Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 32
Ljósmynd/Kristín Aðalsteinsdóttir Morgunmatur Hlynur Hallsson rifjar upp minningu og myndin segir sögu. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrver- andi prófessor við Háskólann á Akureyri, lætur verkin tala. Fyrir skömmu gaf hún út bókina Myndir og minningar og jafnframt kom út bókin Raddir. Annir og efri ár, sem Skrudda gefur út í ritstjórn hennar og Jóns Hjartarsonar. „Þegar ég var prófessor varð ég að skrifa fræðibækur, sem fáir lásu, en þá skrifaði ég meðal ann- ars bæk- urnar Lífs- fylling, nám á fullorðins- árum og Leitin lif- andi. Líf og starf sextán kvenna. Ég hætti að vinna fyrir um sex ár- um og þá langaði mig til að gera eitthvað skemmtilegt, þótt ein- hverjir haldi að fólk um sjötugt eigi ekkert eftir nema að gefa upp önd- ina,“ segir Kristín um bókaskrif sín undanfarin ár. Hún vann þá fyrst bókina Inn- bær - Húsin og fólkið, þar sem hún tók viðtöl við um 70 manns í Inn- bænum á Akureyri og mynd- skreytti með eigin myndum. „Ég hef mjög gaman af því að taka myndir,“ útskýrir Kristín, en hún hefur tekið allar myndir í bók- um sínum. „Ég lét prenta 1.000 eintök af Innbæjarbókinni og hún seldist nánast upp, á 12 bækur hér í hillu,“ heldur rithöfundurinn áfram. „Það var mikill hvati og ég ákvað að halda áfram þessari vinnu.“ Líf að lokinni formlegri vinnu Í bókinni Raddir. Annir og efri ár fjalla ritstjórarnir um líf á eldri árum og hvernig það sé að eldast. Auk þess segja 14 konur og 14 karlar yfir sjötugt frá reynslu sinni. „Í bókinni kennir margra grasa en henni er ætlað að sýna fram á að fólk er enn lifandi þó það hætti formlegri vinnu,“ segir Krist- ín. Allir hafa sögu að segja og Krist- ín er þess vel meðvitandi í bókum sínum. „Mér finnst mannlífið skemmtilegt, sögur fólks eru aldrei eins og það er ákaflega fróðlegt að hlusta á fólk, þó sögur þess séu líka stundum átakanlegar og erfiðar.“ Í bókinni Myndir og minningar segja 30 konur og 30 karlar frá einni minningu. Þegar Kristín valdi fólk til frásagnar segist hún hafa leitað að ólíku fólki, fólki með lífs- reynslu af ýmsum toga og fólki á ýmsum aldri. „Ég hafði líka í huga fólk sem mér virtist vera lífsglatt og bjartsýnt. Mér þótti vænt um að fólk gat sagt frá erfiðleikum á fal- legan hátt.“ Enn fremur segist hún hafa viljað heyra raddir útlendinga. „Mér fannst það vera ákveðin virð- ing gagnvart þeim, sem hér búa.“ Ljósmyndirnar í bókunum segja líka sína sögu. Kristín segist vera sjálf- lærður ljósmyndari en leggi mikið upp úr góðum myndum. „Ég held að ég hafi tilfinningu fyrir formi og aðstæðum og tók myndirnar í umhverfi sögufólks- ins,“ segir hún. Stundum hafi að- eins þurft eina töku en fleiri í öðrum til- fellum. „Ég hélt áfram þar til fólkið var ánægt,“ bætir hún við og segist vera sérstaklega ánægð með mynd- ina af Hlyni Hallssyni, tók bara eina mynd. „Hlynur á fjöldann all- an af börnum og ég kom upp í eld- hús, þar sem hann var að borða há- degismat. Við hliðina á honum var mjög stór bréfpoki, sem minnti mig á búrið hjá ömmu minni í gamla daga, og ég spurði hvað væri í hon- um. „Þetta er auðvitað haframjölið í grautinn,“ svaraði hann að bragði og pokinn er að sjálfsögðu með á myndinni.“ Haframjöl og lífsgleði Rithöfundur Kristín Aðalsteinsdóttir er afkastamikil.  Lífsreynsla fólks í nýrri bók Kristínar Aðalsteinsdóttur JÓLAPERLUR Í GALLERÍ FOLD vefuppboð til 9. desember Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 513 ÚRVAL GÓÐRA VERKA Ásgrímur Jónsson Tryggvi Ólafsson Karólína Lárusdóttir Jóhannes Sveinsson Kjarval Til stóð að halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, EFA, í Reykjavík nú í desember en hætta þurfti við hátíðina út af Covid-19 og ákveðið að streyma henni frá Berlín á net- inu. Hátíðahöldin hefjast í kvöld kl. 20 og munu standa yfir í fimm daga. Geta Íslendingar, líkt og aðrar Evr- ópuþjóðir, fylgst með þeim á slóðinni europeanfilm- awards.eu. Hátíðin hefst með umræðum um framtíð evr- ópskrar kvikmyndagerðar eftir heimsfaraldur Covid-19 og verða viðburðir haldnir daglega frá kl. 20 til og með 12. desember þegar aðalverðlaun hátíðarinnar verða veitt en verðlaun verða einnig afhent annað kvöld, á fimmtudag og föstudag. Dagskrá verðlaunanna má finna á europeanfilmawards.eu/en_EN/virtual-efas-2020. Fimm daga hátíð EFA hefst í kvöld ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í afar svip- uðum undanriðli fyrir heimsmeistarakeppnina í Katar 2022 og það var í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi 1998. Ísland, Rúmenía, Norður-Makedónía og Liechten- stein voru þá öll saman í riðli, og eru það einnig núna, ásamt stórveldi Þýskalands og liði Armeníu sem fylla J-riðil keppninnar. Undankeppnin hefst í marsmánuði 2021 og íslenska liðið þarf þá að leika þrjá fyrstu leik- ina á útivöllum. »26 Ótrúlega svipaður undanriðill og fyrir HM 1998 í Frakklandi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.