Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára- langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavík- ur sl. föstudag var lögð fram fyrir- spurn um mögulega breytingu á starfsemi Hótel Sögu við Hagatorg. Sem kunnugt er var hótelinu lokað 1. nóvember sl. vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er Jón Hrafn Hlöðversson, byggingafræðingur hjá teiknistofunni Mansard, sem sendi fyrirspurnina inn með bréfi dagsettu 23. nóvember sl. Í bréfinu leggur hann tvær spurningar fyrir byggingarfulltrúann: 1. Hvort breyta megi húsnæði Hót- els Sögu við Hagatorg 1 að hluta eða öllu leyti í íbúðarhúsnæði. Kæmi til greina að breyta skipulagi með þeim hætti? 2. Í skipulagsskilmálum kemur fram að leyfilegt er að reka ýmiss konar þjónustu, þar með leigustarf- semi, hótel og viðlíka sem og heil- brigðisstarfsemi. Myndi heilbrigðis- starfsemi líkt og þjónusta við aldraða, t.d. hjúkrunarheimili, falla innan þess ramma? Skipulagsfulltrúinn vísaði fyrir- spurninni til umsagnar verkefnis- stjóra. Í viðtali við Morgunblaðið ný- verið sagði Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu, að nú þegar búið væri að loka Hótel Sögu væri upplagt að opna þar heimili fyrir eldri borgara. „Sem gamall Vesturbæingur, sem ólst upp í hverf- inu á þeim tíma sem verið var að byggja Hótel Sögu og lék sér í stóra drullupollinum í grunninum, finnst mér upplagt að breyta hótelinu í elli- heimili, nú þegar búið er að skella í lás. Við erum með matstaðinn kláran niðri. Svo getum við haft dansiball tvisvar í viku í Súlnasal til að létta lundina hjá eldri borgurum,“ sagði Helgi m.a. í viðtalinu. Húsið sem hýsir Hótel Sögu er jafnan nefnt Bændahöllin. Það var tekið í notkun árið 1962 og hefur húsið alla tíð verið í eigu íslenskra bænda. Auk hótelsins hafa Bændasamtökin verið með skrifstofur og ráðgjafar- þjónustu í húsinu um árabil. Reksturinn er í tveimur félögum, sem bæði eru í eigu Bændasamtaka Íslands. Þau eru Bændahöllin ehf. sem rekur fasteignina og Hótel Saga ehf. sem rekur sjálft hótelið. Í hót- elinu eru 209 herbergi og veislu- og ráðstefnusalir. Hótel Saga í nýtt hlutverk? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hótel Saga Herbergin, 209 að tölu, standa nú auð vegna heimsfaraldursins.  Fyrirspurn um mögulega breytingu á starfseminni send til skipulagsfulltrúa  Húsinu breytt í íbúðir eða hjúkrunarheimili?  Hótelið er ekki í rekstri núna Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gerðar hafa verið minnst fjórar til- raunir til innbrota í skartgripaversl- unum í miðborginni undanfarinn hálfan mánuð. Talið er að sami mað- urinn sé þar að verki, en honum hef- ur tekist að stela skartgripum að andvirði þremur milljónum króna hið minnsta. Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski, dóttir gullsmiðsins Guðbrands J. Jezorski, starfar í verslun hans á Laugavegi. Segir hún að gerðar hafi verið þrjár tilraunir til ráns í versl- uninni. Ein í febrúar og tvær undan- farnar vikur. „Það var eitt rán í febrúar um hábjartan dag en síðan voru tvö núna með viku millibili þar sem rúðan var brotin,“ segir Kristín og bætir við að sést hafi til sama mannsins brjóta rúðu verslunar- innar í skjóli nætur. „Þetta var sami maðurinn sem kastaði gangstéttar- hellu í rúðuna og tæmdi svo útstill- inguna. Hann notaði sama grjótið í báðum tilvikum og það sást til hans. Það eru öryggismyndavélar á bygg- ingum nærri versluninni og þar náð- ist hann á mynd,“ segir Kristín sem áætlar að andvirði þýfisins sé í kringum þrjár milljónir króna. Lögreglan veitir engin svör Auk skartgripaverslunar Jezorsk- is hafa fleiri tilraunir til innbrots átt sér stað síðustu daga og vikur. Að- spurð segist Kristín vita til inn- brotstilrauna í úra- og skartgripa- verslun Jóns og Óskars á Laugavegi og í skartgripaverslun Hildar Haf- stein á Klapparstíg. „Mér finnst þetta vera eins og hjá Hildi á Klapp- arstíg, svo notaðist hann við sama grjót hjá Jóni og Óskari. Ég held að þetta sé alveg örugglega sami mað- urinn,“ segir Kristín. Spurð hvort verslunin sé tryggð fyrir uppákomum sem þessum segir hún svo ekki vera. Þá sé jafnframt ljóst að tjónið sé talsvert. „Við erum ekkert tryggð, en í bæði skiptin var rúðan brotin. Samtals eru þetta þrjár milljónir króna í formi skart- gripa.“ Kristín kveðst undrandi á vinnu- brögðum lögreglunnar í málinu. Hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við embættið, en ekkert bóli á svörum. Þá viti hún ekki hver næstu skref í málinu eru. „Lögreglan er með mynd af honum en ég fæ bara ekkert að tala við lög- regluna. Þess í stað fæ ég samband við símadömuna. Ég er búin að reyna að senda skilaboð og hringja en ég fæ ekki að tala við lögregl- una.“ Morgunblaðið/Eggert Skartgripaverslun Kristín starfar í skartgripaverslun Jezorski á Laugavegi. Verslunin hefur tvívegis verið rænd. Innbrotahrina í mið- borginni síðustu vikur  Sami maðurinn talinn standa að baki fjórum tilraunum „Aðgerðir voru í samræmi við veð- urspár og þau líkön um orkunotkun sem starfsemin er keyrð sam- kvæmt. Ég tel viðbrögð okkar hafa verið á réttri línu,“ segir Ólöf Snæ- hólm Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Veitna. Veðurspár í síðustu viku gerðu ráð fyrir að á höfuðborgarsvæðinu yrði allt að 12 stiga frost, að við- bættri vindkælingu. Þessar spár gengu ekki eftir og frostið fimmtu- dag til laugardags var 3,5-4 gráð- um minna en búist var við. Óttast var að ekki tækist að anna eftir- spurn eftir heitu vatni sem fengið er úr Mosfellsbæ, tveimur borhol- um innanbæjar í Reykjavík, frá Nesjavöllum og Hellisheiðar- virkjun. Á síðastnefnda staðnum hafi framleiðslugeta nýlega verið efld með stækkun í Mosfellsbæ. Með því meðal annars hafi aukinni eftir- spurn eftir heitu vatni verið svarað. Erlendar rannsóknir sýni að með lengri dvöl fólks í heimaranni á tím- um Covid-19 þurfi meiri upphitun og hjá Veitum sé aukningin í ár um 11%. „Almenningur brást vel við kalli okkar og nýting á vatni var alveg innan þess sem Veitur ráða við. Í kuldakastinu var mest verið að nota um 15.000 rúmmetra af vatni á klukkustund. Það er svipað og Laugardalslaugin sé fyllt 10 sinn- um. Reyndar þarf alltaf að nýta heita vatnið skynsamlega, rétt eins og aðrar auðlindir,“ segir Ólöf. sbs@mbl.is Viðbrögð fylgdu spám og líkönum  Veitur héldu hita  Aukin eftirspurn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hitaveita Dælustöð Veitna við bor- holu á Reykjum í Mosfellsbænum. Pieta-samtökunum bárust 504 símtöl í nóvember í ár sam- anborið við 213 í sama mánuði í fyrra. Er þetta um 137% aukning milli ára. Að sögn Krist- ínar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra samtakanna er út- lit fyrir fjölgun sjálfsvíga milli ára. „Það eru ákveðin teikn á lofti og vísbendingar um að fjölgun sjálfsvíga sé að eiga sér stað. Það er aftur á móti jákvætt á sama tíma að það eru fleiri sem eru að leita sér aðstoðar,“ segir Kristín. Aðspurð segist Kristín fagna því að fleiri leiti sér aðstoðar. Þá sé nauð- synlegt að muna að það er alltaf lausn óháð stærð vandamálanna. „Við erum með aðila sem hjálpa ef fólk er í erfiðri stöðu. Við hvetjum alla sem eru í slíkri stöðu til að leita sér aðstoðar. Hér er engum vísað frá heldur höldum við í höndina á fólki þar til lausn er fundin. Við bendum fólki á lausnir ekki vandamál.“ aronthordur@mbl.is Kristín Ólafsdóttir Sjálfsvígum gæti fjölgað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.