Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allt útlit erfyrir að inn-an skamms verði hægt að hefj- ast handa við bólu- setningar hér inn- anlands. Enn hefur ekki verið skorið úr um það hversu margir skammtar af bóluefni muni berast hingað til lands. Það mun skýrast þegar líður á mánuðinn. En í máli Óskars Reykdals- sonar, forstjóra Heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunblaðinu í gær kom fram að hægt verður að ganga rösklega til verks þegar það gerist. Sagði hann að ekkert væri að vanbúnaði að bólusetja tugþúsundir manna á dag. Samkvæmt því ætti að vera hægt að taka fyrri umferð í bólusetningu á einni viku. Seinni bólusetning ætti ekki að taka lengri tíma þannig að bólusetningu ætti að vera hægt að ljúka í lok janúar eða byrjun febrúar. Íslendingar bíða þess að sér- fræðinefnd á vegum Lyfja- stofnunar Evrópu fari yfir nið- urstöður rannsókna á þeim bóluefnum sem eru tilbúin. Fæstir virðast gera ráð fyrir að þeim verði hafnað. Á Bretlandi hefur notkun bóluefnis fyrirtækjanna Pfizer og BioNTech þegar verið sam- þykkt og var búist við að hafist yrði handa við að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn þar í dag. Spyrja má hvers vegna Ís- land gat ekki haft samvinnu við Breta í þessum efnum. Bretar höfðu sömu niðurstöður í hönd- um og evrópska sérfræði- nefndin liggur nú yfir. Vitaskuld er best að flýta sér hægt. Hinn mikli hraði við að þróa bóluefni og koma þeim í umferð hefur verið gagn- rýndur og hefur til dæmis for- maður lyfjanefndar þýsku læknasamtakanna lýst yfir því að ekki liggi fyrir nægilega rækilegar upplýsingar um hvað liggi að baki niðurstöðum bóluefnarannsóknanna til að þeim megi treysta fyllilega. Sú gagnrýni beinist hins vegar ekkert síður að evrópsku sér- fræðinefndinni en Bretum og ætti að fara eftir henni er lík- legt að biðin eftir bóluefnum myndi lengjast um nokkra mánuði hið minnsta. Fæstir virðast gera ráð fyrir að nefnd- in muni hafna nýju bóluefn- unum. Auðvelt er að segja að engu muni um nokkrar vikur til eða frá, en það þarf líka að hafa í huga að hjá fyrirtækjum í fjötrum veirunnar munar um hverja viku. Því fyrr sem þau losna úr læðingi, því betra. Stefnt er að því að bólusetja það marga að hér myndist svokallað hjarðónæmi. Er þá miðað við að allt að 70% íbúa landsins verði bólusett. Við þær aðstæður myndi veiran eiga erfitt með að breiða úr sér og fjara út. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir og Kristinn Tóm- asson geðlæknir ræddu bólu- efni og bólusetningar í samtölum í Morgunblaðinu í gær. Menn verða ekki skyldaðir til að fara í bólusetningu. Nokkuð hefur verið um spurn- ingar og efasemdir um bóluefn- in og sagði Þórólfur það eðli- legt. Hann benti hins vegar á að þegar bóluefnið hefði verið metið gætu menn gert upp við sig hvort væri betra eða verra að sýkjast af kórónuveirunni en að fá bóluefni. Hann ítrekaði að þótt bóluefnin hefðu verið þró- uð á skömmum tíma hefði hvergi verið slakað á kröfum og farið gegnum öll þau rannsókn- arstig, sem venjulega er gert þegar bóluefni eru rannsökuð. Rifjuð hafa verið upp dæmi af aukaverkunum vegna bólu- setningar við svínaflensu fyrir 11 árum. Þórólfur sagði að tengingar á drómasýki og bólu- setningunni væru óljósar og hefðu þessi tengsl til dæmis að- eins komið fram í sumum lönd- um. Langtímaaukaverkanir af kórónuveirunni væru miklu al- gengari en af bóluefninu árið 2009. Kristinn Tómasson geðlækn- ir kvaðst telja að bólusetning væri mikilvæg. Henni gætu ef til vill fylgt óþægindi en þau væru „mjög léttvæg í sam- anburði við aðalatriði málsins, sem er að brjóta þessa óværu á bak aftur“. Með bólusetningunni blasa við breyttir tímar. Í gær var kynnt nýtt litakóðakerfi al- mannavarna vegna kórónuveir- unnar líkt og notað er þegar gefnar eru út viðvaranir vegna veðurs. Nú hafa einhvers konar takmarkanir verið í gildi svo mánuðum skiptir og ástandið farið að leggjast þungt á marga. Með nýjustu tíðindum er orðið tímabært að fara yfir það við hvaða kringumstæður hægt verður að leggja litakóð- unum og losa um höftin. Hvað mun gerast þegar 70% ónæmi verður náð? Verður þá allt opn- að á ný? Verður skimunum hætt og frjáls för leyfð um flug- velli? Er þá tímabært að lands- menn þurrki rakningarsmá- forritið út úr símunum sínum? Almenningur vill fá að vita hvað þarf til að líf án takmark- ana geti hafist á ný. Takist að bólusetja með hraði sér fyrir endann á tímum hafta, lokana og takmarkana} Úr viðjum veirunnar N úgildandi stefna og aðgerða- áætlun í geðheilbrigðismálum sem samþykkt var á Alþingi árið 2016 er að renna sitt skeið. Meginmarkmið stefn- unnar var aukin vellíðan og betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka einstaklinga sem glíma við geðraskanir. Það hefur verið mjög gott að hafa geðheilbrigð- isstefnu Alþingis sem leiðarljós í embætti heilbrigðisráðherra og úrbætur í geðheil- brigðisþjónustu á grundvelli hennar eru fjöl- margar. Samfélagið hefur öðlast aukinn skilning á mikilvægi góðrar geðheilsu og ég hef í ráð- herratíð minni sett geðheilbrigðismál sér- staklega í forgang. Við höfum á kjörtíma- bilinu lagt áherslu á aukna fjölbreytni í meðferðarúrræðum, fullmannað geðheilsuteymi um allt land, stofnað sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga og sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda við að stuðla að öruggri tengsla- myndun barna. Við höfum eflt geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslum, en nú eru sálfræðingar í heilsugæslu um land allt tvöfalt fleiri en á árinu 2017 og í fjárauka- lögum á þessu ári og því næsta hefur verið samþykkt 540 m.kr. tímabundin viðbótarfjárveiting vegna Covid-19 til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og fundað reglulega með samráðsvettvangi geðúrræða á höf- uðborgarsvæðingu. Sem sérstakt viðbragð við Covid-19 hefur verið sett á fót tímabundið geðráð sem byggir á grundvelli samráðsfunda ráðuneyt- isins og samráðsvettvangsins. Mikilvægt er að halda áfram að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu og með það markmið að leiðarljósi boða ég þann 9. des- ember til vefþings um framtíðarsýn í geð- heilbrigðismálum til ársins 2030. Þingið hefst kl. 9.00 og verður streymt af heimasíðu Stjórnarráðsins. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi en fyrirlesarar munu meðal ann- ars fjalla um fimm lykilatriði sem þeir telja mikilvæg varðandi framtíðarsýn í mála- flokknum. Hægt verður að senda inn spurn- ingar í gegnum vefforritið Slido og þannig taka virkan þátt í þinginu. Að þinginu loknu verða haldnar vinnu- stofur þar sem þátttakendur vinna að mótun framtíðarsýnar með hliðsjón af áherslum heilbrigð- isstefnu. Heilbrigðisráðuneytið mun vinna úr afrakstri vinnustofanna og leggja fram drög að framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, ásamt aðgerðaáætlun til næstu ára. Ný framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum mun taka mið af lykilviðfangsefnum heilbrigðisstefnu til árs- ins 2030 sem var samþykkt á Alþingið árið 2019. Ég vona að sem flestir fylgist með þinginu og taki í því virkan þátt. Svandís Svavarsdóttir Pistill Geðheilbrigðisþing 9. desember Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mér finnst auðvitað frá-bært hvað þættirnirhafa slegið í gegn.Þeir hafa sett skák í jákvætt ljós og það gerir þá enn þá flottari að kona sé í aðalhlut- verkinu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Vinsældir sjónvarpsþáttanna The Queen’s Gambit, Drottningar- bragðs, á Netflix hafa komið flest- um í opna skjöldu. Ótrúlegasta fólk sýnir nú skákíþróttinni áhuga og skákvörur rjúka út í verslun- um. Þættirnir eru byggðir á sam- nefndri skáldsögu eftir Walter Tevis sem kom út 1983. Í þeim segir af Elizabeth Harmon sem er undrabarn í skák og baráttu henn- ar við að komast á toppinn í skák- heiminum. Þættirnir voru frum- sýndir 23. október síðastliðinn og fyrsta mánuðinn fengu þeir 62 milljónir áhorfa. Eins og sakir standa eru þeir í áttunda sæti yfir vinsælustu þættina á Netflix með- al íslenskra notenda. Skáldsaga Tevis er komin á metsölulista New York Times og fjöldi nýrra spilara á Chess.com hefur fimmfaldast að undanförnu. Sýna skáklistina í réttu ljósi „Við höfum heldur betur orðið vör við þennan áhuga. Hingað hringir fólk og spyr hvar það geti keypt skáksett og hvort það séu einhver skáknámskeið í boði. Því miður er Covid aðeins að þvælast fyrir okkur en við munum koma til móts við það fólk sem vill kynnast skák á næstu vikum. Það verður líklega námskeið, haldið í gegnum Zoom,“ segir Gunnar. Hann segir aðspurður að vin- sældir þáttanna séu verðskuld- aðar. Þeir séu vel leiknir og sögu- þráðurinn góður. „Skák hefur oft komið asnalega út í sjónvarpi og bíómyndum en ekki þarna. Þetta er bæði raunverulegt og flott. Menn hafa eiginlega aldrei séð skák koma svona raunverulega út. Það er mikið í þetta lagt og það skilar sér til almennings.“ Svanhildur Eva Stefánsdóttir, annar eigandi verslunarinnar Spilavina, segir að síðustu vikur hafi verið mikil ásókn í skákvörur í versluninni. „Það selst allt upp sem heitir tafl hjá okkur. Ég hef aldrei vitað til þess áður, við eig- um ekki stakt sett til að selja. Sem betur fer eigum við góða aðila að ytra sem munu senda okkur ein- hver taflsett í vikunni,“ segir hún. Hentar vel á Covid-tímum Hún segir að skákvörur hafi alltaf selst ágætlega í Spilavinum en greinilegt sé nú að margir hafi ákveðið að rifja upp gamla takta eða ákveðið að tímabært væri að kenna börnum og barnabörnum mannganginn. „Sala á spilum hef- ur aukist mjög á Covid-tímanum enda kalla þeir á samveru. Taflið passar vel inn í þetta; samvera fyrir tvo. Sjónvarpsþættirnir hafa auk þess minnt marga á skákina. Það eru til dæmis margir afar og ömmur að kaupa taflsett fyrir sig og afkomendurna.“ Óvænt skákæði gríp- ur um sig hér á landi AFP Vinsældir Sjónvarpsþættirnir The Queen’s Gambit hafa slegið í gegn undanfarið. Anya Taylor-Joy leikur Beth Harmon sem er undrabarn í skák. Gunnar Björnsson Svanhildur Eva Stefánsdóttir Guðmundur G. Þórarinsson vék að vinsældum þáttanna í grein í Morgunblaðinu um helgina og segir að höfundur sögunnar hafi að fyrirmynd einvígi Bob- bys Fischers og Boris Spasskís á Íslandi 1972. „Þrátt fyrir að margt sé ólíkt með Fischer og Beth eru líkindin augljós. Beth er munaðarlaus, hvorugt þekkir föður sinn, bæði eiga stór- greinda móður, móðir Beth er doktor í stærðfræði, móðir Fischers lauk hæsta hjúkrunar- fræðiprófi sem tekið hefur ver- ið í Bandaríkjunum og lækna- prófi með doktorsgráðu í Moskvu. Bæði Beth og Fischer læra rússnesku af sjálfsdáðum til þess að geta lesið rúss- neskar skákbækur. Húsvörð- urinn sem kennir Beth að tefla minnir á Jack Collins sem þjálfaði Fischer. Bæði urðu þau skákmeistarar Bandaríkjanna á ungaaldri,“ skrifaði Guð- mundur meðal annars. Minnir á sögu Fischers EINVÍGIÐ FYRIRMYNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.