Morgunblaðið - 08.12.2020, Side 15

Morgunblaðið - 08.12.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Frosið Kvöldsólin liggur lágt nú um stundir og getur varpað frá sér fallegri birtu á umhverfið, líkt og blasti við þeim er lögðu leið sína um Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur á dögunum. Klakinn er háll og betra að haldast í hendur. Eggert Benedikt Jóhann- esson, fyrrverandi al- þingismaður, skrifaði vikulegan pistil sinn í Morgunblaðið á föstu- daginn. Efnistökin voru í hefðbundnum stíl. Benedikt fer í talnaleik „sem fæstir skilja“ eins og hann segir sjálfur. Hann setur fram tölur um verðmæti íbúðarhúsnæðis á Vest- fjörðum og tengir það hagn- aðartölum og arðgreiðslum í sjáv- arútvegi á liðnum áratug. Benedikt lætur í veðri vaka að hagnaður sé það sem eftir stend- ur þegar útgerðir hafa greitt bæði verksmiðjur og skipastól. Benedikt er reyndur maður úr atvinnulífinu, hefur setið í stjórn- um ýmissa félaga, bæði skráðra og óskráðra. Honum er því vel ljóst að arðgreiðslur í sjávar- útvegi eru ekki umfram það sem almennt gerist í atvinnulífinu. Hann veit líka vel að arðsemi eig- infjár í sjávarútvegi er minni en gengur og gerist meðal félaga sem skráð eru í Kauphöllinni. Benedikt veit líka vel að fjárfest- ingar eru gjaldfærðar á löngum tíma, en hann lætur samt í veðri vaka að þær séu gjaldfærðar í heild sinni við kaup, samanber: „Munum líka að hér erum við að tala um afkomuna eftir að tekið hefur verið tillit til þess að flestar útgerðir hafa endurnýjað skip- astól sinn og verksmiðjur á sama tíma.“ Sjávarútvegur er fjármagnsfrek atvinnugrein og til þess að standa undir þeirri kröfu sem til hennar eru gerðar þarf hún að hafa meira eigið fé en flestar aðrar at- vinnugreinar á Íslandi. Meðal annars þess vegna er arðsemi eig- infjár minni í sjávarútvegi en í mörgum öðrum atvinnugreinum sem ekki þurfa að binda eins mik- ið fé í rekstri sínum. Allt þetta veit Benedikt. Til þess að draga fram hversu fjár- magnsfrek atvinnu- grein sjávarútvegur er og hversu mik- ilvægt það er að eig- infjárstaða sjávarútvegs- fyrirtækja sé sterk þá má nota samlík- ingu Benedikts um útgerð og íbúðar- húsnæði, en kannski í aðeins öðru samhengi en Benedikt býður upp á. Það kostar um átta milljarða króna að smíða frysti- togara eins og Sólberg ÓF frá Ólafsfirði, en fasteignamat alls íbúðarhúsnæðis á Ólafsfirði er um sjö milljarðar króna. Benedikt bregður gjarnan yfir sig blæju frjálslyndis, víðsýni og sanngirni. En bak við grímuna er maður sem hirðir ekki um stað- reyndir, beitir talnabrellum til þess að leiða upplýsta umræðu af vegi. Hann reynir að læða inn þeim ótta að útgerðarmenn séu að eignast allt Ísland. Það er líklega af ráðnum hug að hann notar allt- af orðið útgerðarmenn í stað sjáv- arútvegsfyrirtækja, enda er það í takt við skrumskælingu hans um að sjávarútvegur hafi að geyma örfáa einstaklinga sem maka krókinn. Það er auðvitað fjarri sanni. Benedikt segist vera maður frjálslyndis, sanngirni og víðsýni, en er bara, þegar nánar er að gáð, ísmeygileg útgáfa af popúlista. Eftir Ólaf Marteinsson »En bak við grímuna er maður sem hirðir ekki um staðreyndir, beitir talnabrellum til þess að leiða upplýsta umræðu af vegi. Ólafur Marteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður SFS. Ísmeygileg útgáfa af popúlista Í leik- og grunn- skóla án aðgreiningar eru fyrirheitin þau að öll börn skuli fá þörf- um sínum fullnægt. Þetta er flókið í fram- kvæmd. Slíkt kallar á að ráðnir séu fag- menntaðir kennarar, þroskaþjálfar, iðju- þjálfar, sérkennarar, sálfræðingar, hegð- unarfræðingar og talmeinafræð- ingar. Í grunnskólum Reykjavíkur eru um 30% barna í sérkennslu. Sum börn eru í sérkennslu fáeina klukkutíma í viku en önnur eru marga tíma í viku, jafnvel alla grunnskólagönguna. Börnum fer fjölgandi í sérkennslu, sum vegna fjölþætts námsvanda, önnur vegna þess að þau þurfa stuðning í lestri eða stærðfræði. PISA-könnunin 2018 leiddi í ljós að um 34% 14-15 ára drengja gætu ekki lesið sér til gagns og 19% stúlkna. Samkvæmt Lesskimun 2019 les aðeins 61% reykvískra barna sér til gagns eftir 2. bekk. Ástandið virðist fara versnandi og nemendum fjölgar í sérkennslu. Sérkennarar undir miklu álagi Ég hef lagt fram ýmsar fyrir- spurnir um sérkennsluna þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi. Af svörum að dæma er það staðfest að skort- ur er á heildarsýn og mælanlegum mark- miðum. Svo virðist sem heildstæða stefnu skorti. Það hefur ekki verið gerð úttekt eða könnun á sérkennslu- málum í Reykjavík í a.m.k. tuttugu ár. Sér- kennarar eru of fáir og starfa undir miklu álagi. Börn- um með hegðunarvanda fjölgar, kannski einmitt vegna þess að þörfum þeirra er ekki svarað. Fái barn ekki náms- og félagslegum þörfum sínum sinnt upplifir það kvíða og aðra vanlíðan. Birting- armynd sálrænnar vanlíðunar er stundum neikvæð hegðun og hegð- unarvandi. Fyrsta skrefið til umbóta er að öðlast betri yfirsýn um stöðu mála og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef lagt til í borgarstjórn að innri endurskoðun geri úttekt á þessum málaflokki. Í borgarstjórn var tillögu um úttekt af innri endurskoðanda felld en til- lögunni hins vegar vísað í hóp á vegum borgarinnar sem skoðar þessi mál. Öll þekkjum við hinn langa bið- lista barna sem þarfnast aðstoðar fagfólks skóla, sálfræðinga og tal- meinafræðinga. Þau skipta hundr- uðum. Á annað hundrað barna bíða eftir að komast til talmeina- fræðings. Fjöldi tilvísana til skóla- þjónustu er um 2.164, hluti þeirra hefur fengið einhverja þjónustu en hinn helmingurinn enga. Það er brýnt að stytta þennan biðlista. Það verður eingöngu gert með bættu skipulagi og ráðningu fleiri skólasálfræðinga. Skólasál- fræðingar sinna fastmótuðu hlut- verki, bæði á sviði forvarna og greiningarvinnu. Sú greining sem þeir annast, frumgreining á vits- munaþroska og ADHD-skimun, er skilyrði þess að barn fái frekari þjónustu, t.d. á stofnunum ríkisins. Langur biðlisti í nauðsynlega greiningu og skimun í grunnskóla tefur fyrir að barn, sem þess þarf, fái ítarlegri greiningu á barna- og unglingageðdeild eða Greining- arstöð ríkisins. Tillögur felldar Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram tillögur til úrbóta í þessum málum. Í borgarstjórn mun ég aftur við seinni umræðu um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun, sem fram fer 15. desem- ber, leggja til að bætt verði við þremur stöðugildum skólasálfræð- inga. Hækka þarf fjárframlög til velferðarsviðs um 40,5 milljónir króna. Tillaga þessi var lögð fram fyrir ári og var þá felld. Flokkur fólksins hefur á þessu ári lagt fram fleiri tillögur sem grynnka á biðlistum, s.s. um að samstarf skólaþjónustu og Þroska- og hegðunarstöðvar verði form- gert, m.a. til að stytta biðlista. Vís- ir er nú þegar að samstarfi sem þessu en ekkert er formlegt eða samræmt milli skóla. Einnig lagði ég til að skóla- og frístundasvið hæfi formlegt samstarf við heilsu- gæslu um að fá upplýsingar um niðurstöður úr fjögurra ára skim- un barna. Öll börn fara í skoðun á heilsugæslu um fjögurra ára aldur þar sem fyrir þau eru lagðir þroskamatslistar. Þá kemur í ljós hvaða börn eru líkleg til að eiga í vanda og hvort þörf er á sértækri aðstoð strax. Á meðan borgin bíður með hendur í skauti neyðast foreldrar til að leita með börn sín sem eiga við vanda að etja til sjálfstætt starfandi fagfólks. Þetta þarf fólk að borga fyrir úr eigin vasa. Því hafa ekki allir efni á. Núverandi ástand er vítahringur sem bitnar verst á sjálfum börnunum. Búið er að samþykkja á Alþingi að niður- greiða sálfræðiþjónustu en ekki er vitað hvenær framkvæmd verður að veruleika. Heilsugæsla sinnir ekki greiningum og á heilsugæslu eru víða einnig biðlistar. Aðgerðir strax Brýnt er að gripið verði til að- gerða strax. Það sem ég tel að hægt sé að gera er að:  Innri endurskoðun geri úttekt á sérkennslumálum og komi með tillögur.  Fjölga sálfræðingum og ráð- ast til atlögu að biðlistum.  Formgera samstarf borgar við heilsugæslu og Þroska- og hegðunarstöð til að undirbúa markvissari snemmtæka íhlutun og einfalda aðgengi barns að barnalækni. Nú hefur félagsmálaráðherra tilkynnt að lagt verður fram svo- kallað farsældarfrumvarp. Áform eru hjá ráðherra um samþættingu þjónustu í þágu barna. Það er vel en þetta kemur ekki í framkvæmd fyrr en í fyrsta lagi 2022. Kosn- ingar eru á næsta ári og því fátt fast í hendi þegar kemur að metn- aðarfullu frumvarpi ráðherra. Eiga börnin bara að bíða þangað til? Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Kosningar eru á næsta ári og því fátt fast í hendi þegar kem- ur að metnaðarfullu far- sældarfrumvarpi ráð- herra. Eiga börnin bara að bíða þangað til? Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is Aðgerðir strax í málefnum barna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.