Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA FRÁROBERT ZEMECKIS. SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRIR ALLA FJÖSLSKYLDUNA. Þetta er góð heimild um dirfskufullt listrænt verkefni, segir gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian um splunkunýja útgáfu, sem lengi hefur verið beðið, á flutningi Sigur Rósar og samstarfsfólks á Hrafna- galdri Óðins en upptakan var gerð á tónleikum í París fyrir 16 árum, árið 2004. Gefur rýnirinn plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandinn segir að ef leiðin til heljar sé vörðuð misheppnuðum atlögum rokkhljómsveita að klass- ískri tónlist, þá hafi Sigur Rós betri möguleika en þær flestar á að takast verkefnið. Í verkum sveitarinnar hafi alltaf mátt finna fyrir skyldleika við klassík og þá einkum í uppbygg- ingu laganna en hér sé um að ræða heilt tónverk, byggt á kvæði frá 14. öld og útsett af Kjartani Sveinssyni og tónskáldinu Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, úr Amiinu, með fram- lagi frá frumkvöðli úr eletróníkinni, Hilmari Erni Hilmarssyni. Þá segir að margt það besta í tónlistinni hverfist um sérbyggða steinhörpu [Páls á Húsafelli] og er framlagi kvæðamannsins Steindórs Andersen hrósað og samspili hans og kórsins Schola Cantorum. Í verkinu sé hnot- ið nokkrum sinnum, finnst rýninum, og hann nefnir dæmi um hvar hon- um finnst tónlistin fara hættulega nærri „vindbörðu leikvangarokki“ og annars staðar örli á flatneskju – en upptakan sé góð heimild um dirfskufullt listrænt verkefni. Morgunblaðið/Golli Hrafnagaldur Liðsmenn Sigur Rósar leika hér á steinhörpu Páls á Húsafelli fyrir frumflutninginn á Hrafnagaldri Óðins árið 2002. Dirfskufullur Hrafnagaldur AF VEIÐISKRIFUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Um helgina vaknaði ég af æsi- spennandi draumi þar sem ég reisti ítrekað lax á miklum eftirlætis- veiðistað þar sem ég dró flugu á harðastrippi gegnum strenginn – og að lokum tók hann, stór hængur. Flugan á taumnum var Colburn Special, fluga sem reyndist okkur veiðifélaga mínum sérlega vel í sumar sem leið. Ég er enginn áhugamaður um draumaráðningar en þegar ég rifj- aði drauminn upp hugsaði ég að nú væri það langt um liðið frá veiðiævintýrum sumarsins að kominn væri tími á vetrarsófaveið- ar; að leita í veiðibókasafnið og halda inn í dagdrauma með góðum veiði- sögumönnum. Og þá barst mér, á hárréttum tíma, ný bók veiðileið- sögumannsins og hnýtarans snjalla Sigurðar Héðins, sem hreif mig í ánægjulega hugarveiði. Brjóta fleiri stangir? Fyrir ári kom út fyrsta bók Sigurðar, Af flugum, löxum og mönnum. Efnistökunum mátti líkja við nokkuð óvenjulegt bland í poka: veiðisögur af persónulegum upplif- unum, umfjöllun um flugur, veiði- kennsla, umfjöllun um hnúta og amboð til fluguveiða, og ýmiskonar hugleiðingar um veiði. Höfundur er fínn sögumaður og þótti þeim les- anda sem þetta skrifar langmestur fengur í sögunum – fókusinn í bók- inni annars nokkuð fljótandi. Nýju bókina nefnir Sigurður Sá stóri, sá missti og sá landaði. Formúlan er sú sama, ef svo má segja, og gefið í skyn með útlitinu en það er eins – kápan í fyrra blá, núna rauð. Í byrjun bókar veltir leiðsögumaðurinn reyndi fyrir sér í nokkrum köflum atferli laxins, til að mynda hvers vegna hann taki. Þá er umfjöllun um hátt í fimmtíu flugur, flestar hnýttar af Sigurði, og upskriftin gefin fyrir þá sem vilja hnýta. Sögur og skýringar fylgja sumum flugum og það er fengur að því. Í næsta kafla er fjallað frekar um hnýtingar, svo aðeins um græj- ur – til að mynda hvort það sé rétt að Íslendingar brjóti meira af stöngum en veiðimenn annarra landa og hver kunni að vera ástæð- an. Bókinni lýkur svo með frásögn- um af lífinu við ána; alls kyns innan- búðar- og reynslusögum og vanga- veltum um veiðiskap og veiðimenn sem er mjög gaman að. Sögurnar glöddu Ég naut margs í fyrri bók Sig- urðar en þessi nýja er mun betri. Hann hefur dregið úr fræðslu og leiðbeiningum – það er nokkuð sem veiðimenn sækja sér held ég í aukn- um mæli á netið þegar þeir eru að byrja – og gefur sér þess í stað meiri tíma til að halla sér aftur og segja frá. Og á þessum tíma árs þurfum við veiðimenn sögur, sögur eins og koma hér af alls kyns ævin- týrum. Stundum lendir leiðsögu- maðurinn í moki með kúnnum, eða jafnvel sjálfur við veiðar, og hann er oft furðu frakkur við þá sem hafa ráðið hann til vinnu – kastar meira að segja stöng eins þeirra út í á. Í annað skipti bannar hann veiði- manni að setja lax sem veiðist á Frances-flugu inn í bíl til sín, og í einhverjum galskap þykist hann einhverju sinni heila vakt varla tala ensku – en þeir sem hann leiðbeindi settu þó í 24 laxa og lönduðu 12. Í sögunum er alltaf stutt í bæði leiðbeiningar og vangaveltur, sem er vel, og í lokakaflanum kemur fram að Sigurður sé svartsýnn á framtíð íslenska laxastofnsins. Hann útskýrir hvers vegna og kveðst vera kominn á þá skoðun „að okkur beri að sleppa öllum fiski sem er af villtum stofni, einungis þannig getum við tryggt viðkomu stofnsins til framtíðar“. Í fyrravetur hnýtti ég ein- hverjar flugur eftir uppskriftum í fyrri bókinni. Sigurður velur ekki að sýna hér Colburn Special, þá veiðnu flugu sem gaf mér lax í draumi um helgina. En margar sem hann sýnir eru æði álitlegar, upp- haflega búnar til af ýmsum flinkum fluguhönnuðum og veiðimönnum. Sumar þeirra hafa gefið mér fiska, meira að segja hnýttar af Sigurði, aðrar þarf ég greinilega að eignast. En nú í skammdegismyrkinu og frostinu glöddu sögurnar mest. Góðar flugur í vetrarsófaveiði Teikning/Sól Hilmarsdóttir Hann tekur! Stór hængur rennir sér að flugunni í teikningu í bókinni. Teikning/Sól Hilmarsdóttir Sögumaðurinn Sigurður Héðinn eins og hann birtist lesendum. »… hann er oft furðufrakkur við þá sem hafa ráðið hann til vinnu – kastar meira að segja stöng eins þeirra út í á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.