Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Skelfilega dapurlegt er að sjá hvenúverandi borgaryfirvöld gangast upp í því að koma aftan að borgarbúum og storka þeim í stóru og smáu.    Í Frétta-blaðið skrifuðu landslags- arkitekt- arnir Einar G. Sæmundsson og Auður Sveinsdóttir málefnalega en beitta grein um ákvörðun borgaryfirvalda (Orku- veitu) um að eyða Árbæjarlóni, sem glatt hefur fólk og fugla á svæðinu, án frambærilegs samráðs við íbúana.    Hún hefði birst þeim eins ogþruma úr heiðskíru lofti.    Og einn af mörgum farsælum íembættismannaliði borgar- innar fyrr og síðar, Þorvaldur S. Þorvaldson arkitekt og fv. yfirmað- ur borgarskipulags, skrifaði í Morgunblaðið:    Hvað ætli það væri kallað ef„orkumaður“ í New York sendi stúlku til að sprengja gat á stífluna við vatnið í Central Park og hleypa úr því?    Vatnið heitir eftir Jacquline Ken-nedy Onassis Reservoir og er þar uppistöðulón. Skemmdarverk, hryðjuverk?    Þetta kemur öllum borgarbúumvið, já öllum Íslendingum. Þetta er höfuðborgin okkar, er það ekki?“    Er nema von að spurt sé ogundrast yfir aðförunum? Enn þruma af ógeðfelldu tagi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulagsstofnun mun mögulega birta ákvörðun sína fyrir áramót um tillögu að matsáætlun vegna Blöndu- línu 3. Fulltrúar Landsnets áttu ný- lega fundi með verkefnaráði og annan opinn fjarfund með íbúum og landeig- endum á línuleiðinni þar sem farið var yfir umsagnir og athugasemdir við tillöguna að matsáætlun og svör Landsnets við þeim. Hlín Benedikts- dóttir, yfirmaður undirbúnings fram- kvæmda hjá Landsneti, segir að þátt- taka á fundinum með landeigendum hafi verið góð og mögulega verði haldinn annar fundur. Lega og útfærsla háspennulínunn- ar, sem liggja á frá Blönduvirkjun til Akureyrar, liggur ekki endanlega fyrir og hafa skoðanir verið skiptar. Hlín segir að þegar unnin verður frummatsskýrsla verði settur fram aðalvalkostur um leið línunnar, „en við erum ekki komin þangað. Næsta skref er að vinna úr rannsóknum,“ segir hún. ,,Staðan í dag er sú að til- laga að matsáætlun er hjá Skipulags- stofnun, Við erum búin að svara öll- um athugasemdum. Höfum sent svörin til Skipulagsstofnunar og við bíðum eftir áliti stofnunarinnar á til- lögunni, sem er væntanlegt þegar þau hafa skoðað málið til hlítar.“ Áformað er að framkvæmdir geti haf- ist á árinu 2023. Bíða eftir áliti Skipulagsstofnunar  Góð þátttaka á opnum fundi um Blöndulínu 3  Vinna úr rannsóknum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háspennulínur Styrkja á megin- flutningskerfið á Norðurlandi. Umferðin á hringveginum á Norður- landi var um 40 prósent minni í sein- asta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Umferðin á hringveginum á landinu öllu dróst mikið mikið saman í nóv- embermánuði samkvæmt tölum Vegagerðarinnar og var 10% minni en í október. Fram kemur í umfjöllun Vega- gerðarinnar um umferðartölur úr 16 lykilteljurum á hringveginum, að það stefni í gríðarlegan samdrátt umferð- arinnar þegar litið er yfir árið í heild samanborið við seinasta ár og gæti hún orðið 14-15% minni en í fyrra. „Gríðarmikill samdráttur“ Í seinasta mánuði reyndist umferð yfir allt landið vera 21,5% minni en í nóvember í fyrra og er þá höfuðborg- arsvæðið meðtalið. Sé litið á umferð- ina á einstökum landsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós að hún minnkaði mest á Norðurlandi eða um 40% frá í nóvember í fyrra eins og fyrr segir en minnstur varð samdrátturinn á Vesturlandi eða 29,5%. „Þetta er gríðarmikill sam- dráttur um hringveginn úti á landi og það lætur nærri að annar hver bíll frá síðasta ári hafi horfið úr umferðinni um Norðurland en þriðji hver um önnur landsvæði fyrir utan höfuð- borgarsvæðið en þar varð rétt rúm- lega 13% samdráttur,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Dragist umferð saman það sem eftir lifir ársins um sama hlutfall og í tveimur síðustu mánuðum, eins og allt bendir nú til, má skv. Vegagerð- inni búast við því að samdráttur um- ferðar á hringveginum verði sá mesti sem mælst hefur á heilu ári en mesti samdráttur í mælisniðunum varð á milli áranna 2010 og 2011 þegar 5,3% samdráttur mældist. Núna stefni í tæplega þrisvar sinnum meiri sam- drátt. 40% minni umferð á Norðurlandi í nóv.  Spá 14-15% sam- drætti á hringveg- inum yfir árið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á hringvegi Umferð í nóvember var rúmlega 10% minni en í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.