Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 30 ára Sigríður er Hafnfirðingur í húð og hár. Hún er í flugnámi, en er í fæð- ingarorlofi eins og er. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum, innanhússhönnun og hreiðurgerð. Maki: Hilmar Geir Eiðsson, f. 1985, tæknistjóri hjá Kara Connect. Börn: Eiður Ares Arnfjörð Hilmarsson, f. 2020 og Amelía Alba Hilmarsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Magnea Vilborg Svavars- dóttir, f. 1961, vinnur hjá Ríkiseignum og Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, f. 1954, eigandi og bókhaldari hjá Bók- vistun. Þau búa í Hafnarfirði. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki hugfallast þótt þér finn- ist aðrir ekki komast lönd né strönd í sín- um málum því það er bara alls ekki þitt mál. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert sannfærður um að þínar að- ferðir til að ná árangri séu þær bestu á all- an hátt. Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess vandlega áður en þú af- ræður nokkuð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Láttu það ekki á þig fá og varastu að ofmeta það til lengri tíma litið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er nauðsynlegt að geta bæði gefið og þegið því án annars er hitt ekkert. Tekjur þínar munu aukast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sama hvað þú leggur hart að þér, menn þurfa á því að halda að taka sér hvíld til að viðhalda skilvirkninni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Gerðu áætlanir tengdar list- sköpun og fríi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samstarfsfólk þitt er sérstaklega samvinnuþýtt þessa dagana. Vertu bara þú sjálfur og njóttu þess sem gefur lífinu lit. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vinnur þér inn punkta með því að neita að taka þátt í vondum siðum sem skaða samfélagið. Vertu eins og manneskjan sem þú vilt eyða ævinni með. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það lífgar tvímælalaust upp á tilveruna að eiga stund með góðum vin- um. Hlustaði á þína innri rödd í kvöld. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu óhræddur við að segja vinum og vandamönnum hvern hug þú berð til þeirra. Gættu þess að láta það ekki stíga þér til höfuðs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Til allrar hamingju hjálpar þessi kraftur þér til þess að ljúka því sem þú ætlar þér. R agnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1940 og ólst upp í Vesturbænum. Hann segir að margt hafi verið brallað á æskuárunum. „Ég verð alltaf KR-ingur þótt ég hallist nú að ÍBV líka. Maður er al- inn þarna upp og neitar ekki uppeld- inu.“ Ragnar gekk í Vesturbæj- arskólann, en á sumrin var hann í sveit í Mófellsstaðarkoti í Skorradal hjá vinafólki föður síns. „Faðir minn var í hestum og við vorum með hross rétt fyrir neðan Borgarspítalann í Fossvoginum. Ég fór í sveitina í gegnum einhver hestasambönd pabba. Það var alveg rosalega góður tími hjá góðu fólki og ég er enn í sambandi við afkomendur þeirra.“ Ragnar lærði rakaraiðnina hjá Agli Valgeirssyni á Vesturgötunni og útskrifaðist úr Iðnskólanum 1961. Eftir útskriftina vildi hann breyta alveg til og réð sig til sjós í Vest- mannaeyjum og reri eina vertíð á Jóni Stefánssyni VE með Sigurði Elíassyni og fór svo að vinna í gúan- óinu. „Um sumarið 1962 kynnist ég Siggu, konunni minni, fyrir alvöru en hún er borin og barnfædd í Eyj- um og þá var teningunum kastað og ég ákvað að setja niður rætur í Eyj- um.“ Árið 1964 stofnaði Ragnar sína eigin stofu en þá voru þrír aðrir rak- arar í Eyjum. Eftir að tveir hættu ákváðu Ragnar og Einar Þor- steinsson rakari að sameina stof- urnar og reka saman sem þeir gerðu allt þar til Einar féll frá tíu árum síð- ar. Þegar Ragnar er spurður hvort hann viti ekki öll leyndarmál Eyja- manna eftir öll þessi ár á rakarastof- unni hlær hann bara og segir að vissulega hafi stofan verið mikill samkomustaður og mörg mál rædd. „Það má segja að þetta hafi verið nokkurs konar fréttastofa í þá daga. Það var rifist um bæði sjómennsku, afla og stjórnmál og alla mögulega hluti. Það var mikið að gera og mikið af fólki á stofunni, en allt fór þetta nú fram í mestu makindum og ró eft- ir að menn voru búnir að hella úr skálum reiði sinnar eða segja mein- ingu sína hraustlega.“ Árið 1973 þegar gaus á Heimaey flutti Ragnar fjölskyldu sína í íbúð uppi á landi en fór strax aftur til Eyja til að vinna við endurbygg- inguna. Hann var einn fyrsti bunu- stokksmaðurinn í Eyjum, en þeir leiddu sjó upp í hraunið til að kæla það. „Við settum líka í gang gúanó- verksmiðjuna og tókum við tæpum 26 þúsund tonnum af loðnu í gosinu.“ Nærri helmingur húsa bæjarins fór undir ösku og ekki fluttu allir til baka. Ragnar kýs þó að líta á björtu hliðarnar. „Þetta var mikill átaka- tími, en mjög skemmtilegur þótt mann langi ekki til að lifa hann upp aftur.“ Stuttu eftir að Ragnar fór að klippa Vestmannaeyinga byrjaði hann í golfi og hann á orðið mikið safn verðlauna fyrir golf ásamt tveimur Íslandsmeistaratitlum öld- unga. „Ég starfaði mikið fyrir Golf- klúbbinn og var formaður hans um hríð. Ég hef eignast marga góða fé- laga í gegnum golfið. Dóttir mín, Helga, er líka þrælgóður golfari þótt hún hafi byrjað seint, en ég kenndi henni nú eitthvað.“ Ragnar er félagsmaður í Kiwanisklúbbnum Helgafelli og er líka mikill skot- veiðimaður. „Ég byrjaði að æfa skot- fimi úti í Eyjum um 1970. Þar erum við með skotveiðiklúbb og það eru skemmtilegir strákar með mér í þessu og ég er eins og guðfaðirinn í hópnum, langelstur.“ Undanfarin 26 ár hefur Ragnar Ragnar Guðmundsson hárskeri í Vestmannaeyjum – 80 ára Rakarinn Ragnar á rakarastofunni tilbúinn að ræða málin við kúnnana. Öll mál rædd á rakarastofunni Hjónin Sigríður og Ragnar hafa verið saman í 58 ár. Skotveiðimaðurinn Ragnar hér búinn að veiða hreindýr. Til hamingju með daginn Selfoss Thelma Lind Sigþórsdóttir fæddist 10. júní 2020 kl. 21.55. Hún vó 3.834 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigþór Magnússon og Guðrún Arna Sigurðardóttir. Nýr borgari –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. desember 2020BLAÐ 30 ára Rebekka Rós ólst upp á Seltjarn- arnesinu og býr núna í Vesturbænum. Hún er lyfjafræðingur að mennt, en hefur unnið sem flugfreyja með há- skólanáminu, en einnig hjá Lyfjum og heilsu. Núna er hún í barns- burðarleyfi. Helstu áhugamál eru ferðalög, útivist og þá sérstaklega fjallgöngur. Maki: Einar Bjarni Ómarsson, nemi í við- skiptafræði í Háskóla Íslands. Börn: Baldvin Ómar, f. 2016, og Benedikt Axel, f. 2020. Foreldrar: Baldvin Jónsson, f. 1953, barnalæknir í Stokkhólmi og Kolbrún Benediktsdóttir, f. 1953, röntgenlæknir á Landspítalanum. Rebekka Rós Baldvinsdóttir 24 DÆGRADVÖL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.