Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Setning úr viðtali datt út Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Rögnvald Ólafsson og Helgu Rósu Másdóttur datt út hluti af síðustu setningu viðtalsins. Málsgreinin frá Helgu Rósu átti að hljóma svona: „Ég er aðeins farin að finna fyrir létti. Ég finn að ég er rólegri að fara út þar sem við erum búin með þetta, þótt við förum auðvitað varlega og viljum sýna samstöðu. Fólk verður að fara varlega.“ Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,1%, rúmlega tveimur pró- sentustigum meira en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var fyrri hluta nóvember. Fylgi Sam- fylkingarinnar minnkaði um tæp þrjú prósentustig og mældist 13,8%, fylgi Framsóknarflokksins minnk- aði um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,6% og fylgi Miðflokksins minnkaði einnig um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,0%. Þetta kemur fram í könnun sem MMR framkvæmdi á tímabilinu 26. nóvember til 3. desember 2020. Heildarfjöldi svarenda var 944 ein- staklingar, 18 ára og eldri. Fylgi Flokks fólksins jókst um rúmlega tvö prósentustig frá síð- ustu mælingu og mældist nú 6,2%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein- ungis einu sinni mælst með meira fylgi á yfirstandandi kjörtímabili en það var í mars síðastliðnum, þar sem fylgi hans mældist 27,3% Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,0% og minnkaði um tæplega tvö prósentustig frá síð- ustu könnun, þar sem stuðningur mældist 51,7%. Sjálfstæðisflokkur bætir við fylgi sitt Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tekjufall hefur orðið hjá mörgum frjálsum félagasamtökum og fjár- öflun orðið erfiðari eftir að heims- faraldur kórónuveiki skall á í byrjun árs, að sögn Jónasar Guðmunds- sonar, hagfræðings og formanns Al- mannaheilla. Í þessum samtökum þriðja geirans, sem svo hefur verið kallaður, eru almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu. Misjöfn staða félaga Jónas segir að staðan sé misjöfn á milli félaga og samtaka. Sumum gangi vel og það sé ánægjulegt því þörfin sé mikil í þessu árferði og vandamálin víða og þyngri en oft- ast áður. Margir glími við fátækt, jafnvel hungur, og fylgikvillar at- vinnuleysis og annarra erfið- leika séu oft dep- urð, kvíði og ótti. Hefðbundnar leið- ir til fjáröflunar félaganna séu margar lokaðar þar sem viðburðum hafi verið frestað og aflýst og erfið- ara sé að nálgast sjálfboðaliða vegna sóttvarnaráðstafana. Ánægjulegt sé að fjölmiðar hafi tekið við sér og vakið athygli á vandanum. Jónas segir að breskar rann- sóknir gefi til kynna erfiða stöðu hjá mörgum félagasamtökum. Hér- lendis segist hann telja að stuðn- ingur almennings hafi verið nokkuð stöðugur, en ekki geti allir veitt stuðning vegna erfiðra aðstæðna. Mörg fyrirtæki hafi þurft að draga úr stuðningi af þessum sökum, en önnur hafi sýnt rausnarskap. Hann segir þetta fyrstu vísbendingar úr rannsókn sem prófessorarnir Stein- unn Hrafnsdóttir og Ómar H. Krist- mundsson eru að gera, þar sem meðal annars er kannað hvaða áhrif kórónufaraldurinn hefur haft á al- mannaheillafélög. Almannaheill eru regnhlífar- samtök fjölbreytts hóps félaga, sem berjast fyrir margvíslegum hags- munamálum. Jónas áætlar að 2-300 félög gætu fallið undir skilgreiningu samtakanna fyrir aðild, þ.e. berjast fyrir samfélagslegu markmiði eða hlutverki og að bæta hag ótiltekins fjölda fólks. Ærin verkefni á erfiðum tímum Auk þeirra félaga og samtaka sem styðja beint við fólk með fram- lögum, styrkjum og gjöfum nefnir Jónas réttindafélög eins og neytendasamtök og Kvenréttinda- félagið, þar sé þörf á öflugri starf- semi eftir að aðstæður breyttust. Innan vébanda Almannaheilla séu einnig félagasamtök sem halda uppi góðum gildum og menningu og mörg þeirra hafi átt erfitt upp- dráttar. Þá séu verkefni samtaka eins og á vegum eldri borgara og sjúklingafélaga ærin á erfiðum tím- um og innan þeirra raða séu við- kvæmir hópar sem þurfi á stuðningi að halda. Á vegum Háskóla Íslands og Al- mannaheilla er nú unnið að heild- stæðri könnun á því hver hlutur þriðja geirans sé í þjóðarbúskapn- um. Slíkar upplýsingar hafa ekki legið fyrir til þessa, að sögn Jónasar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstoð Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki hyggjast afhenda hjálp- arstofnunum 40 þúsund matarskammta fyrir jólin, en víða er þröngt í búi. Fjáröflun félaga erfið og tekjufall hjá mörgum  Vandamálin eru víða og þyngri en oftast áður Jónas Guðmundsson Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur Nú þegar fyrsti snjór vetrarins er kominn á suðvesturhorni landsins er gustukaverk að fóðra fugla himinsins, sem oft eru í vanda staddir og vant- ar eitthvað gott í gogginn. Margir strá til dæmis korni á skafla sem spör- fuglarnir eru fljótir að finna og koma í svo hundruðum skiptir, með fjaðra- bliki og fallegu kvaki. Sömuleiðis er einfalt að þræða epli á trjágreinar sem hentar sérstaklega vel þar sem gæludýr, til dæmis hundar og kettir, eiga til að gæða sér á korninu sem sáldrað er yfir snjóinn. Aldrei fer vel á því að stela annarra æti og þau siðalögmál gilda jafnt meðal mannfólks og málleysingja. Suður með sjó er því veitt eftirtekt að svartþrestir eru sérstaklega hrifn- ir af rauðum eplum. Í heimagarði í Njarðvík í Reykjanesbæ fylgdist fólk með því um helgina þegar þrestir hámuðu í sig tvö heil epli, uns þeir hófu sig aftur til flugs með fullan maga. Mikilvægt er að muna eftir smáfuglunum Flugu með fullan maga Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr endur- unnu plasti (rPET) frá og með fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Talið er að notkun á nýju plasti muni með þessu minnka um 530 tonn árlega. „Við er- um einn stærsti matvælaframleiðandi landsins en því fylgir skylda og ábyrgð. Með því að skipta yfir í rPET fer notkun á nýju plasti niður um 86% á hverju ári og minnkar kolefna- fótspor framleiðslunnar vegna plast- flaskna um sem nemur ígildi 400 tonna af koltvísýringi,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca- Cola European Partners á Íslandi. Þá segir Einar að fyrirtækið haldi áfram að vinna að aukinni sjálfbærni innan framleiðslunnar. Fyrirtækið sé jafnframt með metnaðarfull markmið á sviði umhverfisverndar. aronthordur@mbl.is Nota endurunnið plast Kókflöskur Í umhverfisvænu plasti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.