Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 England Brighton – Southampton ......................... 1:2 Staðan: Tottenham 11 7 3 1 23:9 24 Liverpool 11 7 3 1 26:17 24 Chelsea 11 6 4 1 25:11 22 Leicester 11 7 0 4 21:15 21 Southampton 11 6 2 3 21:17 20 Manch.Utd 10 6 1 3 19:17 19 Manch.City 10 5 3 2 17:11 18 West Ham 11 5 2 4 18:14 17 Everton 11 5 2 4 20:18 17 Wolves 11 5 2 4 11:15 17 Crystal Palace 11 5 1 5 17:16 16 Aston Villa 9 5 0 4 20:13 15 Newcastle 10 4 2 4 12:15 14 Leeds 11 4 2 5 16:20 14 Arsenal 11 4 1 6 10:14 13 Brighton 11 2 4 5 15:18 10 Fulham 11 2 1 8 11:21 7 Burnley 10 1 3 6 5:18 6 WBA 11 1 3 7 8:23 6 Sheffield Utd 11 0 1 10 5:18 1 Þýskaland Hoffenheim – Augsburg ......................... 3:1  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Staðan: Bayern München 10 7 2 1 34:16 23 Leverkusen 10 6 4 0 19:9 22 RB Leipzig 10 6 3 1 21:9 21 Dortmund 10 6 1 3 22:10 19 Wolfsburg 10 4 6 0 16:10 18 Union Berlin 10 4 4 2 22:14 16 M’gladbach 10 4 4 2 19:16 16 Stuttgart 10 3 5 2 19:16 14 E. Frankfurt 10 2 7 1 15:17 13 Hoffenheim 10 3 3 4 18:17 12 Augsburg 10 3 3 4 12:15 12 Hertha Berlín 10 3 2 5 18:19 11 Werder Bremen 10 2 5 3 14:17 11 Freiburg 10 1 5 4 12:22 8 Köln 10 1 4 5 12:17 7 Arminia Bielefeld 10 2 1 7 8:20 7 Mainz 10 1 2 7 12:24 5 Schalke 10 0 3 7 6:31 3 Danmörk AGF – Bröndby ........................................ 3:1  Jón Dagur Þorsteinsson lék í 86 mínútur með AGF en Hjörtur Hermannsson lék síð- ari hálfleikinn með Bröndby. Staða efstu liða: Midtjylland 11 7 2 2 19:12 23 SønderjyskE 11 6 3 2 20:14 21 Brøndby 11 7 0 4 22:17 21 AGF 11 5 3 3 21:15 18 Nordsjælland 11 4 4 3 21:15 16 Noregur Vålerenga – Rosenborg.......................... 1:0  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Vålerenga en Matthías Vilhjálmsson var á bekknum allan tímann.  Hólmar Örn Eyjólfsson var varamaður hjá Rosenborg og kom ekki við sögu. Staðan: Bodø/Glimt 28 24 3 1 96:32 75 Molde 27 18 2 7 67:32 56 Vålerenga 28 14 9 5 45:31 51 Rosenborg 27 13 6 8 46:34 45 Kristiansund 27 11 11 5 50:37 44 Viking 28 12 7 9 52:47 43 Odd 25 13 3 9 45:37 42 Haugesund 28 10 6 12 36:46 36 Stabæk 28 8 11 9 35:43 35 Brann 28 8 8 12 37:47 32 Sandefjord 27 9 5 13 31:43 32 Sarpsborg 28 8 7 13 33:38 31 Start 28 6 8 14 32:51 26 Strømsgodset 27 5 10 12 34:51 25 Mjøndalen 28 7 3 18 23:44 24 Aalesund 28 2 5 21 30:79 11 B-deild: Eftir úrslit annarra leikja í gær er Íslend- ingaliðið Lilleström komið upp í úrvals- deildina ásamt Tromsö. Fyrir lokaumferð- ina er Tromsö með 60 stig, Lilleström 56 og Sogndal 50 stig í þremur efstu sætunum. Holland B-deild: Excelsior – Volendam ............................. 2:3  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Jong Ajax – Eindhoven........................... 1:1  Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á hjá Ajax á 88. mínútu.  HM kvenna B-riðill í Herning: Spánn – Tékkland................................. 27.24 Rússland – Svíþjóð ............................... 30:26 Lokastaðan: Rússland 3 3 0 0 85:70 6 Svíþjóð 3 1 1 1 76:76 3 Spánn 3 1 1 1 72:78 3 Tékkland 3 0 0 3 69:78 0  Rússland, Svíþjóð og Spánn fara áfram í milliriðla. D-riðill í Kolding: Rúmenía – Noregur ............................ 20:28  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Þýskaland – Pólland............................. 21:21 Lokastaðan: Noregur 3 3 0 0 105:65 6 Þýskaland 3 1 1 1 66:82 3 Rúmenía 3 1 0 2 67:74 2 Pólland 3 0 1 2 67:84 1  Noregur, Þýskaland og Rúmenía fara áfram í milliriðla.   með fjögur stig, Þýskaland með tvö en Rúmenía án stiga. Króatía verð- ur í þeim milliriðli en Ungverja- land, Serbía og Holland slást um hin tvö sætin sem þar eru laus. Rússar sigruðu Svía, 30:26, í toppslag B-riðilsins í Herning. Rússar fara með fjögur stig í milli- riðilinn en Svíar og Spánverjar með eitt stig hvort lið. Ljóst er að Dan- mörk og Frakkland verða mótherj- ar þeirra og annaðhvort Svart- fjallaland eða Slóvenía. Noregur og Rússland fara áfram í milliriðla Evrópumóts kvenna í handknattleik í Danmörku með fullt hús stiga eftir mikilvæga sigra í lokaumferðum B- og D-riðla móts- ins í gærkvöld. Þórir Hergeirsson og hans konur í norska liðinu sigruðu Rúmeníu, 28:20, í uppgjörinu um sigur í D- riðlinum í Kolding. Leikurinn var jafn lengi vel en norska liðið stakk af á lokasprettinum. Norska liðið fer í milliriðilinn Noregur og Rússland áfram með fullt hús stiga AFP Kátar Norska liðið fagnar átta marka sigri á Rúmenum í gærkvöld. HM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir réttum aldarfjórðungi lék Ís- land í riðli með Rúmeníu, Makedóníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins sem síðan var haldið í Frakklandi árið 1998. Ísland, Rúmenía, Norður- Makedónía og Liechtenstein eru öll í J-riðli undankeppni HM 2022, en „leiðin til Katar“ skýrðist betur í gær þegar dregið var í undanriðla Evr- ópu í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss. Sigursælt lið Þýskalands og lið Armeníu eru hin tvö liðin í J- riðlinum að þessu sinni en fyrir ald- arfjórðungi voru Litháen og Írland hin tvö liðin í riðli Íslands. Þá reið íslenska liðið ekki feitum hesti frá undankeppninni, náði að- eins að sigra Liechtenstein tvívegis, 4:0 í bæði skiptin, en herjaði aðeins út þrjú jafntefli í hinum átta leikj- unum og varð næstneðst í riðlinum. Á þeim tíma var Rúmenía í fremstu röð í heiminum og með Ghe- orghe Hagi fremstan í flokki vann liðið tvo auðvelda sigra á Íslandi, 4:0, í þeirri undankeppni. Liðið vann yf- irburðasigur í riðlinum og fékk 28 stig af 30 mögulegum. Nú eru aðrir tímar, sonur Hagi leikur með Rúmeníu í dag en ekki í jafnstóru hlutverki og þegar Ísland vann Rúmeníu í umspilsleiknum mikilvæga á Laugardalsvellinum 8. október síðastliðinn, 2:1, með tveim- ur mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þegar horft er á riðilinn í dag er barátta við Rúmena um annað sætið eflaust það sem fyrst kemur upp í hugann hjá mörgum. Liðin virðast afar áþekk að styrkleika, miðað við leikinn á Laugardalsvellinum og framgang þeirra síðustu árin. Úrslitaleikir gegn Þjóðverjum Stórveldið Þýskaland hefur aðeins misst flugið undanfarin ár og náði mjög naumlega inn í efsta styrk- leikaflokkinn fyrir þennan HM- drátt. Þetta er aðeins í annað sinn sem Ísland og sameinað Þýskaland eru saman í undanriðli stórmóts. Þjóðirnar mættust í tveimur úrslita- leikjum um sigur í sínum riðli und- ankeppni EM haustið 2003 þegar þær gerðu óvænt 0:0 jafntefli á Laugardalsvellinum en Þjóðverjar unnu 3:0 skömmu síðar í úrslitaleik í Hamborg þar sem jöfnunarmark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni, sem var afar umdeildur dómur. En fjórfaldur heimsmeistari Þýskalands er sigurstranglegasta liðið í þessum riðli, enda stórveldi í heimsfótboltanum til margra ára- tuga, og allt annað en öruggur sigur og fyrirhafnarlítið sæti á HM í Katar yrði mikið áfall fyrir þýskan fótbolta. Norður-Makedónía, eins og landið heitir núna, var erfiður andstæð- ingur í þau tvö skipti sem það hefur verið mótherji Íslands í und- ankeppni. Í áðurnefndri keppni fyrir HM 1998 gerðu liðin 1:1 jafntefli á Laugardalsvellinum, þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði mark íslenska liðsins, sem tapaði seinni leiknum í Skopje, 1:0. Aftur voru þjóðirnar í sama riðli fyrir HM 2010 þar sem Veigar Páll Gunnarsson tryggði Íslandi 1:0 sigur á Laugardalsvelli en Makedónía vann 2:0 í Skopje. Armenía er ein þeirra Evr- ópuþjóða sem Ísland hefur lítið átt saman við að sælda. Þjóðirnar voru þó saman í riðli fyrir EM 2000 og gerðu markalaust jafntefli í Jerevan en Ísland vann 2:0 á Laugardalsvell- inum. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Armenar voru í fimmta styrk- leikaflokki, reyndar efsta liðið þar, en þeir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í haust og gætu því mætt Íslandi í B-deild keppn- innar næst þegar hún fer fram. Þar er greinilega lið á uppleið en Armen- ar höfðu einmitt betur gegn Norður- Makedóníu í keppninni í haust, sem og Georgíu og Eistlandi. Skellurinn í Liechtenstein Sumir íslenskir knattspyrnu- áhugamenn fá hroll þegar Liechten- stein er nefnt til sögunnar. Ísland fékk nefnilega skell, 3:0, í leik þjóð- anna í undankeppni EM 2008 og hafði áður aðeins náð jafntefli, 1:1, í heimaleiknum gegn smáþjóðinni úr Ölpunum. Á árunum 2007 til 2010 vann Ís- land aðeins einn leik af fjórum gegn Liechtenstein þegar tveimur vin- áttuleikjum er bætt við. Ísland vann hins vegar 4:0 sigur þegar liðin mættust í vináttuleik á Laugardals- velli, lokaleik Íslands fyrir EM í Frakklandi. Helgi Kolviðsson er hættur sem þjálfari Liechtenstein og missir því af áhugaverðum leikjum. En liðið stóð sig vel undir hans stjórn og fékk fimm stig í Þjóðadeild UEFA í haust. Undankeppnin hefst 24. mars og lýkur 16. nóvember. Ísland mun leika þrjá útileiki dagana 24. til 31. mars, fimm heimaleiki í september og október og loks tvo síðustu leikina á útivelli í nóvember. Umspil, ef til þess kemur, fer fram í marsmánuði 2022. Svipaður riðill og 1998 en breyttar forsendur  Þýskaland, Rúmenía, N-Makedónía, Armenía og Liechtenstein mæta Íslandi A-RIÐILL: Portúgal, Serbía, Írland, Lúxemborg, Aserbaídsjan. B-RIÐILL: Spánn, Svíþjóð, Grikkland, Georgía, Kósóvó. C-RIÐILL: Ítalía, Sviss, Norður-Írland, Búlgaría, Litháen. D-RIÐILL: Frakkland, Úkraína, Finnland, Bosnía, Kasakstan. E-RIÐILL: Belgía, Wales, Tékkland, Hvíta-Rússland, Eistland. F-RIÐILL: Danmörk, Austurríki, Skotland, Ísrael, Færeyjar, Moldóva. G-RIÐILL: Holland, Tyrkland, Noregur, Svartfjallaland, Lettland, Gíbraltar. H-RIÐILL: Króatía, Slóvakía, Rússland, Slóvenía, Kýpur, Malta. I-RIÐILL: England, Pólland, Ungverjaland, Albanía, Andorra, San Marínó. J-RIÐILL: Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía, Liechtenstein Undanriðlarnir fyrir HM 2022 Morgunblaðið/Einar Falur Jafntefli Hermann Hreiðarsson vinnur návígi í síðustu heimsókn þýska landsliðsins þar sem úrslit urðu 0:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.