur grundvöllur sam- félagsins sé traustur. Sama má segja um efnahagslífið. Til lang- frama þrífst það aðeins ef það hvílir á réttlátu og samhuga þjóðfélagi. Vaxandi órói Hnattvæðing sem framkvæmd hafði verið í anda kenninga nýfrjáls- hyggjunnar leiddi ekki bara til eilít- ið skárri kjara í láglaunalöndum og lægra verðs á vestrænum vöru- mörkuðum, heldur skildi hún eftir sig áttavilltar manneskjur sem í skyndi höfðu misst lífsviðurværið. Það var svo eins og að skvetta olíu á eld þegar sömu þjóðir tóku milljónir flóttamanna upp á arma sína meðan atvinnuleysið var til staðar heima fyrir. Kynþáttafordómar blossuðu upp. Gagnvart hnattvæðingunni getur ekkert eitt þjóðríki sett ein- hliða reglur sem sporna við óhófi og útafkeyrslum, nema í eigin landi. Það leiddi til vonbrigða með sam- félög frjálslyndra lýðræðisríkja, sem opnuðu hnattvæðingunni braut en megnuðu ekki að stýra henni. Reiði og svikabrigsl urðu áberandi bæði frá hægri og vinstri. Nú var það ekki vofa byltingarinnar sem barði að dyrum Evrópuþjóða heldur greppitrýni þjóðerniseinstefnu og lýðskrums, sem kyrjar litaníu kjálkagulra draumóra um aft- urhvarf og takmörkun frjálslyndra réttinda. Tannféð handa þessum nýja hnattræna heimi var lýð- skrumið – popúlisminn. Eftir Þröst Ólafsson » Innbyggt hvatakerfi hagkerfisins með hagnaðarvonina sem aflvaka setti þjóðlífið á fleygiferð. Við fórum að hlaupa hraðar. Það grillti í tækifæri hvert sem litið var. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Nýtt stjórnkerfi fiskveiða Nú hefur réttlætið loksins náð að sigra með úrskurði úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlinda- mála (ÚUA) í máli nr. 28/2020, þar sem Tæknimál ehf. kærði álagningu stöðuleyf- isgjalda fyrir gáma á atvinnulóð í Hafn- arfirði. Þetta er annar úrskurðurinn sem ÚUA hefur fellt á skömmum tíma um ólöglega innheimtu gjalda fyrir slík leyfi. Hafnarfjarðarbær, með bygging- arfulltrúa í broddi fylkingar, hefur undanfarin ár ráðist gegn eigendum atvinnulóða í bænum í svokölluðu gámamáli. Í þeirri baráttu hefur bærinn beitt öllum þeim þvingunar- úrræðum sem sveitarstjórnir hafa yfir að ráða til að knýja borgarana til hlýðni. Gekk bærinn svo langt að leggja á mig persónulega dag- sektir upp á 20 þúsund krónur á dag, undir þeirri hótun að þær yrðu innheimtar hjá mér ef ég beygði mig ekki og sækti um og greiddi fyrir stöðu tveggja gáma á lóð minni. Málið nær aftur til aftur til ársins 2016 þegar skipulags- og byggingarráð hóf að senda kröfubréf á nánast alla eig- endur atvinnulóða í bænum. Síðan þá hefur bréfasendingum til þessara aðila ekki linnt þar sem þeir voru krafðir um greiðslu þessara gjalda undir hótunum um að ella myndu þeir hafa verra af. Dagsektarákvörðunum rigndi yfir þessa aðila en þeim var um leið gef- ið í skyn að ef þeir hlýddu og greiddu stöðugjöldin, þá yrðu dag- sektirnar felldar niður. Hefur bær- inn blygðunarlaust haldið þessum ósvífnu innheimtuaðgerðum gegn bæjarbúum áfram æ síðan. Í vor blasti við mér á heimabank- anum að ég skuldaði Hafnarfjarð- arbæ rúmar tvær milljónir í dag- sektir vegna þess að ég hafði þráast við að sækja um leyfi og greiða fyrir þessa tvo gáma mína. Það var ekki notalegt að standa frammi fyrir því að glata með þessum hætti ævi- sparnaði mínum í baráttu minni gegn ólögmætri innheimtu bæj- arins. Mér var kunnugt um að Jón Auð- unn Jónsson lögmaður hafði verið að kljást við bæjaryfirvöld vegna þessarar ólögmætu innheimtu fyrir aðra lóðareigendur, sem höfðu setið undir sömu þvingunaraðgerðum bæjarins. Kærði hann álagninguna og innheimtuna á hendur mér til ÚUA. Niðurstaða nefndarinnar er afdráttarlaus: „Felld er úr gildi kærð álagning stöðuleyfisgjalds vegna tveggja gáma á lóðinni Stein- hellu 5, Hafnarfirði.“ Í úrskurðinum fer ÚUA mjög ítarlega yfir alla málavexti og rekur hvernig bærinn hefur komið fram við eigendur atvinnulóða í bænum. Fer nefndin mjög vel yfir öll ákvæði byggingarreglugerðar varðandi stöðuleyfi, og hvernig þeim skal beitt, hvað megi og hvað megi ekki. Ég vek athygli á þessari atburða- rás til að upplýsa íbúa Hafnarjarðar um það hvernig stjórnendur og embættismenn bæjarins hafa beitt öllum þeim ráðum og tækjum sem þeim eru afhent með lögum til að tukta okkur til hlýðni. Hvernig þessir aðilar hafa skellt skollaeyrum við öllum ábendingum um að þeir séu að fara afvega og séu að beita okkur bæjarbúa órétti. Sérstaklega er allt þetta atferli alvarlegt vegna þess að þau hótuðu okkur og fjöl- skyldum okkar fjárhagslegu tjóni ef við beygðum okkur ekki undir þeirra vald. Alls innheimti Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 45 milljónir króna af atvinnu- lífinu í bænum með þessum ólög- mætu aðferðum. Þetta fé ber bæn- um nú að endurgreiða með vöxtum. Á sama tíma nam kostnaður bæj- arins af þessu brölti öllu u.þ.b. 64 milljónum króna. Sem bæjarbúi spyr ég hvort hinir kjörnu bæjar- fulltrúar okkar ætli að axla ábyrgð á þessum afglöpum embættismanna sinna? Ólögmætar innheimtuaðgerðir Hafnarfjarðarbæjar afhjúpaðar Eftir Guðmund Víglundsson » Sérstaklega er allt þetta atferli alvar- legt vegna þess að þau hótuðu okkur og fjöl- skyldum okkar fjár- hagslegu tjóni ef við beygðum okkur ekki undir þeirra vald. Guðmundur Víglundsson Höfundur er véltæknifræðingur og framkvæmdastjóri Tæknimáls ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.