Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 ✝ Sveinn Aðalsteins- son fæddist í Reykjavík 5. júlí 1946. Hann lést 9. nóvember 2020. Móðir hans var Guðný Guðmunds- dóttir húsmóðir og faðir hans Jón Að- alsteinn Sveinsson vélstjóri. Systur Sveins eru Hrönn Aðalsteinsdóttir, fædd 1929, látin árið 2000 og Björk Aðalsteinsdóttir, fædd 1941. Sveinn giftist árið 1975 Sig- rúnu Hermannsdóttur, fæddri 1944. Foreldrar hennar voru Hermann Sigurðsson og Ragna Bjarnadóttir. Sigrún átti fyrir dóttur, Rögnu Sigrúnardóttur, fædda árið 1964. Maki Ron Owens, þau eiga saman dæt- urnar Melkorku Kevyn, fædda 1991 og Kötlu Mathildi, fædda fræðideild Póst- og síma- málastofnunar, 1979 til 80 í við- skiptaráðuneytinu sem deildarstjóri, frá 1981 til 84 sem framkvæmdastjóri Samafls svf., innflutnings- og ráðgjafarfyr- irtækis. Árin 1987 til 1989 sem forstöðumaður erlendra við- skipta í Alþýðubankanum, frá 1990 til 2006 var hann fram- kvæmdastjóri Ísgulls, innflutn- ings- og ráðgjafarfyrirtækis. Á árunum 2007 til 2014 var Sveinn vagnstjóri hjá Strætó bs. Árið 2014 útskrifaðist Sveinn úr Leið- sögumannaskólanum og starfaði við leiðsögn og akstur fyrir hin- ar ýmsu ferðaskrifstofur. Sveinn var með einkaflugmannspróf og sinnti fluginu mikið á fyrri árum. Hann var virkur í ýmsum félagsstörfum, samtökum tengd- um náttúruvernd og pólitík fram á síðasta dag. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 8. desember 2020, kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir en nálgast má streymi frá útförinni á youtu.be/CxeevZf1oNU Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 2005. Börn Sigrún- ar og Sveins eru: Árni, fæddur 1976. Maki hans er Sig- ríður María Sig- urjónsdóttir, dóttir Lóa, fædd 2008. Hrönn, fædd 1977. Maki hennar er Ste- ven Meyers og þau eiga Nínu Þyri, fædda 2007, Úrsúlu Sigrúnu, fædda 2010 og Míu Margréti, fædda 2014. Marta María, fædd 1980. Sveinn útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1966. Hann nam þýsku við Herder Institut í Leipzig árið 1967 og skipaverkfræði í Háskól- anum í Rostock 1968. Árið 1973 varð Sveinn framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Hóla og árið 1977 útskrifaðist hann sem við- skiptahagfræðingur (cand. oe- con) frá Háskóla Íslands. Árin 1977 til 78 vann Sveinn í Hag- Elsku litli bróðir minn, hverj- um hefði dottið í hug að þú værir á förum frá okkur þegar þú komst í afmælið mitt í september. Þú varst svo sæll og kátur og færðir mér fallegan blómvönd. Þú talaðir mikið og hlóst hátt. Þú elskaðir líf- ið. Ég var í Fellskoti í Biskups- tungum 5. júlí 1946 þegar mér var sagt að ég hefði eignast bróður. Ég vildi fara strax í bæinn til að leika við hann og sýna honum dót- ið mitt. Þvílík vonbrigði þegar ég síðan hitti hann. Ég mátti ekki leika við hann, ekki halda á honum og helst ekki anda á hann. Svo grenjaði hann allar nætur. Árið 1947 fluttum við fjölskyld- an á Miklubraut 66. Þá voru Hlíð- arnar að byggjast upp og fullt af krökkum í öllum húsum. Við vor- um úti að leika alla daga, engin boð og bönn. Eldri börnin pössuðu þau yngri. Við höfðum allt Klambratúnið sem leikvöll og skurðina þar til að fela okkur í. Sól á sumrin og mikill snjór á veturna. Allir léku sér saman og þarna myndaðist ævilöng vinátta. Lífið var gleði og gaman. Sumarið 1958 sigldum við systkinin og mamma með Gull- fossi til Danmerkur til að heim- sækja pabba sem vann hjá Eim- skip við að setja vélar í skip sem þeir voru að kaupa. Þetta voru yndislegir dagar sem við áttum saman. Sól, gott veður og allt svo nýtt og spennandi fyrir okkur. Tí- volí, baðstrendur og þetta sniðuga tungumál sem við þóttumst kunna en olli oft miklum misskilningi og hlátri. Við fórum síðan aftur heim eftir skemmtilegar tvær vikur en pabbi varð eftir í sinni vinnu. Skip- ið kom til Íslands seint um haustið og fékk nafnið Selfoss. Selfoss fór í sína fyrstu ferð í desember 1958 og kom aftur heim í byrjun janúar 1959, en pabbi kom ekki heim. Hann hafði látist í svefni um borð í skipinu 30. desember 1958, aðeins 64 ára gamall. Þetta var mikið högg fyrir litlu fjölskylduna, Sveinn var þá einungis 12 ára og mikill pabbastrákur. Lífið heldur þó áfram. Stund- um var farið í ferðir, oftast á Langárfoss á Mýrum þar sem Sveinn hafði verið öll sumur frá því hann var þriggja ára. Hann elskaði staðinn. Sveinn varð stúdent og fór til náms í Þýskalandi. Hann undi sér vel þar og naut þess að tala þýsku. Einu sinni tók mamma upp á því að bjóða allri fjölskyldunni í sumarleyfisferð til Rúmeníu. Þetta var ógleymanleg ferð sem oft er minnst á og mikið hlegið að ýmsum skondnum uppákomum. Svo kom að því að Sveinn hitti Sigrúnu sína, þau giftust árið 1975. Sigrún átti yndislega stelpu, Rögnu Björgu, og svo bættu þau þremur börnum við á fimm árum, Árna, Hrönn og Mörtu Maríu. Það var oft fjör og hamagangur á heimilinu. Lífið hefur flogið áfram svo ótrúlega hratt, maður heldur að það sé nógur tími en svo er allt skyndilega búið. Elsku Sigrún mágkona, Ragna Björg, Árni, Hrönn og Marta María, innilegar samúðarkveðjur. Elsku Sveinn minn, þakka þér fyrir að hafa gengið ævigönguna með mér sem góður og skemmti- legur bróðir. Elska þig. Þín systir, Björk. Mínar fyrstu minningar tengj- ast allar Miklubrautinni. Mamma, pabbi, Jón bróðir og ég í kjallaran- um og amma Guðný og Sveinn frændi uppi á lofti. Samgangurinn var stöðugur og eðlilegasti hlutur í heimi var að við værum uppi hjá ömmu og Sveini eða þau niðri hjá okkur. Allar góðu minningarnar koma upp í hugann við skyndilegt fráfall elsku frænda míns. Sveinn frændi var litli bróðir mömmu og við Jón þeirrar gæfu aðnjótandi að hann nennti alltaf að taka okkur með í ferðalög. Oft fengum að fara með honum upp á Mýrar. Þar stoppaði hann á áfangastað og við áttum að bíða í bílnum í örfáar mínútur. Þar sem Sveinn frændi gat verið ansi utan við sig og talað mikið varð stoppið oft að 2 klukkustundum. Þegar biðin var farin að lengjast hjá okk- ur kom frændi nánast á handa- hlaupum út í bíl og spurði hvort við ættum ekki að kíkja við í sjoppunni. Við það fuku leiðindin út í veður og vind enda var það eitt mesta ævintýri okkar að fara með frænda í sjoppu því þar fengum við að velja allt sem hugurinn girntist. Jólin voru haldin uppi hjá ömmu og þegar loksins átti að fara að opna gjafirnar og amma Guðný búin að setja á sig handá- burðinn eftir uppvaskið, brást það ekki að Sveinn frændi átti eftir að pakka inn öllum gjöfunum. Þá upphófst hinn mesti hamagangur við það að finna pappír, skæri og límband. Amma dæsti og fórnaði höndum en Sveinn bara hló og grínaðist þannig að á endanum hlógu allir að þessari árlegu uppá- komu. Sveinn frændi kunni ekki mikið fyrir sér í heimilisstörfum og mig minnir að hann hafi nánast bara kunnað að poppa. Ég man vel hvað við systkinin vorum spennt þegar hann poppaði fyrir okkur, en þá tók hann stóra sláturpottinn hennar ömmu og setti í hann heil- an poka af maísbaunum. Þegar baunirnar fóru að springa með látum, poppið flæddi upp úr pott- inum og skaust um allt eldhúsið hjá ömmu eins og byssukúlur færðist stuð í leikinn. Amma fórn- aði höndum og sveiflaði visku- stykkinu í poppreyknum en Sveinn og við systkinin veltumst um af hlátri. Það var mikil gæfa fyrir Svein frænda þegar hann hitti ástina sína, hana Sigrúnu. Þau geisluðu sem par og giftu sig nokkrum mánuðum seinna. Sveinn gekk Rögnu strax í föðurstað og á örfá- um árum bættust Árni, Hrönn og Marta María í hópinn. Sveinn var mikill fjölskyldumaður og tók ein- lægan þátt í lífi barna sinna alla tíð. Hann var líka mikill vinur vina barna sinna og fylgdist með störfum þeirra allra af sama áhuga. Á seinni árum fækkaði sam- verustundunum en alltaf hittumst við reglulega. Síðastliðið sumar rakst ég nokkrum sinnum á Svein frænda þegar hann var með hundinn að ganga eða að skjótast eitthvað með barnabörnin. Hann var þá eins og ég hafði ávallt þekkt hann, glaður og kátur, allt- af tilbúinn að hlusta og spjalla enda gæddur einstakri frásagnar- gleði. Sveinn frændi var stóri frændinn í lífinu mínu en stærst var hjartalagið, góðsemdin og lífsgleðin. Elsku Sigrún, Ragna, Árni, Hrönn, Marta María og fjölskyld- ur, við Mark sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um elsku frænda lif- ir. Guðný Hildur. Þegar ég kom í fjölskylduna árið 1958 var Sveinn, litli bróðir Bjarkar, 12 ára og bjó ásamt móð- ur sinni og tengdamóður minni, Guðnýju, á Miklubraut 66. Nokkru seinna fluttum við Björk í kjallarann til þeirra en þar fædd- ust Jón Aðalsteinn, Guðný Hildur og Hilmar Þór. Á þessum árum var Sveinn að mótast sem skoð- anafastur vinstri maður. Sam- gangurinn á milli hæða var mikill og þarna á tímum kalda stríðsins barst tal okkar iðulega að stjórn- málum. Við vorum ungir menn, fastir fyrir og höfðum yfirleitt mjög ólíkar skoðanir, ég hægri maður og hann vinstri. Þetta varð til þess að umræðurnar gátu orðið nokkuð snarpar en Sveinn var einatt kátur, glaður og hló mikið sem varð til þess að við gátum alltaf slegið á létta strengi. Stundirnar með Sveini voru ekki bara umræður um stjórnmál. Við áttum góða tíma í ferðalögum jafnt innanlands sem utan. Saman fórum við í ógleymanlega fjöl- skylduferð til Rúmeníu og til Nor- egs til að heimsækja Jón Aðal- stein og hans fjölskyldu. Á seinni árum horfðum við á fótbolta á KR-vellinum, í Vestmannaeyjum, á Akureyri og Ólafsfirði ásamt Gunnari Helgasyni en hann var frændi Sveins og mikill vinur. Nú er komið að leiðarlokum eftir liðlega 60 ára vináttu. Með hlýhug mun ég minnast Sveins mágs míns sem góðs og skemmti- legs drengs. Kæra Sigrún, Ragna Björg, Árni, Hrönn og Marta María, ég samhryggist ykkur innilega. Kristinn. Andlát Sveins Aðalsteinssonar kom ekki aðeins í opna skjöldu. Það kom sem algert reiðarslag. Enginn gat búist við að það myndi gerast að slokknaði svo skyndi- lega á þessum kraftmikla og öfl- uga manni. Hann er þó ekki horf- inn því Sveinn á eftir að lifa lengi með okkur, svo mikið skilur hann eftir sig. Við höfðum ræðst við í síma daginn fyrir andlátið og ákveðið að hittast yfir kaffibolla á næstu dögum. Sveinn fór mikinn í sím- talinu eins og oft vildi verða. Ég hlustaði og meðtók og skaut inn orði og orði. Þannig var Sveinn, áhuginn, eldmóðurinn, baráttugleðin og bjartsýnin hreif menn með sér. Mig alla vega. Ég hafði unun af því að fylgja Sveini á fluginu. Alveg sama hve þungbúið var í þjóðfélaginu, sem Sveini óneitan- lega þótti oft vera, þá kom hann alltaf auga á glufur í óveðursskýj- unum þar sem sjá mátti til sólar. Og þar vildi Sveinn stilla liði sínu upp til sóknar. Og hverjir voru liðsmennirnir? Það voru allir sem vildu beita sér í þágu réttláts samfélags. Og rétt- látt gat samfélagið ekki orðið nema það losaði sig við hvers kyns spillingu. Af henni væri allt of mikið á Íslandi. Sveinn vildi allt til vinna að finna samherja á vinstri vængnum sem í sameiningu virkj- uðu krafta sína gegn íhaldinu. Og alltaf sá hann sóknarfærin í því stríði. Ef menn skoða ræður mínar á Alþingi um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma kemur í ljós að ég hafði tölulegar upplýsingar á hraðbergi um álverð, orkuverð, flutningskostnað, allt sem laut að virkjun í þágu stóriðju, talsvert umfram það sem ég bjó sjálfur yf- ir að jafnaði. Lærifaðir minn í þessari bar- áttu var Sveinn Aðalsteinsson. En því nefni ég þetta að allt það sem Sveini tókst að vista lærisvein sinn með inn í umræðuna, allar tölurnar og upplýsingarnar, reyndust hárréttar þegar á var látið reyna. Vald hans á tölum var nefnilega nánast yfirnáttúrulegt. Hann mundi allt og gat alltaf rað- að ólíkum brotum og brotabrotum saman í heillega mynd, slíkur var skilningur hans. Þar stóð honum enginn á sporði. Sveinn átti sæti í stjórn holl- vinasamtaka Reykjalundar og varð ég þess var hve mjög hugur hans að undanförnu beindist að framtíð þeirrar merku stofnunar, að hún yrði á félagslegum nótum og gróðasjónarmiðum úthýst. Ég sakna vinar míns Sveins Aðalsteinssonar mikið og finn að svo verður lengi. Við Vala færum Sigrúnu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Ögmundur Jónasson. „Heill og sæll vinur, hvernig hefur þú það?“ Þessi hispurslausa og hlýja kveðja var einkennandi fyrir viðmót og umhyggjusemi þessa heiðursmanns. Fregnin um að Sveinn Aðal- steinsson væri látinn kom raun- verulega eins og þruma úr heið- skíru lofti. Þessi glaðbeitti og síungi eld- hugi og hugsjónamaður bar lífið sjálft í fari sínu og því svo órafjarri andláti og dauða. Sveinn var alþýðumaður og heimsborgari af bestu gerð, var greindur, menntaður og fróður um hin aðskiljanlegustu svið, því öflugur liðsmaður alls staðar þar sem hann lagði lið. Fátt samfélagslegt var honum óviðkomandi, hvorki fólkið né náttúran og næmur skilningur hans á að hagur beggja færi sam- an studdi skýrar skoðanir hans á þjóðfélagsmálum, þar sem hann hafði skömm á misrétti og rangs- leitni. Það er skarð fyrir skildi, það er enginn annar Sveinn Aðalsteins- son. Heill og sæll vinur, hvernig hefur þú það? Láttu mig vita hvaða stað þú gistir, ég ætla að sækja um í nágrenninu. Þín er sárt saknað. Viggó Benediktsson. Í byrjun þessarar aldar voru um tíma nánast dagleg mótmæli gegn náttúruspjöllum á hálendinu á Austurvelli. Þá voru einnig haldnir baráttufundir á Grand Rokk á laugardögum þar sem leikir sem lærðir úr öllu samfélag- inu komu saman og útskýrðu frá sínum sjónarhóli hvers vegna þau voru á móti þessum stórtæku framkvæmdum. Einn af þeim var Sveinn Að- alsteinsson viðskiptafræðingur. Hann var nokkru eldri en ég og hærri að vexti. Sjónarmið hans voru ákveðin og lýsti hann þeirri gríðarlegu þenslu í efnahagslífinu sem reikna mætti með vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Varaði Sveinn sérstaklega við því að íslenska hagkerfið ofhitnaði vegna gríðarlegrar innspýtingar í íslenskt efnahagslíf sem styrkti íslenska krónuviðrinið og gerði um tíma að einum sterkasta gjaldmiðli heims. Við þessar að- stæður varð auðvitað til grund- völlurinn að vaxandi spákaup- mennsku og útrás braskara að byggja upp fjármálaveldi sem meira og minna voru reist á brauðfótum og enduðu með bankahruninu og öllum þeim vandræðum sem venjulegt fólk á Íslandi varð fyrir. En spákaup- mennirnir héldu sínu fram og komu gríðarlegum fjármunum undan í aflandsfélög og leyni- reikninga í skattaskjólum. Á þessum vettvangi mótmæl- anna kynntist ég Sveini Aðal- steinssyni. Hann var ætíð hrein- skilinn, málefnalegur, heiðarlegur og rökfastur í sínum erindum. Og að umræðum lokn- um var honum mikilsvert að ræða vanda samtíðarinnar við þá sem áhuga höfðu að deila með honum. Nokkrum misserum síðar lágu leiðir okkar saman gegnum ferða- þjónustuna en báðir störfuðum við sem þýskumælandi leiðsögu- menn. Við hittumst á bryggjunni áður en ferð hófst og víðar á ferðamannaslóðum. Þar sem tími og aðstæður leyfðu ræddum við gjarnan saman. Og þegar við urð- um að slíta samtalinu vegna verk- efna sem okkur var trúað fyrir ræddum við oft málin betur í síma þegar heim var komið og oft urðu þær viðræður langar og áhuga- verðar. Minnisstæður er Sveinn sér- staklega fyrir hversu vel hann sagði frá. Eitt sinn kvaðst hann hafa verið á ferð í lítilli flugvél með tilvonandi lagaprófessor sem var í flugþjálfun. Þess má geta að félag laganema, Orator, hélt stundum lotterí og fyrsti vinning- ur var flugferð með þessum lagaprófessor! En það varð af fluginu með júristanum að segja að verið var að æfa og þjálfa betur lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Ekki tókst betur til en svo að lendingin varð einhver sú harka- legasta sem Sveinn kvaðst hafa nokkru sinni upplifað. Ekki fór fleiri sögum af flugferðum þeirra félaganna en Sveinn taldi sig aldr- ei fyrr hafa lent í öðrum eins hremmingum og voða en hafa sloppið furðanlega vel miðað við aðstæður frá þessu ævintýri. Fyrir nokkrum vikum hringdi Sveinn í mig og við ræddum dá- góða stund saman um daginn og veginn eins og gengur enda af nógu að taka. Við ákváðum að spjalla fljótlega aftur. Því miður verður ekki af því. Ég þakka Sveini fyrir góðar stundir við spjall og fræðslu. Hann verður mér mjög eftir- minnilegur. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu hans og að- standendum sem og öllum vinum. Við eigum góðar minningar um Svein Aðalsteinsson. Guðjón Jensson, leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. Kær vinur, Sveinn Aðalsteins- son, er farinn á eilífðarbraut, svo óvænt. Mér er brugðið enda var Sveinn hress þegar við töluðum saman daginn fyrir andlát hans. Nýlega gengum við líka fjörur á Álftanesi og nutum haustblíðunn- ar. Margar góðar minningar á ég frá samveru okkar. Sveinn var hagfræðingur en í raun fjölmennt- aður og víða heima. Hann stund- aði nám í Þýska alþýðulýðveldinu, þar vandist hann á að skrifa niður kompur. Þetta vinnulag viðhafði hann alla tíð, kompuskrif, og nýtt- ust vel við ýmis úrlausnarefni. Hann var glaðbeittur og stálminn- ugur sögumaður, heiðarlegur og vinfastur svo að engum öðrum hef ég kynnst sem eins ræktaði tengsl við vini sína jafnvel þótt langur vegur skildi. Hér sannaðist gömul viska, „að milli góðra vina væri alltaf skammvegur“. Hann var sósíalisti, pólitískur aktívisti og virkur í þjóðmálaumræðu. Mikill baráttumaður fyrir náttúruvernd, mannréttindum og gegn pólitískri spillingu. Hann fylgdist vel með alþjóðamálum, var rökfastur og glöggur greinandi efnahagsmála. Hann líkti oft stjórnmálum við skák, þau krefðust skapandi hugs- unar. Við kynntumst á vettvangi Alþýðubandalagsins á þeim tíma þegar sósíalistar voru að smíða þann flokk, forustuafl í sókn til jöfnuðar. Hann vildi ætíð sameina krafta jafnaðarmanna og vildi að vinstriöflin stilltu saman strengi í kosningum að ári. Sveinn sinnti oft störfum tengt hugsjónum sín- um. Hann starfaði hjá Máli og menningu og síðar sem fram- kvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Hóla sem prentaði mikið af bók- um bókmenntafélagsins. Hjá Al- þýðubankanum starfaði hann við erlend viðskipti og sem aðstoðar- maður Svavars Gestssonar árin sem hann var viðskiptaráðherra. Hjá Framleiðslusamvinnufélagi iðnaðarmanna, sem framkvæmdastjóri Samafls við innflutning og erlend samskipti. Hann annaðist m.a. innflutning Ikarus-strætisvagnanna 1981. Um þann innflutning urðu pólitísk átök þar sem spillingarklíkur vildu ekki gefa eftir sérhagsmuni sína þótt í boði væru til samfélags- notkunar miklu ódýrari vagnar. Sveinn vann við samræmingu framkvæmda Rafafls-Stálafls við lokumannvirki Sultartangastíflu 1982-83. Verkið var unnið fyrir Landsvirkjun með finnska fyrir- tækinu Tampella. Eins annaðist hann samstarf við Norðmenn um framleiðslu burðarvirkis húsa Steinullarverksmiðjunnar á Sauð- árkróki 1985. Sveinn kom einnig að ýmsu hjá Byggingasamvinnu- félaginu Vinnunni vegna bygging- ar íbúða í Seljahverfi. Eftir að samvinnufélagið hætti starfsemi vann Sveinn í nokkur ár sem verk- taki með Hákoni Steindórssyni sem lést af slysförum árið 1998. Síðar starfaði Sveinn við innflutn- ing á eigin vegum um árabil og við akstur hjá SVR. Eftir leiðsögu- mannsnám starfaði Sveinn síð- ustu ár við leiðsögn ferðamanna þar sem málakunnátta hans og þekking á sögu og náttúru nutu sín. Sveinn var mikill fjölskyldu- maður og vinmargur. Hann og konan hans Sigrún voru dugleg að sækja ýmsa viðburði og styðja við menningarlíf. Missir Sigrúnar og fjölskyldunnar er mikill og sár. Við Agnes sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Ég minnist góðs vinar og kveð með söknuði. Sigurður Magnússon. Sveinn Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.