Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Jólin eru hátíð ljósa og gleði. Fagnaðu á öruggan og áhyggjulausan hátt með okkur. Þú færð brunavarnapakka í nýrri vefverslun okkar www.securitas.is/jolin Öryggiskerfi SAMSTARFSAÐILI 15:04 100%ÖRUGG JÓL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Danir ákváðu í gær að grípa til frek- ari og harðari ráðstafana í hluta landsins til að brjóta á bak aftur aukið nýsmit af völdum kórónuveirunnar. Nýju takmarkanirnar munu að óbreyttu gilda út 3. janúar næstkom- andi. Aðrar ráðstafanir sem áður hafði verið gripið til munu áfram gilda fram í marsmánuð 2021. Þar á meðal eru fundir eða mannfagnaðir takmarkaðir við 10 manns að há- marki. Kvaðir um burð andlitsgrímu verða framlengdar til febrúarloka. Samkvæmt ákvörðun dönsku stjórnarinnar verða veitingahús, söfn, kvikmyndahús og aðrar menn- ingarstofnanir lokaðar með öllu frá og með morgundeginum í 38 bæjar- félögum af 98, þar á meðal Kaup- mannahöfn. Þá verða nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, mennta- skóla og háskóla sendir heim. Einnig hefur allri íþróttastarfsemi innanhúss verið aflýst, opinberir starfsmenn sinna starfi sínu að heim- an gegnum netsjónvarp og hið sama þurfa starfsmenn einkafyrirtækja að gera. „Faraldurinn er að komast á nýtt stig þar sem við sjáum línulega aukn- ingu smits,“ sagði heilbrigðisráðherr- ann Magnus Heunicke á blaðamanna- fundi sem boðaði enn harkalegri aðgerðir ef aðstæður krefðu. Á hádegi í gær höfðu 2.026 nýsmit verið staðfest næstu 24 tímana þar á undan. Komu þau í ljós við veirupróf- anir á 78.000 manns. Af hinum sýktu voru 328 lagðir inn á sjúkrahús til meðferðar. Sagðist Heunicke allt eins búast við því að innlögnum myndi fjölga næstu daga í um 400 á sólar- hring. Merkel vill herða á lokunum Angela Merkel kanslari Þýska- lands hvatti í gær þýsku löndin þar sem korónuveiran væri enn skæð til að takmarka enn frekar samgang fólks fyrir jól. Hefur Þjóðverjum gengið hægt að bæla niður smit- bylgju. „Við erum áhyggjufull þessa dag- ana,“ sagði Steffen Seibert, talsmað- ur Merkel. Lauk hann lofsorði á yfir- völd Bæjaralands sem á sunnudag hertu á lokunum vegna aukins ný- smits. Seibert sagði smit hafa aukist á vissum svæðum Þýskalands en minnkað á öðrum. „Því fer fjarri að við séum að komast fyrir vind.“ Sax- land í austurhluta landsins fór að for- dæmi Bæjaralands og ákvað að herða á lokunum. Í gær greindust 12.332 nýsmit í Þýskalandi og hefur innlögnum á spítala fjölgað úr 360 á dag snemma í október í rúmlega 4.000 síðustu daga. Fyrsta bóluefnið gegn kórónu- veirunni fer í dreifingu í Bretlandi í dag. Um er að ræða efni sem lyfja- risarnir Pfizer og BioNTech fram- leiddu og hafa fengið leyfi til að bólu- setja með. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock fær sprautu í beinni sjónvarpsútsendingu. Sömuleiðis gengur Elísabet drottning á undan með góðu fordæmi fyrir þegna sína og fær sprautu. Poppararnir Bob Gel- dof, sem er 69 ára, og hinn 73 ára gamli gítarleikari Ronnie Wood í Rolling Stones hafa einnig sagst munu fá sprautu í dag. Í gær höfðu 1.535.987 manns látist af völdum kórónuveirunnar, þar af 282.324 í Bandaríkjunum sem verst hafa orðið úti vegna veirusmits. Í öðru sæti er Brasilía með 176.941 dauðsfall, Indland með 140.573 í þriðja sæti, Mexíkó með 109.717, Bretland með 61.245 og Ítalía með 60.078. Frakkar virðast fjarri því að ná settu marki; að koma nýsmiti á sólar- hring niður fyrir 5.000 manns fyrir 15. desember, sem var forsenda fyrir því að aflétta lokunum vegna kórónu- veirunnar. Í gær greindust 11.022 ný- smit í Frakklandi á 24 tímum. Sem stendur liggja 3.200 manns á gjör- gæsludeildum spítala vegna veiru- veikinnar. Danir veita veirunni enn meiri viðspyrnu  Faraldurinn á nýtt stig, segir heilbrigðisráðherra Dana AFP Grímur Íbúar elliheimilis í úthverfi París tóku í gær þátt í áróðursherferð fyrir notkun andlitsgrímu öllum stundum til að verjast kórónuveirunni. Purpuraskin gæðir uppstaflaða ál- kassa birtu þar sem hafin er ræktun grænmetis í gróðurhúsum sem teygja sig til lofts í einum af stærstu „lóðréttu búgörðum“ Evrópu á iðn- aðarsvæði í Tåstrup við Kaupmanna- höfn. Fjórtán lög af álkössum rísa til lofts frá gólfi búgarðsins þar sem danska frumkvöðulsfyrirtækið Nord- ic Harvest ræktar salat, kryddjurtir og garðkál í 7.000 fermetra risaskýli . Uppskera fer fram 15 sinnum á ári og það þrátt fyrir að jurtirnar sjái aldrei dagsbirtuna eða jarðveg. Er mannvirkið lýst upp af 20.000 sér- hönnuðum díóðuljósaperum. Á þessum framúrstefnulega bú- garði flytja lítil vélmenni fræbakka frá einum enda hússins til annars. Stóru álbakkarnir eru að mestu tóm- ir eins og er en salat mun senn vaxa í þeim. Áætlað er að uppskeran á fyrsta fjórðungi næsta árs, 2021, verði tvö hundruð tonn og tæplega eitt þúsund tonn á ári þegar starfsemin er komin á fullan skrið eftir um ár. Bændur sem stunda hefðbundna ræktun hafa gagnrýnt áform Nordic Harvest og efast um að ræktunarver inni við borg eins og þeirra geti brauðfætt þjóðir heims. Gagnrýna þeir einnig mikla rafmagnsnotkun lóðréttu ræktunarinnar. Stofnandi fyrirtækisins, Anders Riemann, gefur lítið fyrir gagnrýnina og bendir á að búgarður hans sé vist- vænn og endurvinni allt vatn sem notað er og næringu eða áburð. Þá sé rafmagnið 100% grænt og vindmyll- urnar kolefnajafni starfsemina, segir Riemann, sem notar ekkert skor- dýraeitur. Lóðréttir búgarðar byrjuðu að skjóta upp kollinum fyrir um áratug í Asíu og Bandaríkjunum en þar er þá stærstu að finna. Hugmyndin hefur verið seintekin í Evrópu en nú eru Danir að breyta því. agas@mbl.is Lóðréttur búgarður opnaður í Danmörku  Uppskera fimm- tán sinnum á ári  Engin dagsbirta AFP Harðduglegt Vélmenni dreifir fræi og fylgist með plöntunum meðan á lóðréttu ræktuninni stendur. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar ESB, hafa staðfest að þau muni hittast í Brussel á næstu dögum og gera til- raun til að losa um hnútinn sem Brex- it-viðræðurnar eru í. Upp úr síðustu samningalotum slitnaði í gær, án nið- urstöðu. Rétt rúmar þrjár vikur eru þar til aðlögunartímabili vegna út- göngu Breta lýkur. „Við vorum sammála um að skil- yrðin fyrir fullkláruðum samningi eru ekki til staðar vegna verulegra útistandandi ágreiningsmála,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Johnson og von der Leyen. Í fjóra mánuði hafa viðræðurnar strandað á sömu málunum; sjávarút- vegsmálum, leikreglum á vinnumark- aði og stjórnsýsluákvörðunum. Evrópusambandið fer fram á áframhaldandi nýtingarrétt á fiski- miðum Breta. Bretar telja sig mega forgangsraða sínum flota á fiskimið sín, þar sem þeir eru sjálfstæð strandþjóð. Mest af lönduðum sjáv- arafla í Bretlandi er flutt til Evrópu- ríkja á markað. Bretar þarfnast því áframhaldandi aðgangs að sameigin- legum evrópskum markaði. Fregnir hafa borist af því að samninganefnd Breta hafi lagt til að uppsjávarfiskur verði tekinn út fyrir samninga og Bretar semji sjálfir um deilistofna við Rússa, Norðmenn og Íslendinga. Enn greinir á um reglur á vinnu- markaði. Evrópusambandið fer fram á að Bretar fari eftir sama regluverki þegar kemur að réttindum vinnandi fólks og ríkisstuðningi við ákveðnar atvinnugreinar. Bretar segja til- ganginn með útgöngunni vera þann að þeir geti sett eigin reglur. Stjórnsýsla gagnvart ágreinings- málum er enn óleyst. Bretar segja að sem sjálfstætt fullvalda ríki geti þeir ekki fellt sig undir dómstóla sam- bandsins . Tilkynningin um heimsókn John- sons kom í lok erfiðs samningadags sem þótti ekki gefa tilefni til bjart- sýni. Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, hélt sig við að lokadagur fyrir samninga væri á miðvikudaginn. Yfirlýsing þeirra Johnsons og von der Leyen þykir hins vegar blása von í brjóst þeirra sem bíða eftir að samningar náist. AFP Lundúnir Sólin sest að baki þinghúsinu en eftir á að koma í ljós hvort samn- inga um samskipti Bretlands og ESB frá næstu áramótum dagi uppi. Johnson reynir að höggva á hnútinn í Brussel  Upp úr samningaviðræðum slitnaði í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.